Ný vikutíðindi


Ný vikutíðindi - 19.05.1972, Blaðsíða 2

Ný vikutíðindi - 19.05.1972, Blaðsíða 2
2 NÝ VIKUTÍÐINDI NÝ VIKUTÍÐINDI Crtgefandi og ritstjóri: Geir Gunnarsson. Ritstjóm og auglýsingai Hverfisgötu 101A, 2. hæð Simar 26833 og 11640 (prentsmiðjan) Pósth. 5094. Prentun: Prentsm. Þjððviljans Setning: Félagsprentsmiðjan Myndamét: Nýja prentmynda- gerðin Fjársvika- málin Hér í blaðinu hefur æ ofan í æ verið hamrað á hinum tíðu og stóru fjár- svikamálum — eins og til dæmis Jörgensensmálinu, sem enn er ekki til lykta leitt þótt verið hafi i rann- sókn árum saman. I því máli hefur þó komið fram, að heil byggðarlög töpuðu stórum hluta árslauna sinna vegna ógoldinna grá- sleppuhrogna, svo eitthvað sé nefnt. Nú stendur einnig yfir rannsókn á misferli tveggja starfsmanna tollembættis- ins á Akureyri. Hallast þannig ekki á, hvað lands- fjórðunga snertir, því aðal- alhafnasvæði Jörgensens var í Vestmannaeyjum. Þessi tvö mál eru þó síð- ur en svo einsdæmi eins og öllum er kunnugt, því naumast líður svo mánuð- ur að ekki komist upp um einhver fjárglæframál, auk hinna, sem þögguð eru nið- ur. Hefur ríkisendurskoð- unin ekki síður haft i mörg horn að lita, hvað þetta snertir, en einkaaðilar. Hér er einliver feyra eða rotnun í rót. Þeim fjölgar, sem ekki er trúandi til að fara með annrra fé. Sam- vizkusemi í störfum og fjárhaldi fer hnignandi; menn hæla sér jafnvel af, ef þeir geta svikið náung- ann eða — ekki síður — opinbera sjóði. En þessir menn athuga ekki, að þeir eru fyrsl og fremst að svíkja sjálfa sig. Það kemur fram i seinna verkinu, sem þeir gera i hinu fyrra, segja reyndu mennirnir. Orðheldni og drengskap- ur verða öllum farsælir fylginautar. Auðsöfnun og ytri lifs- gæði hafa löngum verið keppikefli manna. Og víst er, að sultarlif er engum að óskum. En svo dýru verði má kaupa lífsþæg- indi að þau valdi óham- ingju; það er nú að verða viðurkenndara en oft áður. Við skulum vona, að sá dans, sem stiginn hefur verið kringum gullkálfinn, oft svo meira af vilja en mætti að það varðar fang- elsi, sé brátt á enda og að ábyrgðartilfinningin hljóti GLEÐISAGA Margt er skrýtiö... - Við yfirgefum ekki rúmið næstu aldirtiar, sagði hún. JIM Richards kastaði um- búðapappírnum út í horn og setti kassann varlega á borðið. Hann strauk fingrinum eftir mjúkum viðnum og hló með sjálfum sér. — Þetta er frá Englandi og svo hundgamalt, að það kostar mann hálfan sjötta dollar, sagði hann glaðhlakkalega og rifjaði upp orð fornsalans. Hann hélt á kassanum milU handa sér og lét aðdáun sína á handbragðinu 1 ljós með greinilegri stunu. — Ég er sannfærður um, að það er orðið nokkur hunaruð ára gamalt, tautaði hann. Snotr asta hilluskreyting. Ég er að hugsa um að leggja lokið með korkþynnum. Hann tók lokið af og kiak- aði kolli meðan hann virti neðri hluta þess fyrir sér. Síð- an leit hann niður í kassann og gretti sig. Hann var hálf- fullur af ryki. — Ó, þetta hlýtur að vera eldgamalt ryk, sagði hann og teygði sig eftir öskubakka. Hann hellti innihaldi kass- ans í öskubakkann. Það sló á það furðulegum gljáa, og Jim hætti snögglega, þegar hann kom auga á gamlan miða og trosnaðan á jöðrunum, sem lá þarna í hrúgunni. — Ja, hver skrambinn, þetta eru einhver skrif á þessu, sagði hann og tók ÚPP.. mið- ann. Jú, vissulega var eitthvað skrifað. Á gamaldags ensku, skriftin var smá og farin að dofna, en samt tókst honum að stafa sig fram úr því: Kæri Lancelot. Meðfylgjandi er það, sem þú pantaðir þann 3. maí. Ég bið þig þess að nota það í hófi, þar sem Elaine hin fagra er mér kær. Leyfðu mér að segja, að Galahad hafi notað þetta með ágætum árangri. Notkunin er afar einföld; þú dreifir aðeins örlitlu yfir höf- uð þeirrar, sem þú þráir. En ég verð að vara þig við því að áhrifin vara aðeins 720 hjarta- slög; en ef ég þekki þig rétt, Lancelot karlinn, þá háir það þér ekkert. Leyfi tíðarfarið munum við hittast hjá Camel- ot. Merlin. Jim lauk lestrinum og hall- aði sér afturábak. — Ja, hver fjandinn, stundi heiðurssess í liuga sem flestra. Á hinn bóginn er orðið límabært að tryggja menn gegn ábyrgðarlausum ang- urgöpum, sem kaupa fram- leiðslu fátæks fólks, en greiða hana svo ekki — í skjóli „gjaldþrots” eða ann- arra orsaka vegna — engu síður en menn fá greiddan skaða af völdum eldsvoða, fjársjúkdóma eða skips- tjóna. hann. Hefði ég nú farið að prútta um verðið, myndi hann vafalaust hafa farið að frýnast í kassann og hækkað verðið upp í tíu dollara. Hann hellti duftinu aftur úr öskubakkanum í kassann og skellti lokinu aftur á. Niður í jakkavasa sinn sótti hann tó- bakspung og pípu. Hann rölti út á svalirnar og dáðist að fögru júníkvöldinu. Skyndi- lega færðist bros yfir varir hans: — Það skyldi þó aldrei.. . Að neðan barst fögur stúlku rödd, sem raulaði lag úr Cam- elot, og Jim hallaði sér var- lega fram á handriðið. Stúlkan fyrir neðan hann hallaði sér líka fram á handriðið á svöl- unum og hvíldi hökuna í hönd um sér. Jim sá aðeins hár hennar, en hann vissi svo sem mætavel, hvað var undir þessu Ijósa, stuttklippta hári, sem bærðist í kvöldgolunni. Hún hafði flutt í íbúðina upp úr jólunum, og síðan hafði Jim smám saman fært sig upp á skaftið, þannig, að þau voru farin að heilsast í lyftunni. Hann sá fyrir sér nef hennar, mitti og fæturnar og þá sér- staklega, eins og þeir komu honum fyrir sjónir laugardag- inn áður, þegar hún var í þrönga, hvíta pilsinu. Og hon- um datt duftið hans Merlín í hug. — Uss, sagði hann og sneri sér undan. Heimskuleg sölu- brella. Fávitaleg aðferð til að leika á aðra fávita, tautaði hann og lyfti lokinu á kass- anum. — Brella til að kitla heimskulega hjátrú aumingja, sagði hann reiðilega um leið og hann tók nokkur korn á milli vísiíingurs og þumalfing- urs. — Hlægileg firra, hvíslaði hann og gekk aftur fram á svalirnar. Hann nam staðar og lagði við hlustirnar. í kvöld- rökkrinu barst fögur hljóm- list upp til hans. Hann kyngdi munnvatninu og laut fram yf- ir handriðið. Hann sá markið greinilega og færði sig örlítið til hliðar með tilliti til vind- áttarinnar. Hann sleppti duft- inu, sem hvarf óðar. Stúlkan hætti að syngja og hvarf af handriðinu. — Humm, tautaði Jim. Hitti náttúrulega hvergi nærri henni. Hann tottaði pípuna sína og komst að raun um, að það var dautt í henni. — Og hefði ég hitt hana, hefði hún áreiðanlega orðið öskuvond við mig fyrir að ó- hreinka á henni hárið. Hvar í fjandanum skildi ég eldspýt- urnar eftir? Um leið og hann kom auga á eldspýturnar á skrifborðinu, hringdi dyrabjallan. Jim rétti úr sér og starði á dyrnar — Þetta gæti verið Tom Bishop, hugsaði hann. Eða Bob I Mack til að athuga, hvort ég vilji taka slag. Dyrabjallan gall aftur við. — Bob Mack! Vitanlega. Hann gekk að dyrunum, opnaði og hún brosti við honum. — Þú kvaddir mig hingað? Jim starði á hvíta sloppinn og þá sérstaklega fagurskapað- an, brúnan fótinn, sem skagaði fram undan honum. — Ég veit ekki... sagði hann í vandræðum. — Ég fór snemma í bað í kvöld, sagði hún, af því að það var svo heitt í veðri. Hann steig til hliðar, og hún gekk tígulega inn í herbergið. Jim flýtti sér að gá fram á ganginn. Þar var ekki nokkur maður. Hann lokaði hurðinni og flýtti sér á eftir henni. Hún beið hans í miðju her- berginu. — Huh ... sagði Jim. — Á ég að setjast? spurði hún. Hann flýtti sér að benda á sófann. Þegar hún settist, opn- aðist sloppurinn, svo að tveir fagurskapaðir fætur komu í ljós. Stúlkan leit á þá og síð- an á Jim. Hún beið. Hann dró andann djúpt. — Ég veit ekki, hvað þú heitir, sagði hann. — Kathy Hartmann, svaraði hún brosandi. — Ég heiti Jim Richards. — Ég hef séð þig í lyftunni, sagði hún brosandi. Hann setti lokið aftur á kassann og kom honum gæti- lega fyrir á arinhillunni. — Má ég bjóða þér ...? Hann þagnaði, hann mundi ekki hvort hann átti skota og sóda. — Hvað, sem þér sýnist, svaraði hún. — ... eitthvað að drekka? lauk hann setningunni. — Já, þakka þér fyrir. Fyrsti ísmolinn bráðnaði í lófa Jim. Hann nísti tönnum og þurrkaði svitann af enni sér. Það var víst vissara að nota tengurnar. Hún stóð upp til að taka við glasinu, og þegar hann laut áfram, lyfti hún hökunni. Jim lokaði augunum og kyssti hana. Þegar hann færði sig fjær henni, hló hún við. — Þú ert með hita, sagði hún. — Já, um fimmtíu stig, við- urkenndi hann. Þú ert dásam- lega falleg. — Ef þú hefðir gefið mér lengri tíma, þá hefði ég að sjálfsögðu klætt mig, sagði Kathy. — Ég kann bezt við þig — óklædda! stamaði Jim. Kathy setti glasið sitt var- lega frá sér og brosti. — Gott og vel. Hún leysti hnútinn á beltinu og tók að færa sig úr sloppn- um. Hann var að renna út að öxlunum á henni, þegar hún stirðnaði skyndilega upp. Hörund hennar varð hvítt og síðan eldrautt. Sloppnum var rykkt í réttar skorður. Kathy skimaði undrandi umhverfis sig, og Jim leit á úrið sitt. — Sjö hundruð og tuttugu hjartaslög, andvarpaði hann. Tíu mínútur. Bravó, Sir Lance- lot. — Hvað er ég að gera hérna? spurði Kathy. — Þú hringdir dyrabjöllunni fyrir andartaki, svaraði Jim. — Mér hefur verið rænt, hvíslaði hún og vafði sloppinn þéttar að sér. Jim hristi höfuðið. — Ég hef gengið í svefní, reyndi hún aftur. Jim yppti öxlum. — Ef til vill. Kathy leit út á svalirnar. Sólin var að setjast. — Nei, sagði hún ákveðið og leit á Jim. Og eftir dálitla þögn: — Er ég full? — Það held ég ekki. Kathy ætlaði að setjast nið- ur, en þegar hún komst að raun um, að sloppurinn vildi ekki með nokkru móti vera til friðs. ákvað hún að standa heldur. — Kom einhver með mig hingað? spurði hún. Jim datt Merlín í hug. Hann hristi höfuðið. — Ég hélt það væri kunningi minn að koma til að fá mig til að spila við sig, útskýrði hann. Þegar ég opnaði hurðina stóðst þú fyrir utan. — Þetta hljómar nokkuð fjarstæðukennt, sagði hún. Er það nokkuð fleira, sem ég þarf að fá að vita? — Nei, svaraði Jim, nema hvað — ég kyssti þig einu sinni. Kathy hafði næstum náð sín- um fyrri hörundslit, en nú roðnaði hún aftur ofboðslega. — Og ég hafði ekkert á móti því? spurði hún lágt. — Nei. — Ég verð að koma mér inn til mín, sagði hún. fbúðin er víst einhvers staðar fyrir neðan. — Alveg rétt. — Ég veit það, af því þú heldur alltaf áfram með lyft- unni, þegar ég fer út. Hún leit beint framan í hann: — Ég bið afsökunar á þessum leiðindum. — Þetta er ekkert. — Ég hef aldrei gert þetta áður, og ég fullvissa yður um, að það kemur ekki fyrir aftur. Jim leit vonglöðum augum á kassann, þegar hann fylgdi henni til dyra. Gangurinn var mannlaus eins og áður. — Ég ætla niður stigann, sagði hún ákveðið. Daginn eftir keypti Jim gríð- arstóra plöntu og kom henni haganlega fyrir á svölunum, rétt hjá handriðinu. Þarna beið hann þolinmóður í felum, Klukkan sjö birtist kollurinn á Kathy Hartmann á svölunum fyrir neðan. Hún skyggndist hægt upp fyrir sig. Bláu aug-

x

Ný vikutíðindi

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Ný vikutíðindi
https://timarit.is/publication/881

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.