Ný vikutíðindi


Ný vikutíðindi - 12.05.1972, Blaðsíða 8

Ný vikutíðindi - 12.05.1972, Blaðsíða 8
8 NÝ VIKUTÍÐINDI — Draugamir magnast Framh. af bls. 1. is liús Einars Benediktsson- ar að Höfða, en sagt var að þar væri engum manni vært sökum reimleika. Borgin festi sem kunnugt er fyrir nokkru kaup á liús eign þessari, aðallega til veizluhalda, og mun klerk- ur liafa verið fenginn til að stökkva vígðu vatni yfir þetta veglega hús, sem kom ið var að hruni, af því að enginn þorði að hrófla við því vegna draugagangs. Nú hefur borgin flikkað u pp á húsið, og er það til hins mesta sóma eins og vænta má. Blaðið hefur fregnað, að ekki hafi tekist að kveða drauginn niður að fullu og öllu, en þó mun hann vera rólegur og í ess- inu sínu, þegar stórveizlur eru haldnar og mikið af hefðarfólki er saman kom- ið. Gefur það e.t.v. vísbend- ingu um það, hver draugur- inn sé. Hins vegar liefur hlaðið frétt af tveim húsum við Lindargötu hér í horg, í hverjum magnaðir draugar gangi í ljósum logum. Þá hefur liús eitt í Þinghollun- um staðið autt um árabil vegna draugagangs, en Grjótaþorpið virðist þó vera Framh. af bls. 1. félögin í landinu fengu það sem kallað er á dönsku „blod pá tanden”. Var eklci alveg kjörið að skipulcggja svona hópsamkomu fyrir unglingana og ná af þeim einhverjum peningum í leiðinni? Auðvitað. Og allt var sett í gang. Ekki er blaðinu fyllilega kunnugt um það hvar fyrsta mólið af þessu tagi var haldið, en þau lang- stærslu — að undanskilinni Saltvík í fyrra — hafa tví- mælalaust verið lialdin í Húsafellsskógi — og það með undraverðum árangri. Vert er að geta þess, að lagt mun hafa verið i gíf- urlegan tilkostnað, til að hæta alla aðstöðu að Húsa- höfuðstöðvar þeirra, sem hágt eiga með að liahlast við í gröf sinni. Þar sem draugagangur er svo snar þáttur í horgarlif- inu er blaðið reiðubúið að birta hvers kyns sannar draugafréttir, sem eitthvert púður er i. felli, og einnig þess, að öll mót, er þar hafa verið hald- in, liafa farið svo vel fram að fróðir menn telja það ganga kraftaverki næst, þeg ar hugfast er haft að tug- þúsundir unglinga eru sam- ankomnir á einum og sama stað i útilegu. En nú kemur að mergn- urn málsins. Ilver unglingur horgar 400 krónur til að fá að fara inn á mótssvæðið, og þá eru brúttótekjurnar af 10.- 000 stykkjum fljótreiknað- ar — sem sagt fjórar millj- ónir. Þá er eftir að reikna liagnaðinn af veilingum, sem lilýtur að vera gífur- legur. Og nú skeður það, að þau ungmennafélög, sem ekki hafa staðið að Húsafells- mótinu, eru tekin að gerast öfundsjúk og hafa raunar stofnað til móta í öðrum landshlutum. Er nú svo komið, að fyrir dyrum er gííurleg samkeppni milli liinna ýmsu ungmennafé- lagasambanda, og liefur blaðið fregnað, að nú sé það talið eitt aðalráðið tii að laða unglinga á liina ýmsu mótsstaði að lofa að hætta að leita að brennivíni í farangri þeirra! Víst er um það, að sá staður verður vinsæll, sem leyfir krökkunum að eiga brennivínið sitt í friði; og hver veit nema hægt verði að lialda uppi lögum og reglu eigi að síður. „Siíperstjarnan" Framh. af bls. 1 svo um þverbak í þessum efnum, að fólk liefur varla fengist til þess að koma í jarðarfarir sinna nánuslu, sakir andúðar á klerkastétt- inni og því, sem hún hefur fram að færa, hvað þá að hiýða á venjulegar messur. Og þá skeður það, að klerkastéttin tekur í fjör- hrotunum þennan líka ofsa- lega fjörkipp og skipulegg- ur livorki meira né minna en jesúbyltingu (að vísu að amerískri fyrirmynd). Sem sagt: nú er það í tízku að vera síðhærður hippi, reykja svolitið af hassi — og þá liggur auðvitað bein- ast við að benda á, að nú sé kjörið að fara að hlýða messur, af því að frelsarinn og fylgifiskar hans hafi ein mitt verið eins og ungling- arnir eigi að vera í dag! Og nú er ekkert annað en að tromma upp með poppmessur og sápuóperur og óperettur, þar sem frels- arinn er súperstjarnan, en postularnir sitja væntanlega í einhverri tízkukommúnu, hanga i halanum á þessari halastjörnu sinui og tala hull (eins og islenzka presta stéttin!). Með þessu á svo að koma kristindóminum í tizku og plata unglingana til að fara i kirkju. Hvort það tekst, skal hér ekki um dæmt, en þvi ber ekki að neita að þetta er — eins og ungling- arnir segja — „OFSA TRIKK”. ^ — Engin brennivínsleit? glasbotninum Eiginmaður óskast Þegar dóltirin i húsinu var orðin 29 ára gömul, án þess að hafa klófest ektamaka, fékk móðir liennar lalið hana á að senda hjónabandsauglýs- ingu í daghlað. Auglýsing- in var svohljóðandi: „Falleg og rik heima sæta óskar að skrifast á við ungan hörkukarl, sem gjarnan vill fara i hnatt- ierð.“ Nokkrum dögum eftir hirtingu auglýsingarinnar spurði móðirin dóllurina, hvort hún hefði íengið nokkurt svar „Bara eitt,“ svaraði dótt irin. „Og hver sendi það?“ „Því get ég ekki svarað.“ „En ég átti uppástung- una,“ hrópaði móðirin, „og ég krefst þess að fá að vita það.” „Allt í lagi,” sagði dóttir inn. „Fyrst þú endilega vilt. — Það var frá lionum pahba!” Fíll til sýnis Svo var það strúkurinn, sem spurði stelpuna, tivort hún vildi koma heim oq sjá fílinn, sem hann ætti. liún var síður en svo mót- fallin />ví, og þegar þau komu upp í íhúðina hans, fleggði liann sér út af í rúmið, dró fóðrið út úr buxnavösunum og sagði: „Hérna eru eqrun — heldurðu að þú hafir tök á því að finna ranann ..?“ Farið stöðvavillt Ilelgi var kvennabósi skrifstofunnar, og allir starfsbræður hans góndu á hann opinmynntir, þeg- ar hann sagði frá sigur- vinningum sínum. Dag nokkurn ræddi einn af piparsveinum fyrirtækisins einslega við hann og spurði: „Hvernig i fjandanum ferðu að þessu, Helgi? Þú ert giftur maður, en samt erlu engu betri en Don Ju- an var. Segðu mér Ieynd- ardóminn”’ Helgi var í góðu skapi þennan dag og var fús til lijálpar. „Ég myndi ekki gera þetta fyrir hvern sem væri, Pétur,” sagði hann. „En þú ert bezti slrákur, svo ég skal segja þér livað þú skalt gera. Þú ferð heim með 5.21- lestinni og ferð úr lienni við Stóra-IIáls. Þar eru þá í tugatali ungar konur, sem híða eftir að aka eig- inmanninum heim. Nú er það næstum alltaf einliver af mönnunum, sem verður að vinna eftirvinnu og veldur konunni sinni von- brigðum með þvi að koma ekki í kvöldmat. Allt og sumt, sem þú skalt gera, er hara sýna henni hirtu og yl og láta náttúruna ganga sinn gang!” Jú, systemið virtist síður en svo flókið; en meðan leslin rann áfram, sofnaði Pétur um stund og vakn- aði ekki fyrr en komið var tveimur slöðvum lengra en að Stóra-Hálsi. Hann flýtti sér út úr Iest- inni og var í þann veginn að kalla í leigubíl og aka að Stóra-Hálsi, þegar hann kom auga á unga konu, sem stóð einmana á stöðv- arpallinum, ákaflega von- svikin á svip. Hann gekk lil hennar, hauð henni sígarettu og spurði hvort það kæmi til greina að liún þæði eitt glas með sér. „Já, hvi ekki það? En við skulum þá drekka það saman heima hjá mér. Það er stutt þangað, og þar er svo rólegt og næðissamt.” Allt fór eftir áætlun. Þau borðuðu saman fábreyttan kvöldmat heima lijá henni, fengu sér nokkra sjússa, á el'tir og lögðu svo leið sína inn í svefnherbergið. Þau höfðu samt ekki leik- ið sér lengi, þegar dyrnar opnuðust harlcalega og eig- inmaður dömunnar birtist. „Hver fjandinn er hér á seyði, Setta?! Er það ÞETTA, sem þú hefur fyr- ir stafni, þegar ég kem svolítið seint heim? Og livað ÞÉR viðvíkur, nauts- hausinn þinn,” sagði hann og sneri sér að Pétri, „ÞA SAGÐI ÉG ÞÉR SKÝRT OG SKORINORT AÐ ÞO ÆTTIR AÐ FARA AF VIÐ STÖRA—HALS!” Erfitt kvöld Éftir óvenju erfiðar sijn ingar i næturklúbbnum, kom falleg neklardans- mær i New York heim í ibúðina sína. Þar var þá fyrir hálf tylft aðdáenda hennar, sem beið hennar af ó- þreyjn og hafði ekki ann- að i huga en „amour”. „Það er reglulega sætt af ykkur að koma mér svona á óvart, strákar,” sagði hún kurrandi, „en þetta hefur verið svo erf- itt kvöld fyrir mig að cg er alveg útkeyrð. Svo ég er hrædd um að einn eða tveir ykkar verði að fara heim!” * Nokkrir stuttir . . . Ilún var á grímuballi — allsnakin. Hvað átti hún að tákna? Húsgagnalausa ihúð, til lcigu fyrir piparsvein .... ★ Og svo önnur af svipaðri tegund: Halldór var kominn á grímuball — líka alstrip- aður. Hann hafði bara flösku á eftirtektarverð- asta líkamshluta4 ’áíhufn.'' „Ég á að tákna bruna- boða,” sagði hann sinni elskulegu .1 ósefínu. „Brjóttu glerið og taktu i handfangið, þá kem ég!“ ★ — Pabhi er atvinnutaus, og það er svo erfitt að fá húsnæði að við búum fimrn manns í einu her- bergi með eldhúsaðgangi. — Atvinnulaus? Hvern- ig klárið þið þá húsaleig- una? — Hana borgar leigjand- inn. ★ — Var það ekki erfitt fyrir þig að missa konuna þína? — Erfitt! Það var næst- um ómögulegt! ★ — Auðvitað elska ég l>ig- — Sýndu það þá. ★ Barn kvikmyndastjörn- unnar: „Ég á engin syst- kini. En ég á þrjá pabba með mömmu og fjórar mönimur með pabha.” ★ „Gu-uð, Magnús! Ég hef gleymt að segja þér að ég hef ekki tekið inn p-pill- una mina!” „Gerir ekkert til, Hall- dóra. Ég hef gleyml að segja þér, að ég ætla að flytja til Ástralíu í næslu viku..

x

Ný vikutíðindi

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Ný vikutíðindi
https://timarit.is/publication/881

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.