Ný vikutíðindi


Ný vikutíðindi - 30.06.1972, Blaðsíða 1

Ný vikutíðindi - 30.06.1972, Blaðsíða 1
K3 tf WD OS CLD IQQQOP .1..........DPDDÐÐaOOaO ..^uuuuuuwjwim»»ww»i»«<»'wm--w —¦— . ... — "*" -----"" DAGSKRÁ Kefíavíkur- sjónvarpsins á bls. 5 Föstudagurinn 30. júní 1972. — 26. tbl., 15. árg. — Verð 30 krónur §lenzk p®riióst|ariiffi i liöín Samfaratilbrigði landsmanna á fjölum erlendis íslendingar hafa löngum leitað frægðar og frama í borginni við sundin, Kaup- mannahöfn. Bar það stund- um til hér áður að hæfi- leikamenn komust til mikils vegs meðal danskra, urðu hátt skrifaðir embættis- menn, sem gengdu ábyrgð- Oirstöðum. r Síðan gerðist það að við sögðum okkur úr lögum við Dani og hafa íslenzkir á- gætismenn siðan leitað sér frama á öðrum sviðum en áður, ef marka má auglýs- ingu, sem oss barst nýlega frá Kaupmannahöfn. Aug- lýsing þessi var í Dagens Nyheder og hljóðar svo í lierrans nafni,- „Live show hele dögn- et. — Kom og se de fant- astiske islanske samleje- varianter performeret av den fabelhaftige islanske sexpot Ingeborg Iron- sköd." Þegar blaðinu barst aug- lýsing þessi, fórum við þeg- ar á stúfana til að reyna að komast til botns í því, Framh. á bls. 4 *)atafclla tikumar JH Makaskípti í tízku Góð borgara r í kynsvaiii Talsvert mun það hafa v'erið tíðkað, einkum i Am- eríku vestur, að ástunda ýmsa leiki í sambandi við' ftin svokölluðu feimnismál. Sjí_ leikurinn, sem einna mestrar hylli hefur notið, einkúrn • meðal miðaldra millistéttarfólks, eru hin svokölluðu makaskipti — kennd við svallveizlur. Ekki er vitað til að þessi iðja hafi verið stunduð hér hingað til svo nokkru nemi, en þó er nú svo komið að blaðið hefur fregnað, að landsiiienn séu farnir að taka við sér í þessum efn- um eins og fleirum. Tiðindamaður blaðsins ætlaði ekki að trúa sinum eigin eyrum, þegar honum var þoðið að taka þátt í einni slikri kynsvall-veizlu — auðvitað að því tilskildu að hann kippti konunni með. Að vísu var það ekki hægt, þar sem blaðamaður vor er ókvæntur, en ekki ; NotiS sjóinn og sólskinið var viðkvæðið hjá Benna Waage. — Og ekki síður hjá vinunum Ingólfi í ýtsýn og Guðna í Sunnu. vildi hann verða af gleð- inni, svo nýfráskilin hefð- arkpna var tekin með til gleðinnar. Hér fer á eftir frásögn hins léttúðuga tíðindamanns ¦Nýrra Vikutíðinda: „Þegar ég kom í partíið, voru all-margir komnir á staðinn. Flest var þetta skrifstofufólk, bankamenn og srná-heildsalar, einn Framh. á bls. 4 Ægilegt öryggisleysi á sjó Björgunarbátar ryðgaðir fastir Það fer ekki hjá því, að menn renni huganum að ýmsu varðandi sjómennsku og þá ekki sízt öryggi í sambandi við Hamranes- málið. Það er víst óhætt að full- yrða, að ekki takist alltaf jafn giftusamlega til eins og þegar Hamranesið sökk, að skipshöfnin hafi fimm klukkustundir til að komast í bátana. Sannleikurinn mun vera sá, að gífurlega mikið vanti á að lögboðins öryggis sé gætt varðandi björgunar- tæki á íslenzka fotanum. Það hefur iðulega komið fyrir, þegar skip hafa ver- ið tekin í slipp i svokallaða klössun, og átt hefur að liðka til þann útbúnað, sem notaður er til þess að koma björgunarbátunum á flot, að engu hefur verið hægt að þoka úr stað. Fróður maður tjáir okk- ur-að eitt sinn hafi til dæm- is Egill Skallagrímsson (seinna Hamranes) verið að fara á síld eftir vetrarveið- ar og þegar átti að taka björgunarbátana af báta- dekkinu til. að rýma fyrir nótabátunum . þurfti að beita logsuðugræjum. Blað- inu er ekki kunnugt um það, hvort búið var að kippa þessu i lag, þegar sama skipið fórst; nú fyrir skömmu. ' Annað sláandi dæmi um forkastanlegt eftirlit með öryggisútbúnaði skipa, er það, þegar Fylkir fórst hér um árið, eftir að hafa feng- ið tundurdufl í vörpuna (eins og Hamranesið ?). Skipið sökk á tæpu kort- éri; og þegar skipshöfnin ætlaði að fara að koma björgunarbátunum á flot, kom það í ljós, að allt var kolryðgað fast og engu varð haggað. Skipverjar urðu bókstaflega -að biða þess-í, ofvæni, að j nægilega slag- síða kæmi á skipið, til að hægt væri að stugga björg- unarbáti á flot, þæ.a.s. þeg- ar skipið væri bókstaflega. lagst á hliðina. Það verður tvimælalaust að bera meiri virðingu fyr- ir sjómannslífum en nú er gert — og.gera verður kröf- ur - til - þ ess - að reglum um i öryggisútbúnað i skipum sé- framfylgt til - hins ýtrasta. ? Er að fara fyrir Alþýðu- flokknum eins og 17. júní?

x

Ný vikutíðindi

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Ný vikutíðindi
https://timarit.is/publication/881

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.