Ný vikutíðindi


Ný vikutíðindi - 26.05.1972, Blaðsíða 3

Ný vikutíðindi - 26.05.1972, Blaðsíða 3
NÝ VIKUTIÐINÐI 3 v ir „Le Miracle". Og svo lífgar það svo vel upp á hárrótina. Viljið þér ekki reyna það, monsieur? Ég kinkaði kolli. Nú var mér sama um allt. Ég fann að litli fingur Margots var á milli vísifingurs míns og löngutang- ar. En hvað hún var fínleg. Ég gaut augunum niður á fæt- ur hennar. Hvítur sloppurinn hafði runnið örlítið til hliðár. Hún sendi mér brennheitt til- lit. Og þegar rakarinn brá sér frá okkur eitt augnblik til þess að svara í símann, hvísl- aði ég að henni: — Mademoiselle, þér eruð dásamleg! Vilduð þér ekki borða með mér einhvers stað- ar? Á einhverjum notalegum stað, sem yður líkaði? — Jú, hvers vegna ekki það, monsieur! Það er mjög vin- gjarnlegt af yður. Ég hef frí eftir kl. sex í kvöld. Og ég vil mjög gjarnan koma með yður t.d. á „L’Ecrevisse", þar fær maður mjög gott að borða. Og músíkin er líka góð, og svo getur maður dansað, ef mann langar til. Hún þagnaði og gaf mér aðvarandi augna- ráð, og um leið kom rakar- inn aftur og hóf aftur starf sitt við að klippa mig. Allt í einu þrýsti hún öðru hné sínu að mínu. Og um leið reif lítil rauð fingurnögl í úlnlið minn. Ég fann þetta eins og það hefði verið rafmagnshögg. Drottinn minn, hvað hún var yndisleg. EFTIR klippinguna nuddaði rakarinn hársvörð minn með ilmandi vökva. Síðan greiadi hann mér eftir öllum kúnstar- innar reglum. — Það er líklega bezt að ég raki monsieur líka? sagði eigandi stofunnar. Að vísu sé ég, að herrann hefur verið rakaður einu sinni í dag, en ef hann skyldi ætla út í kvöid, er gott að vera mjúkur um hökuna. Það geta ungu stúlk- urnar hér í Marseille bezt lið- ið, get ég sagt yður! Auðvit- að ætlar monsieur út með stúlku í kvöld, he, he, he. — Ef þú vissir, að það er einmitt litla snyrtifrökenin þín, sem ég ætla að hitta, hugsaði ég og brosti með sjálfum mér, — þá mundir þú ekki tala um þetta með slíkum galsa, gamli drómedarinn þinn! Nú var stólnum, sem ég sat í, breytt þannig, að ég lá næst- um á bakið. Rakarinn sápaði höku mína og kinnar. Svo gekk hann að veggnum til að slípa rakhnífinn sinn. Síðan kom hann aftur að stólnum Á meðan hafði ungfrúin lokið við neglur mínar, og þær skmu nú eins og sólin. Margot sendi mér heillandi bros og fór. Hún hvarf inn í næsta herbergi. En meðan rakarinn brýndi hníf- inn hafði hún hvíslað að mér, að við skyldum hittast kl. 18 stundvíslega sama kvöldið á horninu hjá Rue de la Pepini- ére. Og ég hafði lofað að vera þar á réttum tíma. Strax á eftir lá ég sápaður í stólnum og hárbeittur rak- hnífurinn sveif yfir andliti mínu. — Hefur monsieur lesið í blöðunum um þetta hræðilega morð, sem var framið í gær? spurði monsieur Durand. — Fallega snyrtistúlkan hafði upplýst mig um nafn hans. — Hvaða morð, monsieur? spurði ég kæruleysislega. Skörp hnífseggin rann um leið niður háls minn. Morðið í Rue de la Pompe! Hjá rakaranum þar... — Já einmitt. Nei, ég hef lítið lesið í blöðunum í dag, monsieur. — Það er annars hroðaleg saga, monsieur. Og — blóðug .. — Afbrýðisemi, auðvitað, tautaði ég hlæjandi útí milli samanbitinna varanna. Ég sat grafkyrr, þar sem ég kæri mig ekki um að tala mikið, meðan ég hef rakhnífinn á hálsmum Eitt af þessum „crime passion- elle“, þessum afbrotum, sem eru svo algeng hér í Frakk- landi. — Það má svo sem segja það, monsieur! Starfsbróðir minn, hann hét Laporte, ég hef þekkt hann í mörg ár, skar nefnilega friðil konunnar sinn- ar á háls! — Svei fjandinn sjálfur, sagði ég og mér var ekki farið að líða sem bezt. — Apropos, monsieur, sagði rakarinn og hélt áfram. — Hvernig, hafið þér ekki þörf fyrir eina túbu af þessu góða rakkremi mínu? Ég finn að húð yðar er mjög viðkvæm Og kannske eina dós af púðri . . . . Þetta kemur allt til með að hækka eftir nokkurn tírna, monsieur, verðið meina eg. Og tvær flöskur af hárvatni. — Alveg eins og monsieur þóknast. Apropos, hvernig líst yður á litlu ungfrúna, sem snyrtir hjá mér? — Mjög dugleg stúlka! svar- aði ég, án þess að virðast nokk uð hrifinn. — Gleður mig. Og hún er líka lagleg, finnst yður það ekki, monsieur? — Jú, hvort hún er. — Þér ættuð bara að vita hvílíkan líkama hún hefur! — Hver . . .? — Mademoiselle Margot, auð vitað! — Já, hún lítur ekki sem verst út. Ég var ekki lítið undrandi. Hugsa sér, ef monsieur ætlaði að fara að afhenda mér starfs- stúlkuna sína? Það gerði málið allmiklu einfaldara. Þá þurfti maður ekkert að vera að læð- ast að hlutunum. — Hún er ekki nema nítján ára, monsieur. Rakhnífurinn rann nú aftur og aftur yfir barka minn. Óþarflega hryss- ingslega að mér fannst. — Ég er mjög hrifinn af henni, monsieur. Margot er nefnilega konan mín. Tja, við giftum okkur fyrir þrem mán- uðum síðan. Vilduð þér nú ekki annars fá þessar flöskur og túbur, sem ég bauð yður aðan? Monsieur mun ekki yðr- ast eftir það. Fyrsta flokks vörur, get ég fullvissað yður um. Ég trúði ekki mínum eigin eyrum. Margot konan hans!! Ég gat ekki svarað. Því alltaf var skörp egg hnífsins við háls mér og nú enn harðara en áð- ur. Rakarinn lyfti hnífnum. — Ég, ég held næ-æstum, að ég ve-e-rði að flýta mé-er, stam aði ég. — Klukkan er víst orð- in nokkuð margt, sé ég er. Ég þarf að hitta vin minn, svo ég þarf að fá að borga. — Fyrst þarf monsieur að fá Framli. á bls. 4 KOMPAN Ási og Binni — Furðufugl — * Karnabær — Dansmessur Arelíusar Hún cr sannarlega athgglisverð minningargreinin hans -4.s« í Bæ um Binna heitinn í Gröf — og væri vísl ástæða til að rcisa þeim manm (Binna) verðugan bautastein; eða hvern andskotann það er nú kallað i tæ k ifæ risræ ðum. Binni í Gröf hefur tvímælalaust ver- ið einn merkasti maður sinnar sam- tíðar og, eins og Ási segir, þá er það ekki lítið afrek að vera aflakóngur i Vestmannaegjum í sjö verlíðir í röð, því það er víst haft fyrir satt, að þar kunni fleiri en einn og fleiri en tveir til verka. Og nú vil ég leyfa mér að vitna í eftirmæli Ása i bæ um þenrian heið- ursmann og halda því jafnframt fram, að nú þurfi aðrir frægari skríbentar að fara að vara sig. .... „Æ, að sjá minn mann í stýr- ishúsglugganum á Gullborginni, þegar verið var að háfa, einn bjart- an morgunn austur á Siðugrunni, og þegar gonnan seig áfram kall- aði hann út á þilfarið: „Er hún ' ekki dálítið sígin, Sævar?“ Fær sér í vörina, glaður yfir góðum feng, eins og þegar hanii dró Maríu- fiskinn forðum tíð ...“ Þeir eiga sannarlega gott, sem bera gæfu til þess að geta skrifað svona eftirmæli. Þau eru ekki neitt smáræði, umsvif þeirra eigeiula Karnabæjar. Til að byrja með hófu þeir verzlunarrekstur á Skólavörðustíg, og var tilkoma þess fyrirtækis með dálítið nýstárlegu sniði. Þannig var, að Guðlaugur Berg- mann hafði flutt inn talsvcrt magn af tízkuvarningi og hugðist, sem heild- sali, selja það kaupmönnum. Kaupmenn borgarinnar litu hins vegar ekki við vörunni, og varð það til þess að Gnðlaugur sá ekki annað fært en að stofna eigið fyrirtæki á- samt Birni Péturssyni. Fyrirlækið hefur síðan blómstrað undir nafninu Karnabær og, er eins og framan greinir, að opna enn eina nýja verzlun í hjarta borgarinnar. Sagt er í skólabókum þeirra, sem nú ganga til prófs í náttúruvísindum fyrir börn á fermingaraldri, að starr- inn sé aðeins flækingsfugl, sem stöku sinnum sjáist bregða fyrir austur í Skaftafellssýslum, en sé hér 'ekki landlægur. Nú er að vísu svo, að Morgunblaðið hefur mjög vanrækt það að flytja landsmönnum fréttir af fuglaferðum, síðan Ivar Guðmundsson var gerður að embætlismanni alheimsins, en þó þykir oss rétt að upplýsa það, að starrinn er seztur hér að með pomp og pragt — étur allt eins og rottan, og er þar að auki búinn að hrekja skógarþröstinn úr flestum görðum gömlu höfuðborgarinnar, sem kölluð hefur verið Reykjavík frá landnáms- tíð. Til kríunnar hefur hins vegar enn líiið spurzt. Einhver stórkostlegasta gamanlesn- ing, er um getur, er tvímælalaust trú- arskrif séra Árelíusar Nielssonar i Mogganum. Fyrir viku var grein um nýjan þátt í seremóníunni, sem ef til vill gæti orðið til þess að einhver álpaðist til að fara í kirkju — og var greinar- kornið birt undir yfirsögninni „Dans- messur”. Þykir klerki fyrirbrigði þetta hið markverðasta. Segir orðrétt: „Þetta er sá dans, sem vekur mesta athygli í messum, dans al- vöru og harms og þrauta, sem tákn- ar í senn kvalir frelsarans og písl- argöngu mannkyns um þyrnibraut- ir hungurs og styrjalda. í samræmi við þennan spánska uppruna nefnast þessir dansarar „Los Flamencos danses“. Dansarar eru klæddir í tötra og bcrfætlir og dansa eftir tónlist við trúarjátningu og faðirvor, — sem sagt — á helgustu augnarbliknm trúarjátningarinnar.“ Vér segjum nú bara, hafi einhverj- um einhvern tíman þótt þótt íslenzk- ir klerkar lítið sniðugir, þá vcrðui það að teljast liðin tíð. ASSA.

x

Ný vikutíðindi

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Ný vikutíðindi
https://timarit.is/publication/881

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.