Ný vikutíðindi


Ný vikutíðindi - 28.04.1972, Blaðsíða 6

Ný vikutíðindi - 28.04.1972, Blaðsíða 6
6 VTtCUTÍÐINDI Þetta lí R AXXÁLIJI LÖGREGLLXNAR er engin venjuleg sakamálasaga — nei, þetta er ÞENNAN júnímorgun árið 1922 vaknaði Charlie MacAr- thur með ógurlega timbur- menn og óraði lítið fyrir því, að hann ætti eftir að fiækjast út í eitthvert sögulegasta glæpamál, sem risið heíur mpp. MacArthur, sem þá var aðeins 25 ára, var þegar ©rðinn aðal- fréttaritari hjá Evening E*am- iner í Chieago. Hann smokraði sér í baðsloppinn og staulaðist til dyra til þess að sækja morg unblöðin. Meðan hann hitaði uðið og opnaði munninn, en ekkert hljóð heyrðist. Rétt í því kom læknir inn í stofuna. „H-a-nn hefur verið að reyna að segga eitthvað,“ sagði læknirinn við Charlie, „en hann getur ekki t-alað.‘ Charlie ki-nkaði kol'li án þess, að líta af manninum. í ‘ fari hans var eitthvað, sem vakti meðaumkun Charlie. Hvernig hann leit á hann, eins og biðj- andi. „Hann er að reyna að segja o saga af kunningjar hans gripu í hann. Þegar hann kom aftur niður á blaðið, bað hann fréttastjór- ann að gefa sér óbundnar hend ur um að fá að grafast fyrir um Wanderer-máli'ð. „Þú um það, Charlie; en hvað hefur þú annars í huga?“ „Ég veit það ekki ennþá,“ sagði Charlie, „ei\ mig grunar, að ég kunni að rekast á sitt af hverju.“ Charlie snuddaði í nágrenni Wanderers og komst smám minntist þess, að einhvers stað ar stóð, að vissir öfuguggar sæktust ekki aðeins eftir tengsl um við karlmenn heldur einn- ig konur. Eina nóttina eftir karlmanni, þá næstu eftir kven manni. Charlie labbaði beina leið heim og tók Freud ofan úr hillu. Hann glennti upp skjá- inn, þegar hann rakst á þá kenningu, að slíkur tvískinn- ungur hafi á fáu meiri andúð en barneignum. Öfugugginn ÓÞEKKTA RÆFLINVM sér kaffisopa, leit hann yfir forsíðurnar. Þennan júnímorgun fyrir 50 árum var ein fyrirsögn morg- unblaðanna, sem skyggði á all- ar hinar. Hálfþrítug stríðs- hetja, Carl Wanderer að nafni, hafði kvöldið áður verið á heimleið úr kvikmyndahúsi á- samt konu sinni, er ræningi réðst á þau í forstofu íbúðar þeirra. Stríðshetjan hafði grip- ið til skammbyssu sinnar, og er skothríðinni lauk, lá eigin- kona hetjunnar á vígvellinum. Ræninginn, sem orðið hafði fyrir allmörgum kúlum og hélt á tæmdri skammbyssu í hægri hendinni, var ekki álitinn myndi halda lífi. MacArthur horði lengi á mynd stríðshetjunnar, þar sem hún blasti við honum á síðunni. Eitthvað við þennan mann vakti andúð hans. Þegar hann kom til vinnu skömmu upp úr hádeginu, kall- aði ritstjórinn á hann. „Char- lie,“ sagði hann. „Ræninginn frá því í nótt er enn á spítal- anum. Flýttu þér þangað, ef þú gætir fengið að tala við hann.“ Blaðamannakortið færði Mac Arthur leið að sjúkrabeði ræn- ingjans. Hann stóð nokkra stund og horfði á þennan ó- þekkta mann. Augu sjúklings- ins voru lokuð, og hann átti erfitt með andardráttinn. Hann var lágvaxinn og grannur. Hendur hans voru einstaklega smáar, og skegg hans var nokk urra daga gamalt. Charlie rölti um herbergið og rakst á föt hins óþekkta ræfils. Sokkarnir voru götótt- ir, svo og skósólarnir. Charlie var furðu lostinn. f húsasund- inu höfðu tvær skammbyssur fundizt, — byssur Wanderers og óþekkta mannsins. Báðar voru af Colt-gerð, — þungar, dýrar byssur. Heilabrot Charlie stöfuðu af því, hvernig tötralegur flæking ur hefði haft efni á að eiga svo dýrt skotvopn. Maður á gatslitnum skóm hefði tvímæla laust skipt á því fyrir annað ódýrara. Eða þá selt það og drukkið út peningana. Charlie var niðursokkinn í þessi heilabrot, þegar hinn deyjandi opnaði augun. Charlie horfði stundarkorn á hann og spurði síðan: „Hvað heitirðu?“ Hinn deyjandi horfði reikul- um augum á hann, hristi höf- mér eitthvað,“ sagði Charlie við lækninn. Maðurinn á sjúkrabeðinu kinkaði kolli með erfiðisnaun- um. „Jæja,“ sagði Charlie, „lyftu þá hægri hendinni og reyndu að skrifa upp í loftið það, sem þú vilt segja. Skilurðu? Stafa út í loftið!“ Maðurinn kinkaði kolli. Hann lyfti hægri hendinni og myndaði fyrsta stafinn, þegar handleggurinn féll skyndilega niður og augu hans lokuðust. Læknirinn laut yfir hann og hlustaði hann. Síðan leit hann á Charlie. „Dáinn!“ sagði hann. Charlie hringdi til frétta- stjórans. „Kanski ég ætti að líta inn til Wanderer," sagði hann. „Mér virðist eitthvað vera á bak við þetta.“ „Það er annar farinn til hans,“ svaraði ritstjórinn. „Komdu bara og skrifaðu eitt- hvað um sjúklinginn.“ — ★ — CHARLIE skrifaði frásögn sína. Hann kallaði ógæfumann- inn á sjúkrahúsinu Óþekkta ræfilinn, og hefur það viður- nefni loðað við hann enn þann dag í dag. Fréttaritarinn, sem heimsótti Wanderer, hafði að- eins fyrirhitt niðurbrotinn ekkjumann. Carl Wanderer var hetja borgarinnar, — mað- urinn, sem skaut til bana morð ingja konu sinnar. Það var ekki fyrr en dag- inn eftir, þegar Charlie, þjáð- ur af timburmönnum, las News með morgunkaffinu, að hann komst að fleiru, sem jók óró- leika hans yfir þessu leiðindar- máli. Ben Hecht, vinur hans og keppinautur, blaðamaður hjá News, hafði heimsótt Wander- er og komið honum að óvörum, þar sem hann stóð við að pressa buxur sínar blístrandi vinsælt dægurlag þeirra tíma, Það er löng leið til Tipparary, tæpum 12 klukkustundum eft- ir morðið á konu hans. Hecht hafði fengið ímugust á Wa-nd- erer, — einn al’lra í borginni. Bitur frásögn Hecht vakt-i ofsareiði félagsskapar uppgjafa hermanna. Kaupendur sögðu blaðinu upp í hundraðatali. Að loknum lestri greinar Hecht, las Gharlie hana aftur. Þegar hann loks lagði blaðið frá sér, var hann sannfærður um, að eitthvað soralegt væri á bak við þennan hörmulega atburð í forstofunni. Hann hafði ekkert til að byggja á, annað en al'ls konar smáatriði, sem virtust ek-ki pa-ssa í kram- ið. Það náði einhvern vegi-n-n engri átt, að Óþekkti ræfillinn hefði átt dýra skammbyssu. Og svo þetta furðulega augnaráð hans í sjúkraherberg-inu. Og nú þessi frásögn Hechts af harmi lostna eiginmanninum, blístrandi — svona skömmu eftir morðið. Nei, þetta náði engri átt, að viti Charlie. Seinna um daginn hittust þeir Charlie og Ben á knæp- unni, sem þeir sóttu tíðast. „Hvernig gengur?" spurði Charlie. „Vel, Charlie. En hjá þér?“ „Vel,“ svaraði Charlie. „Heyrðu,“ sagði Ben, „hvað heldur þú um atburðina þarna í forstofunni í North Campbell Avenue?“ „Ekkert,“ laug Charlie. „Wanderer skaut ræningjann, eftir að ræninginn skaut kon- una hans. Hvað heldur þú ann ars?“ — ★— „EKKERT," laug Hecht. „Alls ekkert. Það var svona eins og þú sagðir.“ „En ég las þa-rna í greinar- korni þínu,“ aagði Charlie, „að þér geðjaðist ekkert að Wand- erer. Grunarðu hann um græsku eða eitthvað svoleiðis?“ „Græsku?“ spurði Ben og virtist gldeilis hlessa. „Nei, síð- ur en svo.“ Þarna stóðu þessir tveir, sem síðar áttu eftir að skrifa svo mörg leikrit fyrir Broadway og Hollywood í sameinin.gu, virtu spegilmynd hvors annars fyrir sér, skiptust á ósannind- um og reyndu að lauma-st hvor aftan að öðrum. Hecht stóð því verr að vígi, sem hann hafði lagt spilin á borðdð með biturri frásögn sinni af Wand- erer. Charlie hi-ns vegar hél-t sínum spilum f-a«f upp að vest- inu. Charlie var viðsfaddur útför Ruth Wanderer. Hann stóð við gröfina, þegar kistan var látin síga og starði á Wanderer. „Ég vil verða ástinni minni sam- ferða!“ vældi hetjan. Hann reyndi meira að segja að stökkva niður í gröfina. En Charlie fannst hann ekki sér- deilis mótþróafullur, þegar saman að ýmsu í fortíð hans. Áður en síðari heimsstyrjöldin skall á, hafði hann unnið í kjötbúð föður síns nokkrum húsum neðar. Hann hafði þá verið trúlofaður Ruth Warren, skollithærðri hnyðru, sem sagði hverjum, sem heyra vildi, að þegar þau Carl væru gift, ætl- uðu þau að eignast húsfylli af krökkum. Wanderer hafði gengið í her- inn og getið sér mikinn orðstír, að því er nágrannarnir sögðu. Hann hafði sem sagt komið heim hlaðinn heiðursmerkjum. Hann hafði hafið að nýju starf sitt í búð föður síns, kvænst Ruth og hafið búskap í húsi móður hennar. Og það var ein- mitt í forstofu þess húss, sem skothríðin hafði staðið. Charlie komst einnig að því, að Ruth hafði verið komin nokkra mánuði á leið. í snuðri sínu rakst hann á einn kunn- ingja þe-irra hjóna, sem sagði, að Carl hefði brugðizt harla einkennilega við vitneskjunni um væntanlega barneign. „Við hvað áttu?“ spurði Charlie. „Nú, einhvern veginn virtist Carl ekkert glaður yfir þessu. þú veizt nú hvernig flestir láta, þegar þeir frétta, að kon- an eigi von á fyrsta barninu. Já, Carl lét ekkert svoleiðis.“ „Hvernig þá?“ „Ég á erfitt með að útskýra þetta. Hann bara virtist all-s ekkert glaður.“ Charlie, sem var orðinn tals- vert öruggur í gru-n sínum, tók að veita Wanderer eftirför án þess að hinn veitti því eftir- tekt. Hann snuddaði kringum húsið, elti h-ann í kjötbúðina, beið hans þangað til hann fór í mat, og loks elti hann hann heim á kvöldin. Charlie var t-alsverður mannþekkjari, og brátt veitti hann ýmsu eftir- tekta-rverðu í f-ari stríðshetjujin a-r at-hygli. Ca-rl Wa-nderer gekk slyttislega, vaggaði í mjöðm- unum og steig stutt skref. — Han-n skyldi þó aldrei vera öfugur, bannsettur, hugsaði Charlie með sjálfum sér. Þrátt fyrir vínhneigð sína og gjálífi var Charlie MacAr- thur skörpum og víðsýnum gáf um gæddur. Hann las allt frá íþróttum til sálarfræði. Hann hafði skömmu fyrir morðið á Ruth Wanderer, verið að lesa fræði Sigmund Freud, föður sálgreiningarinnar. Charlie vilji alls ekki sjá að vera karl- maður, heldur þrái hann innst inni að vera kvenmaður. Og barneignir valdi honum óbæri- legum sálarkvölum. Samkvæmt orðum Freud gátu þeir blátt áfram gengið af göflunum, ef þeir voru í þann veginn að verða feður. Freud minntist til dæmis á náunga einn í Múnchen, sem myrti konuna sína, er honum varð ljóst, að hún gekk með barn hans. Var þá Carl Wanderer slík- ur öfuguggi? Hafði hann lokk- að Oþekkta ræfilinn inn í and- dyrið og skotið hann og kon- una sína, til þess að losna við barnið væntanlega? Hafði hann síðan látið líta svo út sem hér hafi aðeins verið um 'venjule'gt rán að ræða? Þegar Carl kom af vígvell- inum, höfðu samborgarar hans tekið honum tveim höndum og veitt honum dýrðlegar móttök- ur. Þegar Charlie blaðaði í gomlum úrklippum, sá hann nöfn nokkurra þeirra, sem bar izt höfðu með honum. Sumir bjuggu í Chieago og nágrenni, og næsta skrefið var að leita þa uppi og spyrja þá. „Hvernig geðjaðist þér að Wanderer, meðan þið voruð i hernum?“ spurði hann þann fyrsta. „Það var ekki laust við, að hann væri hálfskrítinn." „Hvað áttu við?“ „Það er erfitt að segja. Bara skrítinn." Það var ekki fyrr en Charlie rakst á fyrrverandi kunningja Wanderer, sem bjó í úthverfi Winnetka, að hann fékk vitn- eskjuna, sem hann leitaði eft- ir. „Við stóðum alltaf í þeirri meiningu, að hann væri hommi,“ sagði maðurinn. „Nokkrar sannanir?“ „Já. Ég var einu sinni á labbi i París, þegar ég sá Wand erer koma út úr húsi, sem all- ir í París vissu, að var alræmd ur homma-staður!“ — ★ — DAGINN eftir gekk Charlie, sannfærður um sannleiksgildi grunsemda sinna, á fund John Norton, rannsóknarlögreglufor- higja, hlammaði sér niður í stól, ýtti hattinum aftur á hnakka, lyfti fótunum upp á skrifborðið og sagði: „Trúir þú frásögn Carl Wanderer?“

x

Ný vikutíðindi

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Ný vikutíðindi
https://timarit.is/publication/881

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.