Ný vikutíðindi


Ný vikutíðindi - 19.05.1972, Síða 6

Ný vikutíðindi - 19.05.1972, Síða 6
6 NÝ VIKUTÍÐINDI REIMLEIKAR Á HAFSBOTNI SELBY skipstjóri gekk óþol- inmóður fram og til baka í brúnni á björgunarskpinu „Chagny“, sem hjó illilega í þungum sjónum. Um miðnaetti, tveim tímum áður, hafði hann stýrt út úr innsiglingunni við Golden Gate og miðaði sig áfram til bauju-þríhyrnings fimm sjómíl- um utar á tuttugu og fimm faðma vatni, yfir jagtinni „Black Rose“, sem nýlega var sokkin þar. Jagtin hafði rekizt á mótor- skip hlaðið timbri. Mótorbát- urinn hafði bjargað 18 manns af áhöfninni, og hafði síðan lagst og beðið þess að „Chagny“ kæmi. Sjö manna var saknað og voru tveir þeirra vélamenn. Sá þriðji var eigandi snekkjunnar, Tony Wardell. Menn höfðu aðeins óljósan grun um, að aðrir þrír hefðu verið um borð. Á þilfarinu hjá mönnurum, sem störfuðu að köfuninni, stóð fámennur flokkur manna og húkti bak við uppslegna frakkakragana. Það voru leyni lögreglumenn og blaðamenn. Því að Tony Wardell var — eða réttara sagt hafði verið — óvinur þjóðfélagins nr. 1! — Smyglari eiturlyfja, pen- ingafalsari, ofbeldisseggur, fjárkúgari og sennilega þar að auki morðingi. — Dragið inn línuna hans Mike! kallaði einn mannanna' og svaraði með 'fjórum snögg- um rykkjum. ' Hvað er núnm að'vera? hrópaði Selby og snéri sér að símamanninum. — Hvers vegna þarf hann að koma upp? Hann er ekki búinn að vera niðri nema í korter? — Útblástursventillinn hans lekur, skýrði maðurinn við símasambandið. — Já einmitt — ja það er það já, gefið honum þá loft, tautaði Selby. — Við megum ekki eiga á hættu, að hann fái kafarasýki — ekki í nótt! Aðstoðarmennirnir byrjuðu að starfa af hraða. Kafarapall- urinn var settur út og sökkt niður á tólf faðma dýpi, það var tilkynnt að kafarinn væri staddur á honum og svo dreg- ið smátt og smátt upp með longum hléum. Strax og kafarinn var kom- inn upp úr sjónum, var honum hjálpað niður á þilfarið af að- stoðarmönnum, sem settu hann á bekk, tóku af honum stígvél og lóð, skrúfuðu af honum hjálminn. Hann beygði sig á- fram og hellti í það minnsta kosti fullri fötu af sjó úr kaf- arabúningnum. Svo settist hann aftur og fékk kveikt í sígarettu. — Nú, hver skrattinn er að, Mike? spurði skipstjórinn ó- þolinmóður. — Ekkert sérstakt! Ég kom niður um það bil tíu metrum frá stjórnborðshlið snekkjunn- ar. Allur bógurinn er rifinn og hún liggur á bakborðshlið. Framsiglan stendur, en bug- spjótið hefur brotnað og brot- ið brúna og reykháfinn. Eng- in lík sjáanleg þar. Ekki held- "ur á þilfarinu. En það vár til- kynnt, að tveir vélamenn hefðu verið undir þiljum, svo að ég fór niðar að leita. En ventill- inn lak allan tímann og þegar búningurinn var að fyllast, bað ég um að draga mig upp. Kafarinn hryllti upp og bætti við: — Það er kannski bezt að ég fari inn í þrýsti- klefann í nokkrar mínútur. — Já, auðvitað, hvað er ég að hugsa, hrópaði Selby. — En þú veizt að ég er dálítið órólegur vegna þessa verks. Nú, flýtið ykkur að koma hon- um inn í þrýstiklefann! Lar- son! Náðu í viskí! Og kaffi. Vonandi er allt í lagi með þig Mike? Liður þér illa? — Nei, svaraði Mike. — En losið af mér búninginn svo- litla stund! Aðstoðarmennirnir klæddu hann úr búningnum þegar í stað og fóru með hann inn í þrýstiklefann þar sem þrýst- köldn blódi. ingurinn var þrjátíu kíló. Lar- son stýrimaður kom með viskí og bolla af heitu kaffi, og þeg- ar hann fór út aftur kom Sel- by inn til kafarans. — Það er andstyggilegt þarna niðri, sagði Mike. — Ég skil það mæta vel, sagði Selby. — Það er alltaí andstyggilegt þegar um flak og lík er að ræða. Og þú ert einn um að ná þeim upp. Það er ekkert ánægjulegt starf. Björgunarbátur eins og „Chagny“ með bara einn kaf- ara um borð! Svona er það alltaf þegar eitthvað mikil- vægt skeður snögglega. Er nokkuð undarlegt þó maður fái grá hár í höfuðið af því? En þú bjargar þér nú, er það ekki Mike? Öll augu þjóðar- innar mæna nú á „Chagny“. Því Tony Wardell var einhver þekktasti þorparinn í þessu landi. I • . v t.. — ★ — MIKE blandaði viskí í kaff- ið. — Já, í slíku starfi sem þessu streðar maður fram á síðasta augnablik, rumdi í hon- um. — Það myndi vera skömm og hneysa, ef Wardell fengi ekki að hvíla í kistu sem kost- aði fimm þúsund dollara, eða hvað? — Það er ekki bara Wardell sem um er að ræða, skaut Sel- by inn í hugsandi. — Það eru líka hinir fjórir. Hinir, frá fjandmannaflokknum! — Ef þeir hafa verið um borð, já! Enginn veit það me'5 vissu! — Karlarnir á þilfarinu segja að þeir hafi fengið vis- bendingu um það. Það var þess vegna, sem þeir voru niðri við höfnina. Og frétta- mennirnir líka. — Svo Tony fór með hina líka út í síðustu ferðina. — Já, einmitt, en hvað hef- ur orðið af þeim? Þeir voru ekki dregnir upp úr sjónum með áhöfninni. Og áhöfnin seg- ir ekki eitt orð. Við verðum að fá vissu fyrir hvernig þetta er. Hvernig dó Tony Wardell? Myrti hann hina fjóra áður en hann dó? Eða drukknuðu þeir allir fimm með skipinu? Það þýðir heiður og frægð fyrir þig, ef þú getur fengið vissu fyrir þessu og varpað ljósi á þetta leyndarmál, Mike. — Það verður, því miður, ó- leyst gáta, tautaði kafarinn. — En ég skal gera það sem ég get. ÚTI Á þilfarinu var nístings- kuldi. Það var krappur sjór og „Chagny“ hjó mikið með akker iskeðjurnar gefnar út eins mik ið og hægt var. í glampanum frá ljóskösturunum sáust drátt- arbátar, sem biðu þess að veita aðstoð ef með þyrfti. — Lengra burtu sáust Ijósin frá varðskipi, og til hlés við „Chagny“ sást lítill mótorbát- ur, sem enginn kannaðist við. Gegnvotir af sjórokinu, þreyttir og vansvefta hjálpuðu björgunarmennirnir Mike í kafarabúninginn. Eftir að bú- ið var að prófa öll tæki, fór kafarinn út að lunningunni. Áður en hann lokaði hjálmop- inu, sagði Selby við hann: — Gangi þér nú vel! Taktu þetta. Hann stakk einhverju í hönd ina á Mike. — Hér er dýrkari, sem hægt er að opna með allar káetudyr. Og hér hefur þú lampann. Þú hefur aukalínu í beltinu. Fleira þarft þú ekki. Mike lokaði nú hjálminum. Svo fór hann út á pallinn, sem strax byrjaði að síga niður. Brátt hvarf hjálmurinn undir. yfirborðið og hvítar bólur stigu upp. Það var kalt og dimmt þarng. niðri, einmanalegt og autt. Mike fann kraftleysið koma yf- ir sig aftur eftir því sem hann sökk dýpra, og vatnsþrýsting- urinn fór að segja til sín. Á tólf faðma dýpi nam pallur- inn staðar. Hann steig út af honum. Hann fann að kippt var í líflínuna og hann svaraði á sama hátt. Allt var eins og það átti að vera. Stuttu síðar námu blýstígvélin við botninn. Hann kveikti á lampanum. Ljósið náði skammt gegnum biksvart vatnið. Fallstraumur- inn greip hann og veifaði hon- um fram og til baka eins og þarastöngli. Hann varð að bora fótunum fast niður í sand- botninn til þess að komast áfram. Brátt var hann kominn að st j órnborðshlið snekkjunnar. Hann beindi Ijósinu að skip- inu, blés því næst út búning- inn og steig hægt upp á við þar til hann hafnaði á þilfari snekkjunnar miðskips. Þar festi hann köfunarlínuna við stag og tilkynnti í símanum að hann hefði það prýðilegt. — ★ — ÞILFARIÐ hallaðist mjög. Hann varð að halda sér í lunn- inguna til að komast til yfir- byggingar snekkjunnar. Ljós- geislinn frá lampanum náði ekki nema nokkra metra frá honum. Hann klifraði upp stigann til stjórnpallsins, opn- aði dyr og horfði inn í möl- brotinn kortaklefann. Þar var ekkert lík. Mike fór aftur til að athuga hvort línan hans væri ekki í lagi og kom þang- að sem hann hafði farið upp í skipið. Hann fann að hann var óvenju máttlaus í hnjánum, svo að hann varð að setjast og hvíla sig með höfuðið á lunningunni. Óvænt dimmt hljóð vakti hann af mókinu. Hann hlustaði gaumgæfilega, en varð einskis frekar var. Hann hló með sjálf- um sér, herti sig upp, og stóð aftur á fætur. Þetta hljóð var auðvitað bara ímyndun. Þetta var sennilega inni í höfði hans sjálfs. Hann hafði nú verið hálftíma niðri og vatnsþrýst- ingurinn var þvingandi. En hann hafði ekkert að tilkynna enn. Allt í einu datt honum í hug dýrkarinn, sem hann hélt á í hendinni. Ef til vill var einhver klefinn læstur, hugs- aði hann með sér. Tony Ward- ell gat hafa læst sig inni með hinum fjórum fjandmönnum sínum, sem hann hafði tekið með sér í þessa för, — þeirra síðustu ferð. Hann hafði kann- ske verið að gera upp reikn- ingana við þá. Vel gat verið að hann hefði yfirheyrt þá fyr- ir framan byssuhlaup í læst- um klefa. Og svo kom árekst- urinn alveg óvænt. Enginn þeirra fimm hafði haft mögu- leika á að komast út. En ef hann gæti nú fundið þá, þá ■myndu heiðurinn jOg[( . verða mikil fyrir Selby og Mike. j Það væri stórviðburðurj __„ Já, það var bezt að reyna að komast að þessu svo fljótt sem mögulegt var. — ★— AFTUR heyrði hann þetta þunga hljóð. Það var undar- legt. Aldrei hafði þetta kom- ið fyrir Mike á hafsbotni. Hann hryllti upp. Var þetta ný tegund af kafarasýki? Eða voru fleiri lifandi hér um bcrð en hann? Nei, það var nú bara hlægi- leg hugmynd! Mike blótaði sínum eigin bjánaskap og gekk undir þiljur. Hann reyndi fyrstu dyrnar, sem hann kom að. Þær voru ólæstar, og inni var allt á tjá og tundri. En þar var ekkert lík held- Sur. Mike andvarpaði af fegin- leik. Öllum köfurum þykir ó- notalegt að meðhöndla lík . .. Hann leit inn í næsta klefa og svo koll af kolli og alls staðar var árangurinn sá sami. Svo heyrði hann rödd í sím- anum. Það var Selby, sem spurði óþolinmóður, hvort ekkert hefði skeð. Mike svar- aði argur: Nei! Skipstjórinn var órólegur, það var sýnilegt. En það var auðvitað eðlilegt. Það var mik- ið í húfi fyrir hann. Tímarnir voru erfiðir og samkeppnin geysihörð. Ef hann gat leyst þetta, sem hér lá fyrir, myndi hann fá eins mikið og hann gæti tekið af vérkefnum í framtíðinni. Nú hafði Mike rannsakað alla klefana stjórnborðsmegin. Aðaifundur Loftleiða h.f. verður lialdinn íöstudaginn 2. júni n. k. i Ivrist- alssal Hótel Loftleiða kl. 2 e. h. Reikningar vegna ársins 1971 munu liggja frammi i aSalskrifstofu LoftleiSa, Reykjavíkur- flugvelli, frá 26. þ. m., og geta liluthafar vitjaS aSgöngumiSa sinna þangaö frá og meS þeim degi. 2. maí 1972. DAGSKRÁ: 1. Venjuleg aðalfundarstörf. 2. Önnur mál. Stjórn Loftleiða h.f. ... Og inni í kleianum hjá kafaranuni voru nieniiirnir, sem hann hafði skoiið niður með

x

Ný vikutíðindi

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Ný vikutíðindi
https://timarit.is/publication/881

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.