Ný vikutíðindi


Ný vikutíðindi - 19.05.1972, Blaðsíða 1

Ný vikutíðindi - 19.05.1972, Blaðsíða 1
Rfl W WQ DS QJ Athygli skal vakin á því, að ritstjórn og afgreiðsla blaðsins er flutt að Hverfisgötu 101A, 2. hæð. Föstudagurinn 19. maí 1972. — 20. tbl., 15. árg. — VerS 30 krónur ataunaðar gleðik&nur Hóruliús rekið í Reykjavík — Sjortarinii á 5000 kr., en nóttin kostar 7000 kr. Blaðið hefur fengið stað- festan þann grun, að hér í borg sé rekið hóruhús. Ekki viljum við að svo komnu máli upplýsa, hvar í borg- inni þessi starfsemi á sér stað, en þó er rétt að geta þess, að þetta er í einu af eldri hverfum austurbæjar- ins. Þessi stofnun mun eink- um sniðin fyrir útlendinga, og þá að sjálfsögðu Amerí- kana. Er hægt að velja um að f á að vera smástund hjá kvenmanni fyrir fimm þús- Sjónvarpsdagskrá vaínarliðsins ásamt efniságripi sýndra kvikmynda — á bls. 5. Gleðisaga á bls. 2. Reimleikasaga á bls. 6. Hver verður Þjóðleikhússtjóri? Sjá bls. 3. Húsasalat Assa skrifar um ljóta borg — Reykjavík — í Komp- unni á bls. 3. ... Rússar reiðir Zapotek. Mið- framvörður skotinn. — Keppendur í Iyfjarúsi.... Sjá baksíðu. Um fjársvikamálin (2), krossgáta og bridge- þáttur (7), úr bréfa- bunkanum (4), tvíræð- ir brandarar (8), úr heimspressunni (8) og fleira. und krónur eða næturlangt fyrir sjö þúsund. Eldri kona sér um starf- semi þessa, og er hún rek- in undir þvi yfirskini, að herbergi séu til leigu í hús- inu. Það var fyrir um það bil tveim árum, að blaðinu barst til eyrna að einhver slík starfsemi væri rekin á þessum sama stað, en ekki þótti svo á rökum reist, að eftir væri hafandi. Nú hef- ur hins vegar tíðindamaður blaðsins sannreynt, að hér er ekki farið með staðlausa stafi. Að vísu er ekki sama, hvernig maður ber sig til við að koma sér upp kven- manni á þessum stað, enda varla til þess ætlast að Is- lendingar séu þar viðskipta- vinir. Að visu er sá, sem gaf blaðinu upplýsingar um Framh. á bls. 4. _r Urelt friðunarlög Svartfugl og súla keppa við þorskinn um sílin — Á að leyfa álftadráp? Sumir eru farnir að ympra á því, að friðun nokkúrra fuglategunda sé að fara . út í öfgar og að gæta verði einnig hófs í friðun landssvæða, þótt enn sem komið er sé sú friðun til fyrirmyndar. En þessir menn segja, að varast skuli að láta ndttúr- una vaxa sér yfir höfuð — og bera Biblíuna m.a. fyrir sér því til stuðnings. Svartfugl og súla Reyndir sjómenn segja, að nú sé svo komið, að þorskurinn komist hrein- lega ekki að sílistorfum fyrir ágangi súlu og svart- fugls, sem fjölgar geigvæn- lega. Helsta ástæðan fyrir hinni miklu fjölgun þess- ara fugla er talin sú, að nú er svo til hætt að nýla egg undan svartfugli, þvi fáir síga i björg nú orðið. Enginn er að fara fram á útrýmingu þessara fugla- tegunda, heldur halda stofn- inum i skefjum á heiðarleg an hátt. Sjómenn telja það uggvænlegt, ef þróun þess- ara mála og framvinda heldur svo fram sem nú horfir. Ýmsir vilja að verðlauna ætti skilyrðislaust dráp á svartbak árið um kring og greiða hátt fyrir hvern væng. Álftadráp leyft? Komið hefur fram tillaga um að leyfa álftadráp, a.m. k. vissan tima árs. Sú til- laga á fyllilega rétt á sér, ef leyfið er veitt i stuttan Framh. á bls. 4 *)atafolla tiikuma? : M : alfundur Mafíunnar Islenzkir passar gulls égilcfi Það bar til fyrir rúmlega hálfu ári, að hringt var til lögreglunnar i Kaupmanna- höfn og henni tilkynnt, að á vissu hóteli þar i borg væri verið að halda aðal- fund Mafíunnar, eða nán- ai tiltekið þeirra samtaka, sem kalla sig Cosa Nostra. Lögreglan brá við skjótt, og ruðst var inn á hótelið; en þeir voru bara aðeins hálf-tíma of seinir; glæpon- arnir voru allir á bak og burt. Það, sem vakti athygli i sambandi við mál þetta, var það, að tv-eir af þeim fjörutíu, sem þennan fund sátu, munu hafa haft ís- lenzkt veeabréf. Eins og kunnugt er af fréttum var í fyrrasumar brotist inn í sendiráðið í i Framh. á bls. 4 Vondur spíritus Þrálátur orðrómur er uppi um það, að spíritus- inn, sem nú er fluttur inn í landið, sé bölvaður óþverri. Mun hann aðal- lega vera frá Póllandi, en þó eitthvað frá Hol- landi. Svo mikið er víst,: að menn telj a: að eftirköst af hórium séu vond, allt önn ur og verri en af hol- lenzka 96% spíritusinum, sem fluttur var inn eftir stríð. Fróðlegt væri að fá greinargóðar upplýsingar frá: viðkomandi innflytj- endum, hvað hæft er í þessum orðrómi.

x

Ný vikutíðindi

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Ný vikutíðindi
https://timarit.is/publication/881

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.