Ný vikutíðindi


Ný vikutíðindi - 05.05.1972, Blaðsíða 7

Ný vikutíðindi - 05.05.1972, Blaðsíða 7
NÝ VIKUTÍÐIND! 7 'Joe segja frá systur sinni af miklu stolti — hvað henni gengi vel í skólanum og hvað hún tæki þar góð próf. Þá braut Sal oft heilann um, hvað Joe mundi segja, ef hann vissi, að hún fengi margar af beztu stúlkunum sínum frá þessum sama skóla. — ★ — ÁST þeirra Joe og Sal varð únnilegri með tímanum. Þau afjttu leikhús saman, fóru á nijómleika og skoðuðu söfn. Stundum voru þau heima og lásu saman góða bók, eða þau fóru saman á veðreiðar. Loks var það kvöld eitt í svefnher- bergi Sal, að ást þeirra náði hámarki. Sal sat fyrir framan spegil- inn, og ungi læknirinn stóð fyrir aftan hana með hendurn- ar á herðum hennar. Dauf hljómlist barst að eyrum þeirra úr næsta herbergi. „Sal,“ sagði Joe, „við getum ekki haldið svona áfram. Það er hverjum manni um megn. Við erum af sama toga spunn- in. Mér er sama hvernig þú vinnur fyrir þér í dag. Það, sem skiptir nokkru máli, er, að ég elska þig og vil að þú verðir konan mín.“ Það var eins og Sal hrykki undan snertingu Joe. Svar hennar heyrðist varla. „Biddu mig ekki um það, Joe. Ég get ekki gifzt þér.“ „Hvers vegna ekki?“ Þá gerði Sal nokkuð, sem hún hafði aldrei áður gert í nærveru karlmanns. Hún þreif af sér grímuna og sýndi hon- um örótt andlit sitt. „Þetta er ástæðan,“ sagði hún.-pgj^jinpdi. „Kannske ein- hvern tíma, þegar ég hef eign- azt næga peninga til þess að gete"*öðiazt- aftur fegurð þá, sem þú sást á myndinni af mér, en ekki fyrr.“ Ungi læknirinn sneri höfði hennar og lyfti því, svo að hún varð að horfast í augu við hann. Hann strauk ástúð- lega yfir örin á andliti hennar. Síðan beygði hann sig niður og kyssti hana. „Ég elska þig, Sal,“ sagði hann. „Ekki aðeins andlit þitt.“ En Sal var ákveðin og sagð- ist ekki giftast honum fyrr, en hún hefði öðlazt fegurð sína aftur. Þá grátbændi Joe Sal um að leyfa sér að gera uppskurð á andliti hennar. „Ég skal gefa þér aftur þitt fyrra andlit,“ sagði hann. „Ég skal endurskapa þína fyrri feg- urð.“ Loks lét Sal undan, og upp- skurðurinn fór fram á vinnu- stofu hins unga læknis. — ★ — NÚ LEIÐ einn og hálfur mánuður. Þá var það dag einn, að Sal tók á móti elskhuga sín- um í svefnherbergi sínu. Nú var hinn stóri dagur upp runn- inn. Hinn ungi læknir ætlaði að taka sáraumbúðirnar af andliti Sal og leyfa henni í fyrsta sinn að sjá, hvernig hafði til tekizt. En eitthvað var öðru vísi en það átti að vera. Joe virtist í döpru skapi. Hann opnaði litlu svörtu töskuna sína, tók upp tæki sín og bjóst til starfa, en hann varð að hætta. Hendur hans skulfu svo mikið. Framh. í næsta blaði LÁRÉTT: 1 axarsköft 7 málmlykkju 12 flæking 13 skammt 15 jáyrði 16 rekstur 18 óreiða 19 von 20 hrökk 22 óhljóð 24 biblíunafn 25 smjörlíki 26 slétt 28 dásemd 29 guð 30 félag 31 mjólkurmat 33 forsetning 34 eins 35 vogarstöngina 36 þys 38 leiðsla 39 gróður 40 athuga 42 húsdýr 44 grös 45 líkamshlutinn 48 venji 49 málmur 50 flýtir 52 stefna 54 egg 55 S.Þ. 56 skipið 59 frumefni 60 reikningurinn 63 svívirðu 65 rugla 66 anni LÓÐRÉTT: 1 slappar 2 varma 3 hvíldist 4 hró 5 ríki 6 réttinn 7 jaki 8 ristir 9 ven 10 ryk 11 undinna 12 bjástra 14 svölun 16 spordrjúg 17 tréverkið 20 líkamshluti 21 fisk 22 áflog 23 mann 26 rói 27 mál 31 fornafn 32 dvöl 35 girnilega 37 kröftug 38 heiður 41 kennd 42 leiðsluna 43 skrifaða 46 51 47 handsama 51 áflog 53 glíma 57 óhreinka 58 aska 61 fæddi 62 frumefni 63 tvinnaði 64 skammst. KROSSGATAN KAMPAVIMSKASSira Sönn saga frá Danmörku um skemmdaverkastarfsemina þar á stríðsárunum HIÐ óvenjulegasta við Al- bert Jensen mætti segja að væri það, hversu venjulegur maður hann var að sjá. Svip- ur hans, augu og líkamsvöxtur hefði getað tilheyrt hverjum sem var. En bak við hið hversdags- lega útlit hans leyndist hug- ur, sem fór hamförum um drauma- og ævintýralönd. Á meðan hann var að hversdags- legum störfum, var hugur hans víðs fjarri í ýmsum ævintýra- heimum. Hann leitaði lengi fyr ir sér með vinnu, sem hæft gæti hinni sterku útþrá hans og ævintýralöngun, án þess þó að Ieggja lönd undir fót. Að lokum fór hann að skrifa Bridge- |> A T T U R Eftirfarandi spil var spilað í írsku landskeppninni 1963. Norður gefur. — Hvorugur á hæitu: Norður: S: K 8 6 2 H: Á 2 T: Á D G 2 L: K G 5 Vestur: Austur: S: 7 3 S: A 4 H: D G 10 5 H: K 8 7 4 3 T: 10 9 7 4 T: K 5 L 10 7 4 L: D 9 8 3 Suður: S: D G 10 9 5 H: 9 6 T: 8 6 3 L: Á 6 2 Norður sagði einn tígul, Austur eitt hjarta, Suður einn spaða, Vestur tvö hjörtu, Norð- ur fjóra spaða, allir pass. Útspil: hjarta D. Suður tapaði yfirleitt sögn- inni. Eðlilegast virtist vera að taka D með Á og ná út spaða Á. Austur fær þá slag á hjarta og spilar lágu trompi. Næsta skref Suðurs var svo að reyna að svína tíglinum. dularfullar leynilögreglusögur. Sú lausn var að visu ekki full- nægjandi, en það var þó miklu betra en sitja í skrifstofu. Og þetta starf gaf honum líka brátt betri laun og aukinn frí- tíma. ÞEGAR seinni heimsstyrjöld- in gleypti Danmörku, föður- land Alberts Jensen, fékk hann loks tækifæri til að leika sjálfur eina af sínum eigin söguhetjum. Hann gerðist brátt sjáífboðaliði í andstöðuhryfing- unni gegn Þjóðverjum og með- limur í skemmdarverkaflokki, sem stjórnað var af frænda konungs, Valdemar greifa af Rosenborg. Þegar Albert Jensen læddist Austur fékk á kónginn og spil- aði tígli aftur. Suður gat nú hamast við að taka slagi um hríð, en í flestum tilfellum tapar hann einum. Einn spilarinn, Michael O’- Connor, fann samt ofur ein- falda leið til að vinna spilið. í stað þess að svína tígul-D í fimmta útspili, tók hann með Á í borði. O’Connor kom sér inn á tromp, spilaði aftur tígli, tók með D í borði, sem Austur drap með K. Nú á Austur bágt. Ef hann lætur út lauf, spilar hann upp í gaffal blinds; spili hann hjarta, trompar blindur, en Suður kastar laufi. Austur get- ur að sjálfsögðu ekki spilað lágum tígli, því hann hefur kastað því í Á. Það kostar ekkert að taka tígul ásinn, ef Austur á K blankan eða annan. Sömuleið- is, ef Austur á K þriðja í tígli; en það er sama hvemig spilað er, hafi hann K-10 eða K-9 ásamt tveimur eða fleiri lág- tíglum, því þá tapast það allt- af. Suður tapar engu með þess- ari spilamennsku, jafnvel þótt Vestur eigi tígul K. Hann kemur sér inn og spilar aftur tígli til blinds, og fær fyrr eða síðar þrjá slagi á tígul, sem nægir til að vinna sögnina. um dimmar götur að nætur- lagi og kastaði handsprengjum, þá var hann í essinu sínu. En örlögin ætluðu honum annað hlutverk.-------- Valdemar greifi gerði allt, sem hugazt gat til að fækka handtökum í leynisveit sinni, og eitt sinn hugkvæmdist hon- um það snjallræði, að ef þeir af mönnum hans, sem sendir voru í hættulegustu Ieiðangr- ana, hefðu fyrirfram samda fjarvistarsönnun, þá gæti það ef til vill bjargað mörgum manninum, þótt hann væri handtekinn. Og greifinn valdi Albert Jensen til að semja þessar fjarvistarsannanir, vegna þess að hann hafði ein- mitt fengizt við að semja leyni- lögreglusögur. ALBERT Jensen settist að nýju við ritvélina sína, og það var honum að þakka, að hver einasti meðlimur flokks- ins hafði alltaf á reiðum hönd- um afsakanlega ástæðu fyrir því að hafa verið fjæstaddur, er eitthvert hervirki Þjóðverja sprakk í loft upp. Og þeir gátu jafnframt gefið nákvæm- ar upplýsingar um, hvar þeir höfðu dvalizt síðasta sólarhring inn. Bezta sönnunin fyrir hinu árangursríka starfi Alberts Jensen fékkst 22. júní 1944, þegar danska iðnaðarfélagshús- ið í Kaupmannahöfn splundr- aðist í ægilegri sprengingu. Þá var þar þýzk hergagnaverk- smiðja. Nazistarnir handtóku þá Valdemar greifa og ellefu sam- starfsmenn hans; en þessir skemmdarverkamenn voru all- ir látnir lausir á ný, eftir ræki- legar yfirheyrzlur. Fjarvistar- sannanir Alberts Jensens höfðu staðizt prófraunina. BRÁTT varð Albert svo mik ilsverður og ómissandi meðlim- ur flokksins, að hann fékk aldrei að fara í neina hættu- lega leiðangra, og honum fór að leiðast inniseturnar við rit- vélarborðið. f september 1944 hafði hann setið nærri samfleytt í tíu mán uði við að semja fjarvistar- sannanir fyrir félaga sína. Þá vildi svo til, dag nokkurn, að hann hitti kunningja sinn úr öðrum leyniflokki skemmdar- verkamanna og hlustaði með öfund á frásagnir vinar sins um þau ævintýri, sem hann hafði lent í. Hafði Albert Jen- sen orð á því, að hann vildi gefa mikið til að komast í eitt ævintýri, og lofaði vinur hans að gera honum aðvart næst þegar eitthvað spennandi væri á döfinni. FJÓRUM dögum síðar kom kallið. — Þýzkur tundurspillir var að taka vistir í höfninni í Kaupmannahöfn. Við borð- stokkinn stóð þýzkur liðsfor- ingi, sem hafði eftirlit með verkamönnunum. Skyndilega hrópaði hann: „Hvað eruð þið með þarna?“ Tveir danskir hafnarverka- menn, með kassa á milli sín, sem þeir voru að bera um borð, litu upp og þóttust ekki skilja spurninguna. Á lok kass- ans var stimplað orðið: KAMPAVÍN. „Komið hingað með kass- ann,“ skipaði liðsforinginn. ÞESSIR tveir verkamenn létu kassann frá sér á bryggj- una, en annar þeirra tók til fótanna og hljóp í áttina að hliðinu ofan við hafnarkvína. Hinn verkamaðurinn stóð kyrr við kassann og var hinn róleg- asti, er þýzkir verðir komu hlaupandi og handtóku hann. Aðrir verðir handtóku þann, sem lagði á flótta, þegar hann kom að hliðinu. Þegar kampavínskassinn var opnaður, kom í ljós ,að hann var fullur af sprengiefni. Ef allt hefði farið eftir áætlun, hefði tundurspillirinn sprungið í loft upp. Hafnarverkamaðurinn, sem reynt hafði að flýja ,var Albert Jensen. í næstu viku var hann tek- inn af lífi ,skotinn. Eftir að Albert Jensen hafði eytt nærri heilu ári af ævi sinni í það að semja fjarvist- arsannanir fyrir aðra, gleymdi hann að semja eina handa sjálfum sér.

x

Ný vikutíðindi

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Ný vikutíðindi
https://timarit.is/publication/881

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.