Ný vikutíðindi


Ný vikutíðindi - 19.05.1972, Qupperneq 7

Ný vikutíðindi - 19.05.1972, Qupperneq 7
NY VIKUTIÐINDI 7 Nokkra hafði verið örðugt að opna, en hann hafði ekki enn þurft að nota dýrkarann. Nú varð hann að fara yfir í bak- borðshlið og halda áfram þess- ari tilgangslausu leit. Hann var þreyttur. Hendurnar voru stífar af kulda, en hann var sveittur innanklæða. Hann velti því fyrir sér, hve lengi hann gæti staðið gegn svim- anum, og hann andaði nokkr- um sinnum djúpt til þess að yfirvinna svimann áður en hann fór út á þilfarið til að komast yfir í hina hlið skips- ins. Hann varð að skera frá sér kaðla og flækjur á leiðinni. Loks var hann orðinn svo þreyttur, að hann varð að setjast niður og hvíla sig. — ★ — ÞÁ VAR það að hann heyrði hljóðið aftur — og nú heyrði hann það greinilega1 Hann hlustaði. Nei, nú var allt kyrrt aftur! Það hlaut að vera eitthvað meira en lítið skritið með hann þegar hann heyrði orðið hljóð, sem ekki voru raunveruleiki. Kannske að hann væri að falla í yfir- lið? Honum datt í hug að gefa merki um að hann vildi komast upp, þegar hann heyrði greinileg högg ekki langt frá sér í iðrum skipsins. — Hver skrattinn getur þetta verið muldraði hann. — Ég held að það sé nú ekkert annað en draugagangur á þessu ömurlega flaki. En hann lagði strax af stað, hægt en ákveðið í áttina til þess staðar, sem honum heyrð- isfhljóðið koma frá. Og þegar hann var aftur kominn undir þiljur, virtist honum hann heyra'márírí hljóða ofsalega. Gat það verið mögulegt? Jú, vissulega gat það átt sér stað! Loftrúm hefði getað myndazt einhvers staðar í skipinu, þegar það sökk. — Paddy, starfs- félagi hans hafði einu sinni orðið fyrir því í sokknu skipi. Og hann fann lifandi menn! Gat hugast, að hér væri um eitthvað slíkt að ræða? Það þurfti í það minnsta að rann- sakast gaumgæfilega. Nú voru liðnir fjórir tímar síðan skip- ið sökk. Mike fann, að hann hresst- ist við þetta, og hélt nú leit inni áfram. En von hans dvínaði smátt og smátt eftir því sem hann opnaði fleiri dyr. Þetta var sennilega allt saman ímyndun. Svona flak gat gert hvaða mann sem var taugaóstyrkan. Hvar ætti svo sem að vera reimt ef ekki hér? Hve margir höfðu látið lífið hér um borð að fyrirlagi Tony Wardells? Mike reyndi á næst síðustu dyrnar. Hurðin var læst. Þá heyrði hann hljóðið aft- ur! Nú var það miklu sterkara. Og svo kom veinið. Hræði- legt örvæntingaróp frá manni 1 dýpstu nauð. Það var eins og það væri langt í burtu, — en það var lifandi maður, sem gaf þetta hljóð frá sér. — ★ — MIKE kólnaði upp. Lifandi mannvera! Innan við þessar læstu dyr var lifandi maður! Hann var lifandi eftir LÁRÉTT: 1 æðsti prestur 6 plata 12 hell 13 reita 15 felling 17 brugðu 18 forsetning 19 hvatti 21 tónverk 23 þyngdarein 24 forað 25 gruna 26 handsama 28 snör 30 reið 31 ýta 32 fljótur 34 skolli 35 eygði 36 áttund 39 ávörp 40 óunnin 42 sólann 44 ílát 46 hugtökin 48 fæði 49 heppni 51 hætta 52 oj 53 gagni 55 sár 56 vökvi 57 hvíldu 59 slá 60 málmur 61 flokkur 62 læti 64 vond 66 giftan 68 renn 69 áverki 71 sement 73 kappa 74 baug 75 gustur 76 óeirðir LÓÐRÉTT: 1 borgist 2 viðkvæm 3 sælgæti 4 þras 5 veiða 7 belti 8 útibú 9 loðna 10 iðulega 11 nafntogaðir 13 stök 14 beita 16 mökkur 19 afsala 20 stefna 22 stigið 24 liamfletta 25 skelfing 27 feður 29 geislabaugur 32 vandamaður 33 útskúfuð 36 nefndi 37 fóstra 38 flani 40 angra 41 fljótið 43 lengdarein. 45 kíminn 46 uppljúkast 47 ungur 50 veizla 51 segl 54 blekking 55 staup 56 taug 58 þel 60 tölu 61 sull 63 dögg 65 svipuð 67 afkimi 68 dvelja 70 eink.bókst. 72 baul 74 borðun KROSSGÁTAN að hafa verið fjóra tíma á hafsbotni í sokknu skipsflaki! Mönnum gæti virzt þetta ó- hugsandi, en það var nú samt staðreynd! Það var maður þarna inrii og hann barði með einhverju á hurðina með einhverju úr málmi. Og þegar Mike lyfti lampanum að þykku glerrúð- unni, sá hann manninn, sem stóð innanvið og pressaði and- litið að rúðunni. Augun voru uppglent og störðu stíft á hann. Þetta var Tony Wardell! Þó að það væri dimmt og hár Wardells væri orðið snjóhvítt, þekkti Mike hann samt aftur. Wardell rak aftur upp óp og hamaðist á hurðinni. Mike reyndi dýrkarann, en hann gat ekki snúið honum í lásnum. Hann gat ekki hreyft hurðina. Wardell þrýsti munninum að glerinu og hrópaði eitthvað. Augnatillitið var brjálæðislegt. Og það var ekki svo undar- legt. Það kom í Ijós síðar, að hann hafði skotið þessa fjóra „gesti“ sína, þegar áreksturinn varð. Hann hafði fengið svo- leiðis högg, að hann missti með vitundina, og þegar hann rakn aði aftur við fann hann að skipið var á leið til botns og hurðin var óhreyfanleg. Og inni hjá sér í klefanum hafði hann fjórmenningana, sem hann hafði skotið niður með köldu blóði. Honum fannst þeir stara allt af á sig í gegnum myrkrið. Nú stóð hann í mitti í blóðlit- uðum sjónum. Hann var óskap- lega hræddur við að drukkna, og hann gat ekki skotið sig, því að örlögin höfðu hliðrað því svo til að hann missti byss- una sína og hann gat ekki fundið hana aftur í sjónum. Og hin byssan hans var tóm. En hann hafði notað hana til að berja með á dyrnar... Um þetta vissi Mike ekkert. Wardell æpti og hrópaði allan tímann, en það var erfitt að greina nema eitt og eitt orð á stangli. Mike reyndi aftur við dyrnar en árangurslaust. En Tony mátti ekki deyja þarna! Það beið hans reipi í landi! Úr því ekki var hægt að opna hurðina varð að mölva hana, bút fyrir bút, — og þá myndi þorparinn sennilega Bridge- 1» A T T U R Suður gefur. hættu. — Báðir á Norður: S: 10 3 H: 10 4 T: Á 6 3 2 L: Á 9 8 6 2 Vestur: Austur: S: G 9 7 2 S:D86 H: Á 9 5 3 2 H: 8 7 6 T: 8 T: D G 10 9 L: K 7 4 L: D 5 3 Suður: S: Á K 5 4 H: K D G T: K 7 5 4 L: G 10 Suður sagði 1 grand, Norður grönd, Suður 3 grönd; allir Útspil: hjarta 3. Suður tók með G og spilaði lauf 10 í þeirri von að Austur fengi slaginn. Suður varð að ósk sinni, því Vestur er í úlfakreppu. Þegar Austur hafði tekið á lauf D, svarar hann Vestri í hjarta, en það nægir ekki Vestri til að fella sögnina, því Suður hefur enn fyrirstöðu í hjarta. Þegar Suður kemst aftur inn, svínar hann lauf G, og loks kemst hann inn á tígul Á og fær tvo fría slagi á lauf, sem nægir honum til sig- urs. Sögnin tapazt, ef Vestur drep ur lauf 10 í öðru útspili með K. Það er þá ekki um annað að gera en drepa með Á í blindi og spila laufi úr borði, sem Austur verður að gefa lágt í. Suður fær á lauf G, en get- ur ekki notfært sér laufið meira. Hann fær því einungis tvo slagi í hverjum lit ag tap- ar sögninni. drukkna. Mike varð að senda boð upp eftir svokölluðu „járn- lunga“, og hann gaf merki upp. Hann skalf í hnjánum og hugsaði með sér hvort hann myndi nokkurn tíma geta þetta.... UM BORÐ í björgunarskip- inu benti símavörðurinn Selby að koma til sín. Svo tók hann af sér heyrnartækið og sagði: — Mike vill fá að tala við skipstjórann! Selby setti á sig heyrnar- tækið og hlustaði með sivax- andi undrunarsvip. — Hvá-a-a-ð.... hrópaði' hann eftir dálitla stund. — Lifandi segir þú? Tony War- dell! Það er næstum því ótrú- legt... Og þú heldur að þarna séu lík af mönnum, sem hann hafi skotið í klefanum? Blóð- litur á sjónum ... Já, ég skal strax sjá um það! Bara haltu þér á fótunum, Mike! Selby þreif af sér hlustunar- tækið og hljóp eftir þilfarinu. — Niður með járnlungað! En fljótt! Tony Wardell er lif- andi þarna niðri! í loftrúmi! Hann öskrar eins og brjálæð- ingur og Mike heyrst hann hrópa eitthvað um að hann hafi fjóra menn skotna inni hjá sér! Flýtið ykkur eins og þið getið! Járnlungað kom fram þegar í stað. Það leit út eins og stór sekkur með reimum og spenn- um. Lungað var fest við auka- línuna, sem Mike hafði Selby gaf símaverðinum skipun og lungað seig hægt í djúpið. Önnur lína var fest við það, svo hægt væri að stjórna þvi að það festist ekki í flakinu og sérstakur maður var hafð- við þá línu og gaf hægt eftir á henni. Það var mikil eftirvænting á svip allra þarna á þilfarinu og Selby sá fyrir sér yfir- skriftir morgunblaðanna: „BJÖRGUNARSKIPIÐ „CHAGNY“ BJARGAR WAR- DELL AF TUTTUGU OG FIMM FAÐMA DÝPI!“ — Ohoj! Keppinautar hans kæmu til með að deyja af öfund. Grip í handlegg hans trufl- aði hinar ánægjulegu hugsanir hans. Það var einn lögreglu- mannanna, sem kominn var til hans og hann benti á mót- orbátinn sem alltaf hafði legið til hlés við björgunarskipið. Hann var kominn það nálægt, að greinilega mátti heyra hljóð vélarinnar. — Larson! hrópaði Selby til stýrimannsins. — Athugaðu hvað það er, sem mótorbátur- inn þessi villi LARSON gekk út að skjól- borðinu, en á meðan snéri Sel- by sér að björgunarstarfinu. Símavörðurinn tilkynnti að Mike hefði nú fengið lungað. — Það er ágætt sagði skip- stjórinn. Hann heyrði ekki þegar stýrimaðurinn kallaði yfir í mótorbátinn, en æst rödd rétt hjá honum kom honum þó til að snúa sér snöggt við. Það var sami leynilögreglumaður- inn aftur. — Sjáið þér ekki, að ég hef annað að starfa, sagði Sel- by æstur. — Jú, jú, ég sé það! En mér lízt alls ekki á mótorbát- inn þarna! Selby snéri höfðinu og hlust- aði. En það kom ekkert svar við fyrirspurn stýrimanns. — Hann er grunsamlegur, hélt lögreglumaðurinn áfram. — Ég fyrir mína parta held að þetta sé einhver bófaflokk- ur. Þetta kemur til með að enda með bardaga! — Bardaga? Selby varð að einu spurningarmerki. — Mótorbáturinn hefur hald ið sig hér allan tímann, sagði lögreglumaðurinn, og hann var rétt við hliðina á okkur þegar þér kölluðuð að Tony War- dell væri lifandi. Ég hygg að báturinn tilheyri félagsskap þessara fjórmenninga, sem Wardell tók með sér og brá yfir í annan heim. Skiljið þér? Selby kinkaði kolli, en hann var eins og utan við sig — Það getur meira en ver- ið, að það sé þannig, tautað hann. — En ég hef ekki hugs að mér að láta einn eða ann an hindra mig! Hann gekk til stýrimannsins, Báturinn lá og andæíði ura Framh. á bls. 4

x

Ný vikutíðindi

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Ný vikutíðindi
https://timarit.is/publication/881

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.