Ný vikutíðindi


Ný vikutíðindi - 28.04.1972, Blaðsíða 3

Ný vikutíðindi - 28.04.1972, Blaðsíða 3
kY vikutíðindi 3 V ir baugar undir augum hans, svo það var ekki um að villast, að hann hafði eytt nóttinni í örmum einhvers annars en svefnguðsins Morfeusar. „Nam, nam, nam,“ sagði hann, þegar við hópuðumst í kringum hann. „Þetta var nú kvenmaður í lagi! Þið hefðuð átt að sjá íbúðina hennar. Haf- ið þið nokkurn tíma smakkað kampavín?“ Og þannig varð þetta upp frá þessu, og virtist ætla að vara til eilífðar. Viku seinna var haldinn fundur í sjúkraherberginu til þess að ræða málið. „Hvað heldurðu eiginlega að sé að ske?“ spurði Nixon. „Það mega guðirnir vita, en það er að verða alveg gjöró- mögulegt að umgangast hann. Heyrðuð þið, þegar hann var að segja vélstjóranum frá þess- ari svörtu auglýsingastelpu, sem vildi að hann stryki úr sjóhernum og færi með sér til Kaliforníu? Og svo var það hjúkrunarkona, sem gaf hon- um nektarmynd af sér. sem þakklætisvott fyrir ...“ „Það er eins gott að við eig- um að halda úr höfn á morg- un. Þá líða að minnsta kosti 10 dagar, áður en honum verð- ur sleppt lausum á ný. Þá gæti hugsast, að farið væri að fyrn- ast yfir það, sem við Ellen gerðum við hann.“ — • — NÍU dögum síðar lögðumst við upp að í Genúa. Við fóst- bræðurnir fjórir fórum saman í land, og lentum að lokum á stað, sem nefnist Zansibar-krá- in. Verðlagið þar var uppi í skýjunum, en við því var svo sem að búast, en á meðan eitt- hvað var af lögulegum hnát- úin í kringum okkur, þá gerð- um við ekkert múður. Allar voru þær svarthærðar og brún- eygar og hlógu svo að augun skutu gneistum. Við kreistum og kysstum þær af hjartans lyst, og fyrir 2000 lírur voru þær reiðubúnar að skreppa með okkur upp á loft og kenna okkur allar kennimynd- ir, tíðir og beygingar sagnar- innar „amore“. Það leið ekki á löngu, að Johnny stingi af með eina prímadonnuna. Hún var á net- sokkum, og afturdekkið á henni gekk eins og í stórsjó, þar sem hún leiddi Johnny upp á loftið. Kortéri seinna kom hann aftur, og ljómaði af ánægju. Stór hópur fegurstu kvenna Genúa hvirflaðist þarna í kringum okkur, en okkur Rup- ert og Nixon var lífsins ómögu- legt að hamla á móti Johnny. Auk þess hefðu peningaveskin okkar fljótlega sagt stopp. Á leið til skips vorum við hvað eftir annað stöðvaðir af ungum stúlkum, en með sorg í hjarta urðum við að hrista hausinn framan í þær allar. „Strákar." sagði Nixon og andvarpaði. „Hvílík sorgarlög, að geta ekki notið þeirra lífs- ins gæða, sem hérna bjóðast.“ „Nú, við eigum frí aftur eft- ir morgundaginn,“ sagði Rup- ert. „Og hvaða möguleika höf- um við til þess að greiða fyrir lífsins gæði þá?“ sagði ég heimspekilegur á svip. Verið þið bara rólegii:,“ sagði Johnny. „Ég get lánað ykkur.“ Það var stutt þögn á með- an við vorum að melta þetta. „Áttu við, að þú sért ekki orðinn blankur enn?“ „Hvað annað?. Þær vildu ekki taka við neinu. f raun- inni fékk ég 2000 lírur hjá þeirri fyrstu. Ágætis stelpa, en nokkuð villt.“ Þegar við stóðum undir sturt unum þá um nóttina, gutum við allir augunum til Johnny. Við sáum strax að náttúran hafði ekki gert hann neitt bet- ur úr garði en okkur. Það virt- ist því vera lítill sannleikur í þeirri sögusögn, að stærðin væri það sem réði öllu. Að minsta kosti tveir okkar voru honum fremri á þessu sviði. Allir vorum við nú orðnir sammála um, að eitthvað yrði að gera. Ef við ekki kæmum Johnny á réttan kjöl — ef mér leyfist að komast þannig að orði — þá myndi fara svo að lokum, að við þessir gömlu og þrautreyndu sjómenn, yrð- um undir í viðureigninni fyrir honum, þegar upp hæfust um- ræður, samlíkingar og ráðlegg- ingar um vinsælustu íþrótt karlmanna á öllum öldum. FUNDUR var setur kvöld eitt undir hinum tröllauknu fallbyssum B-turnsins. „Ég dauðsé eftir því, að við skyldum nokkurn tíma kenna Johnny undirstöðuatriðin í þessari íþrótt,“ sagði Nixon dapur í bragði. En Rupert hafði ekki til einskis lært á radar. Hann þóttist eygja lausn á málinu. „Það er aðeins eitt ráð til,“ sagði hann. „Ef við getum komið því þannig fyrir, að stúlka neiti honum, og hlæi þar að auki að honum, þá kemst hann áreiðanlega í samt lag aftur.“ Þetta varð að heppnast. Við vissum nú, að Johnny gat fengið hvaða stelpu sem var með því að flauta. á hana. Hvaða tækni hann not'aði viss- um við ekki, en við gátum okk ur til, að eitthvað væri bogið við „mekanismann“ í kvenfólk- inu, sem ylli .því, að þær væru gersamlega varnarlausar. þeg- ar hinn ungi vinur okkar horfði á þær grágrænum aug- unum. Við urðum því að ná í stelpu, og hún yrði að vera glæsileg og algjörlega ónæm. „Hvað segið þið um hana Kötlu. konuna hans Bene- dikts?“ stakk Rupert upp á. Katla var 26 ára, glæsileg, en skírlíf. Hún var gift báts- manninum okkar og bjó í lít- illi villu rétt við höfnina í heimahöfn okkar. Hún var orð- lögð fyrir að geta svarað fyrir sig og vera gamansöm. Auk þess var hún bálskotin í Josua Benedikt, og það var aðalatrið- ið. „Ég er góður vinur Kötlu,“ sagði ég. „Ég skal taka málið að mér.“ En Nixon var í vafa. Hann var ekki viss um, að Benedikt myndi leyfa konu sinni að vera einni með Johnny. „Hann þarf ekkert að vita um það,“ sagði ég. „Við gerum þetta eitthvert kvöldið, þegar hann er á vakt.“ Málið var útrætt. Við settum Framh. á bls. 4. K0MPAN Góðæri. - Útvarpsráð. - Hlutdrægni. Halldór og Chaplin. Þd er sumarið gengið i garð, og er óhætt að segja að tíðarfarið hafi leikið við landslýðinn — að minnsta kosti bændur. Nú bregur svo við, að enginn klaki er i jörðu. Hægt er að byrja á öll- um vorverkum mun fgrr en nokkurn tima áður. Allir eiga fyrningar af heyi, og — semsagt — góðærið blasir við blessuðum bændunum. Er þess að vænta, að búandkallar sjái nú sóma sinn í því að auka rækt- un, en eyða ekki tímanum í barlóm eins og svo oft áður, og er vonandi að sumarið verði eins gjöfull og von- ir standa til að það verði. Miklar deilur eru jafnaðarlega á lofti um störf útvarpsráðs. Nú eru fulltrúar vinstri stjórnárinnar i meiri- hluta, en luifa verið i 'minni hlutu um langt skeið. Ásaka nú fulltrúar minnihlutans í útvarpsráði meirihlut- aiui um að neita aflsmunar í póli- tísku slajni. Sjálfsagt er alltaf einhver tilhneig- ing til slíks fyrir hendi, þó er vert að minna á, að sú var tíðin, að Magnús Torfi Olafsson, núverandi mennta- málaráðherra, var rekinn frá hljóð- nemanum og að Ólafi Ragnari Gríms- syni var að minnsta kosti einu sinni bannað að senda út útvarpsþátt, sem þegar liafði verið tekinn upp, og þá hefur það komið fyrir oftar en einu sinni, að menn, sem flutt hafa erindi um daginn og veginn, hafa fengið ákúrur fyrir það að hafa skoðanir. Hvað sem um núverandi útvarps- ráð má segja er það þó víst, að fyrr- verandi útvarpsráð hefur síður en svo hreinan skjöld i þessum efnum. ir ríkisútvarpið og sjónvarpið — BBC — beint undir krúnuna og geta þeir herrar, sem ráða ríkjum hjá BBC gefið þeim stjórnarlierrum, sem eru við völd hverju sinni, langt nef. Forráðamenn BBC álíta, að allt sé ineð felldu hvað lilutdrægni snertir, ef kvartanir eru svipaðar frá báðum aðilum — þeim sem eru í stjórn og þeim sem eru í stjórnarandstöðu. Ef útvarpsráð yrði kjörið hér ópóli- tiskt væri hugsanlegt að koma á svip- uðu fyrirkomulagi, en sjálfsagt er hreppapólitíkin svo rikjandi hérlend- is að slíkt sé óhugsandi. Hins vegar ætti útvarpsráð alls ekki að vera pólitískt. Jafn áhrifamiklir fjölmiðlar og útvarp og sjónvarp eiga helst ekki að vera hugsanleg apparöt fyrir þá, sem að völdum sitja hverju sinni. Heilbrigt væri að taka Breta sér til fyrirmyndar i þessu efni, en þar heyr- Mikið var að fundum Háskóla ls- lands og Halldórs Laxness bar sam- an (eins og hann orðaði það í þakk- arávarpi sínu á afmælisdaginn s.l. sunnudag). Það liefur raunar verið erfitt fyrir ýmsa að lcingja því, sem Halldór hef- ur látið frá sér fara um dagana. Ara- lugum saman rembdist ílialdið i land- inu við að níða þennan rithöfund, en tók hann svo fyrir nokkrum árum upp á arma sina af því að hann af- neitaði fyrri skoðunum um það, sem væri að gerast í Sovétríkjunum. Aldrei hefur svo komið út bók eft- ir Halldór að fjöldi manns lyki ekki upp einum munni um, að þarna væri komin út versta bók skáldsins og má í þessu tilliti líkja Halldóri við Chap- in. Nú hefur það auðvitað skeð, eins og raunar vænta mátti, að kommar eru búnir að snúa baki við þessum snillingi (þó með hálfum hug) af þvi hann er búinn að afneita fornum heimspekikenningum um alræði ör- eiganna. Það var að sjálfsögðu ekki Háskóli Islands, sem fyrstur varð til að veita skáldinu vegsaukann „hciðursdoktor'. Þessa nafngift hafði hann raunar hlot- ið áður erlendis. Hvað sem öðru líður óskum vér Halldóri til hamingju með að vera orðinn sjötugur og enn við góða heilsu, og kætumst í anda með honum, þegar hann brosir góðlátlega að öllu tildrinu og hégómaskapnum og segir: „Nefndu mig, þegar litið liggur við“. ASSA.

x

Ný vikutíðindi

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Ný vikutíðindi
https://timarit.is/publication/881

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.