Ný vikutíðindi


Ný vikutíðindi - 09.06.1972, Blaðsíða 2

Ný vikutíðindi - 09.06.1972, Blaðsíða 2
2 NÝ VIKUTÍÐINDI NÝ VIKUTIÐINDl ÍTtgefandi og ritstjóri: Geir Gunnarsson. Ritstjórn og auglýsingai Hverfisgötu 101A, 2. hæð Simar 26833 og 11640 (prentsmiðjan) Pósth. 5094. Prentun: Prentsm. Þjóðviljans Setning: Pélagsprentsmiðjan Myndamót: Nýja prentmynda- gerðin VIÐ SUNDIN BLÁ Allir, sem búiö hafa við djúpu eyjasundin úti fyrir núverandi höfuðstað Is- lands, Reykjavík, allt frá dögum fyrsta landnáms- mannsins, syni Arnar, hafa eflaust notið ljómans, sem stafar af sólarnóttum stað- arins. Við Reykvíkingar megum margs minnast — einokun og yfirgang erlendra héðna og margs kyns hörmunga — en innlenda umboðs- menn erlendra valdsmanna höfum við ekki haft svo orð sé á gerandi. Faðir Reykjavíkur, Skúli Magnússon í Viðey, er dæmi gerð persóna þess, hvað við i höfuðstaðnum getum gert og leyft okkur. Hörmangararnir svoköll- uðu, kaupmennirnir út- lenzku, sem öllu vildu ráða á dögum Skúla, en drápu eða vildu að minnsta kosti drepa niður, alla dáð í feðrum okkar, urðu að lúffa fyrir dugnaðarmönn- úm og viljasterkum Islend- ingum, sem vildu fórna lífi og starfi þjóð sinni í hag. Margir gera sér ekki grein fyrir þvi, hvaða átak það var að sigrast á erlendri áþján, sízt þeir sem gera sér það til dundurs að böl- sótast út í staðsetningu vin- samlegs liðs hér á landi. En nú eigum við sundin hlá og sólarlagið við jökul- inn frjáls og frí. Manni finnst full ástæða til að undirstrika þessar unaðssemdir, hvað sem sof- andi borgaryfirvöldum eða austrænum rikisstjórnum líður. KAKPSYSLU. TÍÐIAUI Sími26833 Ugá ipsomi GLEUISAGA EFTIR KiMIT WAYGEK Bertil Palmquist var afar hjálpsamur. Hann gerði allt sem honum var unnt fyrir vini sína. Hann mundi hafa lánað mér síðustu hreinu skyrtuna sína eða síðasta fimmkallinn, ef ég hefði beðið hann þess, en ég fór aldrei fram á slíkt. Meðan ég var landflótta i Svíþjóð, hjálpaði hann mér og öðrum flóttamönnum svo sem ástæður leyfðu og framast var hægt að ætlast til af einum manni, því að hann kunni bók- staflega ekki að segja nei. En nú má enginn halda að hann hafi verið fávís í hjálp- semi sinni. Nei, hann var vel viti borinn og notaði vit sitt sjálfum sér og öðrum í vil. En það skulum við ekki ræða í þetta sinn. Eftirmiðdag einn sátum við í skotinu okkar á Hvítving, dreyptum á léttri vínblöndu og ræddum vandamál lífsins og líðandi stundar, án þess að hafa gert nokkrar ráðstafanir um, hvernig verja skyldi kvöld inu. En þá birtist Gitta í dyr- unum og skimaði yfir veitinga- salinn. Gitta var ljómandi lagleg, svo að ég veifaði hendi til hennar, og eftir augnablik var hún komin að borðinu okkar. En hún var ekki ein; með henni var vinkona hennar, Brita Sjögren. Hún var einnig lagleg, fjörmikil og skemmti- leg, svo að brátt var orðið all- kátt við borð okkar. Eftir nokkra stund yfirgáfum við Hvíting og fórum í sporvagni upp í Fjósakarlinn, og þar döns uðum við og skemmtum okk- ur fram eftir kvöldinu. Brita og Bertil höfðu þegaf drukkið dús, og þegar ég leit af himinbláum augum Gittu til þeirra, var ég ekki í nein- um vafa um að samkomulagið og skilningurinn var í ákjós- anlega góðu lagi hinum megin við borðið, enda var ekki ver- ið að fara leynt með það. Og þótt þau töluðu ekki beinlínis um ást við fyrstu sýn, þá við- urkenndu þau gagnkvæma sam úðarkennd og geðþokka. Bertil lyfti glasinu, skálaði við Gittu og þakkaði henni fyrir að hafa kynnt svo töfrandi lag- lega og skemmtilega stúlku fyrir sér. Það er ekki nokkr- um vafa undirorpið að hvaða brunni nú bar. Nokkrum dögum síðar mætti ég Bertil. Hann var mjög ham- ingjusamur og sagði mér, að Brita hefði sótt farangur sinn á herbergi sitt og flutt til sín í tveggja herbergja íbúðina. Hér virtist ekkert skorta á hina fullkomnu hveitibrauðs- dagasælu. Ég óskaði hjartanlega til hamingju. „En veiztu hvað,“ sagði Bert- il, „það bezta af þessu öllu var þó, að hún var hrein mey.“ „Ha, — hvað? Hún virtist þó ekki vera sakleysið sjálft. Ja, ég á við að hún er geð- þekk, lagleg og ljómandi skemmtileg, en að hún væri hrein mey, því hefði ég ekki trúað.“ „Ég ekki heldur,“ sagði Bert- il, „hún var svo eðlileg og ó- feimin þegar hún háttaði." „Sagðir þú ekkert við hana? Ég meina bara svona að þetta væri dálítið undarlegt?“ „Jú, en hún spurði bara, hvort mér félli það miður vel. Ég sagði, að mér þætti jafn vænt um hana, hvort sem verið hefði.“ „Hvers vegna ertu þá að spyrja?“ sagði hún. „Mér fannst þetta bara svo óvanalegt.“ „Karlmenn skilja yfirleitt ekkert,“ sagði hún, og svo ræddum við ekki meira um þetta.“ Við Bertil töluðum heldur ekki meira um þetta. Eftirleiðis var ég ekki eins mikið með Bertil og verið hafði, en ég kom heim til þeirra nokkrum sinnum og mér líkaði æ betur og betur við Britu. UM VETURINN var Bertil skipað upp að finnsku landa- mærunum, til að gegna þar herskylduþjónustu um þriggja mánaða skeið. Við þessu var ekkert að gera, og Bertil fór, en um páska var hann kcm- inn heim aftur, sólbrenndur, sterkur og fallegur og var inni- lega fagnað af Britu. Nokkrum kvöldum síðar var ég boðinn í opinbera móttöku- veizlu heima hjá þeim. Þegar leið á nóttina fór Bsrtil að fá hlátursköst, og loks trúði hann mér fyrir gleðiefni sínu. „Hugsaðu þér, maður,“ sagði hann, „hún var hrein mey einn ig nú, þegar ég kom heim “ „Vitleysa maður,“ svaraði ég, „þú ert fullur.“ „Nei, þetta er satt og rétt; hún er svona. Hafi hún ekki verið með karlmanni í nokkra mánuði, verður hún hrein mey aftur.“ „Þetta er ekki hægt, maður." „Jú, sumar eru þannig.“ „Hvað sagði hún, þegar þú komst að þessu?“ „Hún sagðist bara vera svona, en að hún hefði ekki viljað nefna það áður, því að sér leiddist að tala um það. Er hún ekki yndisleg?“ spurði Bertil og leit ástföngnum aug- um á Britu, — alveg eins og mér væri einhver storkun í þessu. „Jæja, þú veizt að hún hef- ir ekki haldið fram hjá þér, meðan þú varst á verði fyrir sænsku þjóðina.“ „Já,“ svaraði Bertil hugs- andi. SUMARIÐ kom. Smam sam- an virtust Brita og Bertil fjar- lægjast hvort annað, þó án nokkurs ágreinings eða óvin- áttu, og að lokum kom þeim saman um að skilja fyrir fullt og allt, áður en nokkur skuggi félli á vináttusamband þeirra. Brita fékk sæmilega atvinnu í Norðurkaupangi og þar með lauk sambúðinni. En, sem sagt, þau voru ávallt góðir vinir, og þegar Brita kom í heimsókn til Stokkhólms, skemmtum við okkur öll saman eins og áður, en annað né meira gerðist held ur ekki. Um haustið sagði Gitta mér, að Brita hefði í huga að gift- ast manni í Norðurkaupangi, og um jólaleytið komu þau til Stokkhólms. Fyrsta kvöldið vorum við Gitta boðin út að skemmta okkur með þeim, en strangan vara tók Gitta mér fyrir því að minnast nokkuð á liðna tímann og Bertil. Maður Britu var skemmtileg ur náungi, og leið ekki á löngu þar til að við vorum orðnir beztu vinir og höfðum drukk- ið bræðraskál. Hann sá ekki sólina fyrir Britu, og hún virt- ist í sjöunda himni, enda var maðurinn allur hinn myndar- legasti. Þegar á kvöldið leið og mörg glös höfðu verið tæmd, sagði hann mér að Brita væri hreinasta gull. — „Og hugsaðu þér, það yndis- legasta af öllu var að hún var hrein mey!“ Ég barðist eins og hetja við hláturinn, sem sauð niðri í mér. En maðurinn var svo inni lega ánægður og svo hreykinn af Britu — og að einmitt hann skyldi hreppa þennan kosta- grip, ■■— að ég vann fullkom- inn sigur yfir tilfinningum mínum, enda varð augnatillit Gittu ekki misskilið. Ég sagði bróður Lars að mér hefði ávallt fundizt Brita yndisleg og saklaus og því væri þetta afar eðlilegt. ÉG SÁ þau ekki framar, bii Gitta fékk annað slagið bréf frá Britu og hún sagði mér að í Norðurkaupangi ríkti' aðéins hamingja og góðæri. Ég sagði Bertil frá öllu, og hann var mjög ánægður með þetta allt, enda var hann nú trúlofaður svarthærðri gyðju, sem hét Kristín. En ég hefi gleymt að segja frá því, að maður Britu, Lars Bergfeldt, var viðriðinn fram- O R Ð S F E K I Ef réttlæti er í hjartanu, er fegurð í skapgerðinni. Ef feg- urð er í skapgerðinri, ríkir sátt og samlyndi á heimilinu. Ef sátt og samlyndi ríkja á heimilinu, ríkir friður og spekt með þjóðinni. Þegar friður og spekt ríkja með þjóðinni, er friður í heiminum. Kínverskur málsháttur. Öfund er það, sem veldur því, að við erum reiðubúnari að tala illa um þá, sem vel eru liðnir, heldur en þá, sem eru raunverulega vondir. Archibald Ruthledge. □ —□ Lesendur skiptast í tvo flokka ... lesandann, sem fer vandlega gegnum bók, og les- andann, sem jafn vandlega lætur bókina fara í gegnum sig. Douglas Jerrold. □ —□ Allt leyndarmál Iífsins er að hafa brennandi áhuga fyrir einhverju einu máli, en hafa þess að auki áhuga fyrir þús- und öðriun málum. Hugh Walpole. □ —□ Ég hef aldrei farið eftir neinni fastri reglu; ég hef ein- faldlega reynt að gera það, sem mér hefur virzt bezt hverju sinni, og léttlátast. Abraham Lincoln. □ —□ Maður skyldi aldrei treysta konu, sem segir rétt til um aldur sinn. Henni er trúandi til alls. Oscar Wilde. □ —□ Enginn nýtur iðjuleysis til hlítar nema sá, sem á nóg verkefni fyrir höndum. J. K. Jerome. □ — □ Vitur maður hefur ekki óbif- anlegar skoðanir. Hann Iagar sig eftir öðrum. Lao-Tse. □ —□ Við dæmum það fólk ham- ingjusamt, sem lært hefur af reynslu lífsins að þola mót- lætið án þess að láta það buga sig. Juvenal. □ —□ Enginn af okkur er alger- Iega gagnslaus. Jafnvel hinn versti okkar getur verið öðrum til viðvörunnar með hræðilegu fordæmi. James Scales. □ —□ Mikil ágirnd er endalaus fá- tækt. Indverskur málsháttur. □ —□ Það er svo mikið gott í þeim verstu okkar og svo mik- ið vont í þeim beztu okkar að Iögvarsla og trúarbrögð eru nauðsynleg fyrir okkur öll. Leon Lyons. □ —□ Margir menn elta gæfuna eins og maður, sem er viðutan, eltir hattinn sinn, sem aldrei hefir fokið af höfðinu á hon- um. Sidney Smith-

x

Ný vikutíðindi

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Ný vikutíðindi
https://timarit.is/publication/881

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.