Ný vikutíðindi


Ný vikutíðindi - 21.04.1972, Blaðsíða 4

Ný vikutíðindi - 21.04.1972, Blaðsíða 4
NÝ VIKUTÍÐINDI ið prýðilega. Mér fannst ég vera algjörlega öruggur, og í rauninni mjög hamingjusamur, þegar skyndilega, á mánudag- inn var, varð sprenging. Ég var að búast við þeirri venjulegu á venjulegum tíma, kortér yfir eitt, og var að reykja góðan vindil, lét mig dreyma dagdrauma, og var mjög ánægður með sjálfan mig, þegar ég skyndilega tók eftir því, að tíminn var kom- inn fyrir nokkru. Ég varð mjög undrandi, þvi að hún er mjög stundvís, en ég hélt, að eitt- hvað hefði komið fyrir og taf- ið hana. En það leið hálf stund, síðan heil stund, og hálf önnur, og þá vissi ég, að eitthvað hlaut að hafa komið fyrir hana— slæmur höfuð- verkur e.t.v. eða leiðinlegur gestur. Svona bið er mjög þreytandi, leiðinleg og tauga- æsandL Loks ákvað ég að fara út; og þar sem ég vissi ekkert, hvað ég átti af mér að gera, fór ég til hennar og hitti hana, þar sem hún var að lesa bók. „Jæja,“ sagði ég við hana. Og hún svaraði hin rólegasta: „Ástin mín, ég gat ekki kom- ið. Ég forfaIIaðist.“ „Vegna hvers?“ „Af dálitlu öðru.“ „Hvað var það?“ „Leiðinlegur gestur.“ „Ég sá, að hún vildi ekki segja mér hina sönnu ástæðu, og þar sem hún var mjög ró- leg, hugsaði ég ekki meira um það, heldur vonaðist til að geta bætt mér upp þennan tíma með hinni eftir næsta dag. Á þriðjudaginn var ég mjög spentur og ástsjúkur, er ég beið eftir hinni smávöxnu konu skrifstofustjórans, og ég var mjög undrandi, þegar ég sá, að hún kom ekki fyrir þann venjulega tíma. Ég leit á klukkuna annað hvert augna- blik og horfði óþolinmóður á vísana, en stundarfjórðungur leið, síðan hálftími, síðan varð klukkan tvö. Ég gat ekki set- ið kyrr lengur og gekk fram og til baka um gólfið og þrýsti andlitinu að glugganum og eyrunum að dyrunum, til að hlusta, hvort hún væri ekki að koma eftir stiganum. Klukk an varð hálf-þrjú og síðan þrjú. Ég greip hattinn minn og flýtti mér til heimilis hennar. Hún var að lesa bók, minn kæri vinur! „Jæja,“ sagði ég undrandi. Og hún svaraði eins rólega og venjulega: „Ég forfallaðist og gat ekki komið.“ „Af hverju?“ „Það kom til mín leiðinleg- ur gestur.“ Að sjálfsögðu datt mér í þegar í stað í hug, að þær vissu báðar um allt; en hún virtist vera svo róleg og kyrr- lát, að ég lét af grun mínum, og hélt að þetta væri einhver einkennileg tilviljun, því að ég gat ekki trúað slíkri tvö- feldni á hana. Ég dvaldist þess vegna hjá henni í hálfa klukku stund og ræddi vingjarnlega við hana, en við vorum alltaf trufluð annað slagið, þegar litla telpan hennar kom inn og gekk út úr herberginu; þess vegna fór ég í burtu mjög vonsvikinn. Hugsaðu þér svo bara daginn eftir.“ „Kom það sama fyrir?“ „Já, og einnig þann næsta. Og þessu hélt áfram í þrjár vikur, án nokkurra útskýringa, án þess að nokkuð gæti út- skýrt svona einkennilega fram komu gagnvart mér, en þó grunaði mig samt sem áður leyndarmálið." „Vissu þær allt?“ „Ég skyldi aldeilis halda það. En hvernig? Það leið lang- ur tími og miklar þjáningar áður en ég komst að því.“ „Hvernig fórst þú að því að lokum?“ „Það sýndu bréf þeirra, því að á sama degi sögðu þær mér báðar upp með sömu skil- yrðum.“ „Nú?“ „Það skeði þannig: þú veizt, að konur hafa alltaf heilmikið af prjónum hingað og þangað á sér. Ég þekki hárnálar, ég treysti þeim ekki og passa þær; en hinir prjónarnir eru miklu lævísari, þessir fjárans litlu svörtu hausar, sem okk- ur finnst allir vera eins, asn- ar sem við erum, en sem þær geta séð mun á, alveg eins og við getum þekkt hest frá hundi. Jæja, það lítur út fyrir, að dag nokkurn hafi kona skrif- stofustjórans skilið eftir eina af þessum sýningargripum, nældan í pappírssnepil, rétt við spegilinn minn. Sú venju- lega hafði þegar í stað séð þennan svarta depil, engu stærri en lús, hafði tekið hann úr, án þess að segja orð, en skilið eftir einn af sínum eig- in, og sett hann á sama stað. Næsta dag ætlaði kona skrif- stofustjórans að taka aftur eign sína og sá þá þegar í stað, að skipt hafði verið um prjón. Grunsemdir hennar vöknuðu, og hún setti tvo í bréfið og lét þá vera í kros$. Sú venjulega svaraði þessu með skeyti með þremur svört- um hausum, hvern fyrir ofan ahnan; og 'stráx ’ óg' þ'és’si a&- ferð komst á strik, héldu þær áfram að hafa samband hvor við aðra, án þess að segja orð, aðeins njósna hver um aðra. Þá virðist sú venjulega, sem var frekari, hafa vafið ör- litlum pappírsbút um odd prjónsins og skrifað á hann: „C.D. Poste Restante Boule- vard Malherbes.“ Síðan skrifuðust þær á, þú skilur, að það var það eina, sem fór á milli. Þær fóru af stað af mikilli varfærni, með þúsund klækjum, með allri sinni smekkvísi, sem nauðsyn- leg er í slíkum tilfellum, en hin venjulega tók af skarið og ákvað að hitta hina. Mér er ókunnugt um, hvað þær sögðu hvor við aðra. Allt, sem ég veit, er að ég þurfti að borga brúsann. Þetta er nú allt og sumt!“ „Er þetta allt?“ „Já.“ „Og hittast þær nú ekki meir?“ „Ég bið forláts, kæri vinur, ég sé þær sem vini, því að við höfum ekki rifizt á nokkurn hátt.“ „Og hafa þær sézt aftur?“ „Já, kæri vinur, þær eru nú beztu vinkonur.“ „Og hefur þetta ekki gefið þér hugmynd?" „Nei, hvers konar hug- mynd?“ „Apakötturinn þinn, að sjálf- sögðu þá hugmynd, að láta þær skila aftur prjónunm á þann stað, sem þær fundu þá.“ nMIVWVVVIíVVVVWVWUVmWWWWtfUWMMÍVWJWVUWlWUVWWUVVWJVWWUVVWi Náttúra — Trúbrot — Svanfríður — Háskólinn — Óhappatala — Brytjað. Einhver ósköp virðast vera á seyði í poppheiminum um þessar mundir. Hljómsveitin Náttúra leikur um helg- ar í Tjarnarbúð við mikinn fögnuð aðdáenda sinna og tjá sérfræðingai oss að gítaristinn, sem Björgvin heit- ir, sé með beztu hljóðfæraleikurum, sem finnast. 1 Tjarnarbúð er mikið um dýrðir á sunnudagskvöldum — mannskapur- inn dansar gjarnan ber að ofan (bet- ur má ef duga skal), en dyraverðir eru með yglibrún yfir hátterni unga fólksins, sem þykir haga sér full- frjálslega. En sem sagt: Öll líkindi eru til þess, að Náttúra sé að verða vinsæl- asta poppgrúppan í bænum. trommari og berji bumburnar af miklum móði. En allir eru á einu máli um það, að Svanfríður þessi framleiddi meiri hávaða en allir hinir til samans — og er það vell __ Og svo haldið sé áfram að ræða popptónlistarmál landsmanna, þá sak- ar ekki að geta þess, að furðu hljótt hefúr verið um þá hljómsveit, sem mestum vinsældum hefur átt að fagno hérlendis um áraraðir, en það er að sjálfsögðu Trúbrot. Sannleikurinn er sa, að Trúbrot hefur að undanförnu verið að undir- búa „longplaying“-plötu, og eru þeir sveinar nú erlendis að taka hana upp. Orðrómur liefur verið á kreiki um að einhver óánægja sé innan þeirrar hljómsveitar, en sérfræðingar tjá oss að allt slíkt sé úr lausu lofti gripið. Hitt er svo annað mál, að margir telja að þeir í Trúbrot hafi verið bijsna grunnhyggnir að kippa ekki Shady Owens inn i grúppuna, þegar hún kom frá Ameríku, en enginn ef- ast um að hún sé lang-bezta söng- konan, sem nú lætur Ijósið sitt skína á öldum popptónlistarinnar. 1 Háskóla Islands virðist vera mikil óánægja með kennslufyrirkomulag og tilhögun yfirleitt. Ekki er það sízt í læknadeild, sem óánægjan hefur magnast, en stúdentar telja margir að það sé ósvinna að vera endalaust að krefjast þess að handbækur séu lærðar utanað. Þá telja ungir lælcnar, að allt of mikil áherzla sé lögð á kennsluna í líffræðilegum orsökum sjúkdóma, en að í kennslunni hafi félagslegar og tilfinningalegar orsakir ekki fengið að komast að. Þeir, sem harðast hafa gagirrýrít Háskóla lslands, halda því raunar fram, að þessi stofnun sé eins og stór gagnfræðaskóli, sem virðist hafa það eitt að markmiði að útskrifa embætt- ismenn. Víst er það, að vísindi eru i Háskóla lslands fáránlega lítið stund- uð, og ætti rektor og Háskólaráð sannarlega að liggja undir harðari gagnrýni en nú er. Hr poppheiminum er það enn að frétta, að stofnuð hefur verið hljóm- sveit, sem Svanfríður heitir, og leikur liún fyrir mannskap, sem stundai Tónabæ. Virðist Svanfríður þessi vera að verða vinsæl mjög, en Pétur Krist- jánsson, sá sem var með Náltúru áð- ur, er þar aðalkrafturinn. Þá tjáir sérfræðingur vor oss, að Sigurður nokkur Karlsson sé þar Það má víst teljast merkilegt að Is- lendingar skuli vera í þrettánda sæti með meðaltekjur samkvæmt skýrzl- um OECD, eða Efnahags- og fram- faraslofnunarinnar. Hitt er svo annað mál, að það væri ekki ónýtt að fá að vita, hve lengi Bandaríkjamenn eru að vinna fyrir einum dollara, og svo það, lwað það tekur mörlandann langan tíma. En sem sagt — við erum í happatölu- sætinu. Og svo er það orðalag aldarinnar i Alþýðublaðinu á dögunum „Brytjað hefur verið upp á ný- mæli." ASSA.

x

Ný vikutíðindi

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Ný vikutíðindi
https://timarit.is/publication/881

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.