Ný vikutíðindi


Ný vikutíðindi - 16.06.1972, Blaðsíða 5

Ný vikutíðindi - 16.06.1972, Blaðsíða 5
NY VIKUTIÐINDt 5 He^laOíkufAjóMatpii SUNNUDAGUR 18. júní 12.00 Sacred Heart 12.15 Christophers 12.30 This Is The Life 1.00 A Question Of Indentity 1.30 The Big Picture 2.00 ABA—NBA All Star Game 3.55 World Heavyweight Championship Fight — Frazier vs. Stander 5.00 Wide World Of Sports 6.05 Sports Challenge 6.30 Evening News 7.00 Wonderfui World Of Disney 8.00 The Undersea World Of Jacques Cousteau — „The Dragon Of Gala- pagos“ 9.00 Mod Squad 10.00 12 O’Clock High 10.55 Moments Of Reflection 11.00 Final Edition 11.05 Northern Lights Play- house — Curse Of The Swamp Shi-Nak hristi úfinn kollinn: — Nei, nei, þeir gera þetta alltaf, þegar um árásir er að ræða. Þá leita þeir í þorpun- um, en það er tilviljanakennt í hvaða þorpi þeir leita og hvenær þeir gera það. Búddah hefur ekki brosað við okkur í dag. Ef þessar þyrlur væru full- ar af hermönnum, þá þóttist Ball sjá að aðstaða skærulið- anna væri vonlaus. Eftir fyrir- sátina höfðu skæruliðarnir dreift sér um héraðið, og hjá Shi-Nak voru ekki nema nokkr ir menn. *“ — ★ — BALL fann allt í einu, að það stóð einhver við hlið hans. Þar var komin Liakan. Hún sagði: — Hvað getum við gert við Bandaríkjamanninn? Við get- um enga skýringu gefið á nær- yeru hvíts manns hér. — Djöflafuglarnir eru að fara, sagði sá skæruliðanna, sem hafði tilkynnt komu þyrl- anna. Ball leit út og sá að önnur vélanna var að hverfa á braut en hann sá einnig að hin var að búa sig undir að lenda á rísakri hjá þorpinu. Hann sá þegar dyrnar á miðju vélarinnar opnuðust, og út þustu sex Kínverjar vopn- aðir vélbyssum. Þeir settu upp vélbyssur í hálfhring í kring um vélina. Á eftir þessum sex komu aðrir sex og voru þeir vopnaðir rifflum og byssu- stingjum. Þeir skipuðu sér strax í röð eftir skipunum feits liðsforingja. Þorpsbúar sáust hvergi. Þeir höfðu flúið inn í kofa sína. — Þeir virðast ekki ætla að láta hlunnfara sig, sagði Ball og losaði um skammbyssuna 5 hustrinu. — Settu þennan hatt á höf- uðið, og troddu þér í þennan jakka. Þetta ljósa hár þitt drepur okkur öll. — Það þarf meira ... — Gerðu eins og hann segir þér, greip Liakan fram i. — Hann hefur sagt fólkinu hérna, hvað þú sért nauðsynlegur maður og hvað þú getur gert fyrir okkur, og það sleppir þér Creature (Not recom- mended for children) 12.30 Wrestling MÁNUDAGUR 19. júní 3.30 Open House 4.00 Sesame Street 5.00 On Campus 5.30 The Funny Side 6.30 Evening News 7.00 Here’s Lucy 7.30 All In The Family 8:00 Monday Nite at the Movies — Mr. Belvedere Rings The Bell 9.30 To Love A Child 10.00 Glen Campbell 10.55 Moments Of Reflection 11.00 Final Edition 11.05 Tonight Show ÞRIÐJUDAGUR 20. júní 3.30 Open House 4.00 Buck Owens 4.30 Beverly Hillbillies 5.00 Theater 8 — ekki fyrr en í fulla hnefana. Hinn akfeiti kínverski liðs- foringi hrópaði nú í gjallar- horn: — Út úr kofanum með ykk- ur öll og safnist hér saman fyrir framan okkur. Ef þið ó- hlýðnist, missið þið lífið. Tíbetarnir tíndust út úr kof- um sínum. Þetta voru mest gamlir og slitnir menn og gamlar konur þeirra; einnig unglingar og börn. Fólkið rað- aði sér upp fyrir framan Kín- verjana. Shi-Nak huldi litla vélbyssu undir treyju sinni, ,og hann ýtti Ball til dyranna. — Stattu aftarlega og vertu ekki svona langur, sagði hann um leið og þeir fóru út úr kofa dyrunum. Ball reyndi að ganga með beygðum knjám. Hann hafði dregið ullarhúfuna niður að eyrum. Hann hélt um skamm- byssuna undir treyjunni. Alls virtust þorpsbúar vera um 50 talsins. Þeim var ekki leyft að koma nær Kínverjun- um en í tuttugu skrefa fjar- lægð. Ball tók sér stöðu aftast í hópnum. — Komið svo einn í einu til að láta leita á ykkur, kallaði liðsforinginn. Ball var ekki ljóst hvað olli, en hann vissi að hann myndi minnast þess ævilangt. Það gat ekki hafa unnizt tími til neinna ráðagerða um vörn af hálfu þorpsbúa, en hvað sem um það var, þá gerðist það um leið og Kínverjinn gaf þessa síðustu skipun sína, þá þusti fólkið fram sem einn maður. Æpandi og klórandi ruddist það á hina velvopnuðu kín- versku hermenn. Vélbyssuskyttur Kínverj- anna, hófu samstundis skothríð og drápu strax um það bil helming þorpsbúa, en hinir komust að Kínverjunum. Ball sá að maður, sem misst hafði handlegginn í skothríðinni, hélt á hníf í vinstri hendi; og enda þótt Kínverjinn, sem hann réðist á, keyrði byssu- stinginn í hann, þá tókst hin- um að skera Kínverjann á háls um leið. Þannig barðist fólkið eins og örvita manneskj- ur. The Gay Dog 6.30 Evening News 7.00 The Legend Of Robin Hood 8.00 For Your Information 8.30 This Is Your Life 9.00 High Chaparral 10.00 Carol Burnett 10.55 Moments Of Reflection 11.00 Final Edition 11.05 Pro Boxing MIÐVIKUDAGUR 21. júní 3.30 Open House 4.00 Animal World 4.30 Colonel Flack 5.00 Theater 8 — Island Affair 6.30 Evening News 7.00 Daniel Boone 8.00 Partridge Family 8.30 Governor & JJ 9.00 Braken’s World 10.00. The Fugitive 10.55 Reflection 11.00 Final Edition 11:05 Dick Cavett FIMMTUDAGUR 22. júní 3.30 Open House 4.00 My Three Sons 4.30 Honey West 5.00 Theater 8 — Curse Of The Swamp Creature (Not For children) 6.30 Evening News 7.00 Nanny And The Prof 7:30 Bill Cosby 8.00 Northern Currents 8.30 Charlie Chaplin 9.00 Dean Martin 10.00 Naked City 10.55 Moments Of Reflection 11.00 Final Edition 11.05 Northern Lights Play- house — Mask Of The Dragon FÖSTUDAGUR 23. júní 3.30 Open House 4.00 Bewitched 4.30 The Law & Mr. Jones 5.00 Theater 8 — Mr. Belvedere Rings The Bell 6.30 Evening News 7.00 Julia 7.30 Doris Day 8.00 Wild Wild West 9.00 Laugh-In 10.00 Perry Mason 10:55 Reflection 11:00 Final Edition 11:05 Northern Lights Play- house — Montana Mike 12.40 Night Light Theater — The Gay Dog LAUGARDAGUR 24. júní 8.45 Cartoons & Chuckleheads 9.45 Captain Kangaroo 10.30 Sesame Street 11.30 Golden West Theater: Roy Rogers 12.00 Voyage To The Bottom Of The Sea 1.00 Roller Games 2.00 American Sportsman 3.00 Sports Special 5.30 Ice Palace 6.30 Evening News 6.45 Greatest Fights 7.00 Jalopy Races 7.30 It Was A Very Good Year 8.00 Gunsmoke 9.00 Flip Wilson 10.00 The Untouchables 10.55 Chaplain’s Corner 11.00 Final Edition 11.05 Northern Lights Play- house — Island Affair Shi-Nak hafði fleygt sér til jarðar lítið eitt afsíðis, og vél- byssa hans felldi drjúgum Kín- verjana, sem gerðu sér ekki strax ljóst, hvar þessi leyni- skytta var. Þorpsbúar voru heldur ekki alveg vopnlausir, þegar til kom. Margir voru með byssur faldar á sér eða hnífa. Ball hafði strax dregið upp skammbyssu sína og æddi fram. Hann varð að komast sem næst, til að geta notað hina hlaupstuttu skammbyssu. Hann sá kínverska liðsfor- ingjann rétt hjá sér og skaut á hlaupunum og hitti beint í ándlit mannsins, sem ætlaði að fara að gefa einhverjar fyrir- skipanir. Ball sá að skrúfublöð þyrlunnar voru að byrja að snúast. Það mátti aldrei verða, að hún kæmist á loft. Þá myndi fljótt berast liðsauki og fregn- ir um bardagann, og á samri stund yrði kominn óvígur kín- verskur her. Ball skaut látlaust með byssu sinni, jafnframt því sem hann ruddist í átt til vélarinn- ar. Hann var aðeins nokkur skref í burtu, þegar vélin byrj- aði að lyftast. Ball grýtti skammbyssu sinni og stökk á- fram og í dyrnar, sem stóðu opnar. Hann komst ekki nema hálfur inn úr dyrunum áður en vélin lyftist frá jörðu og þarna hékk hann á olnbogun- um og var lengi tvísýnt hvort yrði, að hann félli út aftur eða hefði sig inn. í eins konar æði rykkti hann sér inn fyrir, stökk á fætuv og hljóp fram eftir vélinni. Kínverski flugmaðurinn ieit um öxl og það kom skelfing- arsvipur á andlitið, þegar hann sá þessa ókennilegu veru koma æðandi að sér. En það stóð ekki lengi, því að Ball greip umsvifalaust fyrir kverk- ar honum og herti vel að, um leið og hann seildist með hinni hendinni í stýrispinnann og ýtti honum fram. Vélin var komin í um það bil 50 feta hæð, þegar hún byrjaði að leita til jarðar aftur. Og and- artaki síðar vissi Ball ekki lengur af sér. — ★ — ÞEGAR hann komst til með- vitundar aftur, fannst honum hann hafa verið meðvitundar- laus heila eilífð. Hann sá, þeg- ar hann komst til ráðs, að hann lá í rúmbálki í kofa Shi Nak. Shi-Nak stóð sjálfur yfir hon um og var allur ataður blóði, sem Ball þóttist sjá að myndi ekki ekki vera hans eigið blóð. Ball reyndi strax að setjast upp, eh þá fann hann sáran verk í öðrum fætinum; og þeg- ar hann leit á hann, sá hann, að buxnaskálmin hafði’ verið skorin í sundur og spelkur voru á fætinum. — Er hann brotinn? spurði hann. — Já, svaraði Shi-Nak, og allir Kínverjarnir, 12 að tölu, eru dauðir; einnig helmingur þorpsbúa. Þá fáu, sem eftir eru, tökum við með okkur til annarra stöðva. Kínverjarnir myndu myrða þau öll, ef þeir fyndu þau hér. — Það lítur út fyrir, að ég hafi valdið ykkur miklum erf- iðleikum, sagði Ball, og fólk- ið hlýtur að hata mig. Shi-Nak hristi höfuðið, og það var greinileg aðdáun í augum hans. — Hjá okkur Khambamönn- um er hermanni fyrirgefið allt nema hugleysi. Það hefur enn enginn okkar náð að eyði- leggja einn af djöflafuglunum, svo að þú ert hetja meðal vor, og þetta spyrst fljótt út um héraðið. Shi-Nak átti von á stórkost- legum aðgerðum af hálfu Kín- verjanna, eftir eyðilegginguna á vélinni og dráp allra her- mannanna, svo að hann ákvað að leiða fólk sitt langt í burt, eða inn í fjalllendið, sem heita mátti ófært yfirferðar. Það lá Ijóst fyrir, að Ball gæti ekki fylgt Khamba-fólkinu þessa fjallaleið með brotinn fótinn og Shi-Nak sagði: — Það er ekki nema um einn stað að ræða, þar sem við getum falið þig, og það er í Chambo. — Chambo? Eru ekki aðal- bækistöðvar Kínverja í hérað- inu þar? — Jú, en þar en einnig að- alstöðvar Mimang Tsong-du, svaraði Shi-Nak. Þessi félagsskapur var leyf- ar af tíbetska hernum, sem starfaði leynilega í borgunum, aðallega sem njósnarar fyrir Khambamenn. Ball átti engra kosta völ, og strax og hann hafði komið rad- íóboðum til CIA-mannsins í Nepal, héldu þeir af stað. Hann var bundinn á milli tveggja hinna dýrmætu hesta Shi-Nak. Sársaukinn í fætin- um var óskaplegur við skokk- ið í hestunum, og hann missti meðvitund. í fimm daga varaði þetta ferðalag, og Ball var ým- ist með alltof góðri meðvitund eða hálf-meðvitundarlaus af sársaukanum. Honum var ekið upp að tveggja hæða húsi og falinn í húðum á vagni. Liakan og ek- illinn drógu hann upp einn af stígunum utan á húsinu, og hann var lagður í rúm uppi á lofti. Hann vissi ekki, hvar, hvar hann var og lét sig það í rauninni litlu skipta; það eina, sem hann vissi, var, að hann var laus af þessum skokk andi hestum. HANN hafði fallið í svefn og vaknaði nú við ógurlegan sárs- auka. — Kommúnistarnir hafa fundið mig, hugsaði hann og leit upp. Þar stóð maður hálf- boginn yfir rúminu til fóta, og rétt í þessu leið enn ógnar- sársauki um allan líkama Ball. Þó að hann væri næstum með- vitundarlaus af sársaukanum, varð hann var við fölt andlit Liakan. — Það var nauðsynlegt að brjóta upp fótinn, sagði hún, hann hafði ekki fallið rétt sam an. Þessi maður er læknirinn okkar. Hann er Buddamunkur, sem starfaði sem læknir áður en Kínverjarnir komu. Næsta dag, eftir að hafa sof- ið 16 klukkustundir var Ball með fullri rænu, að honum fannst, um margra daga skeið. Honum var sagt að hann væri í herbergi upp yfir „tehúsi“ Liakan, en honum heyrðist um kvöldið, að þetta hús myndí gegna fleiri hlutverkum, en t* hússins eins.

x

Ný vikutíðindi

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Ný vikutíðindi
https://timarit.is/publication/881

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.