Ný vikutíðindi


Ný vikutíðindi - 23.06.1972, Blaðsíða 1

Ný vikutíðindi - 23.06.1972, Blaðsíða 1
WDDSCU DAGSKRÁ Keflavíkur- sjónvarpsins á bls. 5 Föstudagurinn 23. júní 1972. — 25. tbl., 15. árg. — Verð 30 krónur 'Jatafotla Hikumat Sléðaháttur borgaryfirvalda í útsvarsmálum Utnesjamenn og sveitavargar ryðjast til höfuðborgarinnar án þess að borga þar skatta! Það er ekki lengur hægt að búa við það, að Reykvík- ingar, sem bera þyngstu skattabyrðar allra lands- manna, slíti sér út til að borga gjöld fyrir alls kyns aðkomufólk utan af landi. Ekkert hefur hingað til verið við því sagt, þótt út- nesjamenn og sveitavargur ryddust hingað til borgar- innar í stórum hópum og væru á ýmsum stöðum látn- ir ganga fyrir vinnu; en það er þó ei nu m of mikið, að mörg hundruð manns skuli vera búsettir hér — stórar Framh. á bls. 4 Ójafn leikiir við Bakkus Unlgingarnir svolgruðu brennivínið af stút á Þjóðhátíðardaginn Þá er einn „þjóðhátíðar- dagurinn" enn liðinn í ald- anna skaut, til lítillar fyrir- imjndar. Útúrdrukkinn unginga- lýður réði lögum og lofum — þeir eldri voguðu sér varla út fyrir dyr, þegar líða tók á kvöldið. Ekki hefur heyrzt, að lögreglan hafi gert neina Framhald á bls. 7. Hérsleppaþærframaf sérbeizlinu! Þegar vanræktar Norourlandakonur fara einar í sumarfrí suour í lönd, getur tnargt skeð Úlfaþytur vegna greinarínnar um bamsránft Gífurlegur úlfaþytur hef- ur orðið út af barnsráns- greininni, sem birtist í síð- asta blaði. Virðist greinin hafa komið mjög við kaunin á sumum sögupersónunum, og skortir þær hvorki stór- yrði né hótanir. Sagan er þó hvergi nærri öll sögð og er vísast að meira verði birt henni til stuðnings í næsta blaði. Það er eins og himininn detti ofan á einræðisherra lítilla byggðarlaga — eins og t. d. sumir pínulitlir kaup- félagsstjórar halda að þeir séu — þegar ejnhver vogar sér að hirta þá opinberlega fyrir lögleysu og yfirgang. Maður gæti haldið, að þetta fólk hafi ekki allt hreint mjöl í pokanum, en við höfum með höndum ým- iss plögg, er bent gætu til þess. Við höfum ekkert að fela í þessu máli, fremur en öðrum. Veitingahúsið Costa Bella í Las Palmas, Maljorka, er frægt fyrir þjónustu sína gagnvart eldri konum — við skulum segja ekkjum. Þar fá þær lagsmann svokallaðan „gigolo", fyrir 500 til 1000 kr. — og sagt er að það fari ferðapeningar sumra þeirra í þessa þjónustulipru og suð- rænu kvennabosa. Eigandi skemmtistaðarins er danskur, enda munu flestar dömurnar, sem þangað sækja, vera frá Norðurlöndunum, einkum Danmörku og Svíþjóð. Blaðamaður frá danska viku- blaðinu Rapport heimsótti ný- lega þennan stað og fer ágrip af frásögn hans hér á eftir: Klukkan átta um kvöldið byrjar hljómsveitin aS spila og gigoloarnir, sem þeir í Las Palmas segja í spaugi, að séu Framh. á bls. 4 Hinn spænski gigolo sækir fast á. Hér, er dansaður vangadans ) undir suðrænni músík. Hringvegurinn og jarðaverðið Eftirspurn er þegar orðin eftir eyoibýlum austan vatna sem komast í vegasamband á næstu árum Eftirspurn er þegar orð- in eftir eyðibýlum austan vatna, sem komast í vega- sámband á næstu árum. Þarna er náttúrufegurð mikil, t.d. í Hofsdal, Ham- arsdal, Alftafirði, Berufirði og Víðidal. Silungur er þarna víða mikill í ám, jafnvel mun lax vera í sumum þeirra, sem þykir ekki slorlegt nú á dögum. . Að sjálfsögðu mun jarS- aryerð allt hækka þarna eystra eftir tilkomu hring- vegarins - og reyndar fyrr - enda er þessi vega- og brú- arlagning hið mesta þjóð- þrifafyrirtæki, þótt dýrt kunni að reynast. Mikið má það vera, ef jarðarverð hækkar ekki Framh. á bls. 4.

x

Ný vikutíðindi

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Ný vikutíðindi
https://timarit.is/publication/881

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.