Ný vikutíðindi


Ný vikutíðindi - 26.05.1972, Blaðsíða 2

Ný vikutíðindi - 26.05.1972, Blaðsíða 2
2 NÝ VIKUTÍÐINDI NÝ VIKUTÍÐINDI Ctgeíandi og ritstjóri: Geir Gunnarsson. Ritstjórn og auglýsingar Hverfisgötu 101A, 2. hæð Simar 26833 og 11640 (prentsmiðjan) Pósth. 5094. Prentun: Prentsra. ÞjóSviljans Setning: Félagsprentsmiðjaii Myndamót: Nýja prentmynda- gerðin Mengun ÞaS er mikið talað um mengun frá bifreiSum og verksmiSjum, sem eitra loft og lög. Sem betur fer erum viS svo að segja laus við þessa mengun, þótt á liinn bóginn sé þetta eitthvert mesta vandamál fjölmenni a iðnaðarþjóða. Þar bætist einnig kola- reykurinn við — og jafn- vel þykk lognmolluþoka, sem veldur stundum dauða í stórborgum eins og t.d. London. En i kjölfar mengunar lofts og vatns fylgir menn- ingunni önnur mengun engu betri. Það er mengun hugar- farsins. Nýlega var sá, er þetta ritar, akandi i bíl um fjöl- farna götu í höfuðborginni. Þegar neyðst var ti] að staðnæmast vegna umferð- artafa, ruddist að bilnum æpandi strákalýður, sem lamdi hann og barði eins og geðveikir menn. í bílnum var maður, sem nýfluttur er úr stórborg í miðausturríkjum Banda- ríkjanna. Undraðist hann stórlega framkomu drengj- anna og varð að orði, að svona höguðu hvítir menn sér ekki vestra, en fyrir kæmi að svipað henti í sverlingjahverfunum og þá væri lögreglan óðara kom- in á vettvang. Það er til lítils að draga að sér erlenda ferðamenn á þeim forsendum að hér sé engin mengun — loftið sé hreint og vatnið tært — ef þeir verða vitni eða píslar- vottar slíkrar skrílmennsku — eins og raunar hefur komið fyrir. Slik andleg mengun, sem lýsir sér i ofbeldi og líkam- legum gauragangi ber ekki vott um sanna menningu eða rótgróna prúðmennsku. Hún lýsir nánast fátækt í anda. Löng skólaganga og utan- aðlærdómur er litils virði, ef fólki lærist ekki jafn- framt að hegða sér eins og siðuðu fólki sómir. KHIVSVSLU- TÍÐIJN U1 Sími2G833 GLEÐISAGA Þegar Angeline sveik manninn sinn ÞAÐ, sem henti frú Angeline Barrist, var kannski ákaflega leiðinlegt. Já, það hefði meira að segja orðið eitt af meiri háttar hneykslismálum í Eng- landi, ef einhver hefði fengið að vita það, sem skeði. Það er annars mjög einkenni- legt, þegar maður fer að hugsa út í það, hvað smávægilegir hlutir geta stundum orðið til að bylta um lífi manna, ef það verður heyrum kunnugt, og á sama hátt hvað það hefur litlar breytingar í för með sér, ef það kemst ekki í hámæli. Ég skal nú segja yður hvað skeði. Fyrst er nú bezt að skýra frá því, að Angeline Barrist tilheyr ir hinu svokallaða betra fólki, sem maður sér svo oft minnzt á í enskum viku- og móðins- blöðum. Þið skiljið — þau sem skýra frá ýmsum viðburðum, og svipað þessu stendur: meðal kvennanna tóku menn sérstak- lega eftir frú Angeline Barrist, sem var klædd þessu eða hinu. Hvernig leit hún annars út? Ja — fegurð frú Barrist var mjög sérstæð, en áberandi. Það var einna helzt að líkja henni við drottningu frá hinu gamla Egyptalandi. Andlitið var mjög Ijóst og svipbrigðalítið. Kinn- beinin stóðu fram, og nefið var breitt, en nasavængirnir lýstu tilfinningahita. Hún hafði svört augu'og blásvart.þá^..... - Með öðrum orðum: Frú Barr- ist var mjög fögur kona og að- laðandi. Vegna stöðu föður síns, sem var hátt settur herforingi, hafði hún dvalið mestan aldur sinn í Indlandi. Frú Barrist var gift George B. C. Barrist, einum mest þekkta viðskiptahöldinum í City. Hjónabandið var mjög ham- ingjusamt — í mótsetningu við þau flest. Frú Barrist virti mann sinn, þrátt fyrir það að aldursmunurinn setti dálítinn skugga á hlutina. Barrist var sem sé 25 árum eldri en kona hans. En frú Barrist var heims- dama, sem hægt var að lita upp til, og engum datt í hug ajð vera nærgöngull við hana. Með öðrum orðum: frú Barrist átti engan elskhuga, og henni hefði aldrei komið til hugar að tál- draga mann sinn. Allt þetta gerir söguna mjög flókna og um leið ótrúlega. ÞETTA, sem skeði, gerðist meðan baðlífið stóð sem hæst í Torquay. Barrist-fjölskyldan átti sumarhús, sem eiginlega stóð í Pangton, ekki langt frá sjálfum baðstaðnum Torquay. Við förum aftur til nætur- innar, þegar þetta skeði. Barr- ist hafði farið um kvöldið í veizlu til Heatfield, sem haldin var til heiðurs hinum unga Paul Garndner, en þar voru engar stúlkur viðstaddar. Frú Barrist hafði eytt kvöld- inu í golfklúbbnum í Torquay og kom heim um miðnæturleyt- ið. Þjónarnir voru gengnir til náða. Sumarhúsið lá þarna mannlaust, og þaðan var dá- samleg útsýn út yfir hafið. Frú Barrist drakk te, fór í bað og síðan í rúmið. Hún sofnaði brátt í stóru, breiðu rúminu. Kannske lá hún fyrst og horfði út í fagra sumarnótt- ina áður en hún sofnaði. Það er rétt að geta þess, að vegna hins mikla hita svaf frúin í engu undir þunnu teppi. Um klukkan eitt, þegar Gor- don Dunning klifraði inn um opinn glugann, svaf frú Barrist værum svefni. Hr. Dunning var ungur maður laglegur og mynd arlegur í útliti. Kannske var hann ekki með of miklar vanga veltur yfir tilverunni. Orsökin til þess, að hann klifraði þarna inn um gluggann, var sú, að hann hafði hugsað sér að fremja innbrot í sumarhús þeirra Barr- ist-hjóna. Það er hægt að segja það, að þrátt fyrir miður heið- arlegan atvinnuveg Dunnings, hafði hann aldrei komizt í kast við lögregluna og aldrei verið í fangelsi. Hvort það var af heppni eða einhverju öðru, skal ósagt látið. Jæja, — hvað sem því líður, — á sama augnabliki og Dunn- ing gekk inn í herbergið, varð ástandið vandasamt. Ef Dunn- ing hefði komið inn um annan glugga, hefði það sem skeði sennilega aldrei komið fyrir, en nú hagaði forsjónin því svoleið- is til, að hann kom einmitt inn í svefnherbergið. Af gömlum vana hreyfði Dunning sig mjög varlega, og hann kom niður á mjúkt teppið án þess að gefa frá sér hið minnsta hljóð. Eitt augnablik nam hann staðar til þess að átta sig. Hann sá nógu vel í rökkr- inu án þess að hafa ljós. Hann gekk áfram nokkur skref og fann hinn mjúka ilm, sem lagði af fegurðarlyfjum frú Barrist, og nam staðar við rúmið. Það, sem hann sá, var mjög heillandi fyrir ungan mann eins og Dunning. Vegna hitans hafði frú Barrist kastað af sér tepp- inu. Hún lá á bakið. Dunning sá fyrir framan sig unga konu með fölt andlit, en svart hár hennar innrammaði fölt andlitið eins og bylgjandi slöngur á koddanum. Líkaminn var stinnholda, grannur og mitt ismjór; fæturnir langir. Brjóst hennar voru hvelfd og stinn eins og þroskaður ávöxtur. Þetta var freistandi sýn fyrir hinn unga Dunning. Hann stóð þarna og starði galopnum augum á líkamann, sem fyrir framan hann lá. Hún svaf. Dunning var ungur og alls ekki neinn steingervingur. Blóðið rann hratt um æðarnar. Og þarna lá fegurðin eins og opinberun fyrir framan hann út breidd. Margir, sem ekki hafa komizt í slíka aðstöðu, myndu kannske vilja kalla hann þorp- ara — en það er nú alltaf fullt upp af fóki, sem ekkert skilur og aldrei hefur heyrt blóð sitt kalla. Dunning gerði dálítið — mjög frekt, þegar á það er litið, að hann var þarna á ferð sem inn- brotsþjófur. Hann tók nokkrum sinnum andköf, reyndi að koma hugsunum sínum í réttar skorð- ur, — en allt í einu tók hann til að rífa af sér fötin. Svo breiddi hann varlega teppið yfir hana og lagðist við hlið hennar. Gordon Dunning, innbrotsþjófur, lá allt í einu við hlið frú Angeline Barrist í svefnherbergi þeirra Barrist- hjóna. Varlega hreyfði hann við henni, kom við brjóst hennar, beygði sig yfir hana og kyssti rauðar varir hennar. Hún opnaði dökk augun. Hún var svefndrukkin; en samt sem áður glóðu augu hennar sem eldur. — George! hvíslaði hún ástríðufullt, mig dreymdi svo dásamlega — og svo — svo komst þú ... Hann sagði ekkert. Hann kyssti hana bara ofsalega og ástríðufullt, og hún svaraði í sömu mynt. ... Svo sló hún handleggjunum um háls hans og dró hann til sín, lokaði síðan augunum og gaf sig tilfinning- unum á vald. Ofsi tilfinninga hennar var svo mikill, að Gor- don þótti nóg um. Og nóttin grúfði sig yfir þau, blíð og mild. Hún svaf, þegar Gordon Dunning læddist burtu frá henni. Han klæddi sig í flýti, og þegar hann var klæddur, stóð hann lengi og horfði á hana. Það sem hann síðast gerði, áður en hann hvarf út um gluggann, var að þrýsta kossi á varir hennar. — Georg, elskan mín! taqtaði Framh. á bls. 4 Mtakarinn í Marseitte Já, þannig gekk það til. Ég kom gangandi niður eina af hliðargötunum bak við La 1 Bourse í hinni glaðværu, aust- 'urlenzku borg Marseille. Allt í einu nam ég heillaður staðar fyrir framan rakarastofu. Inn- an við glerrúðuna í hurðinm stóð ung stúlka í hvítum kirtli og horfði út á götuna. Hún var ljós yfirlitum, öfugt við það, sem franskar stúlkur venju- lega eru og mjög fögur! Á skiltinu stóð: „Coiffeur — Hairdressing. La Barbe. Mani- cure“. Á næsta augnabliki opnaði ég dyrnar og gekk inn í stof- una. Feitlaginn maður, rauður yfirlitum — hann var einnig ’ hvítum slopp — snéri sár að mér. Það voru ekki aðrir við- skiptavinir inni. — Klippa sagði ég og tók af mér yfirhöfnina. Síðan sett- ist ég í einn stólinn fyrir fram an speglana. Það var notarleg- ur ilmur af Eau de Portugal. Fallega unga stúlkan sendi mér daðurslegt augnatillit og brosti glaðlega. Hún var með bera fætur undan hvitum sloppnum. Freistandi vöxtur hennar var augastingandi. — Það er náttúrulega hún, sem gefur handsnyrtinguna! hugsaði ég með notalegri kitl- andi tilfinningu niður eftir bakinu. — Þér viljið máske hand- snyrtingu líka, sagði rakar- inn og brá yfir mig hvítum hjúp, eins og hann tæki það sem gefið, að ég óskaði eftir hvorutveggja. Mademoiselle sér um snyrtinguna, herra minn, ég klippi. Hár yðar er heldur langt í hnakkanum. Aftur brosti ljóshærða stúlk- an til mín. Og eftir að hafa kinkað kolli samþykkjandi við þessum báðum tillögum, byrj- uðu aðgerðirnar á mér. Ég heyrði að rakarinn sagði: — Taktu fram snyrtitæk- in, Margot! Monsieur vill fá snyrtingu. Á NÆSTA augnabliki fann ég til kaldra klippanna í hnakkanum. — Sterkir fingur rakarans höfðu pressað vatt í kring á hálsi mér. Hann var á að gizka þrítugur og ekkert viðkunnanlegur útlits. Ég fékk grun um, að hann væri ekkert þægilegur félagi fyrir hina fögru Margot. Og ég braut heilann, um það hvort eitthvað náið samband gæti verið á milli þeirra. Ég hafði kynnzt því af langdvölum mínum í hinu dásamlega Frakklandi, að flestir yfir- menn slíkra staða litu á stúlk- ur, sem störfuðu hjá þeim, sem persónulega eign sína. Margot sat á litlum þrífæti. Hún krosslagði fæturna, og ég kom auga á heillandi, brún hné. Plús þar að auki — þeg- ar hún hreifði sig — heilan desimeter — ljósbrúna lokk- andi, mjúka húð... Ég velti fyrir mér ... ó, himnesku guð- ir! — Bezt að segja ekki meira. Þið fyrirgefið — en þegar mað- ur er 25 ára, fær maður alls konar kúnstugar hugsanir. Já, þess eldri sem maður verður, þess meiri verða holdsins þrár. — En hvað hún gat verið heillandi! Og hvernig hún tók á fingrum mínum... Herra minn trúr! Það var unaðslegt. Hún bókstaflega gældi við mig. Við fingur mína! En á meðan klippti og klippti hinn óhugnanlegi rakari. Allt í einu sagði hann: Monsieur er raunverulega að verða nokkuð þunnhærður! Kannske má ég mæla með stórfínu hárvatni, sem ég hefi. Það gerir kraftaverk. Það heit-

x

Ný vikutíðindi

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Ný vikutíðindi
https://timarit.is/publication/881

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.