Ný vikutíðindi


Ný vikutíðindi - 05.05.1972, Blaðsíða 4

Ný vikutíðindi - 05.05.1972, Blaðsíða 4
4 NÝ VIKUTÍÐINDI * Tízkusýning Framh. af bls. 1 frú Unnur Arngrímsdóttir. Á tízkusýningunum að Hótel Loftleiðum verður Sigríður Ragna Sigurðardóttir kynnir, og klæðist hún þá íslenzkum þjóðbúningi. ISLENZKUR HEIMILISIÐNAÐUR Heimilisiðnaðarfélag íslands er áhugamannafélag, stofnað 1913, og hefur að megin mark- miði að efla þjóðlegan íslenzk- an heimilisiðnað, sem svari kröfum nýs tíma. Félagið kemur síðan á fót fyrirtækinu íslenzkur heimilis- iðnaður fyrir 20 árum eða ár- ið 1951. En íslenzkur hemilis- iðnaður rekur nú tvær verzl- anir í bænum, að Laufásvegi 2 og í Hafnarstræti 3. Félagið gengst fjrrir upplýsinga- og leiðbeiningarstarfi með sýning- um, námskeiðum alls konar og ársritinu Hugur og Hönd. Formaður félagsins er Stefán Jónsson arkitekt, en fram- kvæmdastjóri Gerður Hjör- leifsdóttir. Með þátttöku í þessum tízku- sýningum verður lögð megin áherzla á handofinn tízkufatn- að frá Vefstofu Guðrúnar Vig- fúsdóttur og handsmíðaða silf- urskartgripi eftir Jens Guð- jónsson og Jóhannes Jóhannes- son. RAMMAGERÐIN H.F. Rammagerðin var stofnsett 1942 af Jóhannesi Bjarnasyni. 1946 fluttist Rammagerðin í Hafnarstræti 17, og hefur ver- ið þar síðan. Með auknu hús- næði gafst svigrúm til auk- innar fjölbreyttni. Smátt og smátt þróaðist starfsemin i að vera gjafa- og minjagripaverzl- un. Árið 1959 réðist Haukur Gunnarsson verzlunarstjóri til Rammagerðarinnar. Hann hafði áður unnið við minjagripasölu. Rammagerðin stóð fyrir sýn- ingu á íslenzkum ullarvörum og ýmsum handunnum munum í húsakynnum sínum 1965. Framfarir hafa verið miklar í gerð íslenzkra muna á und- anförnum árum. Vandvirkni á öllu prjónlesi, peysum, sjöl- um o. s. frv. er nú til sóma. Skartgripir, unnir úr silfri, eru ekki lengur aðeins minjagripir heldur skraut, sem þolir sam- anburð frá hvaða landi sem er, enda eru þeir allir hand- unnir. * Kaupinhafn Framhald af bls. 1 góð stund er Iiðin, lileypur allur vikingahópurinn á þessar tvær guðsmanneskj- ui — og þá er ekki verið að skafa utan af hlutunum. Vinsælasta klámkvik- myndin er þó tvímælalaust Mjallhvit og dvergarnir sjö. Er það teiknimynd, mjög haglega gerð og hlátt áfram sprenglilægileg. Þetta liugljúfa ævintýri er þarna túlkað í stórspaugi legu pornóljósi, og er sann- arlega ekki auðvelt að setja niður á þrykk allt það, sem höfundinuin dettur í hug í sambandi við Mjallhvít og dvergana sjö, að elcki sé nú talað um vondu drottning- una. Dvergarnir eru að sjálf- sögðu alltaf með „litla vin- inn“ í hendinni, vonda drottningin að sjálfsögðu alltaf með hendina i „stóru vinkonunni“, en Mjallhvít dundar við það að sofa hjá öllum dvergunum i einu, og má með sanni segja að þar sé á ferðinni „seven up“. Þegar svo prinsinn kemur og allir halda að Mjallhvít sé dauð, þá vippar hann sér að sjálfsögðu niður i kistuna og gefur henni „góð an drátt“. Hún snarlifnar að sjálfsögðu við, en allir dvergarnir eru með „litla vininn” í hendinni og lifna svo sannarlega líka við. Og svona endar þetta hug ljúfa ævintýri. Allt er gott þá endirinn allra beztur verður. ★ Almanna- varnir Framh. af bls. 1. athygli i sambandi við veð- ur þetta var það, að síren- ur Ahnannavarna píptu i sífellu og er raunar sönnu nær að borgarbúar séu farn ir að taka lítið mark á píp- inu, sem úr þeirri átt kem- ur. Það er mál flestra þeirra, sem eitthvað hafa hugleitt almannavarnir að þau um- svif, sem hér hafa verið við- höfð, séu öðru fremur til að brosa að. Þess ber þó að geta, að talsverðu fé er þeg- ar búið að verja til þessara AUGLÝSING Skoðun bifreiða í lögsagnarumdæmi Keflavíkur Samkvæmt umferöarlögum tilkynnist hér með að aðal- skoðun bifreiða fer fram 4. maí — 22. júní nk. sem her segir: Fimmtudaginn 4. maí ö- 1—ö- 50 Föstudaginn 5. maí ö- 51—ö- 100 Mánudaginn 8. maí ö- 101—ö- 150 Þriðjudaginn 9. maí Ö- 151—Ö- 200 Miðvikudaginn 10. maí Ö- 201—ö- 250 Föstudaginn 12. maí ö- 251—ö- 300 Mánudaginn 15. maí ö- 301—Ö- 350 Þriðjudaginn 16. maí Ö- 351—Ö- 400 Miðvikudaginn 17. maí ö- 401—ö- 450 Fimmtudaginn 18. maí Ö- 451—ö- 500 Föstudaginn 19. maí ö- 501—Ö- 550 Þriðjudaginn 23. mai ö- 551—ö- 600 Miðvikudaginn 24. maí ö- 601—Ö- 650 Fimmtudaginn 25. mai ö- 651—ö- 700 Föstudaginn 26. mai ö- 701—ö- 750 Mánudaginn 29 mai ö- 751—Ö- 800 Þriðjudaginn 30. maí ö- 801—Ö- 850 Miðvikudaginn 31. mai ö- 851—ö- 900 Fimmtudaginn 1. júni ö- 901—Ö- 950 Föstudaginn 2. júni ö- 951—Ö-1000 Mánudaginn 5. júní 0-1001—Ö-1050 Þriðjudaginn 6. júní 0-1051—0-1100 Miðvikudaginn 7. júni Ö-1101—0-1150 Fimmtudaginn 8. júnl 0-1151—Ö-1200 Föstudaginn 9. júni 0-1201—Ö-1250 Mánudaginn 12. júní 0-1251—Ö-1300 Þriðjudaginn 13. júní 0-1301—Ö-1350 Miðvikudaginn 14.júní 0-1351—Ö-1400 Fimmtudaginn 15. júni 0-1401—Ö-1450 Föstudaginn 16. júni 0-1451—Ö-1500 Mánudaginn 19. júní 0-1501—Ö-1550 Þriðjudaginn 20. júní 0-1551—Ö-1600 Miðvikudagur 21. júní 0-1601—Ö-1650 Fimmtudaginn 22. júní 0-1651—Ö-1700 og þar yfir. Bifreiðaeigendum ber að færa bifreiðir sinar til skoð- unar til Bifreiðaeftirlitisins Vatnsnesvegi 33 og verður skoðun framkvæmd þar daglega kl. 9—12 og 13—16.30. Tengivagnar og festivagnar skulu fylgja bifreiðunum til skoðunar. Einnig skal færa létt bifhjól til skoðunar Við skoðun skulu ökumenn bifreiða leggja fram fullgiid ökuskírteini. Sýna ber skilríki fyrir því, að bifreiðaskattur og vátryggingagjöld ökumanna fyrir árið 1972 séu greidd og að lögboðin vátrygging fyrir hverja bifreið sé í gildi. Einnig ber að sýna skilríki fyrir þvi, að ljósatæki bif- reiða hafi verið stillt. Hafi gjöld þessi ekki verið greidd eða ljósatæki stillt verður skoðun ekki framkvæmd og bifreiðin stöðvuð, þar til gjöld eru greidd. Vanræki einhver að koma bifreið sinni til skoðunar á réttum degi verður hann látinn sæta sektum samkvæmt umferðalögum og lögum um bifreiðaskatt og bifreiðin tekin úr umferð, hvar sem til hennar næst. Bæjarfógetinn í Keflavík. Aðvörun um stöðvun atvinnurekstrar vegna vanskila á söluskatti Samkvæmt kröfu tollstjórans í Reykjavík og heimild i lögum nr. 10, 22. marz 1960, verður atvinnrekstur þeirra fyrirtækja hér í umdæminu, sem enn skulda söluskatt fyrir janúar og febrúar s.L, og nýálagðan söluskatt frá fyrri tíma, stöðvaður, þar til þau hafa gert full skil á hinum vangreiddu gjöldum ásamt áföllnum dráttarvöxtum og kostnaði. Þeir, sem vilja komast hjá stöðvun verða að gera full skil nú þegar til tollstjóraskrifstofunnar við Tryggvagötu. Lögreglustjórinn í Reykjavík, 28. apríl 1972. Sigurjón Sigurðsson. mála og mun sú upphæð raunar vera farin að nálg- ast þrjátíu milljónir. Kominn er tími til að rannsaka starfsemi Al- mannavarna og aðgæta, hvers þetta fyrirtæki er megnugt ef til stórslyss kæmi, að eltki sé nú talað um styrjöld. Frægt var um árið, þegar flóðin komu í „stórfljótið“ Elliðaár, og birgðargeymsla Almannavarna fór á bóla- kaf með þeim afleiðingum, að mestur hlutinn af tepp- um og öðru sjúkradóti ger- eyðilagðist. Það nægir ekki að setja upp flautur og láta þær pípa í tima og ótíma. Þá er það að sjálfsögðu lil stórskammar, að Otvarp- ið skuli ekki hafa varaafls- stöð til að senda út á, þeg- ar rafmagn fer, eins og það raunar oft gerir ef veður spillist, livað þá ef um ein- hverjar teljandi náttúru- hamfarir ættu sér stað. Það er ekki nema von að sú spurning vakni, livort Almannavarnir séu bara orðið tómt. * Kröfuganga Framhald af bls. 1. sé komið að atvinnurekend- um að fara í kröfugöngu, þar sem að Ijóst sé að verkalýðurinn sé búinn að fá allar sínar kröfur upp- fylltar? Börnin líta líka á „kröfu“gönguna sem skrúð- göngu — og bragð er að þá barnið finnur. * Eiginkonur Framh. af bís. 8. fengið nóg, sótti Mary sex aðra pilta til vegagistihússins. Þau voru í leik, sem nefnd- ist „Járnbrautarlestin", þegar lögreglan ruddist inn. Málinu lyktaði þannig, að Mary fékk árs fangelsi og eig- inmaður hennar krafðist skiln- aðar. ÞESSI frásaga er á engan hátt einsdæmi, og þegar lög- reglan lét til skarar skríða, var Mary aðeins ein af þeim fjöl- mörgu, sem náðust. Konur þess ar voru flestar miðaldra, og þær sveimuðu í kringum menntaskólana eins og flugur kringum blómakrónu. Skóla- piltarnir yfirgefa heimavistina á föstudagskvöldum eða laug- ardagsmorgnum, bíða út við þjóðvegina eftir því að einhver komi akandi, og síðan er hald- ið til næsta vegagistihúss. í einu og sama gistihúsinu, eða því sem Mary fannst í, voru handteknar sjö konur og 26 skólapiltar. Yngsta konan var 42 ára. í rauninni er engin sérstök ástæða fyrir því, að Mary skyldi vera á höttunum eftir skólapiltum. Aðspurð kvaðst hún enga skýringu geta gefið á þessari léttúð sinni. Hún hefði bara ekki getað stillt sig um þetta. Kynferðislífið skiptir konuna miklu máli. Svo miklu valdi getur þessi fýsn náð á kven- manninum, að hún sé hjálpar- vana í greipum þess. Hversu furðulegt, sem það kann að

x

Ný vikutíðindi

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Ný vikutíðindi
https://timarit.is/publication/881

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.