Ný vikutíðindi


Ný vikutíðindi - 05.05.1972, Blaðsíða 3

Ný vikutíðindi - 05.05.1972, Blaðsíða 3
NY VIKUTIÐ-INDI — f nótt, tautaði Gaston og leit fast á hana. — Kannske, svaraði hún lágt. Nú fer ég upp á herbergi mitt. Eftir hálfa klukkustund • • • • — Nei, Yvonne. Það er miklu betra, að við verðum samferða. Það getur ekki nokk ur ímyndað sér, að við séum svo forhert að verða samferða upp á herbergið þitt. Hún kinkaði hlæjandi kolli Uppi í herbergi hennar byrj- að hún á því að slökkva öll ljós. Svo ung var hún því miður ekki lengur, að skjanna- birta kæmi henni að góðu. Farðu varlega, hvíslaði hún. Það má enginn heyra til okk- ar... Hún beygði sig niður, tók upp skóna af gólfinu og flýtti sér að smeygja þeim fram fyr- ir dyrnar. Því að ef þeir væru ekki á sínum stað þá mundi herbergisþenrnuna gruna eitt- hvað. Myrkrið umvafði þau í faðmlögum ... Hún vaknaði snemma um morguninn. Hvað hann var fallegur í morgunskímunni. Henni þótti leiðinlegt að þurfa að vekja hann. Hann var eins og smástrákur ... Og hún sjálf? Það var heppi- legt að hún skyldi hafa vakn- að á undan. Smávegis púður og farði. Og svo varð hún að greiða sér. Svona. Nú gat hún vakið hann með innilegum kossi. Hann klæddi sig hljóðlega. En.... — Það er bara einn skór hérna elskan ... — Hvað þá? Jú, þetta var rétt. Hjá rúm- inu var annar skórinn hans og annar skórinn hennar. Hún hljóp að dyrunum. Og fyrir framan stóð karlmannsskór og kvenmannsskór hlið við hlið gljáfægðir — og gáfu til kynna náið samband. Yvonne vogaði naumast að opna augun, þegar hún settist við morgunverðarborðið niðri í salnum. Allir gestirnir kímdu. Meira að segja þjón- ustustúlkan virtist hafa ánægju af. — Sitt af hvoru tagi, sagði einn karlmannanna og gaut augunum út undan sér á þau Gaston og Yvonne — og skóna þeirra. En frú Lucy, sem fyrst hafði komið auga á þetta, sagði stundarhátt og ilgirnislega: — Það er víst réttara að segja að fleiru en einu leyti! KaupsýislutíðiiBtli Sími 26833 32 o. —• þess a« Kynnaj latnaðar, sem ui sr5,r os að sjá «zku- onaSur, Módel- BUa löstudaga, skartgripi og nýjustu er úr istenzkum u»ar- KOMPAN Geðslegur matstaður — Gagnmerk tillaga! -— Óvísindaleg vinnubrögð — Gjaldheimtutölvan bregst — Glaum- bæjargrallarinn Ef til vill er ekki mikil áxtæða til að fjölyrða um hið fjölbreytta skemmt- analíf höfuðborgarinnar. Þó er vert að geta þess að skemmtistaðirnir eru æði misjafnir að gæðum, og er það þá ekki hvað sizt þjónustan, sem verður að teljast misjöfn. Einn er sá staður lxér í borg, sem komist hefur í mikið álit meðal þeirra, sem gaman hafa af því að gera sér dagamun og borða úti á geðslegum veitingastað. Þetta er veitingastaðurinn Óðal. Það er almannarómur að Óðal sé nú langbezti matstaður borgarinnar og þjónustan sé þar til fyrirmyndar. Þá hefur staðnum lxugkvæmst að fá gamalkunna hljómlistarmenn til að leika gömlu góðu lögin frá því hérna á árunum — með hæfilegri sveiflu, eins og það er orðað. Er þctta tríó Steina Steingríms, og leika piltarnir eftir því sem næst verður komist næstu mánudags- og þriðjudagskvöld fyrir matargesti. Sem sagt gott. hafi máls síns að hér væri ekki um vísindaleg vinnubrögð að ræða né nægilega víðtæka könnun gáfu svör viðmælenda til kynna talsvert óvænt álit á úlvarpi og sjónvarpi. Nær allir voru á einu máli um það. að sjónvarpið væri fyrir neðan allar hellur, en það furðulega var að fólk virtist vera farið að hlusta mun meira á útvarp en áður. Þá var það atliyglisvert að nærn allir höfðu tök á að horfa á Kana- sjónvarpið og virtist þessi hópur nota sér það óspart og það svo að jafn- vel meirihlutinn horfði meira á Kefla- víkursjónvarpið en Reykjavíkursjón- varpið. Getur þái verið að forráðamenn sjónvarpsins verði að fara að spjara sig. .... Gagnmerk(l) tillaga kom fram á þingi í haust lögð fram af Þórarni Þórarinssyni og Bjarna Guðnasyni. 1 tillögunni var gert ráð fyrir að fálka- orðan yrði lögð niður, eða að minnsta kosti ekki veitt nema útlendingum! Þessi tillaga vakti að sjálfsögðu talsverða alhygli, en þó mun það svo að Sjálfstæðismenn séu talsvert mót- fallnir að leggja þetta á hilluna. Ekki er gott að gera sér grein fyrir því, hvort þeir telja sig eiga meiri von í þessum vegsauka en aðrir menn, en hins vegar væri hvað sem öðru líður þjóðþrifamál að drífa frumvarpið í gegn! Hvað eftir annað mun það hafa komið fyrir að greiðslur til Gjald- heimtunnar hafa brenglast og má það furðu gegna að slíkt skuli geta átt sér stað. Höfum vér heyrt kvartað yfir þvi oftar en einu sinni að fyrir hafi kom- ið að launamenn séu krafðir oftar en einu sinni um sömu gjöldin og verður slíkt að teljast með fádæmum. Auð- vitað geta slikir hlutir komið fyrir, en eiginlega ætti það nú að teljast til undantekninga. Þáttur Árna Gunnarssonar „Mál til meðferðar“ síðast liðinn mánudag vakti að vonum talsverða athygli. Þótt Árni legði áherzlu á það i upp- Þá er útséð um örlög frystihússins við Tjörnina, sem eitt sinn hét Herðu- breið, en hefur nú síðustu ár verið kallað Glaumbær og verið aðsetur dansglaðra ungmenna. Hefur það orðið úr að ríkið kaupi húsið fyrir Listasafnið og væri raunar til lítils fyrir Framsóknarmenn að vera i ríkisstjórn, ef ekki væri hægt að koma eigum flokksins i sæmilegt verð og nota til þess tækifærið á meðan það gefst.

x

Ný vikutíðindi

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Ný vikutíðindi
https://timarit.is/publication/881

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.