Ný vikutíðindi


Ný vikutíðindi - 09.06.1972, Blaðsíða 8

Ný vikutíðindi - 09.06.1972, Blaðsíða 8
8 NÝ VIKUTÍÐINDI Myndaskrýtlur Morgunblaðið! Alþýðublaðið! Tíminn! Þjóðviljinn! „Þær-œttu að sjá-bonn^þegar hann vaknar á morgnana!“ „Þú hlýtur að hafa mikið álit á manninum mínum, fyrst þú gerðir hann að sölustjóra þínum í Alaska.“ ÓTRÚLEG HARKA Framh. af bls. 1 úr Kópavogi liafi verið tek- in í svoharkalega þriðju gráðu yfirheyrzlu, að Gesta- po liefði getað kallað sínar starfsaðferðir í þvi efni hreinan barnaleik hjá því, sem lögreglan viðliafði — en þvi verður ekki trúað að óreyndu. Stúlkan úr Kópavogi mun samt hafa verið i átján tima yfirheyrzlu, þegar hún var tekin, og mun hún hafa verið gersamlega buguð strax fyrsta daginn. Haft er fyrir satt, að fólk- inu, sem liér kemur við sögu, hafi verið meinað að leita lil lögfræðings, að neit að hafi verið að fara með mat til gæzlufanganna, sem er þó leyíilegt lögum sam- kvæmt, að hringt hafi ver- ið til vinnuveitenda ein- hverra þeirra, sem þarna koma við sögu, og þeim sagt að „losa sig við við- komandi!” Svona sögum þarf að mótmæla opinberlega, ef þær hafa ekki við rök að styðjast. Þá eru viðskipti lögregl- unnar við blöðin tii há- borinnar skammar. Lögreglan hefur leyft sér að vera með alls kyns að- dróttanir í garð þeirra, sem liér koma við sögu, og virð- ist það hafa verið takmark varða laganna að reyna að tæta mannorðið af þessu unga, ógæfusama fólki. Þó að til séu menn inn- an Iögreglunnar, sem ekki eru ennþá vaxnir upp úr því að vera í bófahasar, þá ætti það altént ekki að vera prinsip að haga rannsókn mála eins og hér hefur ver- ið gert. Vert er að hafa það hug- fast að þessir krakkar, sem hafa verið að fikta við að reykja hass, eru ekki morð- ' glasbotninum Gæsahjal 1 borðveizlu varð einn gestanna nokkuð seint fyr- ir, svo að aðrir í hófinu voru sezlir, þegar han'n kom og sá, að honum hafði verið skipað efst við horðið, þar sem gæsasteik- in var staðsett. „Jæja, svo ég á að fá gæsina til borðs,“ sagði hann glaðlega. En um leið varð honum litið á borð- dömuna sína og flýtti sér að leiðrétta sig: „Ja, ég meina auðvitað þá steiktu!” X- Hæfur! Jim átti að fara að gegna herþjónustu, sem hann hafði síður en svo löngun til. Þegar læknir- inn átti að rannsaka sjón hans, liélt Jim að nú gæf- ist tækifæri. „Getið þér lesið þriðju neðstu röð?” spurði lækn- ir.inn. „Hvaða röð?‘‘ „Á spjaldinu þarna á veggnum.” „IJvaða spjaldi ?“ Þá gekk læknirinn til að stoðarstúlku sinnar og hvíslaði einhverju að henni. Hún skrapp inn í annað herbergi og kom aftur — allsnakin. Þann- ig stillti hún sér upp fyr- ir framan Jim. „Hvernig lízt yður á þessa ungu dömu?“ spurði læknirinn. „Hvaða dömu?“ spurði Jim. Læknirinn horfði um stund á Jim og sagði svo: „Þér hafið náttúrulega ekki haldið að þér þgrftuð að hátta til þess að fá rannsakaða sjónina. Nú skiljið þér kannske ástæð- una! HÆFUR TIL HER- ÞJÓNUSTU!” * Glugg í borg Glæsilega filmstjarnan var nýsligin úr baðkerinu á 37. liæð, þegar hún sá mann glápa á sig inn uni gluggann. Hún flýlti sér að hanka handklæði og hylja hið mesta af nekt sinni. Maðurinn bankaði á gluggann og kallaði: „Hvað er þetta kona. Hefurðu aldrei séð glugga- pússara fyrr?” Dúkkusaga Gunnar var að lijsa nijju stúlkunni, sem hann liafði fengið fgrir einkaritára, þegar hann var að borða heima um kvöldið. „Iiún er afkastamikil, frambærileg, samvizku- söm, nákvæm og það mái alveg stóla á allt sem hcnni er trúað fgrir. Þar að auki er hún reglulega sæt dúkka.“ „Dúkka?” spurði konan hans. „Jái, dúkka,” endurtók húsbóndinn á heimilinu. Lítil dóttir á sama heim- Hinu, sem var með fimm ára tíkarspcna, en vissi allt um dúkkur, leit til pabba síns og spurði: „Og lokar hún líka aug- unum, þegar þú leggur liana útaf?“ X- Á tímakaupi! Maggi pípulagningamað- ur var pantaður til að laga bilað klósett i húsi nokkru og, þar sem við honum tók glæsileg pía, var hann ekki að tvínóna við að reyna að blanda saman atvinnu- skyldum og lífsánægju. En stúlkan féllst ekki á það á þeim forsendum að liús- móðirin væri heima. Það gæti kostað læli. Svo að eftir einhverjar málaleng- ingar lagaði Maggi rörið og fór til síns vinnustaðar. Morguninn eftir hringdi síminn hjá meistaranum og þá var það vinnustúlk- an frá þvi i gær. Gerði hún það á einhverju huldumáli skiljanlegt, að nú væri liúsmóðirin ekki og hvort ekki væri allt í lagi núna. „Hvað?!“ æpti Maggi ön- ugur i símann. „I vinnu- tíma mínum!“ x- Nokkrir stuttir Það er sagt að hrennt barn forðist eldinn og að ekki eigi að leika sér með eldspýtur. En svo eru fíl- efldir karlmenn svo slæm- ir i höfðinu, að þeir láta logandi kvenmann brenna allt upp úr veskinu sinu! ★ Ef þú neyðist til að kvænast, skaltu liafa konu efnið óskaplega fallegt. Annars geturðu aldrei losn að við hana. ★ Eiginkona og kynhomba önnum kafna mannsins vann nýlega hjónaskilnað- armál við liann, hyggt á áhugaleysi lians á henni. „Ef eitthvað kæmi fyrir mig,“ sagði hún, „myndi maðurinn minn ekki einu sinni geta þekkt skrokk- inn á mér!“ ★ I skoðanakönnun, sem tímaritið „Playboy“ í Bandaríkjunum lét fara fram, kom í Ijós, að fjórir af hverjum fimm kven- liö turum voru kvenmenn. ★ Hjónaband er góður hlut ur á borð við að taka sér bað, — bara ekki eins heitt og þú ert vanur því! ★ I óþekktri orðabók eru timburmenn skilgreindir sem þrúgur reiðinnar!

x

Ný vikutíðindi

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Ný vikutíðindi
https://timarit.is/publication/881

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.