Ný vikutíðindi


Ný vikutíðindi - 02.06.1972, Blaðsíða 3

Ný vikutíðindi - 02.06.1972, Blaðsíða 3
NV vikutíðindi 3 4i þreifaði hann í áttina til hinn- ar óþekktu og greip brátt í litla, mjúka hönd. — Varztu hissa núna, Frið- rik? heyrði hann hvíslað mjúkri og heitri röddu. — Já, svo sannarlega, hvísl- aði hann og fann til einkenni- legrar kenndar í þessum ó- venjulegu kringumstæðum. Hvers vegna ... hvers vegna komstu hingað í kvöld? í dimmunni sá hann móta fyrir röð af hvítum tönnum, er hún brosti, og hann gerði sér í hugarlund, tvær mjúkar og blóðríkar varir. — Ég þráði þig, hvíslaði hún aftur. Hann dró hana til sín og kyssti hana. Hún endurgalt koss hans, fyrst leitandi og létt, en síðan af stöðugt meiri hita. Hendur hans fóru leit- andi og ákafar um líkama hennar. Hann fann heit brjóst hennar undir þunnri blússunni. Og hendurnar héldu áfram, I leitandi og eggjandi. Skyndilega reis hún á fætur I og stóð fyrir framan rúmið. I Hann heyrði andardrátt henn- ar, og fann hvernig hin heita | þrá, sem hún hafði kveikt innra með honum, hóf sig og blossaði upp íbrennandi loga. Þetta var allt dæmalaust, hugsaði hann. En hugsa sér, ef hún kveikti nú á lampanum og uppgötvaði, að hann var alls ekki Friðrik! Hann varð einhvern veginn að hindra það. Hann kærði sig ekkert um að hætta þessum leik við svo bú- ið. — Við skulum ekki kveikja á lampanum, hvíslaði hann. Það er miklu unaðslegra í myrkrinu. Komdu ... Hann heyrði skrjáfa í fötum, sem féllu á gólfið, og í óljósri skímunni sá hann brátt móta fyrir nöktum líkama hennar, hvítum og freistandi. Hann greindi rétt aðeins dökkleitar geirvörturnar og grunaði — fremur en sá — hinn dökk- leita þríhyrning undir ávölum maganum. Hægt kom hún nær honum. Hann varð sem drukkinn af ilminum frá líkama hennar. — Friðrik, hvíslaði hún heit- um rómi og smaug upp í rúm- ið til hans. Hann lét sig nú nafnið einu gilda. Hann hefði svo sem eins getað heitið Friðrik. Hvaða þýðingu höfðu nöfn á þessari stundu? Hann þrýsti henni á- kaft að sér og kyssti hana heitt og stjórnlaust. Hún klemmdi likama sinn mjúklega upp að honum og kurraði. -— Þú . . . sagði hann. Hann vissi ekkert nafn. En það gerði ekkert til. Það eina, sem máli skipti nú, var sælutilfinning sú, sem hún veitti honum. Að liðnum nokkrum unaðs- legum klukkustundum, fullum af taumlausri ástarvímu, yfir- gaf hún hann. Nú þurfti hún endilega að fara heim, sagði hún. Pétur spurði einskis og mót- mælti ekki heldur. Hann hugs- aði nú aðeins til þess með á- nægju að fá að sofa í einrúmi það sem eftir var nætur. Hann gerði málamyndatilraun til þess að rísa á fætur og klæða sig og fylgja henni heim, en hann þorði ekki að hætta á að afhjúpa brögð sín. Þessu varð að bjarga á einhvern annan hátt. Hún varð að fara ein í bíl. — Þú, hvíslaði hann hljóð- lega, þetta hefir verið unaðs- leg stund. Við skulum ekki trufla stemninguna með því að kveikja ljósið núna. Við skul- um lofa hinni dásamlegu stemningu að fylla loftið enn um stund. Á ég að hringja eft- ir bíl handa þér? bætti hann við; og hjartað barðist uppi í hálsi. — Já, Friðrik, svaraði hún lágt. Það er satt. Við skulum skilja í myrkrinu — mjúku, yndislegu myrkrinu. Kysstu mig nú, og svo hverf ég á sama hátt og ég kom. Pétur fann til mikils léttis. Hann þurfti ekki að láta kom- ast upp um sig. Þetta skemmti- lega ástarævintýri skyldi ekki verða eyðilagt með björtu ljósi og óteljandi óþægilegum út- skýringum. Hin óþekkta hafði komið utan úr myrkrinu, og hún ætlaði að hverfa aftur í myrkrið — og það sló enn rómantískari blæ á ævintýrið. Hann fann, að hann mundi aldrei gleyma þessari dæma- lausu nótt, sem hann hafði eytt með óþekktri, blóðheitri konu. Með bros á vör sofnaði hann vært og vel, eftir að úti- dyrnar höfðu lokazt á eftir hinni dularfullu ástmeyju. Nokkru eftir hádegið næsta dag sneri hann aftur heim Ulla var þá heima og bað hann umsvifalaust að gefa skýringu á fjarveru sinni um nóttina. — Hvar hefirðu haldið þig? spurði hún hvasst. Varstu kann ske hjá einhverri af ástmeyj- unum? Hann kingdi munnvatni sínu. Hafði næturævintýri hans í íbúð Friðriks skilið spor eftir sig? Fann hún eitthvað á sér? Konur eru sífellt á ferðinni með þetta bölvaða sjötta skiln- ingarvit, hugsaði hann — Nei, Ulla litla, svaraði hann. Mér fannst .aðeins, að þú værir svo — já, þú varst ekki sérlega skemmtileg í gær- kyöldi, og þess vegna vildi ég géfa þér tækifæri til þess að hugsa málið í ró og næði. Mér fannst, satt að segja, að þér veitti ekkert af dálítilli lexíu. — En hvar hefurðu verið í nótt? spurði Ulla ákveðin. Hann sagði henni eins og var, að hann hefði af tilviljun hitt Friðrik, og að hann hefði fengið að sofa í búðinni hans. — Svafst þú þar — í íbúð- inni hans Friðriks? spurði Ulla, og augu hennar urðu kringlótt af undrun og munn- urinn galopnaðist. Ulla steinþagði um stund. Svo andvarpaði hún þungt og sagði: — Þú hefur rétt fyrir þér, Pétur. Ég hefi fengið dugiega lexíu. Ulla var óvenjulega þógul og hugsandi allan daginn. Það var Pétur reyndar líka. Hann hugsaði með ánægju um hinar himnesku nautnir liðinnar nætur og naut minn- inganna. Ulla hugsaði með hryllingi til þess, hvernig farið hefði, ef hún hefði heimtað að kveikja Ijósið, er hún var í íbúð Frið- riks. Henni hraus hugur við því. Hún hét því með sjálfri sér, að hún skyldi aldrei heim- Framh. á bls. 4 KOMPAN Prestkosningar — Vonlausir klerkar Píptir niður — Fáheyrður ruddaskapur Mash - Kynlífssensasjón Þá eru enn einar prestkosningar afstaðnar, að þessu sinni í Breiðholts- prestakalli, en hér er um að ræða spánýtt brauð. Ekki þijkir líklegt að þessar prest- kosningar hafi verið í nokkru frá- brugðnar öðrum prestkosningum hér- lendis, en hafi hins vegar verið „framdar” í hefðbundnum stíl. Stuðningsmenn hvors um sig stofn- seltu skrifstofur líkt og um pólitíska kosningu væri að ræða, en úr þess- um höfuðstöðvum guðsmannanna mun síðan — ef að vanda lætur — liafa verið ausið lofi, og þái ekki síð- ur óhróðri, um kandídatana. Almenningi í landinu er löngu orð- ið flökurt af öllum þeim skít og ó- þverra, sem kerkar hafa ausið yfir hvern annan, þegar þeir hafa verið að berjast um brauð, sem vænleg gætu orðið til að gefa eitthvað í aðra hönd. Og þótt ekki sé vitað fyrir vist, hvort hinu gamalkunna vopni, róginum, hafi verið beitt af fullum krafti, bcr að minnast þess, að prestkosningar í landinu og fram- kvæmd þeirra á liðnum árum hafa átt drýgslan þátt í þeirri fyrirlitn- ingu, sem þorri landsmanna hefur á klerkum og kirkjunni í landinu. tónleikum mætti frá Svíþjóð, (undir nafninu Jesúfólkið) að segja, að það var eins og raunar aðrir þeir, sem þarna mættu i nafni frelsarans, baul- að niður — og talar það sannarlega sínu máli um hugarfar unglingana í landinu gagnvart klerkum, kirkju og kristindómi, eins og hann hefur ver- ið rekinn. Sjaldan mun fólki hafa blöskrað eins rækilega eins og þegar ungur íslenzkur sellóleikari var að halda konsert í Austurbæjarbíói á dögunum og tjaldið var dregið fyrir, um það bil í sama mund og listamaðurinn var að hefja flutning aukalagsins. Framkoma svipuð þessu er að vísu engin ný bóla, en þó keyrði hér svo úr hófi að fólk féll gersamlega i stafi. Að vísu var klukkan farin að nálg- ast níu all-ískyggilega, og eitthvert slangur af fólki beið þess óþreyjufullt að fá að sjá einhverja danska klám- mynd um uppáferðir á rúmstokknum — en vart' hefðu þrjár minútur til eða frá sakað, þegar svona stóð á. Grunur hefur lengi legið á um það, að starfsmenn Austurbæjarbíós væru ekki vitsmunaverur, og þarna fékkst hann svo sannarlega slaðfestur svo að ekki varð um villst. Til marks um það, hve vonlausir klerkar eru orðnir um að gela vakið atlujgli almennings i landinu á fagn- aðarerindinu, er tilhneyging þeirra til að færa sér í nyt hvers kyns tíma- bundna tízku meðal unglinga og jafn- vel fullorðinna — og reyna síðan að klína föður, syni og heilögum anda inn i stælinn, sem ríkjandi er liverju sinni, í þeirri von að vanþroska börn og unglingum geti orðið á að rugla hlutunum saman. Helstu fyrirbrigðin, sem hér um ræðir, eru svokallaðar poppmessur, dansmessur og nú síðast hin svokall- aða jesúbylting. Það kom berlega í Ijós i Laugar- dalshöllinni um hvítasunnuna, að unglingarnir, sem þangað komu voru ekki að mæta þar til að hlýða á guðsorð, heldur góða tónlist. 1 hvert sinn sem geistlegur maður var innan sjónmáls á umræddri sam- komu, var hann umsvifalaust baulað- ur niður af mannskapnum. Hins vegar léku Nátlúra og Trú- brot frumsamin tónverk við gífurleg- an fögnuð áheyrenda og horfcnda, en það er um fóllc það, sem á þessum Og úr þvi verið er að ræða um kvikmyndahús, þá er vert að benda á mynd, sem hefur nú um langt skeið verið sýnd í Nýja bíó og er tvimæla- laust með þeim beztu sem gerðar hafa verið a.m.k. af Amcríkönum á síðari árum. Kvikmynd þessi heitir Mash og verður að teljast með því bezta, sem hér hefur sézt á tjaldinu mánuðum saman. Og svo að síðustu nýjasta sensa- sjónin á bókamarkaðnum „Allt sem þú hefur viljað vita um kynlífið”. Rúmar 250 blaðsíður af útskýringum á öllu varðandi það, sem Þórbergur gaf á sínum tíma samheitið „hitt”. Bókin er eins og sagt er „útskýrð af David Ruben”, þýdd er hún af Páli Heiðari Jónssyni og útgefin af Erni og Örlygi. Þessi bók er að sjálfsögðu kjörin fyrir alla, sem aldrei hafa haft kjark í sér til að spyrja um hið leyndar- dómsfulla kynlíf. ASSA.

x

Ný vikutíðindi

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Ný vikutíðindi
https://timarit.is/publication/881

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.