Ný vikutíðindi


Ný vikutíðindi - 05.05.1972, Blaðsíða 6

Ný vikutíðindi - 05.05.1972, Blaðsíða 6
6 NÝ VIKUTÍÐtNDI GRÍMUKLÆDDA GLEDIKONAN llormungai* Sal liöfðu einkeitnileg áltrifá Itverti |»aim. seiiB heimsótíi ltið einkeiiitilega káruhiisi lteiinar og i 11 ti a 11 veggja gerðtist furðulegir atburðir SAL LÁ í heitu baðinu og lét vatnið hríslast um fagur- skapaðan líkama sinn. Eitt augnablik sá hún höfuð sitt, vafið sáraumbúðum, speglast í vatninu. Með skjálfandi hönd- um tók hún að leysa af sér umbúðirnar og lét þær falla 5 vatnið. Húnn renndi fingrun- um yfir andlit sitt. Húðin var mjúk viðkomu eins og á ný- fæddu barni. Hún opnaði aug- un og leit andlitsmynd sína í vatninu. Grátstuna brauzt fram af vörum hennar, þegar hún leit í fyrsta sinn aftur fegurð þá, er hún hafði skart- að af mörgum árum áður „Ó, guð minn góður,“ stundi hún lágt. „Af hverju þurfti að líða svona langur tími, að ég fengi andlit mitt aftur — og svo aðeins í nokkrar mínút- ur?“ Augu hennar fylltust tárum og líkami hennar hristist af krampakenndum ekka. Þegar hún opnaði augun aftur, var það of seint. Andlitsmynd hennar hafði máðst út í blóð- lituðu vatninu. Blóðið kom úr sárum á báðum úlnliðum henn- ar, sem hún hafði sjálf skorið með rakhníf. Rétt sem snöggvast varð henni hugsað til unga manns- ins, sem lá deyjandi í næsta herbergi með hníf í hjartanu, Joe Steenburgh, læknis, með græðandi mátt í styrkum hönd- unum, sem hefði getað átt langan og heilladrjúgan starfs- feril framundan. Allt var það glatað, og Sal gat aðeins kennt sjálfri sér um það. „Joe,“ hvíslaði hún, „hvers vegna þurfti þetta að koma fyrir ....“ En svo, þegar meðvitundin var að fjara út, tók sjálfs- bjargarviðleitnin að gera vart við sig, og Sal tók að hugsa um að reyna að bjarga lífi sínu. Hún beitti öllu viljaþreki sínu til þess að missa ekki meðvitundina. Reyndi að kom- ast að meðalaskápnum til þess að binda um sárin á úlnliðun- um sínum. Reyndi að bjarga brotunum af eyðilögðu lífi sínu .... Skyndilega lyfti hún höfð- inu. Hún heyrði lögreglumenn- ina berja á baðherbergisdyrn- ar og skipa henni að opna eða þeir brytu þær upp: „Við vitum, að þú ert þarna inni, Sal!“ hrópaði einn af lög- reglumönnunum. „Þér er eng- in undankoma auðin.“ Þá hugsaði Sal með sér: „Jæja. Mér er sama. .. Það er betra að deyja svona.“ Hún lagðist aftur út af í baðkerinu og gaf sig á vald róandi meðvitundarleysinu. Friður og ró, sem svo lengi hafði flúið hana, lagðist nú yfir huga hennar, og smátt og smátt náði algleymið yfir- tökunum yfir meðvitundinni. NAFN hennar hafði ekki alltaf verið örótta Sal. Og' hún hafði ekki alla tíð verið hórumamma með sitt eigið hóruhús. Eitt sinn hafði nafn hennar verið Sally Lou Went- more, nafn sem var þekkt með- al hefðarfólks í Massachussetts í kringum 1920. Stúlkan með fagra andlitið hafði hún verið kölluð. Og piltarnir í Harvard- háskóla, sem buðu henni út, þegar hún stundaði nám við Radcliff — kvennaháskólann, sögðu, að líkami hennar væri ekki síðri. Frá því að vera umtöluð í litla þorpsblaðinu heima hjá sér, komst hún á síður stór- blaða eins og Boston Globe og Christian Science Monitor um það bil, sem herbergisfélagi hennar í skólanum, Meg Bund- erkind, framdi sjálfsmorð, vegna þess að unnusti hennar hafði orðið ástfanginn af Sally og fagra andlitinu hennar, að- eins tveimur vikum áður en brúðkaupið átti að standa. Hún gaf sér aðeins tíma til að skila aftur brúðargjöfunum og tilkynna vinum og vandamönn- úm, að ekkert 'ýrði af brúð- kaupinu. Að svo búnu drakk hún út úr fullu glasi af joði. Meg átti yngri bróður, Knox að nafni, sem ekki sá sólina fyrir systur sinni. Pilturinn varð viti sínu fjær, þegar hann frétti um sjálfsmorð systur sinnar. Hann gat hvorki etið né sofið, og loks missti hann gjörsamlega vitið. Hann áleit að Sally ætti sök á dauða systur sinnar, og að ef hann hegndi henni, gæti hann á ein- hvern hátt hjálpað systur sinni. Kvöld eitt beið hann í runn- unum fyrir framan Chapman House — heimavistinni, þar sem Sally bjó — með hárbeitt- an hníf í hendi. Sally kom heim af stefnumóti með fyrr- verandi unnusta Meg. Þegar þau höfðu kvatt hvort annað með kossi og vinur hennar var horfinn, kom Knox fram úr fylgsni sínu að baki Sally. Knox greip hendinni utan um háls Sally, en sló hana til jarðar með hinni. Sally féll inn á milli runnanna, og Knox flýtti sér að setjast klofvega ofan á brjóst hennar. „Gerðu þetta ekki, Knox,“ sagði hún kjökrandi, þegar hún sá hver árásarmaðurinn var. „Þetta var ekki mér að kenna. Engum þótti eins vænt um Meg og mér. Ég vildi ekki að hún fremdi sjálfsmorð.“ En Knox var of óður til þess að nokkuð þýddi að tala við hann. Skjálfandi af vit- stola reiði, tautandi óskiljanleg orð, risti hann hvern skurðinn af öðrum yfir hið fagra andlit Sally, þar til það var eitt flak- andi sár. Angistaróp hennar rufu næturkyrrðina, en þegar loks fóru að sjást ljós í glugg- um, var öllu lokið. Það hafði liðið yfir Sally, og Knox var á bak og burt. Hið fagra and- lit Sally var eftir þetta svo óhugnanlegt, að hver sem sá það, hrökk undan með við- bjóði. Þrátt fyrir mótmæli fjöl- skyldu sinnar, neitaði Sally að höfða skaðabótamál. Hún vildi reyna að gleyma þessum hræði lega atburði. Hún varð að fara úr skólanum og hætta við á- form sín að gerast leikkona. Það liðu margir mánuðir, áð- ur en sár hennar greru; og þegar hún tók aftur að um- gangast fólk, ætlaði viðbjóður- inn, sem hún las í augum hvers þess, sem sá hana, að gera hana vistola. Til þess að deyfa kvalirnar, sem hún hafði í örunum, tók hún morfín. í fyrstu létu lækn- arnir hana fá það. Smátt og smátt minnkuðu þeir skammt- ana, og að lokum hættu þeir alveg að gefa henni morfín, en kvalirnar héldu áfram. Þá tók hún til sinna ráða. í fyrstu falsaði hún lyfseðla. Hún eyddi bankainnstæðu sinni. Loks varð einn lyfsalinn tortrygginn og hafði samband við læknana. Éftír það gat hún hvergi feng- ið morfín. Stöðug þör> fyrir morfín rak hana til New York, þangað sem auðveldara var að ná í eiturlyf og ekki var verið að spyrja nærgöngulla spurninga. Til þess að afla sér peninga fyrir eiturlyfjum, tók Sally að stunda götuna. Hún fór með viðskiptavinina í lítið hótel- herbergi, sem hún leigði í 57. stræti. Og til þess að fæla ekki viðskiptavinina frá sér, tók Sally upp á því að ganga með grímu, sem féll fast að andlit- inu. Grímurnar keypti hún hjá verzlun, sem verzlaði með ým- iss konar leikhúsútbúnað. Grímuna tók hún aldrei af sér í nærveru karlmanns. Sally tók að dreyma um að eignast nægilega peninga til þess að geta látið gera á sér plastíska skurðaðgerð, svo að hún fengi fegurð sína aftur. Hana dreymdi um að verða hórumamma í eigin hóruhúsi með stúlkum, sem ynnu fyrir hana. Þannig myndi auðveld- ast að eignast peninga fyrir skurðaðgerðinni. Og dag einn ákvað Sally að gera draum sinn að veruleika. Hún vingaðist við aðrar dætur götunnar, og hún kenndi þeim að neyta morfíns. Þegar hún svo hafði náð föstum tökum á þeim, vegna eiturlyfjaneyzl- unnar, neyddi hún þær til að starfa fyrir sig í hóruhúsi, sem hún kom sér upp í leikhús- hverfi, borgarinnar, rétt við Broadway, í gistihúsi, sem hafði séð betri daga. Sally lét þær hafa eiturlyf einungis, ef þær vildu vinna fyrir hana. — ★— SAL lét allar stúlkur sínar ganga með grímu af sömu teg- und og hún sjálf. Sumar af stúlkum hennar voru laglegar, og það gat hún ekki þolað, þegar henni varð hugsað til þess, hvernig hún var útlít- andi. Og hana hryllti við, þeg- ar hún hugsaði um þau við- brögð, sem viðskiptavinirnir myndu taka, ef þeir sæju ein- hvern tíma andlit hennar. ÞaS var nógu slæmt, að einn eða tveir menn vissu leyndarmál hennar, en það voru afgreiðslu- mennirnir í verzluninni, þar sem hún keypti grímur sínar, og fréttin um útlit hennar hafði því síazt út. Þess vegna hafði hún fengið viðurnefnið örótta Sal. En grímurnar höfðu líka kosti. Bak við þær gátu virðu- legar eiginkonur og hefðarfrúr, sem stundum unnu dag og dag hjá Sal, leynt sér. Þær gerðu það til þess að vinna sér inn aukaskilding — eða þá bara fyrir spenninginn sem því var samfara að rekkja með bláó- kunnugum mönnum. Annan kost höfðu grímurn- ar. Þær skýldu líka viðskipta- vinunum, sem. einnig urðu að bera grímur, og Sal lét þá á- líta, að hún gerði það til þess að halda því leyndu, hverjir þeir væru, svo að þeir þyrftu ekki að vera hræddir um, að upp kæmist að þeir stunduðu hóruhús hennar. Þetta jók mjög viðskiptin. Meðal viðskiptavinanna voru margir stjórnmálamenn, þ.á.m. ráðherra úr ráðuneyti forset- ans, frægur borgarstjóri New York-borgar, um það bil hálf tylft öldungardeildarþing- manna, fleiri fulltrúadeildar- þingmenn, en tölu verður á komið, unglegur og frægur hæstaréttardómari, frægur rit- höfundur, heimsfrægur listmál- ari af Aschan-skólanum í Greenwich Village, — en mál- verk hans af hinu undarlega hóruhúsi Sal hangir nú á frægu safni — íþróttamenn og frægir leikarar. Til er fræg saga, sem einn blaðamaður borgarinnar gerði ódauðlega. Hún segir frá því, að dag einn hafi merkur iðju- höldur frá mið-vesturríkjunum hitt konu sína hjá Sal. Bæði voru þau að skemmta sér í New York og báru nú grímu i hóruhúsi Sal. Þau borguðu fyrir ánægjuna af því að fá að sænga saman, án þess að vita, að þau hefði getað veitt sér þessa ánægju fyrir ekkert. Ef til vill hefur þeim þótt það betra á þennan hátt. — ★ — í NOKKUR ár átti Sal í engum erfiðleikum við að ná sér í stúlkur, en eiturlyfin og erfið vinna tóku sinn toll, og smátt og smátt varð örótta Sal að leita víðar til fanga. Hún fór jafnvel að gera út menn, sem gáfu fórnarlömbum sínum inn deyfilyf — dansmeyjum, háskólastúlkum og ungum hefðarmeyjum. Þegar þær voru svo orðnar þrælar eitur- lyfjanna, sendu þeir þær í hóruhúsið. Stúlkurnar þorðu ekki að strjúka. Það þýddi að þær fengu ekki meiri eiturlyf. Einhvern tíma á þessum ár- um fékk Sal þá ágætis hug- mynd, að ná til sín stúlkum úr beztu skólum landsins. Hvað kom henni til þess ama veit enginn. Ef til vill var það einhvers konar hefndar- löngun. Á því hefur aldrei fengist nein skýring. Ef til vill hefur það sefað samvizku hennar að vita, að jafnvel slíkar stúlkur gætu sokkiðeins" djúpt og hún. En hvað um það. Stundum líktist hóurhús hennaí'1' meir'" stúlknaheimavist í einhverjum háskólanum en því, sem það í raun og veru var, nema hvað stúlkurnar voru ekki að lesa lexíurnar sínar. — ★ — FRÆGÐ hóruhússins barst víða. Þangað komu félagsfræð- ingar, skáld, sem skrifuðu um mannleg vandamál, mannfræð- ingar, alls konar prófessorar og sálfræðingar, engu síður en þreyttir kaupsýslumenn. Ung- ir læknar fóru að hafa áhuga á þessu einkennilega hóruhúsi, og einn þeirra sá mynd af Sal eins og hún hafði litið út, þegar hann af tilviljun rakst inn í herbergi hennar. Hin mikla fegurð stúlkunn- ar á myndinni hafði dáleið- andi áhrif á hinn unga lækni, sem hét Joe Steenburgh. Hann þráði það eitt að fá að vera með hinni grímuklæddu konu, tala við hana, vera í nálægð hennar. í fyrstu neitaði Sal að fara út með hinum unga lækni, en svo lét hún undan, og um tíma var hann óaðskiljanlegur föru- nautur hennar. Þau áttu mörg sameiginleg áhugamál, bækur, leiklist, hljómlist. Auk þess var Joe Steenburgh útskrifað- ur af Harvard-háskóla, og Sal hafði átt stefnumót við marg- an Harvard- stúdentinn, þegar hún sjálf stundaði nám við Radcliff-háskólann. Yngri systir Joe, Mary, stundaði nám við þann há- skóla, og oft hlustaði Sal á

x

Ný vikutíðindi

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Ný vikutíðindi
https://timarit.is/publication/881

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.