Ný vikutíðindi


Ný vikutíðindi - 05.05.1972, Blaðsíða 2

Ný vikutíðindi - 05.05.1972, Blaðsíða 2
2 NÝ VIKUTÍÐINDI Glcðisaga Paí et ekki Atwkurím, Mftt (ferít þal.... inni, eftir að þau höfðu synt NÝ VIKUTÍÐINDI Otgefandi og ritstióri: Geir Gunnarsson. Ritstjóm og auglýsingax Skipholtj 46 (vesturgafl) Simar 26833 og 11640 (prentsmiðjan) Pósth. 5094 Prentun: Prentsm. ÞjóðviljanB Setning: Félagsprentsmiðjan Myndamót: Nýja prentmynda- gerðin Uggur Einhver gleggsti fjármála- heili Islands, Sveinn Bene- diktsson, hefur skrifað at- hyglisverða grein i timarit Fiskifélags Islands, Ægi, um endurnýjun togaraflot- ans. Bendir hann þar rétti- lega á, að við höfum lifs- viðurvœri fyrst og fremst af sjávarafla, en að til lítils væri að fá stóra og vand- aða togara til landsins, ef hvorki fengjust kaupendur að þeim né sjómenn á þá. Sjálfsagt sýnist mörum það skjóta skökku við á degi verkalýðsins, þegar þetta er skrifað, að leiða hugann að grunnhyggnis- legri kaupkröfu launþega á kostnað verðgildi krónunn- ar. En eins og augljóst mál er, getur hátt kaup í krónu- tölu ekki út af fyrir sig aukið velmegun eins né neins. Of hátt kaup leiðir til minna gildis gjaldmiðils- ins. Ef framleiðsla útflutn- ingsvara okkar Icostar meira en aðrar þjóðir geta skapað sömu vöru, er voð- inn vís. Þetta hugleiða ekki menn, sem sífellt krefjast hærra kaups og styttri vinnutíma. Það verður að gæta hófs i hverjum leik. Nú stendur mikið til í togaraútgerðarmálum okk- ar. Glæstir skuttogarar virð- aðst standa fleirum til boða en þeirra óska. Athafna- menn halda að sér höndum og velta vöngum yfir, hvort þeir eigi að leggja fé og orku i það lotteri, sem út- gerðin er með þeirri vinnu- og fjármálapólitík, sem hér er rekin og nálgast að vera ábyrgðarlaus. Mottóið hjá þeim, sem flest atkvæðin fá hjá hin- um vinnandi lýð, er: meira frí, hærra kaup! alveg burt- séð frá allri skynsemi. Þess vegna líta reyndir og hugsandi menn tor- tryggnisaugum á brambolt- ið í þessum málum, þótt allir viti og viðux’kenni, að fiskurinn sé fjöregg þjóð- arinnar. Það er sem sagt uggur í mörgum. KiUPSÝSLlI. TÍUIJSUI Sími26833 STUNDUM. er því haldið fram, að hin mikla og hreina ást finnist ekki lengur í heim- inum. Allt sé orðið grátt og hversdagslegt, og það eina, sem fólk hafi áhuga á, séu pening- ar.. Tími hinna göfugu til- finninga sé úr sögunni. En er þetta í raun og veru svo? Að minnsta kosti var Robert Farlane reiðubúinn til þess að mótmæla því þessa stundina. Hann var hamingju- samur. í haust átti hann að ganga undir embættispróf í lögum, og að því búnu beið hans staða í lögfræðifyrirtæki föður hans. Hann mundi fá góð laun og eiga í vændum trygga framtíð. En það, sem gerði hann þó enn hamingjusamari, var, að nú var sumar, heitt og yndislegt, og að Mary Cliff- ton, hin unga bóndadóttir, sem hann var ástfanginn af, sat fyrir framan hann og sýndi honum upp eftir fagursköpuð- um fótleggjum sínum. Mary var mjög ljóshærð og mjög ástleitin. Robert sá ekki sólina fyrir henni, ljósa hár- inu og ástleitninni. Hann horfði á Mary, þar sem hún sat í allri sinni fegurð fyrir framan hann og horfði á hann á móti með fjóluaugunum sín- um. Hann kveikti sér hægt í sígarettu og sagði hugsandi. „Ég vildi gefa hundrað krón- ur fyrir að vita, um hvað þú ert að hugsa, Mary. Um hvað ertu að hugsa?“ Hún brosti. „Langar þig í raun og veru til þess að vita það, Robert?“ „Já.“ „Ég var að hugsa um, hvort þú værir saklaus eða ekki.“ Hann horfði undrandi á hana, og smátt og smátt skild- ist honum, við hvað hún átti. „Fyrirgefðu," stamaði hann, „en við hvað áttu?“ Hún kitlaði hann undir hök- unni með grasstrái. „Heyrðirðu ekki, hvað ég sagði?“ sagði hún ósköp ró- Iega. „Ég sit og brýt heilann um það, hvort þú sért hreinn sveinn eða ekki. Hvort ertu?“ Ungi maðurinn roðnaði. „Hvað ertu sjálf?“ svaraði hann. „Það þætti mér gaman að vita.“ Hún hló silfurtærum hlátri. „Því gæti ég trúað," sagði hún, „en þú gerir nú ekki mik- ið til þess að komast að því. Nú ertu búinn að vera hér í fjóra daga, og ekki reynt svo mikið sem kyssa mig.“ Hann horfði undrandi á hana. „Það er ekki mér að kenna,“ svaraði hann. „í hvert skipti, sem ég hef reynt, hefur þessi óþolandi litli bróðir þinn skot- ið upp kollinum að baki stik- ilsberjarunna og glott heimsku- lega framan í okkur. Það ætti að veita verðlaun fyrir að skjóta slíka ltlubræður. En ef þú hefðir minnzt á það, þá (( Hann stóð upp og fór úr jakkanum. „Þú ætlar aldeilis að undir- búa þig.“ „Einmitt,“ svaraði hann. „Nú skal slagurinn standa,“ bætti hann við og faerði sig nær henni. „Þú segir ekki. Ég er við- búin hinu versta.“ „Það er þér líka óhætt að vera.“ En rétt í því, að hann ætlaði að faðma hana að sér, heyrðist hár hlátur ofan úr eikinni við hlið þeirra. Þar sat litla kvik- Það kostar 500 KALL að £á að vera í íriði með Mery, sagði litli bródir hennar. indið og rak út úr sér tunguna framan í þau. Robert æpti. „Fjandinn sjálfur. Vissirðu af honum þarna allan tím- ann?“ „Auðvitað,“ sagði hún og hló að reiði hans. „Hvað hélztu annars? Heldurðu að ég láti kyssa mig svona bara upp úr þurru? Nei, minn kæri.“ Robert kveikti taugaóstyrk- ur í annarri sígarettu. Svo sagði hann: „Komdu. Við skulum koma að synda.“ Hann skildi ekki Mary. Mað- ur vissi aldrei, hvar maður hafði hana. Var hún að gera gys að honum? Eða var hún ástfanginn af honum? Um þetta braut hann heilann án þess að komast að nokkurri niðurstöðu. Honum fannst vandamálið óleysanlegt eins og málin stóðu. Þó var hann nú frekar á seinni skoðuninni. Á leiðinni niður að brúnni talaði Mary allra snöggvast við unga garðyrkjumanninn, sem rétt í þessu kom út úr gróðurhúsinu. Þetta var dökk- ur náungi, líkur suðurlanda- búa. Hann var nakinn að belt- isstað og húðin var bronslituð af sólinni. „Hvernig gengur þér, John?“ spurði Mary. „Það er helzt til heitt í dag, en annars gengur ágætlega." Hún brosti glaðlega til hans. „Viltu koma með okkur að synda?“ „Það væri ekki rétt, ungfrú Mary. Ég þarf að hugsa um starf mitt.“ Mary og Robert héldu áfram niður á ströndina. „Allra snotrasti náungi, þessi garðyrkjumaður,“ sagði Ro- bert. „Finnst þér það?“ spurði Mary áhugalaust. „Jú, hann er það sjálfsagt, en annars kæri ég mig nú ekki um þessa dökku náunga.“ „Nei, það er satt. Hann er næstum eins og tatari,“ sam- sinnti Robert. Það var yndislegt á strönd- og lágu nú og sóluðu sig. Ro- bert leit til Mary í laumi og færði sig hikandi nær. Hún lá með lokuð augun og hendurnar fyrir aftan hnakk- ann. Hún leit mjög girnilega út í bláum sundbol. Robert ætlaði að fara að kyssa hana, þegar litla freknótta kvikindið stóð skyndilega yfir þeim glottandi út að eyrum. „Hihi. Hvað ætlarðu að fara að gera?“ „Ekkert, bjáninn þinn,“ hvæsti Robert. „Auðvitað ekki nokkurn skapaðan hlut.“ Seinna um daginn ákvað hann að tala alvarlega við litla pottorminn. „Komdu hérna,“ sagði hann, þegar þeir mættust á verönd- inn fyrir framan húsið. „Hvað viltu fá fyrir að lofa mér að vera í friði með Mary?“ Stráksi glotti. „500 kall.“ „500 kall?“ hrópaði Robert. „Er það nú ekki einum of mikið?“ „Nei,“ sagði stráksi ákveð- inn. „Ef þú lætur mig hafa 500 kall, skaltu líka fá að heyra leyndarmál.“ „Hvað er það?“ „Borgaðu fyrst,“ sagði sá stutti. Robert tók fram 500 kall og fékk honum. Jæja, láttu mig heyra ...“ „Þau haga sér svo einkenni- lega inni í gróðurhúsinu,“ sagði hann. „Hegða sér einkennilega,“ stamaði Robert. „Hver?“ „Nú, auðvitað Mary og garð- yrkjumaðurinn,“ sagði strákur. „Ef þú ferð þangað í kvöld geturðu sjálfur séð.“ Robert átti í miklu stríði við sinn innri mann. Gat heiðurs- maður verið þekktur fyrir að njósna. Loks varð afbrýðisem- in öllu yfirsterkari. Þegar dimmt var orðið, faldi hann sig á bak við agúrkukassa í gróðurhúsinu. í gegnum glerin sá hann mán- ann koma upp. Engan æsing, sagði Yv- onne. — Það er svo erfitt að hemja sig, andvarpaði Gaston. Þau voru að dansa. Af nið- urbældri ástríðu. — Sitt af hvoru tagi! sagði hin fagra frú Lucy, sem sat við borðið sitt og horfði á þau. Yvonne heyrði þetta, Hún leit á manninn, sem hún var að dansa við. Svipfagurt, ein- beitt og . unglegt andlit hans. Hún öfundaði hann af stinn- um, stæltum líkamanum. Sjálf var hún að byrja að eldast, og Hann varð að bíða lengi, en Ioks heyrði haxxn létt fótatak og rödd, sem sagði: „Robert? Hvar ertu Ro- bert?“ Augnabliki seinna lá Mary í örmum hans. „Þú trúir þessu þá eftir allt saman,“ sagði hún og hló. „Þetta, sem bróðir minn sagði þér, það var til þess að gera þig afbrýðisaman.“ „Var það þá ekki satt?“ spurði Robert. „Bjáninn þinn,“ sagði Mary. Svo bætti hún við: „Ertu í rauninni svona saklaus, Ro- bert?“ „Hvað um þig?“ „Að því verðurðu að reyna að komast sjálfur. Bróðir minn er búinn að fá 100 krónur fyr- ir að láta okkur í friði í kvöld. Gefur það þér nokkra vísbendingu?“ „Já, vissulega. Svo vitlaus er ég ekki.“ „Yndislegt,“ sagði Mary. Svo leið löng stund. Þá heyrðist andvarp frá Mary. „Dásamlegt!“ Svo varð aftur hljótt í gróð- urhúsinu, en út úr þögninni heyrðist annað slagið and- varpað af vellíðan. Skyndilega sagði Mary: „Saknarðu ekki bróður míns? Hvað myndirðu gera, ef hann kæmi nú skyndilega?“ „Ég mundi stinga höfðinu í sandinn eins og storkurinn.““ Það skríkti í Mary. „Það er ekki storkurinn, sem gerir það. Það er strútur- inn. Þú ert mesti strútur, Ro- bert.“ En inni í herberginu lagði litli bróðir ánægður 600 krón- ur í sparibaukinn sinn. „Eiginlega er garðyrkjumað- urinn mesti nízkupúki," hugs- aði hann. „Hann gaf mér að- eins 100 kall fyrir að biðja Mary um að koma niður í gróðurhúsið á sunnudaginn var. En ég fékk nú líka 100 kall hjá Mary fyrir að segja ekki Robert, það, sem ég er búinn að segja honum.“ ekki eins tágrönn og á yngri árum. — Yvonne, hvíslaði hann, hvað þú ert fögur .. . Hann var svo heillandi. En þarna sat Lucy og njósnaði um þau. Og ekki aðeins Lucy. Allir njósnuðu um þau. Á gisti- húsi eru allir eins og ein stór fjölskylda. Og það, að hún, sem var að komast af létt- asta skeiðinu, skyldi taka myndarlegasta unga manninn, myndi yngra kvenfólkið aldrei fyrirgefa henni. Dansinum lauk. Sitt af hvorn tagi Þau voru sitt af hvoru tagi — ungi maðurinn og miðaldra konan, og um æfintýri þeirra mátti enginn vita.

x

Ný vikutíðindi

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Ný vikutíðindi
https://timarit.is/publication/881

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.