Ný vikutíðindi


Ný vikutíðindi - 30.06.1972, Blaðsíða 2

Ný vikutíðindi - 30.06.1972, Blaðsíða 2
2 NÝ VIKUTÍÐINDI SMELLIN GLEÐISAGA HEIMMAÐU NÝ VIKUTÍÐINDl Útgefandi og ritstjóri: Geir Gunnarsson. Ritstjórn og augiýsingai Hverfisgötu 101A, 2. hæð Sími 26833 - Pósth. 5094 Prentun: Prentsm. Þjóðviljans Setning: Félagsprentsmiðjan Myndamót: Nýja prentmynda- gerðin Fiskurinn Allir íslendingar munu vera á einu máli um nauð- syn útfærslu landhelginnar. Því er ef til vill ekki ástæða til að gera hana að um- ræðuefni. Þetta er væntan- lega allra áhugamál. Samt má nú liamra á því. Sjaldan er góð vísa of oft kveðin, þótt við hér á Nýj- um vikutiðindum förum ekki i fótspor blaða, sem hugsa pólitískt með kjós- endur að bakhjarli. En hér er fjöregg i veði. Fiskurinn er og verður matur og megin þjóðinni. I tímaritinu Ægi er sagt frá Fiskiþingi og þar sagt „að ein áhrifaríkasta að- gerðin til verndunar fisk- stofnum við strendur Is- lands sé fólginn í því að vernda þau ungviði, sem komist hefur til nokkurs þroska á fyrsta aldursskeiði við eðlileg skilyrði náttúr- unnar, og því er lagt til að ýmist banna eða takmarka mjög veiðisókn i yngri ár- ganga fiskistofna. Auðvitað! Það hefur tíðkast alltof lengi að láta káta skip- stjóra vaða með veiðarfæri og moka upp ungviði, — öllum til tjóns nema þeim sjálfum. Hér verður að spyrna við fótum. Einstaklingar verða að taka tillit til heildarinnar. Ef þeir hugsa ekki fyrir deginum á morgun, þá hugsa þeir ekki heldur fyr- ir dætrum sínum og sonum. Landhelgin og verndun unga fisksins þarf að hald- ast í hendur. Það er þjóðarnauðsyn. RONNIE var í kröggum. Að vísu hafði hanm pínt nokkur hundruð pund út úr hinni for- ríku ungfrú Mayers fyrir að- eins hálfum mánuði, og fyrir þrem vikum hafði hann grætt álitlega upphæð á auglýsing- um fyrir minni háttar fyrir- tæki. En síðan hafði hann eng- ar tekjur haft — og hvað duga nokkur hundruð pund fyrir heimsmann, sem borðar mið- degisverð á Ritz, fer á hunda- veðhlaup á laugardögum og verður að öðru leyti að hugsa um samkvæmisskyldur sínar. Það er eins og fólk væri fastheldnara á peningana um þessar mundir. Ungfrú Mayer hafði verið eini ljósi punktur- inn lengi, og nú var hann næst um auralaus. Hann átti aðeins fjörutíu pund eftir í sínu skrautlega veski, og nú skipti hann þeim í dagskammta með tíu pund í hverjum. Það var laugardagur í dag, og ef honum vildi ekkert til happs fyrir miðvikudag, var úti um hann. Tilhugsunin gerði hann óró- legan. Hann fór að velta því fyrir sér, hvort þetta stafaði af hinum erfiðu tímum, eða var það ef til vill af því að hann væri að verða gamall. Hann skoðði sig vandlega í speglin- um og virtist hann sjá dálitlar hrukkur kringum augun, sem ekki höfðu verið þar áður. „Svai attan,“ sagði hann hátt og lagaði á sér bindið. „Hvort orsakast þetta af því að tíminn hefur hlaupið frá mér eða af því, að ég er pen- ingalaus? Þetta má ekki svo til ganga; ég verð að sjá til, hvort kvöldið býður ekki upp á tækifæri.“ Hann andvarpaði, fór í frakkann og hélt svo af stað í sérstakt samkvæmi, þar sem hann vonaðist til að hitta fólk, sem honum félli í geð. Hann veifaði leigubíl, en bílstjórinn ók áfram án þess að taka eft- ir honum; enn eitt merki þess að gæfan hafði snúið við hon- um bakinu. f lestinni stóð hann þétt upp að fallegri konu í dýrindis loð- kápu. Hún var á alveg réttum aldri — ekki svo ung að hún legði mikið upp úr peningum og ekki það gömul að tilfinn- ingalíf hennar væri farið að dofna, Ronnie mundi eftir gamla máltækinu, að betri væri einn fugl í hendi en tveir í skógi, steig á tærnar á henni og tók ofan. „Fyrirgefið,“ sagði hann og brosti, svo skein í hvítar tenn- urnar. „Ekkert að fyrirgefa; manni er troðið hér eins og síld í tunnu.“ „Það er fallegt af yður að taka það þannig,“ svaraði Ronnie, „já, það er erfitt að komast um borgina um þessar mundir.“ „Já,“ samsinnti hún, „manni bregður illa við bílinn sinn.“ Hún var augsýnilega sú rétta. Sjálfstraust Ronnies jókst, og áhyggjuhrukkurnar hurfu sem fyrir töfrasprota. „Skemmtanalífið er líka allt annað en áður var,“ sagði hann í kvörtunartón, „það er ekkert gaman legur og allir vinirnir farnir burtu. Ég vildi gjarnan fara til vígstöðvanna," laug hann. „En ég hef þýðing- armiklum störfum að gegna hér í London, og þegar ég loks, eins og nú í kvöld, get tekið mér frí i nokkrar klukku stundir, veit ég varla hvað ég á að gera af mér.“ „En hvað það var leiðin- legt,“ sagði konan brosandi. „Þér lítið nú annars ekki þann- ig út, að yður þyrfti að vanta félagsskap.“ Hann horfði fast í augu hennar, mátulega blíðlega og þunglydislega. „Hvað gagnar það að eiga vini? Maður veit ekki einu sinni hvort þeir eru lífs eða liðnir,“ sagði hann. Svo bætti hann við eins og honum hefði dottið það allt í einu í hug: „Gætuð þér nú ekki hugsað yður að drekka eitt glas af víni með mér? Ég veit að þetta er frekt af mér, en mig langar svo mikið að tala við einhvern. Ég hef svo mikla þörf fyrir það einmitt nú.“ Þetta var einmitt það, sem hún hafði vonazt eftir. „Ég var nú annars á leiðinni í samkvæmi," sagði hún eins og hún væri á báðum áttum. Allt „Ég skal segja þér það, lags- maður, að allt tal um, að á- hyggjur séu aðalmein þjóðar- innar, er tóm vitleysa.” „Svo-o, hvað hefir þú fyrir þér í því?“ „Það skal ég segja þér, lags- maður. Áhyggjur eru sumsé alls ekki til. Aðalmein þjóð- félagsins eru þessir svokölluðu sálfræðingar, sem hafa skapað sjálfum sér bissness með því að telja okkur trú um, að við séum alltaf og eilíflega of- hlaðnir áhyggjum.“ „Nei, nú þykir mér týra. Heldurðu að þú takir ekki full- mikið upp í þig?“ „Nei — ónei, lagsmaður. Reyndu að hugsa rökrétt og þá kemst þú að sömu niðpr- stöðu og ég, lagsmaður. Sjáðu nú til: „Ég skal gera mitt bezta til þess að bæta yður upp það, sem þér farið á mis við,“ sagðí hann kurteislega. „Ég efast ekki um það,“ sagði hún hlæjandi. „Við skul- um þá segja það.“ Þau fóru út úr lestinni, og hann tók undir handlegg henn- ar. Þau fóru inn á litla veitinga- stofu, og kunningsskapur þeirra óx eftir því sem þau tæmdu fleiri kokkteilglös. Án þess að hika eyddi Ronnie tíu pundunum, sem hann hafði ætl að til næsta dags. En bar er nú ekki staður, til að sannfæra konu um heið- arlegan tilgang sinn. „Hér er svo mikil reykjar- svæla, Ruby. Hvað segir þú um að við fáum okkur ferskt loft?“ „Jú, gjarnan, elskan,“ draf- aði í Ruby, um leið og hún tæmdi glasið. „Það þarf ekkert umstang mín vegna. En þegar þú segir það, þá finnst mér líka anzi heitt, og auk þess er allt of margt fólk — ekki satt, Ronnie?“ Hún var ekki lengur fallega konan, sem vakið hafði athygli hans í lestinni. Áfengið hafði skolað af henni Ijómanum. Ronnie varð að halda utan um hana og styðja hana, þeg- ar þau gengu út úr veitinga- stofunni. En litla fjöðrin í hattinum hennar klæddi hana mjög vel, og hún leit ekki af honum. Hann brosti til henn- ar, en annars var honum ekki Það er aðeins tvennt, sem getur skapað þér áhyggjur: Annað hvort hefir þú heppn- ina með þér, eða þá að þú hefir ekki heppnina með mér.“ „Jæja, látum svo vera.“ Nú, nú, — ef þú hefir heppnina með þér, þá er nátt- úrlega engin ástæða til að vera með áhyggjur. Ef þú hef- ir aftur á móti heppnina ekki með þér, þá er aðeins tvennt, sem kemur til greina og or- sakað getur áhyggjur. Annað hvort ert þú fílhraustur, eða þá að þú ert veikur.“ „O-jæja, það er nú svo og svo, en haltu bara áfram.“ „Já, ef þú ert fílhraustur, þá er engin ástæða til að ala áhyggjur, — nú, og ef þú ert veikur, þá kemur enn tvennt til greina, sem orsakað getur hlátur í hug, því að til þessa hafði kvöldið kostað hann ell- efu pund. Nú var um að gera að ná höfuðstólnum aftur og það með rentum. „Hvert eigum við nú að fara, kæra fröken?“ spurði hann. „Eitthvað þangað, sem við getum haft það skemmti- legt? Hvað segirðu um að við komum heim til mín?“ Hún sleit sig af honum og rétti úr sér með nokkrum erf- iðismunum. „Nei, Ronnie,“ sagði hún á- kveðin, „það er ómögulegt. En .... við gætum farið heim til mín.“ „En.. .“ „Svona, engar vífillengjur, Ronnie. Þetta er úttalað mál.“ „Já, já, Ruby,“ sagði hann eftirgefanlegur, „þá förum við heim til þín.“ Þetta gekk fram ar öllum vonum. „Ég ætla að reyna að ná í bíl,“ bætti hann við. Hann vingsaði stafnum yfir- lætislega, og honum til mikill- ar undrunar stanzaði leigubíll samstundis við gangstéttina. Hamingjan var orðin honum hliðholl aftur. En þegar þau komu til her- bergis Rubys, varð hann fyrir óþægilegu undrunarefni. Húsið var í ömurlegu fátæklegu hverfi; stiginn var bæði dimm- ur og þröngur, og íbúðin var hvorki ríkuleg né ^smekkleg eins og hann hafði búizt við. Allt í einu var honum ljóst, hver ástæðan var. Þetta var sjálfsagt einhver varakompa, sem Ruby notaði við smáævin- týri sín. Hann hló, og honum létti. Allt var eins og það átti að vera. í því ástandi, sem Ruby var, varð hún ekki erfið viðfangs fyrir mann eins og Ronnie. Hann hafði kynnzt mörgum hennar líkum og áhyggjur, sumsé: Annað hvort batnar þér, eða þá, að þú hrekkur upp af. Ef þér batnar, þá er engin ástæða til að vera með á- hyggjur.“ „Jæja, jæja, það má til sanns vegar færa. En ef ég veslast upp og hrekk að lokum upp af, eins og þú orðaðir það. Hvað þá?“ „Ja, — ef þú hrekkur upp af, lagsmaður, þá er aðeins tvennt til: Annað hvort lendir þú í Himnaríki eða Helvíti. — Ef þú lendir i Himnaríki, þá er, svi mér, engin ástæða til að vera með áhyggjur. Og ef þú lendir í Helvíti, þá verður þú svo önnum kafinn við að heilsa gömlu kunningjunum, að þér gefst ekki neinn tími til að ala áhyggjur.“ Þau hittust í járnhrautarlest. Hann steig á tær hennar — og svo kom hitt af sjálfu sér. Framhald á bls. 3 Amerísk sportsaga í lagi lagsi

x

Ný vikutíðindi

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Ný vikutíðindi
https://timarit.is/publication/881

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.