Ný vikutíðindi


Ný vikutíðindi - 19.05.1972, Síða 8

Ný vikutíðindi - 19.05.1972, Síða 8
8 NÝ VIKUTÍÐINDI Austantjaldsmenn í vandræðum með íþrótta- menn sína - Miðframvörðurinn var skotinn Austantjaldsmenn í vandræðum með íþrótta- fólk sitt Rússneskir valdamenn eiga engu aS síður erfitt með að tjónka við íþróttamenn sína en rithöfunda. Frægust er hin þrekvaxna Nína, sem varpaði kúlunni allra kvenna lengst, en stóðst ekki freistinguna, þegar hún kom í verzlanir frjálsra vestrænna þjóða, og gerðist alltof fingralöng, því þar var margt girnilegt að fá, sem hana langaði til að eiga, þótt ekki ætti hún gjaldeyri fyrir því. Þá minnist maður þess, að heimsfrægur taflmaður í einu leppríkinu hefur ekki fengið leyfi til að keppa í vestræn- um löndum, þar sem hann hef- ur ekki verið talinn nógu trú- aður kommúnisti. En verst hefur verið farið með tékkneska langhlaupar- ann Zapot.ek, se'm vann 3 gull- vérðlaun á olympíuleikjunum í Helsinki (5.000, 10.000 og mara þon), en tók svo sem kunnugt er málstað Dubchecks, þegar Rússar réðust inn í Tékkósló- vakíu fyrlr. nokkxum. Úruijj... Hann var rekinn úr hernum, þar sem hann var ofursti. Og síðan hefur hann ekki einu sinni fengið leyfi til að starfa sem þjálfari. í fyrstu dró hann fram lífið sem sorphreinsunarmaður í Prag, en yfirvöldin ráku hann úr því starfi sökum þess, að hann var svo vinsæll, að allir hjálpuðu honum við starfið. Nú starfar hann sem vega- gerðarmaður og er eftir atvik- um ánægður með lífið. „Höggið var strangt, en líf- ið er langt,“ segir Zapotek ... „og ég gefst aldrei upp.“ Miðframvörðurinn var skotinn Suður-Ameríkanar hafa orð fyrir að vera blóðheitir — og oft kemur til uppþota á leikj- um í ríkjum þeirra, þótt sjald- an hafi leikmenn þeirra verið drepnir. Ekki alls fyrir löngu kom þetta þó fyrir 22 ára gamlan miðframvörð, Alberto Arce Santiago, sem var framúrskar- andi skytta. Hann hafði sýnt frábæra boltameðf erð í mexíkanskri smáborg og gert úrslitamarkið í þýðingarlitlum kappleik. Haldinn var kvöldfagnaður honum til heiðurs, en þegar hann fór heim úr veizlunni, gekk einn keppenda úr liðinu, sem tapaði, í veg fyrir hann og skaut hann til bana. Morðinginn flýði að morð- inu loknu og hafði ekki fund- ist, þegar síðast fréttist. Þýzkir keppendur í lyfja- rúsi Það hafa lengi verið uppi raddir um, að sumir íþrótta- menn erlendir tækju inn örv- andi lyf á kappmótum. Hefur þetta raunar komist upp um nokkra og verið tekið hart á því. Ekki alls fyrir löngu var háð hið árlega þýzka innanhússmót í íþróttum, þar sem Heinfried Birlenbach sigraði í kúluvarpi og Hermann Latzel varð annar í langstökki. Að keppninni lokinn voru 12 keppendanna rannsakaðir vísindalega, hvort þeir hefðu neytt örvunarlyfja. Kom þá í ljós að báðir þessir menn höfðu gert það. Latzel hafði neytt amfeta- míns, en Birlenbach hafði styrkt sig á „pentamethylan- tetrazol“. Einnig hafði einn í viðbót tekið inn örvunarlyf, en í svo litlum mæli, að hon- um var ekki refsað. En hinir tveir urðu að sjá af gulli sínu og silfri — og höfðu ekki feng- ið að keppa aftur, síðast þegar til fréttist. Svarta stjarnan stefnir Knattspyrnuundrið Pele hef- ur höfðað mál gegn mörgum brasilískum fyrirtækjum, sem nota nafn hans ólöglega í auglýsingaskyni. „Þetta er mér ekki peninga- mál,“ segir svarta stjarnan. „Ég er bara þreyttur á að láta misnota nafnið mitt í það ó- endanlega.“ Knattspyrnufélag hans, San- tos, borgar honum um það bil kvart-milljón króna í kaup á mánuði, og það ætti honum að nægja. Úr heimspressunni: Keisaradóttirín og hippinn — Onassis-hjónin sömdu Keisaradóttirin og hippinn Fyrir ári giftist dóttir Persa- keisara, Shahnaz að nafni, hippa-listamanni, og þau hafa nýlega eignast son. Sagt var að keisarinn væri lítt hrifinn af ráðahagnum, en talið er að hann hafi nú viðurkennt tengdasoninn, því þegar kona keisarans, Farah, var á ferða- lagi í Sviss í vetur, heimsótti hún ungu hjónin og færði þeim dýrmætan bikar að gjöf frá keisaranum, með inngreiptu skjaldarmerki ættarinnar. Þar með var dóttursonurinn viðurkenndur sem gjaldgengur f jölskyldumeðlimur! Og það fylgir sögunni að von væri á keisaranum í heimsókn til dótt- ur sinnar í Sviss. Onassis-hjónin sömdu Hjónin Ari og Jackie Onass- is eru ávallt kærkomið efni í heimspressunni. Það hljóp því á snærið hjá þýzkum slúður- dálkahöfundi, þegar hann rakst á Ara, sem var að koma út úr lúxusveitingahúsinu Maxim í París og ætlaði í kvöldgöngu. Þegar hann sá blaðamann- inn, sem hann þekkti lítilshátt- ar, sagði hann: „Ég veit, um hvað þér ætlið að spyrja. Og ég get sagt yð- ur, að það er ekki rétt sem þessi maður hefur skrifað.“ (Með þessu átti hann við ný- útkomna bók eftir fyrrverandi bryta sinn, Christian Kafarak- is, þar sem fullyrt er að sam- búð þeirra Jackie og Ara bygg- ist á skriflegum samningi í 70 liðum). „Við Jackie skiljum hvort annað mjög vel, og við kærum okkur ekki um að svona fjar- Framh. á bls. 4 glasbotninum . . . í eld kastað MaSur nokkur kvæntist feiknarlega trúaðri konu, og hann hélt aS hún væri algerlega kynköld, þar sem hún neitaSi honum um öll kynferSisleg mök viS sig. Þetta varS manninum of- raun til lengdar; og kvöld nokkurt, eftir aS þau voru háttuS upp í rúm, hvíslaSi hann í eyra henni: „Þú veizt víst aS þaS stendur í Biblíunni, aS sér- hvert þaS tré, sem ekki her góSan ávöxt, skal upp- höggiS verSa og í eld kast- ast?“ Þessi orS urSu henni ær- iS umhugsunarefni. Og þegar aS náttúruleysis- timabilinu kom um siSir, voru þau barnflesta fjöl- skyldan i sveitinni. Um að trúa Fallega unga skvísan var i þann veginn að hátta hjá stráknum, sem hún hafði kynnst af tilviljun sama daginn, en fór allt í einu að gráta. „Ég er hrædd um að þú fáir slæmt álil á mér,“ kjökraði liún. „Eg ER ekki eins og þú kannske held- ur.” „Ekki vera með áhyggj- ur,” sagði ungi maðurinn. „Ég TRÚl þér.” „Þú ert sá fyrsti,” livísl- aði liún. „Sá fyrsti, sem hefur sof ið hjá þér?” „Nei, sá fyrsti, sem hef- ur trúað því, sem ég segi.” Frægur faðir Ung sveitastúlka réSist i vist til borgarinnar. Hún var ákaflega veik fyrir hermönnum, og þannig fór aS hún varS ófríslc. Þá sagSi hún upp vistinni og fór heim. FaSir hennar var litt hrifinn af þessu, en þá sagSi dóttirin, aS faSir- barnsins væri einliver fræg asti maSur heimsins. ViS þetta blíSkaSist karl faSir liennar og fór aS gizka á hver þaS gæti veriS, en gafst aS lokum upp — svo aS hann spui’Si dóttur sína hver þaS væri. Hann fékk svohljóSandi svar: „Öþekkti hermaðurinn!” Vantaði konuna illa Það var í Klondyke, þegar gullæðið stóð sem hæst. Maður nokkur stóð við bar borð og andvarpaði. „Bara að ég gæti fengið kotiuna mína aftur.” „Hvað hefurðu gert af henni?” spurði einhvcr. „Ég skipti á henni og einni flösku af viskýi.” „Og nú salmarðu henn- ar?” „Læt ég það vera — ekki nema af því að ég er þyrstur aflur.” Hörð samkeppni Lögreglan gerSi rassíu og fór meS hóp léttúSar- kvenda á stöSina. „HvaS starfiS þér?” var ein stúlkan spurS. „Ég er listamaSur,” svar aSi liún. Næsta svar var sam- hljóSa. En aSspurS, svaraSi þriSja stúlkan: „Ég er vændiskona.” „Og hvernig er afkom- an?” spurSi lögreglufull- trúinn. „Slæm,” svaraSi stúlkan. „ÞaS eru alltof margar listakonur, sem undir- bjóSa okkiu’. ...” * Hneykslanleg sambúð Fyrir nokkrum áratug- um húsvitjaði sveitaprest- ur nokkur Kára og Láru, sem lmnn hafði heyrt að væru farin að búa sa.man í hneykslanlegri sambúð. liann svipaðist um heima hjá þeim og tók þá eftir þvi, sér til mikils léttis, að tvö rúm voru í íbúðinni. „Jæja, svo þið sofið í sitt livoru rúmi,” sagði hann. „Nei, ekki er það nú,” sagði Kári. „Nú, en livaö gerið þið þá við hitt rúmið?” „Ja,” svaraði Kári, „það á krakkinn að fá, þegar sá tími kemur.” Há húsaleiga I stofnun nokkurri, sem annaSist rannsóknir á kyn ferSismálum, kom i ljós ósamræmi í svörum á spurningalista varSandi samfarafjölda lijóna nokk urra. Því var liringt til eiginmannsins. „1 svari ySar við spurn- ingu hafiS þér sagst liafa samfarir tvisvar í viku, en konan ySar segist liafa þær 48 sinnum á sama tíma.” „Já, þetla er víst alveg rétt,” svaraSi eiginmaSur- inn. „Húseigandinn verSur aS fá greidda liúsaleig- una!” Draumurinn „Það ásækir mig kynd- ugur draumur, læknír,” sagði maðurinn og hélt heljartaki um báða arma stólsins. „Mig dreymir að ég sjái hest á beit og að ég sé ákaflega ástfanginn af hrossinu.” „Nú, hm — er það foli eða hryssa?” Maðurinn starði með hálf-opinn munn á lækn- inn, áður en hann gat ioks stamað: „Auðvitað er það hryssa! IJaldið þér að ég sé kann- ske eitthvað öfugur?” Nokkrir stuttir . . . — Þér kvartiS yfir kyn- orkuleysi. Hérna er lyfseð- ill á noklrar örvunartöfl- ur, sem ættu aS nægja í sex vikur. — Kærar þakkir, en svo lengi lief ég ekki tíma til aS standa í því. ★ Fyrir utan veitingastofu í Osló er skilti, sem á er letrað: — Skiljið ekki viS kon- una yðar vegna þess að hún kann ekki að húa til mat — borðið hjá okkur og liafiS Iiana sem kjöltu- í’akka.

x

Ný vikutíðindi

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Ný vikutíðindi
https://timarit.is/publication/881

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.