Ný vikutíðindi


Ný vikutíðindi - 16.06.1972, Blaðsíða 2

Ný vikutíðindi - 16.06.1972, Blaðsíða 2
2 NÝ VIKUTÍÐINDI NÝ VIKUTÍÐINDl Útgefandi og ritstjóri: Geir Gunnarsson. Ritstjórn og auglýsingai Hverfisgötu 101A, 2. hæð Simar 26833 og 11640 (prentsmiðjan) Pósth 5094. Prentnn: Prentsm. ÞjóSviljans Setning: Félagsprentsmiðjan Myndamót: Nýja prentmynda- gerðin Fræðslumál Komið mun liafa til tals | i útvarpsráði að taka upp fræðslu i kynferðismálum. En eftir því sem Morgun- blaðið hefur eftir hinum landsföðurlega leiðtoga ráðsins „væru slíkir þættir of umfangsmiklir og kostn- cðarsamir til þess að tök væru á þvi að gera þá hér- lendis“(!) Hefur nú dagskrárstjóra frétta- og fræðsludeildar sjónvarps verið falið að at- huga slika þætti erlendis og vita þá allir, hversu fer. Hann verður á ferðalagi viða um lönd gáfulegur á svip — og auðvitað á kostn- að sjónvarpsins — og ár- angurinn verður álíka og annað, sem frá þessum manni kemur. Otvarpsráð hefði varla þurft annað en leita til Ain- eríkananna á Vellinum; þeir hefðu sjálfsagt getað hjálpað upp á þessar sak- ir án þess að þurft hefði að leila út fyrir landsteinana!’ En að slepptu öllu gamni, þá eru sífellt að heyrast æ háværari raddir uin úrelt' fræðslufyrirkomulag i skól- unum. Stúlkum, sem löngu eru crðnar kynþroska og koma út úr skólum með kunnáttu í alls kyns stærðfræðileg- um, og landfræðilegum og jafnvel stjarnfræðilegum efnum, hefur ekki verið kennt að sjóða egg eða halda á hníf og gaffli. Þær vita raunar eklci hvort hníf- urinn á að vera hægra meg- in við diskinn eða vinstra megin. 1 matreiðslu læra þær máske að búa til sandkök- ur, sem hægt er að kaupa í næstu búð, en þegar þær eiga að sjá um matreiðslu í fjarveru móður sinnar, sjóða þær tilbúinn mat úr niðursuðudós í klukkutima, eins og við vitum dæmi til. Það er til litils fyrir þess- ar upprennandi húsmæður að kunna skil á ám i Kína eða borgum í Suður-Amer- íku, ef þær kunna ekki ein- földustu borðsiði. A hinn bóginn slcal það siður en svo vanþakkað, að veitt sé fræðsla í kynferðis- málum; hún hefði átt að vera komin á fyrir löngu. Heimsbyggðin er nú farin að líta á kynlíf sem sjálf- sagðan og ánægjulegan hlut, en ekki einungis nauðsyn- legan verknað til að gcta FRðNSK GI EÐISAGA Eftir Raoul de Montagny auðhært sakleysi HINN ungi barón, Charles de | Cotte, hefir ætíð verið plága á umhverfi sínu. Persónulega j hefir mér verið meinilla við hann frá því að hann fyrir nokkrum mánuðum síðan var næstum búinn að koma mér út í heimskulegt einvígi. Hann er heimskur, einfaldur og illa upp alinn — í stuttu máli, bölvað mannkerti og fúlegg. Ég skrapp til Cannes í gær, og þegar ég gekk inn í barinn á hótel Carlton, var Charles fyrsti maðurinn, sem ég sá. Ég var kominn á fremsta hlunn með að snúa við í hasti og láta fæturna forða mér burtu, því satt að segja þoli ég alls ekki mannskræfuna. Hann er viðbjóðslega grobbinn, enda hafa sem sagt allir and- styggð á honum — og þó eink- um kvenfólk, sem honum tekst ævinlega að móðga með heimsku sinni og ruddaskap. Ég yfirgaf þó ekki barinn, og ástæðan var áttunda furðu- verk heimsins, bráðfalleg og ó- mótstæðileg stúlka með jarpt hár, sægræn augu, blikandi af brennandi lífsþorsta, og há og velformuð brjóst. Hún var klædd einhverju híalíni, svo að hver lína í hinum full- komna líkama hennar naut sín vel og talaði til tilfinninga minna sem freisting og ögrun í senn. Andlitið var fíngert, nefið beint og fagurlagað, munnurinn mjúkur, kyssilegur — allt að því lostafullur. Hún var öll æsandi og eggjandi og geislandi af kyntöfrum. Mér fannst það synd og skömm að sjá þessa dís með hinum þrautleiðinlega baróni, og um leið var ég öldungis forviða á því, þar sem mér var vel kunnugt um álit kvenna á honum yfirleitt. Ég sá út undan mér, að hann belgdist allur út af merkileg- heitum og sjálfsánægju, en stúlkan virtist ekki sérstak- lega hrifin, enda þótt hún hefði reyndi að láta svo sýnast sem hún hefði áhuga á ómerkilegu þvaðri aðalsmannsins. Hér er rétt að taka það fram, að barón de Cotte hafði einn „kost“, sem reikna verður með — einkum þegar um kven fólk er að ræða — hann var sem sé forríkur. Og ég gat mér víst ekki rangt til, þegar ég börn. Það sannar m.a. liin gííurlega sala á tveim bók- um, sem komnar eru út i Bandaríkjunum og heita „Everylliing you always wanted to know about sex“ og „The way to become the sensuous Woman“. Við skulum því vona að vel takist til um þennan væntanlega þátt sjónvarps- ins og að aðrir hagrænir þættir, sem koma i góðar þarfir í hversdagslífinu — en skólarnir hafa vanrækt — fylgi i kjölfarið. | ályktaði, að það væri einkum ríkidæmi hans, sem héldi vak- ' andi áhuga hinnar rauðhærðu gyðju. Þegar Charles tók eftir mér, þrumaði hann glannalega: — Nei, kæri greifi, gamli ástaþjófur — en hvað þetta var gaman! Komdu hingað og seztu hérna hjá okkur! Og hann snéri sér að stúlk- unni. — Divonne, elskan mín, leyfðu mér að kynna fyrir þér mesta kvennagull Frakklands, erkifjanda allra kvæntra manna, hinn óviðjafnanlega greifa, Raoul de Montagny. — Kæri greifi — þetta er unn- usta mín, fröken Daubenton! — Mín er æran, sagði ég með þeirri flauelisrödd, sem ég beiti, þegar ég ætla mér að koma mér í mjúkinn hjá fag- urri konu. Hún rétti mér litla, fagur- skapaða hönd, sem ég kyssti hátíðlega. Augu okkar mætt- ust, og hún mun hafa tekið eftir hinni löngunarfullu að- dáun í svip mínum, því hún leit þegar niður fyrir sig og roðnaði. Hún var töfrandi, þeg- ar hún roðaði! Ég þvingaði mig til að tala vingjarnlega við monthanann Charles: — Mér var allsendis ókunn- ugt um, að þú værir í þann veginn að sigla inn 1 hina ör- uggu höfn hjónabandsins. Leyfðu mér að óska þér til hamingju, enda þótt ég verði að játa, að ég sé grár af öf- und! Charles hreykti sér í sætinu: — Já, já, gamli sjóræningi og ungfrúaspillir — ég þekki þig svo sem. En haltu þér á mottunni gagnvart Divonne. Hún er stúlka, sem menn mega gjarnan horfa á, en hún lætur ekki töfra sig, lagsmaður! Orð hans voru engan veg- inn vel viðeigandi, enda roðn- aði Divonne upp í hársrætur og beit á vörina. Ég tók eftir því og kímdi. Charles bauð mér að borða með þeim; og það má hann eiga, að hann veitir vel. Kampavínið flóði, og Charles varð ruddalegri. Honum virt- ist nautn af því að vera sem óforskammaðastur og grófastur og hafði enga tilfinningu fyrir því, þótt hann væri skelfing kjánalegur um leið. Þegar við vorum byrjuð á kaffinu, kom að því. — Kæri greifi, drafaði hann. Augun voru farin að fljóta, og varirnar voru rakar og froða í munnvikjunum. Di- vonne mín á nokkuð, sem þú mundir gefa tuttugu ár af lífi þínu til þess að ná í! — Frökenin á ekki aðeins nokkuð heldur allt, og ég mundi glaður gefa líf mitt fyr- ir það! sagði ég ísmeygilega og þrýsti varlega hnénu að hennar undir borðinu um leið. Hún vék sér undan og lét sem hún hefði ekki heyrt hlýjuna, sem ég lagði í þessi orð. — Ha, ha! glumdi í barónin- um. En þú getur samt ekki gizkað á, hvað ég var að meina. Divonne roðnaði á nýjan leik og leit biðjandi til hans: — Láttu nú ekki heimsku- lega, Charles! — O, sei, sei, það er óþarfi að vera feimin í nærveru greif- ans. Jú, ég skal segja þér — hann laut fram yfir borðið — ég skal segja þér, karl minn. — Hún hefur aldrei haft mök við karlmann. Hún er jómfrú — og svei mér þá! Ja, hvað segir þú um það, lasm? Ég leit snöggt á hana út undan mér, en sá ekki, hvort henni líkaði betur eða verr. — Dyggðin er duttlungafull, sagði ég hlæjandi, en það verð ég að segja, að það er í hróp- andi andstöðu við alla mína reynslu. Ég hefi þekkt margar rauðhærðar konur, og þær hafa sannarlega ekki verið kald- lyndar! Divonne leit á mig og sagði: — Ég skil sannarlega ekki, hvers vegna við aumingja rauðhærðu stúlkurnar eigum endilega að vera einhver ást- leitin villidýr. Það er ekkert ánægjulegt, herra greifi. — Ég er á annarri skoðun, fröken, svaraði ég. Karlmenn hafa löngum, allt frá morgni tímans, tilbeðið rauðhærðar stúlkur og valið þær sem æðstu gyðjur í hofi hinnar holdlegu ástar. Charles var nú orðinn svo drukkinn, að hann gerðist ang- urvær. — Ég hefi aldrei sofið hjá Divonne, muldraði hann. Ég hefi meira að segja aldrei séð hana nakta. Hún vill ekki _____ hún er hreinleikinn sjálfur! Ég, barón Charles de Cotte, hefi þann heiður að vera trú- lofaður dyggðugri stúlku! Því- líkt ástand! — Já, það er sannarlega lítt skiljanlegt, svaraði ég af til- , finningu, um leið og ég gerði tilraun til þess að grípa hönd Divonne, sem lá á hné hennar. En hún lét ekki ganga þannig að sér, og frávísun hennar gerði mig aðeins ákafari. Ég var alls ekki vanur því, að kvenfólk vísaði mér umsvifa- laust á bug. Skömmu síðar kom yfir- þjónninn að borðinu til okkar, bað mikillega afsökunar og til- kynnti mér, að því miður væri ómögulegt að útvega mér her- bergi á hótelinu þessa nótt. — En á morgun, herra greifi, á morgun munum við geta látið yður hafa ágætt herbergi. Því miður ómögulegt í dag. Ég ætlaði rétt að fara að biðja hann um að útvega mér herbergi á öðru hóteli, þegar Charles stakk upp á því, að ég gisti hjá sér um nóttina. Það voru tvö rúm í herberg- inu hans. Ég tók boðinu og bað yfir- þjóninn að láta sjá um farang- ur minn. Divonne hafði far- ið frá borðinu rétt áður en yfirþjónninn kom og vissi því ekkert um, að ég ætlaði að gista hjá Charles. Við stóðum upp frá borðinu, er Divonne kom aftur. Hún var þreytt, og Charles hafði drukkið einum of mikið. Her- bergi hennar var rétt við hlið- ina á herbergi barónsins, og er við komum að dyrum hennar, buðum við góða nótt. Charles reyndi að sjálfsögðu að fara inn með henni, en hún ýtti honum ákveðin frá sér og læsti dyrunum vandlega á eft- ir sér. Ég bölvaði með sjálfum mér. — Fjandinn sjálfur, þessi stúlka gæti sannarlega veitt verðugum elskhuga unaðsríka nótt! En nú varð ég að láta mér nægja félagsskap barónsins, hvort sem mér líkaði betur eða verr. — Auðvitað líkaði mér það meira en lítið verr. Ég beit saman tönnunum í vonzku, og ákvað að skreppa aftur niður á barinn og fá mér eitt eða tvö glös af víni, til þess að hressa upp á skaps- munina. Er ég hafði lokið við það, mundi Charles sjálfsagt verða steinsofnaður út frá öllu saman. Ég gekk með honum inn í herbergið, og er ég hafði lagt hann hóglega út af í sóf- ann, muldraði ég eitthvað um salernið. — Far þú bara að hátta —- ég kem strax aftur, sagði ég og smeygði mér út. Þegar ég kom fram á stiga- pallinn, stanzaði ég snögglega og skaut mér bak við stóra súlu, sem þarna var. Ég sá unga stúlku koma upp stigann og þekkti þar Fanny Touchet, hina trúu ástmey Charles — það var eina stúlkan, sem ég vissi til að hefði lagt lagt sitt við þann heiðursmann um lengri tíma. Nærveru hennar hér á hótelinu gat ég ekki skýrt nema á þann eina veg, að Charles hefði tekið hana með sér. Hún tók ekki eftir mér, þegar hún gekk framhjá mér, enda þótt hún snerti mig næstum því. — Aha! — ég hló lymsku- lega með sjálfum mér. — Nær- vera Fanny getur ef til vill orðið ágætt vopn í hendi minni! Ég var nefnilega staðráðinn í því að sigra hina töfrandi fögru Divonne! Mig langaði ekki lengur niður á barinn og snéri því við til herbergisins. Ég varð mjög hissa — og gramur — er ég sá, að Charles var seztur upp í sófanum, og það virtist hafa bráð talsvert honum. Hann stóð á fætur um leið og ég kom inn og sagði undirfurðulegur á svip: — Ja, nú verður þú að af- saka mig, greifi góður. Ég verð að fara burt um stund. Trúlofaðan mann langar gjarn- an til þess að vera með unn- ustu sinni, skilurðu. — Já, það er skiljanlegt,

x

Ný vikutíðindi

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Ný vikutíðindi
https://timarit.is/publication/881

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.