Ný vikutíðindi


Ný vikutíðindi - 09.06.1972, Blaðsíða 6

Ný vikutíðindi - 09.06.1972, Blaðsíða 6
6 NÝ VIKUTÍÐrN-DI Franz von Pa en KLUKKAN nákvæmlega 7 að morgni þann 24. febrúar, 1942, lagði brezkur njósnari, sem stóð við glugga húss eins í Ankara, frá sér sjónaukann, sem hann hafði verið að horfa í. „Jæja. Þá er hann lagður af stað enn einu sinni,“ sagði hann við félaga sinn. „Hanr. er stundvís, karlanginn, fínnst þér ekki?‘ Konan og maðurmn, sem hann hafði verið að fy'gjast með, höfðu komið út úr stóru húsi og voru nú komin úr augsýn inn á Ataturk-breið- götuna. Þetta voru þýzki sendi- herran, Franz von Papen og kona hans. Það var föst venja þeirra að ganga á hverjum morgni frá heimili sínu til sendiráðsins. Þennan morgun var sólskin en kalt í veðri. Það er víst ekki á flestra vitorði, að í Tyrklandi sums staðar geta veturnir orðið eins kaldir og í Síberíu; og um þetta leyti reikuðu hungraðir úlfar um út hverfi Ankara. Því var það, að á þessum tíma, þegar flest- ir karlmenn voru farnir til vinnu sinnar og konurnar enn ekki farnar til innkaupa í matvöruverzlanirnar, þá var enginn á ferli á breiðgötunni. Von Papen og kona hans héldu að þau væru ein á gangi þama, og tóku ekki eftir manni, sem stóð svo lítið bar á í dyragangi eins hússins. Skyndilega kvað við ógurleg sprenging, og hjónin féllu í götuna. Rúður brotnuðu í hús- um á sfóru svaéði. Von Páþen staulaðist á fætur, svo til ó- særður, og leit óttasleginn í kringum sig. Enginn var sjá- anlegur. Um leið og hann hjálpaði konu sinni á fætur, kom leigu- bifreið þjótandi fyrir horn. Von Papen veifaði til hennar og bað bifreiðastjórann að kalla á lögregluna. Að svo búnu héldu þau hjónin ferð sinni áfram til sendiráðsins. Von Papen hafði meiðzt lítil- lega á öðru hnénu, en að öðru leyti særðust þau hjónin ekki. En föt frúarinnar voru gegn- blaut í blóði. Hin vel skipulagða, tyrk- neska lögregla var fljót að koma á staðinn. Hún lokaði næsta nágrenni fyrir umferð og leitaði síðan að sönnunar- gögnum. Á götunni var blóð og nokkrar kjöttætlur. Upp í trjágrein hékk ræfillinn af karlmannsskó. Þetta voru öll sönnunargögnin — og svo blóð dauða mannsins á fötum frú von Papen. — ★ — ÁFORMAÐ hafði verið að fremja morðið á von Papen, þegar hann færi sína reglu- legu morgungöngu frá heimili sínu til sendiráðsins. Það, sem sem gerir þó þessa morðtilraun nokkuð sérstæða, borið saman við önnur slík fólskuverk, var aðferðin, sem nota átti til þess að koma í veg fyrir að morð- inginn gæti nokkru sinni kjaft- að frá, hverjir hefðu staðið á bak við glæpinn. Honum var fengið smá-„apparat“, sem hon um var sagt að væri reyk- sprengja. Strax og hann hafði skotið fórnarlamb sitt, átti hann að kippa pinna út úr „apparatinu“, og til þess að komast hjá handtöku, átti hann að laumast burt í reykn- um, sem sprengjan gæfi frá sér. Það var auðséð á öllu, að njósnarinn hefur ætlað að betrumbæta þessa aðferð, með því að draga pinnan úr „app- aratinu fyrst og skjóta síðan von Papen á eftir. Hann hefur álitið sem svo, að nokkur stund myndi líða, áður en reyk urinn úr sprengjunni væri orð- inn nægilega þykkur. En þetta urra ára bil skráðar niður af hraðritara, ókomnum timum til „blessunar“ og „uppbygg- ingar“. Þann 24. janúar 1942, þegar hann snæddi kvöldverð sem oftar með foringja Gestap>o, Heinrich Himler, gaf hann mjög góða lýsingu á sendi- herra sínum í Vín og Ankara. „í rauninni er von Papen mesta meinleysisgrey," sagði Hitler, „en vegna einhverra glettnra örlaga hafa safnazt í kringum hann menn, sem hafa allir eitthvað á samvizkunni.“ VON PAPEN fæddist árið 1879. Hann var af gamalli Diplómatinn, sem lenti oft í svo flóknum og hættulegum aðstæðum, að jafnvel líf hans lék á bláþræði, slapp þó ávallt heill á hufi .. . reyndist alls ekki vera reyk- sprengja, heldur bara ósköp venjuleg sprengja, og hún sá sannarlega um það, að morð- inginn hyrfi. Hún tætti hann í smáagnir, áður en honum ynnist tími til að skjóta af byssu sinni. í Berlín brostu vissir hátt- settir embættismenn Gestapo háðslega, þegar þeir heyrðu um axarskaft Rússanna. Þeir höfðu nefnilega sjálfir í hyggju að myrða sendiherra sinn — og þétta var ekki í fyrsta skipti, sem þeir höfðu slíkt í huga — og þeir voru ákveðnir í að standa sig betur. Mikið hefur verið skrifað um Franz von Papen á 50 ára ferli hans sem hermanns, sendi herra og stjórnmálamanns. Honum hefur verið lýst ýmist sem afburða skipuleggjanda, sem skipulagði stóra hópa njósnara og skemmdarverka- manna í Bandaríkjunum í fyrri heimsstyrjöldinni, eða sem næstum broslegum klaufa, sem alltaf var að skilja mikilsverð leyniskjöl eftir á glámbekk, sem njósnarar brezku leyni- þjónustunnar máttu hafa sig alla við að safna saman og birta opinberlega. Hann getur varla hafa ver- ið báðar þessar manntegundir. Sannleikurinn í málinu er — eins og alltaf — einhversstað- ar mitt á milli þessara öfga. Satt er það, að hann gerði marga vitleysuna, og þó að hann lenti oft í hinum flókn- ustu aðstæðum, stundum jafn- vel svo hættulegum að líf hans hékk á hálmstrái, þá slapp hann alltaf heilu og höldnu úr þeim. Að flestra/ áliti er það merkilegast við feril hans — og því hefur eng- inn gaumur verið gefinn fram til þessa — hve stálheppinn hann var, en atburðurinn í Ankara er talandi dæmi um hana. Samræður Adolfs Hitler — sem oft voru gáfulegar, frum- legar og skemmtilegar, þrátt fyrir hinar opinberu öskurapa- ræður hans — voru um nokk- vestfalskri ætt og er hægt að rekja hana allt aftur á 13. öld. Faðir hans hafði verið riddara- liðsforingi, og 11 ára gamall hóf von Papen að búa sig und- ir að feta í fótspor föður síns. Honum gekk vel í liðsforingja- skólanum. Lærði ensku frönsku og fór oft í heimsókn til vina í Englandi, þar sem hann fékk mikið dálæti á brezkum siðvenjum — eins og þær ger- ast á herrasetrum og í veiði- ferðum. Félagar hans í hern- um voru vanir að stríða hon- um með því að að segja, að það undraði þá, að hann gengi ekki í brezkum einkennisbún- ingi. Hann var ekki nema 33 ára gamall, þegar hann var kom- inn í herforingjaráð þýzka hersins. Seinna það sama ár, sem var árið 1913, gerði Vilhjálm- ur keisari hann að hermála- fulltrúa við þýzku sendisveit- ina í Washington og Mexico. Á þessum tíma áttu hvorki Austurríki, Ungverjaland né Búlgaría eða Tyrkland her- málafulltrúa í Bandaríkjunum eða Mexico, svo að hann tók að sér að vera hermálafulltrúi fyrir þau einnig. Þegar svo Bandaríkin lentu í styrjöld við Mexico, og seinna, þegar þessi Evrópuríki tóku þátt í heimsstyrjöldinni fyrri, urðu skyldur von Papen svo marg- slungnar að illmögulegt er að henda reiður á þeim. Von Papen var mjög vin- sæll í Washington, og komst þá í vinfengi við tvo unga menn, sem áttu eftir að geta sér mikillar frægðar. Annar þeirra var hermaður, Douglas McArthur kafteinn, hinn var óbreyttur borgari, Franklin Delanor Roosevelt. Einnig hitti hann og varð lífstíðarvinur ungs liðsforingja í þýzka sjó- hernum, Vilhelm Canaris, en hann átti eftir að hafa mikil áhrif á sögu Evrópu, sem yfir- maður þýzku leyniþjónustunn- ar. í fyrsta skipti svo sögur fara af, sem von Papen komst í kast við dauðann og hin ó- viðjafnanlega heppni hans bjargaði honum, var í opin- berri heimsókn hans til Mexi- co. í því landi var slík fyrn af gunnreifum uppreisnarfor- ingjum, að engin leið var að hafa tölu á þeim, og stundum gekk svo mikið á, að tvær byltingar voru í gangi í einu. Þegar von Papen kom í heimsókn, átti stjórn landsins í höggi við þá báða, Pancho Villa og Zapata. Þýzki her- málafulltrúinn fór auðvitað á vígstöðvarnar, til þess að sjá með eigin augum hvernig svona hernaður væri rekinn. Dag einn gaf hann sig á tal við varðmann, og að afloknu vingjarnlegu rabbi við hann hélt von Papen áfram göngu sinni, En þá virtist svo sem hinn ungi nýliði, sem hann var rétt búinn að kveðja, hafi fengið einhverja eftirþanka um, að ekki myndi allt með felldu um þessa vinsamlegu heimsókn. Hann tók því á rás á eftir hermálafulltrúanum. Nú upphófst mjög svo ó- virðulegur eltingarleikur. Ný- liðinn ungi skaut í gríð og erg á eftir hermálafulltrúanum, sem hljóp allt hvað af tók. Til allrar hamingju var nýlið- inn engin afburða skytta, og ekkert skotanna hitti. — ★ — ÞEGAR heimsstyrjöldin fyrri skall á, árið 1914, lenti von Papen þegar inn í hringiðu njósna og skemmdarverka, en í slíku hafði hann enga æf- ingu, og — að því er virtist — litla hæfileika. Engin ráð eða aðstoð gat hann fengið frá stjórn sinni. Loftskeytasam- band var mjög ófullkomið í þá daga, og það gátu liðið dagar svo að ekkert heyrðist til hinn- ar miklu lofskeytastöðva Þjóð- verja í Nauen vegna lofttrufl- ana. Brezki sjóherinn var þá búinn að skera sundur sæsím- ann frá Þýzkalandi til Banda- ríkjanna. „Þýzka sendiráðið varð al- gjörlega óstarfhæft," skrifar von Papen. „Það liðu allmarg- ir mánuðir, þar til Bernstorff (þýzki sendiherrann) gat sent skýrslur sínar til Berlín um Svíþjóð.“ Og vegna bandarískra stjórn málaástæðna hafði þýzki sendi herrann ekkert samband við Wilson forseta. Það er því í hæsta máta aðdáunarvert, hvað hinum hrjáða hermála- fulltrúa tókst að afkasta miklu. Hér er ekki ástæða til að rifja upp þau verk, sem von Papen vann í fyrri heimsstyrj- öldinni og hann hefur verið hvað mest gagnrýndur fyrir. Sum hinna and-brezku áforma hans voru algjörlega lögleg, eins og til dæmis tilraunir hans til þess að fá þýzkættaða menn til þess að hætta að vinna í verksmiðjum, sem framleiddu vörur fyrir Breta; eða það, að hann lagði inn stórar pantanir fyrir þýzku stjórnina hjá fyrirtækjum, sem annars hefðu selt þessar sömu vörur til Bretlands. Það var skylda hans að gera þetta. En vafasamari voru aðgerð- ir hans til þess að hafa áhrif á herflutninga með því að láta njósnara sína sprengja í loft upp ýmsa mikilvaega staði á Canadian Pacific-járnbrautinni. Það var ekkert hægt að segja við því, að hann gerði þetta á kanadísku landi, því Kanada átti í styrjöld við Þýzkaland, en það varð að teljast í hæsta máta ólöglegt að skipuleggja slík skemmdarverk undir verndarvæng „diplomatiskrar" friðhelgi og í höfuðborg hlut- lauss ríkis; og jafnvel von Papen sjálfum hefur viður- kennt sekt sína á þessu sviði. Honum virðist hafa orðið vel ágengt við að koma fyrir sprengjum í brezkum skipum, þegar þau komu í bandarikar hafnir, en frásagnir hans stag- ast á við þær, sem von Rintel- en hefur skráð, en þessir tveir menn áttu líka fátt sameigin- legt. Það er jafnvel gaman að bera mótsagnir þessar saman við þær, sem fram komu þrem árum síðar hjá þeim Bruce Lochart og Sidney „Napoleon“ Reilly, þegar þeir lýsa útistöð- um sínum við rússneska bolse- vikka. — ★“ ENDALOK von Papens sem hermálafulltrúa í Washington voru ráðin, þegar brezka leyni- þjónustan komst að því, að bandarískur blaðamaður var á leið til Berlínar með hollenzku farþegaskipi og hefði í fórum sér saknæm skjöl. Leitað vaí" í skipinu í Falmouth-..—r og skjölin, sem fundust, voru birt opinberlega. Á meðal þeirra var bréf, sem von Papen hafði skrifað konu sinni. Þar talar hann um „hina heimsku Yank- ees“; og reiddust hinir banda- rísku vinir von Papens þeim ummælum heiftarlega. Hann var lýstur „persona non grata“ (óvelkominn) og sendur heim. Þegar skip hans kom í höfn í Falmouth blés brezka leyni- þjónustan á friðhelgi hans sem sendiráðsstarfsmanns og tók í sínar vörslur öll skjöl hans, þar á meðal gömul tékkhefti, sem sýndu greiðslur til njósn- ara hans. Hann var því í mjög slæmu skapi, þegar hann kom heim til Þýzkalands í janúar árið 1916. Svo virðist, sem hann hafi reynt sem í hans valdi stóð til þess að sannfæra þýzk yfir- völd um, að áform þeirra um ótakmarkaðan kafbátahernað væri sálfræðileg skyssa, sem vafalaust myndi koma Banda- ríkjunum í styrjöldina gegn Þpóðverjum. En flestir þeir, sem hann átti tal við um þessi mál, virtust hræddir við að vera á annarri skoðun en keis- arinn, sem tilkynnti von Pap- en kuldalega, að hann vildi heldur trúa vini sínum, Ballin forstjóra Hamborg-Ameríku skipafélagsins. Og það væri ekki hægt að áfellast herra Ballin fyrir þá skoðun, að því meir sem sökkt væri af skip- um Bandamanna og hlutlausra, þeim mun meira yrði að gera fyrir skipafélag hans að styrj- öldinni lokinni!

x

Ný vikutíðindi

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Ný vikutíðindi
https://timarit.is/publication/881

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.