Ný vikutíðindi


Ný vikutíðindi - 19.05.1972, Blaðsíða 5

Ný vikutíðindi - 19.05.1972, Blaðsíða 5
NÝ VIKUTÍÐINDI 5 HeflatíkuMjéMai-)iii SUNNUDAGUR 21. maí 12.00 Sacred Heart 12.15 Christophers 12.30 This Is The Life 1.00 The Dog That Bit You 1.30 Big Picture 2.00 NHL: N.Y. vs. Boston 3.55 NBA: N.Y. vs. L.A. 5.30 You Are There 6.00 Wide Wide World 6.30 Evening News 6.45 Greatest Fights 7.00 Wonderful World Of Disney 8.00 Mod Squad 9.00 Good Vibrations From Central Park 10.00 12 O’Clock High 11.00 Final Edition 11.05 Northern Lights Play- house — The Fighting Seabees It is a story of how the Navy Seabees came into being during WW II. These men were equally at home with a gun or a steam shovel. Stars: the immortal of the screen JOHN WAYNE and Susan Hayward. Adventure, 1944. 12.45 Wrestling MÁNUDAGUR 22. maí 3.30 Open House 4.00 Sesame Street 5.00 On Campus 5.30 Age Of Aquarius 6.30 Evening News 7.00 Here’s Lucy 7.30 All In The Family 8:00 Monday Nite at the Movies — Phantom Of The Rue Morgue This classic story is an Edgar Allan Poe horror tale. A series of murders of beautiful young girls takes place in the Rue Morgue, Paris, France. Both the inhabitants and the „gend- armes“ are baffled by the senseless murders. Stars: Pat- ricial Medina, Claude Dauphin, Merv Griffin. Horror-mystery, 1954. 9.30 Alternatives: Racism 10.00 Glen Campbell 10.55 Moments Of Reflection 11.00 Final Edition 11.05 Tonight Show ÞRIÐJUDAGUR 23. maí 3.30 Open House 4.00 Buck Owens 4.30 Beverly Hillbillies 5.00 Theater 8 — City That Never Sleeps The events of one Chicago night prevent a young cop from throwing away all the good things a city gave him. Stars: Mala Powers, Edward Arnold, Chill Wills. Drama, 1955. 6.30 Evening News 7.00 Marshali Dillon 8.00 Military Information Show 8.30 This Is Your Life 9.00 High Chaparral 10.00 Carol Burnett 10.55 Moments Of Reflection 11.00 Final Edition 11.05 Pro Boxing MIÐVIKUDAGUR 24. maí 3.30 Open House 4.00 Animal World 4.30 Colonel Flack 5.00 Theater 8 — Shadows Over China- town Charlie Chan this time with not-so-much-help from his Number 2 son and his faithful chauffer Birmingham, works with San Francisco’s Bureau of Missing Persons to solve the case of the missing girls wich leads him to the sinister back alleys of Chinatown. Stars: Victor Sen-Young, Sid- ney Toler. Mystery, 1958. 6.00 Last Minute To Choose 6.30 Evening News 7.00 Daniel Boone 8.00 Partridge Family 8.30 Governor & JJ 9.00 Braken’s World 10.00. The Fugitive 10.55 Reflection 11.00 Final Edition 11:05 Dick Cavett FIMMTUDAGUR 25. maí 3.30 Open House 4.00 My Three Sons 4.25 Honey West 4.50 Theater 8 — The Fighting Seabees (See Sunday) 6.30 Evening News 7.00 Nanny And The Prof 7:30 Bill Cosby 8.00 Northem Currents 8.30 Charlie Chaplin 9.00 Dean Martin 10.00 Naked City 10.55 Moments Of Reflection 11.00 Final Edition 11.05 Northern Lights Play- house — City That Never Sleeps (See Tuesday) FÖSTUDAGUR 26. maí 3.30 Open House 4.00 Bewitched 4.30 Camera 3 i 5.00 Theater 8 — Kentucky Jubilee 6.30 Evening News 7.00 Julia 7.30 Doris Day 8.00 Wild Wild West 9.00 Laugh-ln 10.00 Perry Mason 10:55 Reflection 11:00 Final Edition 11:05 Northern Lights Play- house — Phantom Of The Rue Morgue (See Monday) 12.30 Night Light Theater — Killer At Large LAUGARDAGUR 27. maí 8.45 Cartoons & Chuckleheads 10.00 Captain Kankaroo 10.30 Sesame Street 11.30 Great Western Theater 12.00 Voyage To The Bottom Of The Sea 1.00 Roller Games 2.00 American Sportsman 3.00 Sports Special 4.30 Fabulous World Of Skiing 5.00 Billiards 5.30 Norman Rockwell’s America 6.30 Evening News 6.45 Greatest Fights 7.00 Mayberry RFD 7.30 It Was A Very Good Year 8.00 Gunsmoke 9.00 Flip Wilson 10.00 The öntouchables 10.55 Moments Of Reflection 11.00 Final Edition 11.05 Northern Lights Play- house — Shadows Over China- town (See Wednesday) lögum okkar í gærkvöldi. Við höfum heyrt skilaboðin frá kaf aranum yðar — og annað hvort seljið þér Wardell okkur í hendur eða við skulum sjá svo um, að hann komi aldrei upp á yfirborðið! Selby greip andann á lofti. Mennirnir á þilfarinu í kring um hann töluðu æstir og undr- andi. w — Nú, hverju svarið þér? spurði röddin. — Að þið megið fara til helvítis, öskraði Selby. — Það verðið ábyggiiega þér, sem farið þangað í stað- inn, sagði röddin. — Munið, að þér eigið kafara þarna niðri. — Við skulum sjá um hann, sagði Selby hÖrkulega. — Lar- son, gefið merki til... — ★ — SKOTHVELLUR kvað við í myrkrinu og kúla hvein fram hjá höfði Selbys. Allir, sem gátu leituðu skjóls við lunning- una. Larson skreið í áttina að stjórnpallinum og lögreglu- mennirnir hófu skothríð. Vélar bátsins voru nú komn- ar á fulla ferð. En þeir fjar- lægðust ekki, heldur sigldu fram og aftur og skutu í sí- fellu. Selby stökk til síma- varðarins og þreif símatækið. — Kærðu þig kollóttann þó þú heyrir einhvern hávaða héð an að ofan. Haltu bara áfram störfum... Nú heyrðist til vélbyssu, og Selby bölvaði og greip um öxl- ina. Óp og formælingar heyrð- ust um allt þilfarið. Skipstjór- inn stóð enn á fótum og öskr- aði fyrirskipanir sínar. Maður kom á hendingskasti af stjórn- palli. Einn mannanna við dælurnar rak upp vein og féll um. Það rann blóð niður handlegg hans. — Haldið pumpunum gang- andi! öskraði Selby. Skothvellirnir héldu áfram að hljóma. Uppi í framsiglunni byrjaði ljós að blikka. Annar maður við dælurnar tók um höfuðið. Tveir aðrir þutu að dælunum til þess að reyna að halda þeim gangandi. Ef þær stöðvuðust væri úti um Mike niðri í skipsflakinu. Svo hrópaði stýrimaðurinn ofan af stjórnpallinum: — Nú kemur varðskipið! Háværar flautur skáru 1 gegnum myrkrið. Milli þess heyrðist rödd Selbys þegar hann talaði í kafarasímann: — Mike! Komdu upp eins fljótt og þú getur og taktu Wardell með þér. En NIÐRI í biksvörtu djúp- inu var Mike ekki enn tilbú- inn að leggja af stað upp. Járnlungað hafði hann nú fengið, en hann var lengi að ná gati á hurðina að neðan, hann ætlaði að losa um fuln- inguna og sparka henni svo inn með blýskónum. Inni í klefanum var þorparinn meö hiksta af hræðslu. Eftir því sem Mike losaði meira um hurðina rann sjór- inn örar inn í klefann. Nú var sjórinn kominn upp að hálsi á Wardell. Mike sparkaði stórt gat á hurðina og hrópaði inn um leið, ég sendi inn járnlung- að. Heyrir þú til mín? — Já, heyrðist svarað aum- lega. — Spenna — fastan — sekk- inn — setja fasta — nasa- klemmuna — bíta um munn- stykkið — sjúga að sér sýru — nokkrum sinnum — kafa svo — stinga fótunum gegn- um gatið — svo skal ég — sjá um það sem eftir er. Mike féll á kné, stakk lung- anu gegnum gatið og fann hvernig því var kippt út úr hönd hans. Síðan beið hann um það bil mínútu — og það var mínúta löng sem ei- lífð. Svo kom eitthvað í ljós í gatinu á hurðinni. Mike náði taki á öðrum fæti Wardells og dró hann út. Síðan kippti hann fjórum sinnum stutt í líflínuna. Báðir runnu strax af stað upp á við all-hratt. Wardell 'klemmdi sig að kafaranum í dauðatökum. Þeir náðu pallin- um á tólf faðma dýpi og Mike iskipaði: — Dragið pallinn upp! — ★- MIKE vissi ekki meir fyrr en hann vaknaði í þrýstiklef anum. Margir stóðu í kring- um hann angistarfullir á svip. Einhver gaf honum sígarettu. Mike dró djúpt að sér reyk- inn og brosti. Það létti öllum. Reykurinn var góður á bragðið fannst honum. — Það var ör- uggt merki. Engin hætta á kafarasýki! — Þetta gekk dásamlega! sagði Selby. — Varðskipið kom á réttu augnabliki og Wardell er hér um borð. Lif- andi! Hann, og í það minnsta tólf þorparar! Ja, þvílík nótt! Þvílík nótt! - Margt skrítið Framh. af bls. 3 ég peningum í spilum til hans, tautaði hann. En úti á ganginum stóð Kathy og starði á hann. —Má ég koma inn, sagði hún mjúkri, undarlegri rödd. Hún var í hvíta sloppnum. Jim steig til hliðar, og gjóaði augunum á óhreyfðan kassann, um leið og hún gekk fram hjá honum. — Má ég setjast niður? spurði Kathy. — Að sjálfsögðu, sagði Jim. Hún settist og virtist bregða í brún, þegar sloppurinn opn- aðist, svo að skein í hnén. Hendur hennar tóku viðbragð, eins og þær ætluðu að fara að loka honum, en stönzuðu snögglega. Hún bar höfuðið hátt og leit framan í hann. — Það hefur gerzt aftur, út- skýrði hún. Og hingað er ég komin. — Gerzt aftur? spurði Jim blíðlega. Kathy kinkaði kolli. — Allt í einu gat ég ekki stillt mig um að fara hingað, sagði hún léttilegá. — Reiðubúin til hvers sem er? spurði Jim. — Hvers sem er, svaraði hún. — Gott sagði Jim og neri saman höndunum eins og hann væri að gera út um góð við- skipti. — Ég held við ættum þá fyrst að losa okkur við slopp- inn. Hakan á Kathy seig sam- stundis, en lyftist fljótlega aft- ur. Hún reis á fætur. — Já, ætli ekki það, sam- sinnti hún af mikilli hugprýði. Hvernig losum við okkur við hann? — Ó, þú ferð auðvitað úr honum, sagði Jim, þegar hann hafði fundið glösin og flösk- una. Þegar hann sneri sér við og leit á hana, tók hjartað heldur betur kipp í brjósti hans. — Ég hélt, að þú værir í brjóstahaldara og undirpiisi, Kathy, sagði hann. — Það yrði að fara líka, hvíslaði hún um leið og hann tók hana í faðm sér. — Ég elska þig, sagði hann blíðlega. Elskar þú mig? — Ó, svo ákaflega, sagði hún. Þrýstu mér að þér. — Þegar ég hef sagt þér svolítið, sagði hann. Farðu aft- ur í þetta. Kathy tók við sloppnum af honum og leit undrandi á hann: — í kvöld er allt öðruvísi, sagði hann. Ég veit það, vegna þess, að ég átti sök á því, að þú skyldir koma í tvö fyrri skiptin. Hann tók kassann ofan af hillunni. — Það er duft í þessu, sem ég lét detta á þig ofan af svölunum. Það eru einhverjir töfrar við það, stórfurðulegir og ótrúlegir. Hún leit niður í kassann og hló. — En það virkaði, sagði hún hamingjusöm. — Eins og töfrar, viður- kenndi Jim. Þú komst í bæði skiptin, og vissir ekki hvers vegna. Nú veiztu það. Þakka þér fyrir uppgerðina og kom- una í dag. Hönd Kathyar kom upp úr kassanum og færðist yfir höf- uð hans. Unaðsleg dökk hula umkringdi hann. Þegar hann vaknaði, var hann í rúminu sínu. Hann þreifaði undir sæng ina og komst að raun um, að hann væri nakinn. Kathy var að færa sig úr sloppnum. — Hættu nú elskan, sagði Jim hlæjandi. Ég gleymdi að segja þér, að smáskammtur af þessu dufti verkar ekki nema í tíu mínútur. Vertu þess vegna ekki að hafa fyrir að færa þig úr sloppnum. Kathy hló og teygði úr sér, meðan hún veifaði sloppnum umhverfis sig. — Ég notaði ekki smá- skammt, sagði hún. Ég var með handfylli. Ég er ekki að fara úr sloppnum. Ég er að fara í hann. Tiu mínútur, hvaða röfl. Líttu bara á klukk- una. — Jim leit á klukkuna. Það var miðnætti. — Og eitt enn, sagði Kathy og sveif um herbergið. — Hvað er það? spurði hann tortryggnislega. Hann beygði sig um leið og samanvöðlaður sloppurinn kom fljúgandi í áttina til hans, með unaðslega stúlku á hælun- um. — Við yfirgefum ekki rúm- ið næstu aldirnar!

x

Ný vikutíðindi

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Ný vikutíðindi
https://timarit.is/publication/881

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.