Ný vikutíðindi


Ný vikutíðindi - 19.05.1972, Blaðsíða 3

Ný vikutíðindi - 19.05.1972, Blaðsíða 3
NÝ VtfcUTÍÐWÐI un skimuðu eftir svalabrún- kini fyrir ofan: — Halló! sagði hún Iágri rödd. En hún leit ekki á jurtina,: s&o að Jim var ekkert að gefa sig fram. — Er nokkur þarna? kallaði hún aftur. Jim beið, og loks hætti Kathy að líta upp fyrir sig, en beindi í þess stað augunum út yfir borgina, meðan hún tók að raula lagstúf fyrir munni sér. Og rykkornin féllu og ljósi kollurinn hvarf. Jim þurrkaði af fingrum sér og gekk inn. Hljómur dyrabjöllunnar hafði ekki dáið út, þegar hann var búinn að opna hurðina. Kathy brosti glaðlega við honum: — Varst þú að kalla á mig? — Gjörðu svo vel og komdu innfyrir, sagði Jim. Hún var í blómskreyttum kjól, sem náði henni niður á mið læri, og sveiflaðist skemmtilega til, þegar hún gekk. Jim elti hana með viskí- blöndu í tveim glösum. —Þakka þér fyrir, sagði hún og lyfti hökunni. Jim kyssti hana. Þegar hann saup á glasinu, fannst horum vökvinn brenna sig í hálsinn. — Þetta er ákaflega falleg- ur kjóll, sagði hann. Augu Kathy ljómuðu. Jim greip andann á lofti. — Það var nú ekki beinlínis það, sem ég átti við, flýtti hann sér að segja meðan hún renndi rennilásnum á bakinu fimlega niður. Ég var nú eigin- lega bara að hrósa honum. Kjóllinn þaut yfir höfuð hennar og til hans. Kathý hfirigaði sig níður i sófann. Það var unaðslegt að virða r*r*r\ri j/ÍT'rr-1- hana fyrir sér í brjóstahöldur- unum og undirpilsinu. — Þú ert dásamleg, stundi Jim. Hendurnar á Kathy þutu aft- ur fyrir bak. — Nei, bíddu, það er alveg nóg með kjólinn í þetta skipt- ið. Kathy gretti sig. — Ertu viss? spurði hún glaðhlakkalega. Jim settist hjá henni, og hún hallaði sér í fang hans. — Kathy? spurði hann. Hef- urðu gert þetta áður? — Aldrei, svaraði hún glað- lega. — Ertu þá alveg viss um að þú.... Alveg viss, sagði hún ákveð- in. Viltu gjöra svo vel aj5 kyssa mig á öxlina. Jim laut áfram og kyssfi hana á öxlina. Það fór skjálfti um Kathy. Þegar Jim rétti úr sér var hún nakin ofan við mitti. — Er ég ekki lipur við það? spurði hún. — Hvað? Allt þetta vesen fyrir aftan bak, svaraði hún og hrukkaði nefið. — Hreinasta galdrakerling, tautaði Jim, tók hana upp i faðm sér og lagði af stað með hana til sveínherbergisins. Kathy opnaði hurðina méð tánni. Hann setti hana niður á rúmið og greip um hendur hennar til að varna þeim að komast að teygjusnúrunni á undirpilsinu. — Bíddu svolítið, sagði hann. — Hvers vegna? — Hirtu ekki um það. Hann leit á úrið sitt: — Ef þú ert jafn ákveðin eftir tvær mín- útur, þá skulum við aldeilis hafa það huggulegt saman. Kathy hristi höfuðið í óþoL- inmæði og gretti sig. Jim beið. Loksins varð hún niðurlút, og hann fann fingur hennar krepp ast í hendi sinni. Hún var eld- rjóð, þegar hún leit upp. — Ég gerði það aftur? spurði hún uppburðarlaust. — Já. Kathy lokaði augúnum — Höfum við gert nokkuð ennþá? — Nei, Kathy, við biðum þangað til þú áttaðir þig. — Mér heyrðist ekki betur, en það hafi fremur verið þín hugmynd en mín að bíða, sagði hún þurrlega. Jim sagði ekki orð. Iiægt dró hún hendurnar að sér. — Það virðist ekki séilega gáfulegt að leggja neitt ofur- kapp á það að hylja mig í hvelli, sagði hún og skimaði umhverfis sig. — í setustofunni, svaraði Jim. Hann kom á eftir henní og horfði á hana klæðast kjóln- um. Hún átti í nokkrum vand- ræðum með brjóstahaldarann. — Má ég? spurði Jim. Hún stóð hreyfingarlaus, meðan hann hneppti brjósta- höldrunum. Nokkrum sekúnd- um síðar renndi hann upp rennilásnum. Kathy sneri sér að honum: — Ég get ekki útskýrt þess- ar gerðir mínar, sagði hún. , — Þetta er alls ekki til neinna leiðinda, sagði hann. Hún brosti og brá hendinnd fyrir augu sér: ' )' — En ég vil þakka þér fyrir það, hvernig þú hefur komið fram, sagði hún. '• ! Jim starði sektarlega á hana. — Heldurðu — að það sé nokkuð að mér? spurði hún rólega. — Nei, flýtti Jim sér að segja. Hann leit í augu hennaf og tók eftir skjálfta í munn- vikjum hennar. — í rauninni, sagði hann, þá held ég, að þetta komi ekki fyrir aftur. Kathy lyfti sér upp á tærn- ar, kyssti hann og tók til fót- anna. Jim hneig aftur á bak i sófann og stundi. — Þú ert bannsettur kjáni, Jim Richards, sagði hann við sjálfan sig. Þarna komstu anzi nærri því að eyðíleggja fullkomlega dásamlega stúlku. Hann fékk sér annað glas og gekk að stóra speglinum á veggnum. — Og svo ertu ástfanginn af henni í ofanálag, sagði hann glettnislega. Þú er't búinn að koma málunum snilldarlega fyrir, svo hún getur ekki annað en orðið vandræðaleg í návist þinni. Sir Lancelot, pú! Þú ert ekki einu sinni Svarti riddarinn. Þú ert bara suðlæg- ari endinn á hesti hans. Drekktu! Daginn eftir harðlæsti Jim dyrunum út að svölunum og tók að lesa „Hawaii". Síðan tók hann að lesa Kaupsýslutíð- indi. Klukkan hálf-átta á þriðjudaginn í annarri viku eft ir þetta hringdi dyrabjallan. Jim lokaði seinustu bókinni. — Ef þetta er Al, þá tapa Framh. á bls. 4 KOMPAN Ljót borg menn Húsasalat .— Ferða- Leikhússtjóri — Fitandi Fróðir rnenn telja, að Reykjavík sé Ijótasta borg í heimi — og mun það sjálfsagt ekki vera fjarri lagi. Það er sannarlega með fádæmum, hvernig arkitektar hafa klúðrað öll- um hlutum bæði skipulagslega og byggingarlega i þessum auma bæ. Smekkleysið er slíkt, að jafnvel út- lendingar koma hingað til að berja það augum; og er þessi borg svo sem eins og eitt af furðuverkum veraldar- innar fyrir Ijótleik sakir. Aðeins einn maður úr stétt arki- tekta hefur tekið þessi mál fóstum tökum og gagnrýnt skipulagsmál, eða réttara sagt skipulagsleysi, það, sem virðist ráða hér ríkjum; og heitir sa Jón Haraldsson. Fyrir um það bil tveim árum flutti hann skellegt erindi um þessi mál í sjónvarpinu og sýndi myndir máli sínu til stuðnings. Talið er að þá hafi einhverjir vaknað tiL„ meðvitundar um það, hvers konar af- styrmi Reykjavíkúrborg er að verða, en lítið virðast þó .arjkítektarnir ætla„ að taka sig á. Það er til litils að vera sífeTIt að rausa um Hallgrímskirkju og Bern- höftstorfuna og gleyma síðan öllu hinu klúðrinu. Sú stefna, sem virðist ráða ríkjum i byggingarmálum, er að fletja borgina út um allar jarðir. Verksmiðjur og alls konar iðnaðar- húsnæði er sett á þá staði, þar sem maður gæti hugsað sér að fallegt væri að sjá út um gluggann hjá sér. Sum hverfin eru með þeim hætti skipulögð, að maður gæti helst hugs- að sér að einhver hefði kastað upp — og eru raunar ekki fjarri sanni orð kunns þýzks listamanns, sem hér hefur dvalið langdvölum, en hann kallar Reykjavík húsasalat. Þá er ferðamannastraumurinn enn einu sinni að byrja, og er vist óhætt að segja, að þar sé um talsverða bú- bót að ræða fyrir rikissjóð. Talið er að tekjur af ferðamönnum á næsta ári muni nema um tveim milljörðum og er það sannarlega drjúgur skild- ingur. Ferðamálaráðstefna var haldin i Borgarnesi á dögunurn, og mun þar margt fróðlcgt hafa borið á góma, en þó fer ekki hjá því að sá grunur geti læðst að fölki,aðferðamál séu ekki tekin réttum tökum í landi voru. Það er áreiðanlega misskilningur, að útlendingar komi hingað til að búa á fínum hótelum með sundlaug og tilbehör. Það, sem ísland hefur uppá að bjóða öðru fremur, er ómengað land og fagurt og þeim stöðum fer sannar- lega fækkandi í veröldinni, sem geta boðið uppá slikt. Þess vegna á Ferðamálaráð og þeir, sem um ferðamál fjalla hérlendis, að hætta að hugleiða, hvort kamrarnir á sveitahótelunum séu í nógu góðu standi, en reyna þess i stað að drífa í því að vernda blessaða náttúruna. Á næsta ári mun verða skipaður nýr þjóðleikhússtjóri. Ýmsar getgát- ur hafa, verið á kreiki um það, hver verði næsti þjóðleikhússtjóri, en þó er talið nokkurn veginn fullvíst, að Sveinn Einarsson, sem verið hefur leikhússtjóri í Iðnó um árabil, sæki um stöðuna. Sérfræðingar telja að vart verði hægt að ganga framhjá Sveini, þegar þessi staða verður veitt, hver sem þá kann að vera í ríkisstjórn, þar sem hann hefur að baki dágóða reynslu af leikhúsrekstri sem og menntun í fræðunum. Þeim, sem eru að reyna að megra sig, skal bent á að mikill sykur er í gosdrykkjum, þ.e.a.s. þeim, sem ekki eru sykurlausir, en sykur er gríðar- lega fitandi. 1 einni kókflösku mun vera svip- að magn af sykri sem svarar til fjór- um til fimm sykurmolum, en hins vegar framleiðir sú verksmiðja einnig svokallað Freska og það er sykur- laust. Sem sagt — passa sig d gosdrykkj- unum. ASSA.

x

Ný vikutíðindi

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Ný vikutíðindi
https://timarit.is/publication/881

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.