Ný vikutíðindi


Ný vikutíðindi - 30.06.1972, Blaðsíða 3

Ný vikutíðindi - 30.06.1972, Blaðsíða 3
kunni tökin á þeim; og Ruby virtist meira að segja vera al- varlega ástfangin og gerði allt sem hún gat til þess að hon- um liði vel og veik ekki frá honum. Hún var næstum of eftirlæt- issöm, svo að það fór að síð- ustu í taugarnar á honum. Hún var svo ástleitin, að hann gat ekki fengið hana til að vera al- varlega. Hann gt t.d. ómögu- lega lokkað upp úr henni, hve mikið hún ætti í reiðufé. Hann geispaði í laumi. „Þegar ég fer, verðurðu að gefa mér símanúmerið þitt, svo að ég geti símað til þín á morg un,“ sagði hann. „Það er óþarfi hjartað mitt,“ svaraði hún, „ég kem sjálf heim til þín á morgun. Það er betra en aðeins að heyra mál- róminn í mér, eða er það ekki? Auk þess hef ég engan síma hér.“ „Ég átti við númerið heima hjá þér,“ sagði Ronnie til skýr- ingar. „Heima hjá mér?“ „ Já, þitt rétta heimili." „Ég á hvergi heima annars staðar en hér. En hvað þér get- ur dottið í hug, vinur! En tal- aðu nú ekki svona mikið Ron.“ „Segirðu satt — býrðu hér?“ sagði Ronnie og brá. „Já, auðvitað. Hvers vegna ekki það? Leigan er líka lág.“ Húsaleigan er lág! hugsaði Ronnie. Guð hjálpi mér. Og ég hef eytt ellefu pundum hennar vegna. Á þriðjudag er úti um mig. Þetta er rétt og slétt verk smiðjustúlka. Það er næstum verra en þegar ég tapaði öllu mínu í kauphöllinni 1929. Svei! „Heyrðu Ruby,“ stamaði hann, „nú man ég eftir að ég hef mælt mér mót við mann klukkan hálf-ellefu. Ég verð að fara.“ Hann reis á fætur og tók staf sinn og yfirhöfn. „Nei,“ hrópaði hún, „þú mátt ekki fara svona frá mér.“ „Ég neyðist til þess, og er meira að segja orðinn of seinn.“ Það rann næstum af henni vegna vonbrigða. „Já, en segðu mér þó að minnsta kosti hvar ég get hitt þig á morgun.“ Átti ég ekki von á því? hugsaði hann. Það verður ekki svo auðvelt að losna við hana. „Ég fer burtu í fyrramálið, og það verða nokkrar vikur þangað til ég kem aftur til borgarinnar," svaraði. hann. „Ó, nei,“ sagði hún, „gefðu mér þó að minnsta kosti heim- ilisfang þitt svo að ég geti skrifað þér.“ Hvernig í fjandanum á ég að slppa úr þessum vanda? spurði hann sjálfan sig. Þetta er hræðilegt. Heimilisfang mitt læt ég hana ekki fá undir nein um kringumstæðum, en mig minnir að ég hafi nafnspjald Leons- í vasanum. Jú, hér kem- ur það, en sú heppni! Ég læt hana fá það. Leon kann tökin á henni, ef hún fer að elta hann. Hann rétti henni nafnspjald- ið. Hún leit á það og las nafn- ið. „En þú heitir ekki Leon Mortimer,“ sagði hún. „Jú, en vinir mínir kalla mig allir Ronnie,“ sagði hann. — „Jæja, nú verð ég að þjóta af stað. Ég lít upp til þín und- ireins og ég kem í bæinn aft- ur. Mundu nú eítir að skrifa mér. Ætlarðu ekki að gera það?“ Þegar hann kom út á götu, varpaði hann öndinni léttara og flýtti sér heim. Næstu sex mánuði valt á ýmsu um fjárhag Ronnie og þar með líðan hans, en fremur var hann þó í uppgangi. Hann heyrði aldrei orð frá Ruby, og Leon vinur hans, minntist ekki á hana. Lífið gekk sinn vana- gang hjá honum, og hann gleymdi henni fyrir öðrum á- nægjulegri viðburðum. En einn góðan veðurdag hringdi Leon dyrabjöllunni og var mikið niðri fýrir; og þá varð honum ljóst hvernig í öllu lá. „Hvernig er það Ronnie," sagði Leon alvarlega, „hvernig gat þér dottið í hug að láta þessa Ruby Dickson fá nafn- spjald mitt?“ „Ruby Dickson?“ endurtók Ronnie. „Ég hef aldrei heyrt hana nefnda.“ „Vitleysa,“ sagði Leon óþol- inmóður, „ég hef rannsakað málið og það kemur í ljós, að þú hefur gefið henni nafn- spjald mitt fyrir nokkrum mánuðum. En hvers vegna gerðirðu það? Ég er nýbúinn að fá bréf frá málafærslu- manni hennar í því tilefni.“ „Málafærslumaður!“ hugsaði Ronnie óttaslegin og sá sjálfan sig í huganum verða fyrir máls sókn vegna brots á hjúskapar- loforði. „Mér er alveg ókunnugt um allt þetta,“ stamaði hann hik- andi. „Það hlýtur að vera um misskilning ð ræða, því að ég hef aldrei heyrt Ruby Dickson nefnda.“ „Jæja, þú hefur að minnsta kosti gert mér stóran greiða, gamli vinur,“ sagði Leon og sló hjartanlega á herðar honum, „því að stúlkutetrið er dáið og hefur arfleitt mig að þús- und pundum.“ Brandarar Þegar ung hjón í Chicago ætl- uðu að fara að sofa, urðu þau vör við gluggagægi fyrir utan svefnherbergisgluggann. Mað- urinn fór óðara inn í stofu og hringdi í lögregluna, en frúin spígsporaði nakin um svefn- herbergisgólfin. Þegar lögreglan kom, greip hún delann glóðvolgan. Konan hafði séð fyrir því að hann .færi ekki. ■ !. Ung ekkja fór til legsteina- smiðs og bað hann um að smíða legstein á leiði hins látna eiginmanns síns með eft- irfarandi áletrun: „Sorg mín er þyngri en ég fái hana afborið.“ Nú fór svo að ekkjan og legsteinasmiðurinn urðu ást- fangin hvort af öðru. Það var hin fræga ást við fyrstu sýn. Þau urðu ásátt um að hittast næsta kvöld, og þegar leg- steinasmiðurinn fylgdi henní heim eftir nnotarlegt kvöld, spurði hann hvort hún vildi breyta áletruninni nokkuð. — Nei, svaraði ekkjan, en þú getur bætt við hana „al- ein“. NY VIKUTIÐIND! KOMPAN Broslegt sjóslys. - Litla duflið. Góðir krakkar. - Rányrkja. Skringileiki. Það er víst óhætt að segja, að skips- tapar séu sjaldan til þess fallnir að vekja almenna kátínu. Þó hefur slíkt nú skeð. Um fátt hef- ur meira verið rætt að undanförnu en hið svokallaða Hamranes-slys; og ])ótt undarlegt megi virðast, ])ái finnst fleslum þessi hörmulegi alburður næsla brostegur. Ekki eru getsakir manna um þetta mál eftir hafandi í vikublaði, en þó er yfirlýsing skipstjórans i dagblað- inu Visi næsta brosleg, svo ekki sé meira sagt, en þar lætur hann hafa eftir sér eitt og annað undir yfir- skriftinni: „Við erum engir sprengisérfræðing- ar“. Þá varð einhverjum gárunganum i bænum að orði: „Það er nefnilega það!“ Ekki rennir okkur í grun, hvað meint er með því. Annars kemur sérfræðingum sam- an um, að tundurdúfliðl sém s'þ'fökk við síðuna á Hamranesinu, hafi verið óvenju lítið — og ef til vill ekki til þess ætlað að granda skipum, því til samanburðar má geta þess, að þegar togarinn Fylkir fékk tundurdufl í vörpuna um árið, sökk skipið á kort- éri. Allir þar um borð voru á einu máli um, að það, að skipið skyldi ekki sökkva á þrem fjórum minútum, hefði verið að þakka þvi, að fullfermi af fiski var í lestinni og veitti fiskur- inn að sjálfsögðu talsvert viðnám; þannig að duflið sprakk meira út í sjóinn en ella. Hins vegar mun hafa verið tiltölu- lega lítill fiskur um borð í Hamra- nesinu, og liefði það því átt að sökkva á örskammri stund, ef um venjulegt tundurdufl hefði verið að ræða. En (sem sagt) hér mun hafa vcrið um smádufl að ræa, ef til vill sérlega hannað til þess að koma togara á hafsbotn á fimm klukkustundum! Mikið hcfur að undanförfnu verið fjargviðrast yfir hegðun unglinga ái þjóðhátíðardögum. Hefur ekki staðið á fjölmiðlum að blása út atferli hinna viðbjóðslcgu unginga, sem vaða um eins og óaldarlýður, ölóður, brólandi og bramlandi og engu eirandi. Ekki lætur lögreglan sitt eftir liggja að úthúða krakkagreyjunum, og gelur maður slundum ekki varist þeirra liugsun að álíta, að hinir visu verðir laganna séu að reyna að fá sér fjöður i hattinn með því að sýna, hve ægilegum vanda þeir standa and- spænis. Mörgum er liins vegar farið að finn- ast að kominn sé tími til þess fyrir fjölmiðla að iaka ekki bara myndir af ælandi vandræðabörnum í mis- þyrmingaleik, heldur mættu ef til vilt einhvern tímann fylgja með myndir af þeim, sem eru að gróðursetja i Heiðmörkinni aða í Svínahrauninu og yfirleitt hinum yfirgnæfandi meiri- hluta, sem ef til vill er bezta og fallegasta kynslóð, sem þetta auma eysker hefur nokkurn tímann alið. Og þá er blessað túristaflóðið að byrja fyrir alvöru. Allir komnir í stellingar að græða og eins og íslend- ingar hafa gert frá alda öðli, — er jlú semtjiður gamla trikkið viðhaft að taka og gefa sem minnst í staðinn. Yfir veginum til Þingvalla mun nú sem áður á fögrum góðviðrisdögum lianga mengunarrykmökkur frá bíla- umferðinni, og sama er að segja um veginn til Gullfoss og Geysis. Hólelin úti á landsbyggðinni munu halda áfram að vera eins og þau hafa verið, að ekki sé nú talað um alla fyrirgreiðslu. Og athyglisvert mun það verða fyr- ir útlenda ferðamenn, sem hingað koma, að kynnast þvi, hvernig þriðja flokks skílahótel leyfa sér að taka sömu prísa eins og alvöruhótel hér i borginni; en scm sagt nú ríður á að plokka túristabjálfana. Annars er það haft fyrir satt að það, sem öðru fremur hafi orðið til þess að laða útlendinga hingað, sé að kynnast hinni frumstæðu þjóð og hin- um frumstæðu skilyrðum, sem lands- lýður býr við. Á þetta ekki hvað sízt við i kamarmálum alls konar og þrifnaðar og öðrum atriðum, sem broslegt mega teljast, eins og t. d. þegar verið er að moka sápu og kar- bit ofan i gamla og löngu dauða gos- hveri. En sem sagt: úr því hægt er að græða á skringileikanum þá það. ASSA.

x

Ný vikutíðindi

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Ný vikutíðindi
https://timarit.is/publication/881

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.