Ný vikutíðindi


Ný vikutíðindi - 12.05.1972, Blaðsíða 2

Ný vikutíðindi - 12.05.1972, Blaðsíða 2
2 NY VIKUTIÐINDI Gleðisaga NÓTT í RIO Það eru heitar nætur og stúlkur þarna syðra NÝ VIKUTÍÐINDl Útgefandi og ritstjóri: Geir Gunnarsson. Eitstjórn og auglýsingai Hverfisgötu 101A, 2. hæð Simar 26833 og 11640 (prentsmiðjan) Pósth. 5094 Prentun: Prentam. Þjóðviljans Setning: Félagsprentsmiðjan Myndamót: Nýja prentmynda- gerðin Farsæll áróöursmaður Það kom fram í sjón- varpsviðtali um siðustu helgi, sem löngum var raun ar kunnugt þeim er vita vildu, hversu gífurlega sterk an þátt Bjarni M. Gíslason rithöfundur átti í þvi, að okkur tókst að endurlieimta handrit fornritanna úr höndum Dana. Þetta hefur ekki komið verulega fram i fjölmiðlum fyrr — a.m.k. hefur því ekki verið haldið hátt á lofti — en betra er seint en aldrei. Það er ekki víst að handritamálið hefði verið leyst svo farsællega sem raun ber vitni, ef hans hefði ekki notið við. Við eigum að launa hon- um þetta fórnfúsa og ötula starf hans að makleikum í lifanda lífi. Einvígismenn og gestir Akveðið er nú að einvíg- ið um heimsmeistarakeppn- ina i skák verður lialdið í Reykjavík i sumar. Er þetta viðburður, sem vek- ur heimsathygli á landi og þjóð og verður vart til pen- inga metið. Það hefur komið fram í síðustu fréttum, að Banda- riski skákmeistarinn Fisch- er taldi Island með hinum frjálsu vestrænu þjóðum, þrátt fyrir austræna ráð- herra i stjórn landsins. Hann kemur fram sem einskonar fulltrúi hins vest ræna heims og má því bú- ast við álíka kurteisum mót tökum, eða hitt þó heldur. og utanríkisráðherra Banda ríkjanna hlaut er honum, sem gesti ríkisins, var boð- ið að skoða handritadýr- gripi okkar og heimsækja þjóðhöfðingja landsins. Yrði sú skömm aldrei af okkur skafin. Engu minni yrði sú skömm, ef skrílmenni réð- ust að rússneska skákmeist- apanum Spasskí, — sem er hinn keppandinn, — vegna aðgerða Rússa i Ungverja- landi og Télckóslóvakíu — svo dæmi séu nefnd — en til þess væri að sjálfsögðu engu minni ástæða. Við skulum reyna að hegða okkur eins og siðaðir og prúðir menn við gesti okkar, hverrar þjóðar sem þeir eru, svo framariega sem þeir láta okkur óá- ÉG VEIT það ekki, lesandi góður, hvort þú hefur nokkurn tímann komið til Ríó de Jan- eiro. Þetta er sérdeilis skemmti leg borg, þar sem maður getur eiginlega lent í hverju sem er. Þessu eru svo til engin tak- mörk sett. En manni er ráð- legast að koma þangað á tím- anum frá júníbyrjun fram í september. Þá er mest um að vera, — og þá er líka vissara að vera ekki blankur. Ég kom til Ríó dag nokkurn í júní. Það var ósköp þægilega heitt. Sól og sumar og fersk gola utan af hafinu. Ég settist auðvitað að á hótelinu Copa- cabana Palace. Þetta er ósköp viðfeldinn hjallur með sínar þrjátíu hæðir og eitthvað á fimmta hundrað herbergi. Auk þess eru svo íbúðirnar. Bar- irnir fimm, veitingasalirnir eitt hvað álíka, og svo eru þarna sundlaugar, og síðast en ekki sízt tveir næturklúbbar „með tilheyrandi“! Hótelið stendur skammt frá sjónum, en á milli er hin und- ursamlega baðströnd Copaca- bana. Ég fékk herbergi á níundu hæð. Ég hætti mér ekki lengra upp. Vistlegasta herbergi með útsýni yfir Atlantshafið, útbú- ið sjónvarpstæki og útvarpi og fjölbreytilegasta úrval af hnöppum, sem maður þurfti ekki annað en styðja á til þess að lipurleg þjónustustúlka birt- ist til að færa manni hvaðeina, sem hugurinn girntist. Maður borgar þar í centavos — tals- verðu magni af centavos. Þarna í Copacabana hittir maður sem sagt fjölbreyttasta fólk og lendir í furðulegustu æfintýrum. Ég þarf ekki annað en rifja upp það, sem kom fyr- ir sjálfan mig, til að sýna fram á þetta. Herbergi mitt var númer 994. Það var á öðrum degi eft- ir komu mina til þessa herlega staðar. Ég var búinn að heim- sækja sundlaugarnar, barina og veitingastaðina, og nóttunni hafði ég hugsað mér að eyða í næturklúbbnum. Nú, maður verður að hugsa svolítið um hlutina, það þýðir ekki að vaða blint í sjóinn, þegar mað- ur býr þarna, og er ekki fædd- ur milljónamæringur. Það var komið kvöld. Tungl- ið speglaðist í haffletinum, og glaðvær ómurinn af leik hinna ýmsu hljómsveita barst út um allt húsið. Elskendur hvíldust á sendinni ströndinni eða stukku út í. ÉG VAR að ganga fram hjá herbergi númer 943, þegar það gerðist. Dyrnar hentust upp, og út um þær kom ung stúlka fljúgandi. Hún virtist í feiknarmiklu uppnámi. Vægast sagt. Hún leit á mig. Rétt sem snöggvast. Svo tók hún í handlegginn á mér og rykkti í, svo að ég tókst á loft og hentist inn í herbergi hennar. Svo læsti hún hurðinni. Ég hímdi þarna á miðju gólf- inu og litaðist um. Ég var hálfringlaður eftir þessi ósjálf- ráðu loftköst. Herbergið var nákvæmlega eins og mitt. Þetta var bara ilmandi — af fínu ilmvatni. Núna fyrst kom ég auga á, að þessi kona var há og grann- vaxin. Þú hlýtur að kannast við gerðina, lesandi sæll. Þess- ir löngu, grönnu fætur, sem þykja svo eftirsóknarverðir af fyrirsætum. Andlitið eins og á dúkku, sviplaust, með fram- stæð kinnbein. Nasavængirnir spenntir. Svört augu og blá- svart hár. Augnabrýnnar plokk aðar í smáboga. Mjög mikið málaðar varir, sem voru eins á litinn og lakkaðar neglurnar á tám og höndum. Hún var íklædd morgun- slopp. Hún stikaði gólfið nokkrum sinnum. Loks sagði hún: — Setjist niður! Ég settist. Það var ekki um neitt annað að gera. Hún skip- aði svo fyrir. — Ég rakst á ömmu mína niðri í forstofunni, sagði hún loks. — Jæja, svo að yður var ekkert um það gefið að rekast á ömmu yðar? sagði ég. — Nei, hvernig í ósköpunum vissuð þér það? — Það er nú einhvern veg- inn svona. Afar eru í flestum tilfellum vinsælli en ömmur. — Hún var með manninn sinn með sér, sagði hún. — Það er nú víst venjan. — Líður yður betur núna? spurði hún. HÚN laut fram yfir borðið. Sloppurinn opnaðist það langt niður, að ég sá greinilega lýta- laus brjóst hennar og svo nið- ur eftir. Ég vissi naumastní'tþéfiifán heim né annan. Þegar anhað eins blasir við manni, veit maður ekki af sér: — Ég heiti Priscilla, sagði hún í útskýringartón, Pricilla Barbosa y Gutiérres Avalos de Osio y Mariscal. — Þetta er langt og mikilúð- ugt nafn, sagði ég, en kannski dálítið erfitt við kynningu. — Maðurinn minn heitir Ju- an. — Aha, og svo auðvitað allt hitt, sagði ég. — Við giftum okkur í sein- ustu viku. Hún hallaði sér aftur á bak. Hún var mjög sólbrún. Maginn á henni var beinlínis dásam- legur á að líta. í rauninni ó- sköp sakleysislegur eins og á litlu barni, en þó í senn þrek- legur og ögrandi. Skyndilega stóð ég við rúm- ið. Stóð og horfði á hana. BROS lék um varir hennar. Augu hennar voru dökk og eggjandi. Ég sá hana skyndi- lega kippast við. Ég laut yfir hana. Fann ilminn af henni. — Yður er víst ekkert um karlmenn gefið? sagði ég. — Ekki alltaf, svaraði hún hlæjandi. — Ég er nú samt sem áður viss um, að þér eruð einvörð- ungu að hugsa um blessunina hana ömmu! Hún hló aftur; svo renndi hún höndunum rólega yfir brjóstin. Á næsta andartaki þaut hún upp í rúminu og lagð ist á fjóra fætur. Lá þarna með titrandi brjóstin. Svo reif hún í skyrtuna mína og dró mig að sér. Langir fingur henn ar strukust gælandi eftir bringu minni. Hún leysti af s.v. í aaaatDiLaa Við bjóðtlm yður velkomin á Aðalskrifstofu okkar í Ármúla 3. Starfsfólkið þar er reiðubúið til að ganga frá nauð- synlegum tryggingum fyrir yður og gera áætlun um heildartryggingaþörf yðar persónulega eða fyrirtækis yðar. Skoðunarmenn tjóna eru sérmenntaðir á sínu sviði og leggja kapp á að hraða uppgjöri hvers konar tjóna og !áta sanngirni ráða við ákvörðun tjónbóta. Eftirlitsmenn á sviði eldvarna og tjónavarna veita yður leiðbeiningar um varnir gegn slysum á vinnustöðum og eldsvoða hjá atvinnufyrirtækjum. Við erum reiðubúin að leysa hvers konar vandamál yðar á sviði trygginga, tjóna og tjónavarna. Þér eruð velkomin í Ármúla 3. SÍMI 38500 SAMVirvrVUTRYGGirVGAR

x

Ný vikutíðindi

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Ný vikutíðindi
https://timarit.is/publication/881

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.