Ný vikutíðindi


Ný vikutíðindi - 23.06.1972, Blaðsíða 6

Ný vikutíðindi - 23.06.1972, Blaðsíða 6
6 NÝ VIKUTÍÐrNDI lír aiiiiáliiiii lwgreglunnar: MORÐIÐ í KRÁNNI Áflogin endiiðu með skelfingum ÞANN 26. desember, 1864, urðu mikil áflog í veitingahús- inu „Gullakkerinu“ í Lundúna- hverfinu Great Safforn Hill. Gestirnir, Englendingar og 1- talskir strætisorganleikarar, höfðu rokið saman. Þegar lögreglan kom, voru óróaseggirnir horfnir, að ein- um udanteknum, Zeraphino Pellizzoni, sem þjónarnir höfðu borið ofurliði og héldu. Og á gólfinu lá maður hreyf- ingarlaus — Englendingurinn Michael Harrington. Hann var særður til ólífis. Harrington var þegar fluttur á Sankti Bartólómusar-spítal- ann, og rétt á eftir leiddi Pott- er lögregluforingi Pellizzoni að rúminu til hans. „Skiljið þér, hvað ég segi?“ spurði Potter hinn dauðvona mann.“ „Já.“ „Eftir því, sem læknirinn segir,“ bélt Potter áfram, „verð ég að láta yður vita, að þér eigið ekki langt eftir ólifað Ég bið yður þess vegna að hjálpa mér til að finna mann- inn, sem stakk yður.“ Þegar Harrington hafði ver- ið lyft upp í rúminu, benti hann á Pellizzoni og sagði: „Þetta er sá, sem stakk mig.“ Baldock lögregluþjónn hafði skrifað niður, sem sagt var, og rétti nú ítalanum blaðjð. „Ég get ekki lesið ensku,“ sagði Pellizzoni. „Harrington heldur, rnl því fram, að þér hafið stungið sig,“ sagði Potter. „Einmitt það,“ sagði strætis- organleikarinn kæruleysislega. Klukkan þrjú um nóttina lézt Harrington af sárum sín- um. í febrúar, 1865, stóð Pelliz- zoni fyrir rétttinum, sakaður um morðið á Harrington og ennfremur um morðtilraun við þjóninn Alfred Rebbeck. Hann neitaði sekt sinni. Rebbeck skýrði svo frá, að hann hefði neitað Pellizzoni um aðgang að veitingastofunni. „Ég sagðist ekki vilja nein ólæti, og í sömu andrá þreif hann hnífinn og rak hann í síðuna á mér. Rétt á eftir sá ég hann ráðast á Harrington. Þá voru engir aðrir ítalir í veitingastofunni. Ég reyndi að koma Harrington til hjálpar, en féll í öngvit áður en mér tækist það.“ Frederick Shaw, gestgjafinn í Gullakkerinu, bar það fyrir í réttinum, að sakborningur- inn hefði komið inn um sex- leytið um kvöldið og hótað að drepa alla Englendinga, sem þar voru staddir. „Samstundis logaði allt í slagsmálum," hélt Shaw áfram. „Ég sá Harrington hníga niður á gólfið, og er mér varð ljóst, að hann var hættulega særð- ur, kallaði ég tafarlaust á lög- regluna.“ Fleiri vitni töldu sig hafa séð Pellizzoni stinga Harring- ton með hnífnum og héldu því fram, að allir hinir ítalarnir hefðu þá verið farnir út úr veitingastofunni. Fawel lögregluþjónn, sem fyrstur hafði komið á vettvang, skýrði svo frá, að þegar hann kom inn, hefði maður að nafni King haldið hinum ákærða. Og Fawel hélt áfram: „Harrington lá í einu horni veitingastofunnar, og sakborn- ingurinn var eini ítalinn, sem ég sá þar.“ Vitni verjandans héldu því hins vegar fram, að fleiri ítal- ir hefðu tekið þátt í áflogun- um, og hefðu þeir allir barizt með hnífum. Lýstu þeir því ennfremur yfir, að það hefði ekki verið Pellizzoni, sem veitt befði Harrington banasárið, heldur annar ítali, Gregorio Mogni að nafni. Vitnin Angelinetta og Mossi töldu engan vafa leika á því, að hér væri farið mannavilt, Pellizzoni og Mogni væru mjög líkir í útliti. Og þar við bættist, að enginn hafði séð Mogni eftir að morðið var framið. Eigi að síður var Pellizzoni dæmdur til dauða, og vakti dómurinn miklar æsingar með- al ítala í London. Sendiherra Ítalíu átti viðræður um málið við innanríkisráðherrann, og blöðin létu svo ummælt, að ekki væru nægar sannanir fyr- ir því, að Pellizzoni væri sek- FRÚ BECKER var kona komin af léttasta skeiði. I belgíska iðnaðarbænum Liége könnuðust margir við hana af orðspori. Hún var ekkja og lét sér mjög annt um alla sjúka og þjáða. Hún var alltaf boðin og búin til að veita hjálp sína og hjúkra þeim sem veilir voru. Hún hafði líknarhendur sem kallað er, það var eins og öllum liði betur, er hún fór um þá höndum. Frú Becker hafði að sjálf- sögðu mikla læknisreynslu. Voru það því margir, sem leit- uðu, til hennar, er vildu spara sér lækniskostnað, því að hún tók aldrei greiðslu fyrir aðstoð sína, enda kvaðst hún ekki hafa af öðrum lærdómi að miðla, en þeim, sem reyns’an hafði kennt henni. En allt í einu fóru að berast nafnlaus aðvörunarbréf til lög- reglunnar í Liége. Þar var því ákveðið haldið fram, að frú Becker væri glæpakvendi. Hún hefði með eitri ráðið af dög- um tvær gamlar ekkjur, frú Lange og frú Weiss, og um leið náð undir sig sparifé þeirra. Báðar þessar konur höfðu dáið um líkt leyti. Frú Lange hafði fundist látin í íbúð sinni 26. sept. 1936. Undanfarnar vikur hafði hún verið mjög las- in, og var það ekkert undrun- arefni um svo gamla konu, því hún var komin yfir sjö- tugt. En bréfritarar bentu nú á það, að frú Becker hefði litið „Gregorio Mogni verður að finnast,” sögðu þau. „Allt verð ur að gera til að hafa uppi á honum sem allra fyrst.“ Daginn áður en taka átti Pellizzoni af lífi, var Mogni handtekinn i Birmingham, þar sem hann hafði játað á sig morðið fyrir ítölskum presti. Sannað þótti, að það væri hann, sem veitt hefði Harrington banasárið, en vegna málsatvika var hann að- eins ákærður fyrir manndráp. Hinn 2. marz var Gregorio Mogni leiddur fyrir réttinn og sakaður um manndráp. En nú neitaði hann sekt sinni. Margir vitnaframburðir frá fyrri rétt- arhöldum voru einnig notaðir í hinum síðari, og auk þess bar frú Shaw, kona gestgjaf- ans, sem ekki hafði borið vitni áður, það fyrir réttinum, að Mogni hefði slegið mann sinn í rot. Ennfremur kvaðst hún hafa séð ítalann ráðast á Harr- ington. Bróðir sakborningsins, Gio- vanni Mogni, hélt því hins vegar fram, að Harrington og nokkrir aðrir Englendingar hefðu ráðist á Gregorio. Hefði hann hrópað á hjálp og höggv- ið villt á báðar hliðar með hnífnum sínum. Ballantine dómari tók hníf að borði sínu og sýndi vitninu. til gömlu konunnar í veikind- um hennar. Sama máli var að gegn um frú Weiss, sem lézt 2. okt. 1936. Hún var einnig einstæðingur og frú Becker hafði stundað hana. Lögreglustjórinn taldi það skyldu sína að rannsaka hvort nokkur fótur væri fyrir þess- um orðrómi. Hann lét kalla frú Becker á sinn fund. Hún virtist mjög undrandi yfir þvi, að nokkur skyldi geta ætlað sér slíkt og tók mjög nærri sér þessar aðdróttanir. Hún sagð- ist hafa heimsótt þessar gömlu kunningjakonur í veikindum þeirra og reynt að hjálpa þeim eftir veikum mætti, eins og venja sín væri, þegar til sín væri leitað. Hún sagðist hafa gefið þeim báðum jurtaseiði, lyf, sem sér hefði oft reynst vel. Lík beggja kvennanna voru rannsökuð, en það var ekki unnt að finna nein merki þess að um eitrun væri að ræða. Lögreglustjórinn sá þá ekki ástæðu til að halda réttarrann- sókn áfram og leyfði frú Beck- er að fara, en varaði hana þó við því að gefa vinkonum sín- um jurtaseyðiste. En herra Lebrun, yfirmað- ur rannsóknarlögreglunnar, vildi ekki alveg sleppa augun- um af „hinni hjálpsömu frú Becker,“ eins og hún var al- mennt kölluð. Hann fól fjórum aðstoðarmönnum sínum að rannsaka æviferil frú Becker „Hafið þér séð þennan hníf áður?“ spurði hann. „Já,“ svaraði Giovanni. „Þetta er hnífurinn, sem Gre- gorio varði sig með.“ Maður að nafni Pietro Mar- aggi kvaðst einnig hafa séð hinn ákærða með hníf í hend- inni. „Ég reyndi að taka hann af honum,“ sagði vitnið. „En Gre- gorio svaraði, að án hnífsins myndi hann ekki komast lif- andi út úr kránni.“ Loks var hinn dauðadæmdi Pellizzoni sóttur og leiddur fyrir dómarann. Hann endur- tók fyrri framburð sinn og kvaðst hafa setið í veitinga- stofu einni skammt frá Gull- akkerinu þetta umrædda kvöld. Hefði þá ítali nokkur komið hlaupandi inn og sagt sér, að Englendingar hefðu ráð ist á frændur hans, Giovanni og Gregorio, og væru þeir í háska staddir. Síðan hélt hann áfram: „Frú Shaw mætti mér við dyrnar og bað mig að stilla til friðar. En þegar ég kom inn í veitingastofuna, fékk ég þungt högg í höfuðið og féll í ómegin. Þegar ég rankaði við mér, var lögregluþjónn ofan á mér. Á lögreglustöðinni var mér sagt, að ég væri sakaður um að hafa stungið Alfred og fylgjast með gjörðum henn- ar. Frú Becker, sem hét fullu nafni Marie Petijean, var 56 ára gömul. í æsku sinni hafði hún starfað við kjólaverzlun og gifst 22 ára að aldri Char- les Becker trésmið, sem rak sjálfseignarverkstæði. Það virt- ist ekkert vera hægt að fetta fingur út í framkomu frú Becker á þessu skeiði ævi henn ar. Nágrannar hennar báru henni hið bezta orð. Það var ekki fyrr en frú Becker tók að reskjast að á henni varð skyndileg breyting. Hún fór þá allt í einu að halda sér óvenju- mikið til og skemmta sér. — Einkum lagði hún lag sitt við ung glaðlynd hjón, Paul Casta- dot og konu hans, sem voru barnlaus. Um þetta leyti veikt- ist Charles Becker skyndilega tærðist upp á skömmum tíma og dó. Var vinum hans það mikið undrunarefni, því hann hafði alla ævi verið mjög heilsuhraustur. Læknirinn, sem stundaði hann, kvað dauða- meinið vera krabba. Nokkrum mánuðum síðar tók frú Castadot undarlega sótt. Það toldi ekki niðri í henni nokkur fæða og á skömmum tíma veslaðist hún upp. Frú Becker var þá byrj- uð að brugga sitt vinsæla grasa seyði og gaf sjúklingnum. Kon- an dó. Þeir sem voru kunnugastir gerðu ráð fyrir því, að frú Becker ætlaði sér frúarsessinn Rebbeck með hníf. Annað veit ég ekki. Ég er ekki góður í ensku.“ Gregorio Mogni var sekur fundinn um manndráp og dæmdur i fimm ára fangelsi. En samt sem áður neitaði inn- anríkisráðherrann að láta hinn fangann lausan. Hvers vegna? Jú, Pellizzoni hafði ekki enn verið sýknaður af ákærunni um morðtilraun gegn Alfred Rebbeck. Þann 12. apríl stóð Pelliz- zoni aftur fyrir réttinum, í þetta sinn sakaður um morð- tilraun. Rebbeck bar vitni og hélt því fram, að það væri hann, sem hefði veitt sér sár- ið, er kostaði hann tveggja mánaða sjúkrahúsvist. En nú var Pellizzioni heppn- ari en í fyrra sinnið. Hann var sýknaður og látinn laus nokkr- um dögum síðar. En hafði allur sannleikurinn komið i Ijós? Var Pellizzoni saklaus? Hafði verið farið mannavilt á honum og Mogni? Margir héldu því síðar fram, að Mogni hefði fórnað nokkr- um árum ævi sinnar til þess að bjarga lífi frænda síns — en enginn mun nokkurn tíma fá fulla vitneskju um það, hver hélt á morðvopninu þetta vetr- arkvöld í kránni Gullakkerinu. í stað látnu vinkonunnar, — Castadot mun ekki hafa sætt sig við það, en kunningsskap- ur þeirra hélzt. Þannig var sagan rakin á- fram. 19. október 1934 söknuðu kunningjar Lamerts nokkurs Bayer hans í kaffihúsið, þar sem hann var venjulega að hitta, og er nokkrir dagar liðu svo að hann kom ekki, fóru tveir þeirra heim til hans. Hann hafði þá legið rúmfastur og var enn mjög þjáður, en við rúm hans sat frú Becker eins og verndandi engill. —Þið skuluð ekki óttast um mig, sagði sjúklingurinn, Mar- ía annast mig af mestu prýði. Þetta var roskinn maður, vel efnaður. Eftir hálfsmánaðar- legu var hann horfinn úr tölu lifenda. í byrjun desember-mánaðar þbssa sama árs, kynntist frú Becker konu að nafni Julia Bossy. Hún var nokkuð við aldur, en mikil fjörkona. Þær urðu hinir mestu mátar: Og næstu vikurnar sáust þær oft saman á skemmtistöðum borg- arinnar, 1 kaffistofum og kvik- myndahúsum. Allt í einu veikt- ist frú Bossy, og að tveimur dögum liðnum var hún Íiðið lík. Rannsóknin leiddi ennfremur í Ijós að fimm aðrar rosknar konur, sem verið höfðu í kunn- ingsskap við frú Becker, dóu með vofveiflegum hætti. Frú Becker var nú aftur ur. (I (irirlíltTl 'rrr/i' Gáeðakonan frú Bcrkcr

x

Ný vikutíðindi

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Ný vikutíðindi
https://timarit.is/publication/881

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.