Ný vikutíðindi


Ný vikutíðindi - 19.05.1972, Blaðsíða 4

Ný vikutíðindi - 19.05.1972, Blaðsíða 4
NÝ VIKUTÍÐINDI Úr bréfabunkanum Jeppinn, sem hvarf „Nú er lögreglan loksins bú- in að finna jeppann, sem stol- ið var. Bíllinn hefur verið fyr- ir framan augunum á lögreglu- mönnunum og fleirum lengi vel, en hann . finnst ekki fyrr en farið er að bjóða dekk og hásingar til sölu úr módeli, sem aldrei var framleitt! Ótrúleg saga er það, að hér sé einn maður að verki eins og lögreglan virðist halda. BÍIeigamdi". Ójá, það hefur varla þurft skarpan leynilögregluheila til þess að gruna manninn um græsku. Það er ekki nýtt, að bílar hverfi á þann hátt, sem hér greinir — séu beinlínis limað- ir sundur eða þeir gerðir ó- þekkjanlegir með ýmsu móti. Um byssur og skotfimi „Einn góðvinur minn, banda rískur, hefur nokkuð öðruvísi skoðanir viðvíkjandi byssum, en vinir vorir hér — réttara sagt þeir, sem telja sig spek- inga í þessum efnum. Margir af þeirri manngerð telja extra svert hlaup á rifflum ákjósan- Iegast, en lærði manndrápar- inn álítur betra, að hlaupið sé svert við patrónustæðið og mjókki aflíðandi fram í venju- legan sverleika. Þetta virðist mér nokkuð rétt kenning. Ég tel mig geta borið vitni um slíkt, því sú byssa, sem þessi ágæti vinur minn sá hjá mér og prófaði, kom heim og saman við kenn- ingar hans — og árangur af eríiði við gæsaskytterí stað- festi þetta líka, því byssan er markviss. Ég held ég hallist oft að þeirri skoðun, að ýmsir hér á landi séu býsna ófróðir um skotsport. í Bandaríkjunum eru útgefin blöð um þá gömlu og fögru íþrótt, og væri ekki úr vegi, að farið væri að gefa út rit um þetta efni á móður- málinu, öðrum til fróðleiks og ánægju. Ég er hissa á því, að ein- hver drífandi maður, sem hef- ur fé, skuli ekki koma upp skotklúbbi hér, þar sem allir geta æft skotfimi sína á leir- dúfum o. s. frv. Ég hef það fyrir satt, að klíkuskapur og fláræði ríði ekki við einteyming í Skot- félagi Reykjavíkur og að mis- brestur sé á því að allir fái aðgang í félagið. Skotmaður". Það ætti a.m.k. að vera unnt að æfa skotfimi sína með f jaðraskotabyssum, sem algeng ar eru í skemmtigörðum er- lendis. NB: Hvernig stendur annars á því, að enginn skemmtigarð- ur í líkingu við tívolí skuli starfa hér í borg á sumrin? Öþverrafugl „Einhver hroðalegasta meng- un sem um getur, er úr stöðv- um svartbaks, þar sem aðset- ur hans er um varp. Það þarf ekki að fara lengra en yzt í Geldinganesið, til að sjá slík- an óþverra. Ég er alinn upp þar sem varp var nýtt og veit, eða tel mig vita allgóð skil á slíkum hlutum. Svartbakurinn dregur nefnilega að sér alls konar óþverra, sem stór sýklahætta stafar af. Geta þeir, sem nenna að leggja það á sig, fengið sér göngutúr út á nesið upp úr miðjum mai og séð hvernig högum er tilháttað. Ekki leyn- ir sér fýlan og óþverrinn. Þess vegna segi ég það enn og aftur: skjótið svartbakinn — meira að segja á hreiðrinu! Og nú er rétti tíminn til þess að fá sér svartbaksegg. Örn Ásmundsson." Við erum sammála. Svart- bakurinn er óþverrafugl. — Gleðikonur Coca-Cola hressir bezt! Njotið þeirrar ánægju og hressingar sem Coca-Cola veitir. Ætíð hiö rétta bragð - altlrei of sætt - ætíð ferskt, Ijúffengt og svalandi. iiamltil'jiiúi Vtihniiöjaii Vilillell lil. í woMii IIie Cota-Eola Expott Corpoialion. Framhald af bls. 1. mál þetta, amerískur her- maður af Keflavíkurvelli, og var hann raunar fiskað- ur upp á veitingahúsi einu hér i borg. Dömurnar, sem búa í þessu gleðihúsi, eru níu tals ins fyrir utan „gæðakonuna góðu", sem sér um daglegan rekstur. Ekki þarf að fjöl- yrða um tekjur þessara kvenna, en ef reiknað er með að þær afgreiði þrjá kúnna á dag, þá eru þar komnar fimmtán til tuttugu þúsund á dag. Það er ekki nema von að læknarnir kvarti! Heims- pressan Framh. ai nis. 8. stæða sé skrifuð um okkur. Við lifum hvort fyrir sig því lífi, sem okkur lystir." „Er það rétt, að þið búið saman bara part af árinu?" „Já! Eftir brúðkaupið sagði ég, að ég hefði samið um það við Jackie, að við byggjum ein ungis saman þrjá mánuði á ári. Aldursmunurinn og ólík áhuga mál gætu annars skapað vanda mál. Á þennan hátt útþynnum við ekki tilfinningar okkar og verðum ekki leið hvort á öðru." „Og hvað finnst yður um hið nýja hjónaband Tinu, fyrrver- andí eiginkonu yðar?" „Ég óska henni og eigin- manni hennar, Niarchos, alls góðs, þótt hann sé skæðasti keppinautur minn á sviði skipa útgerðar. En ég sendi þeim engin blóm, þótt svo hafi ver- ið sagt!" — Mafían Framh. af bls. 1. Kaupmannahöfn og stolið all-miklu af vegabréfum. Þjófarnir fundust að vísu, en talsvert munu þeir hafa verið búnir að selj a af vega- bréfunum og ekki vitað. hvert þau hafa Ient. Gangverð á íslenzkum vegabréfum mun vera milli þrjú og fjögur þúsund krón- ur danskar, en alþjöðlegum gangsterum mun þykja ís- lenzk vegabréf gulls igildi. Vegabréf frá ítaliu, Suð- ur-Ameríku og botni Mið- jarðarhafs eru alltaf litin hornauga, en þeim manni, TÍÐINDI Sími 26»33 sem hefur passa fráSkandi- navíu, eru allir vegir færir hvar sem er i veroldinni. Nú hefur það kvisast, að New York-Mafían ráðgeri að halda næsta aðalfund i Reykjavik, og ætti raunar ekkert að vera þvi til fyrir- stöðu — ráðstefnusalir auð- fengnir og allar aðstæður hinar ákjósanlegustu. Ekki þarf að taka það fram, hver auglýsing það gæti orðið fyrir land og þjóð, ef sjálf Mafían skipu- legði starfsemi sína hérlend- is, og telja raunar sérfræð- ingar að skákeinvígi'Fisch- ers og Spasskís vekti mun minni athygli en aðalfundur Mafiunnar. Sem sagt: 1 sumar meg- um við eiga von á því, að nokkrir skuggalegir amer- iskir ítalir komi hingað — undir því yfirskyni að vera túristar — og ráði ráðum sínum. — Friðunarlög Framhald af bls. 1 tima. Svanurinn er stórt skotmark og i eðJi sinu spakur, svo að hvaða asni sem er ætti hreinlega að geta sallað hana niður. Við höfum haft tal af manni, sem er kunnugur fuglalífi, og telur hann að álftadráp mætti leyfa í september-mánuði," en að reynt yrði að þrauttelja álft irnar svo að vori og .sjá, hver útkoman yrði. Fyrst um sinn vill hann þó ekki slíka leyfisveitingu nema á fjögurra ára fresti. Hér skal ekki frekar far- ið út í þessi mál að sinni. En svo mikið er vist, að ástæða er til að endurskoða fuglafriðunarlögin og gera breytingar á þeim. — Reimleikar Framh. af bls. 7 það bil 15 metra í burtu. Ekki einn maður var sjáanlegur Um borð. — Halló, þið þarna! hrópaði ?elby. — Það er Selby skip- stjóri sem kallar! Segið frá hverjum þið eruð og hvað þið viljið, eða farið annars tafarlaust burtu! Annars gef ég varðskipinu merki og læt reka ykkur burtu! Nú fyrst heyrðist rödd frá mótorbátnum. — Látið yður ekki detta í hug að gefa neinum merki. Það verður verst fyrir yður sjálfan! — Hvað meinið þér? — Þér heyrðuð hvað ég sagði. Við ætlum að ná í Tony Wardell strax og þið hafið bjargað honum um borð. Lát- ið þér okkur fá hann? — Hvers vegna í ósköpunum viljið þið endilega ná í hann. — Það kemur okkur einum við. — Hann rændi f jórum íé-

x

Ný vikutíðindi

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Ný vikutíðindi
https://timarit.is/publication/881

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.