Ný vikutíðindi


Ný vikutíðindi - 30.06.1972, Blaðsíða 7

Ný vikutíðindi - 30.06.1972, Blaðsíða 7
NÝ VIKUTÍÐIND! 7 ágúst, en þá voru þau stödd í New Mexico, þar sem þau heimsóttu frænku Bonnie. Á leiðinni höfðu þau rænt lögregluþjóni og tekið hann með í heils dags bíltúr, en síð- an slepptu þau honum án þess að skerða hár á höfði hans. Þetta áttu þau eftir að end- urtaka oft næstu mánuðina, og ekki varð það til að draga úr því áliti manna, að þau væru mjög fífldjörf. Þau nutu langra bílferða, óku oft stanzlaust í 16 til 18 tíma, og breikkuðu mjög bil- i® milli þeirra og lögreglunn- ar, sem vann að seinasta mál- inu, þar sem þau komu við sögu. Þau óku nú til Michigan, svo að Raymond gæti heilsað upp á föður sinn. Eftir að hafa rænt nokkra banka með litlum hagnaði, fóru Bonnie og Clyde ein af stað í hringferð um Miðvesturríkin. Raymond varð eftir hjá föð- ur sínum, en ein af vinkonum hans lét lögregluna vita, hvar hann dvaldist, og hann var gripinn og dæmdur í 263 ára nauðungarvinnu. En Bonnie og Clyde voru ekki lengi að út- vega sér mann í hans stað. Bill Jones, 17 ára gamall bílaþjófur, hafði ekki hinn minnsta grun um það, sem hann átti í vændum, þegar hann fékk að sitja í hjá glæpa- hjúunum, sem tóku hann upp 1 á þjóðvegi í Texas. Daginn eftir stálu hann og Clyde bíl fyrir utan veitingahús eitt, en eigandinn sá til þeirra, hoppaði upp á stigbrettið á bílnum og reyndi að stöðva þá. Clyde setti byssuna upp að hálsi mannsins og hleypti af skoti, sem nærri því skildi höfuðið frá bolnum. Síðan sagði hann Bill, að nú væri hann samsek- ur um morð, og það væri eins gött ' fyrir hann að fylgjast með þeim Bonnie hér eftir. Seinna var Bill tekinn, og í yfirheyrslu hjá lögreglunni skýrði hann frá því, að bæði Bonnie og Clyde hefðu notfært sér hann kynferðislega. .— Þau tóku mig til bæna, ef ég reyndi að mótmæla þeim. Það kom fyrir að þau bundu mig upp við tré, svo að ég gæti ekki strokið frá þeim. — ★ — NÆSTA fórnarlamb Barrow flokksins var Howard Hall, fyrrverandi kúreki, sem nú rak litla verzlun í Sherman í Texas. ' Um ellefuleytið um kvöldið, hinn 11. október 1932, komu Bonnie og Clyde inn í búðina til að kaupa brauð og eina dós af niðursoðnum laxi. Clyde rétti afgreiðslumanninum, Little, fimm dala seðil, en á sama augnabliki dró Bonnie upp byssu og miðaði henni á Hall og Little, meðan Clyde rændi kassann. Clýde dró líka upp byssu og rak hana í magann á Hall, svo harkalega, að maðurinn datt aft ur fyrir sig. Síðan skaut Clyde tveim skotum í magann á hon- um; og meðan hann lá þarna deyjandi á gólfinu, tíndu Bonn ie og Clyde saman ýmsar mat- vörur, sem þau höfðu á brott með sér, fyrir utan innihald peningakassans. Hinn flemtri slegna Little létu þau í friði. Mánuðirnir liðu, og þau frömdu fleiri rán, alltaf smá- LÁRÉTT: 1 bæjarnafn 7 engi 12 hestar 13 leika 15 nes 16 ósennilegar 18 skammst. 19 flani 20 vínstofa 22 beita 24 spýja 25 þefa 26 árstími 28 vanþóknun 29 titill 30 skammst. 31 hvata 33 vafaorð 34 óskyldir 35 vísindastörf 36 sign. 38 spil 39 roti 40 verkfæri 42 járnsteinn 44 húsdýrinu 45 yrkir 48 grandi 49 rótartaug 50 dugir 52 óhljóð 54 suð 55 fréttastofa 56 mótfallinn 59 tónn 60 p.t. 63 óvalin 65 snautir 66 japlaði LÓÐRÉTT: 1 herseta 2 eignast 3 þokumökkur 4 bíta 5 þegar 6 auðlindunum 7 bardagi 8 þil 9 tortryggja 10 líkamshluti 11 veiddar 12 aular 14 sakaruppgjöf 16 smekkvísa 17 glæpamaðurinn 20 líkamshluti 21 guð 22 tónn 23 skipstjóra 26 æki 27 gagnar 31 fugl 32 æðibunu- gangur 35 gleðiláta 37 snuðrara 38 fljótið 41 líffæri 42 hlutdeild 43 lagði 46 fornafn 47 öf. tvíhlj. 51 geyspaði 53 fugli 57 brún 58 fljót 61 nes 62 titill 63 ógna 64 frumefni KROSSGÁTAN rán með litlum hagnaði. Á milli ránanna slöppuðu þau af og skemmtu sér eins og hverj- ir aðrir smáborgarar, fóru í skógarferðir með matarkörfu og Ijósmyndavél, og oftast buðu þau móður Bonnie eða öðrum ættingjum hennar, með sér. Clyde var ákafur áhugaljós- myndari, og hann og Bonnie skemmtu sér oft við að taka myndir hvort af öðru. Hann stillti sér upp fyrir framan stolna bíla með vopn í hönd, og hún lét hann taka myndir af sér með vindil í munninum, eða þar sem hún beindi byssu- hlaupi að maganum á honum. Þau sýndu lögreglunni fyrir- litningu sína með því að senda myndirnar til dagblaðanna, sem stundum tóku sig til og birtu þær. Myndinni af Bonnie með vind ilinn var slegið upp með text- anum: „Reykjandi glæpa- mannabrúður“. En þá fauk hressilega í Bonnie litlu. Hún vildi ekki hafa að fólk héldi að hún væri svo gróf í sér, að hún reykti vindla. Hún, sem var svo kvenleg. Þegar þetta var, hafði hún þegar gerzt sek um margar blóðugar árásir. Bridge- Þ Á T T (I R Norður: S: G 6 2 H: G 8 4 T: 9 3 L: 7 5 4 3 2 Vestur: Austur: S: Á D 10 9 7 S: 4 3 H: K D 10 9 H: 7 5 2 T: — T: D 8 6 5 L: K 10 8 6 L: Á D G 9 Suður: S: K 8 5 H: Á 6 3 T: Á K G 10 7 4 2 L: — í skák þykja það oft glæsi- legustu vinningarnir, sem unn- ir eru með miklum mannfórn- um. Hliðstæðar fórnir er stund um hægt að færa í bridge, enda þótt þeir möguleikar upp götvist sjaldnast fyrr en eftir — ★ — OG AÐ lokum rann upp páskadagurinn, þegar þau myrtu lögreglumennina tvo, sem fyrr er frá sagt, og dag- inn eftir voru þau í blöðunum kölluð: „Hættulegustu fjand- menn Texasríkis“. Um þetta leyti var John Dillinger eftirlýstur sem: „Hættulegasti glæpamaður Bandaríkj anna“. Hinn 6. janúar komu Bonn- ie og Clyde til Dallas í Texas. Þau voru nú farin að skipu- leggja það afbrot, sem átti eft- ir að gera þau að fjendum þjóðfélagsins nr. 1., en það var frelsun hins gamla félaga þeirra, Raymond Hamilton, úr fangelsinu í Huntsville. Frú Milli McBride átti að vera milligöngumaður í þessu máli, og þau óku beint heim til hennar í stolnum Ford V 8. En einhver hlýtur að hafa þekkt þau og gert lögreglunni aðvart, því þegar þau komu gengu þau beint í gildruna. Bonnie sat kyrr í bílnum, en Clyde fór út og gekk heim að húsinu. Lögreglumaðurinn Mal com Davies var falinn í runn- | unum fyrir utan, og margir á og fara oftast algerlega fram hjá mönnum. í meðfylgjandi spili sýndi Suður þó frábæra árvekni og skilning á hinni erf- iðu aðstöðu, sem hann var í. Allir á hættu. Vestur gefur. Sagnir gengu þannig: Vestur sagði einn tígul, Aust- ur 2 lauf V 2 spaða, A 3 tígla og V 3 grönd. N—S sögðu alltaf pass, þar til síð- ast að S doblaði lokasögnina. N spilar út L 3, sem tekinn er í borði með 9, S lætur tígul sjöið í. Sagnhafi spilar nú hjarta frá blindum og fær þann slag á drottninguna, fer aftur inn í borðið á lauf og nú má S gæta sín, en hann er vandanum vaxinn og lætur hjarta ásinn í. Sá sagnhafi nú þann möguleika einan, að S hefði spaða kóng þriðja, spaða var spilað og fékk D þann slag, var nú enn farið inn í blindan á lauf. S sá hvert stefndi og losaði sig við spaða kóng í þann slag. Varð sagn- hafi nú að láta í minni pok- ann og verða einn niður í spil- inu. vopnaðir lögreglumenn biðu inni í húsinu. Frú McBride var í vörzlu lögreglunnar. — Upp með hendurnar, hróp aði Davies um leið og Clyde gekk fram hjá honum. — Hvorki fyrir þig né nokk- urn annan, svaraði Clyde og þreif til byssunnar. Tvö skot hittu Davies og drápu hann samstundis. Clyde hoppaði upp á stigbretti bílsins, og Bonnie ók af stað á æðislegum hraða. — ★ — ÞAU keyrðu í norðvestur í átt frá Dallas, og þegar þau komu til South Joplin, Miss- ouri, tóku þau sér frí. Seinasta ránið hafði gefið þeim það miklar tekjur, að þau gátu lif- að áhyggjulaus einhvern tíma. Þau slóust nú í för með Buck, bróður Clyde, og Blache, konu bans. Buck hafði nýverið losnað úr fangelsi. Skötuhjúin tóku nú til við drykkju, og gerðust svo hávær, að nágrann- arnir kvörtuðu. Einn þeirra sá af tilviljun, að þau geymdu mikið af bílnúmerum í bíl- skúrnum, og fólk reiknaði með að þau væru bílaþjófar. Lögreglunni var gert aðvart, og fimm menn voru sendir að húsinu. Það var komið undir rökkur, og J. W. Harryman, lögregluþjónn, fór út úr bíln- um og gekk að bílskúrnum, sem sneri að götunni. Glugg- arnir á íbúðinni voru yfir bíl- skúrnum. Þegar Harryman átti eftir þrjá metra að skúrnum, stakk Clyde tvíhleyptri hagla- byssu út um gluggann og hleypti af úr báðum hlaupun- um. Harryman féll dauður nið- ur. Þrír af lögreglumönnunum hlupu i skjól, en hinn fjórði stökk af stað til að hringja í eftir liðsauka. Glæpaflokkurinn var nú kominn niður í bílskúrinn, og á meðan Buck startaði vélinni, skreið Clyde fram og ýtti líki Harryman til hliðar. Bíllinn hentist áfram, og Clyde hopp- aði upp í hann. Um leið kom Blanche æpandi út úr húsinu, bílhurðin var opnuð og henni kippt inn. Bonnie skaut eins og brjálæðingur úr vélbyss- unni allan tímann; og þegar kvartettinn var horfinn sjón- um, lá einn lögregluþjónninn enn látinn í göturykinu. Inni í húsinu fannst meðal annars ljóð, sem Bonnie hafði byrjað á, en ekki gefizt tími til að ljúka. Ljóðið hét „The Song of Suicide Sal“, eða Söng ur Sjálfsmorðs-Sallyar. Hún Hún hafði fyrir löngu gert sér grein fyrir því, að heppni þeirra gæti ekki staðið til ei- lífðar og að athafnir þeirra voru í rauninni ekkert annað en sjálfsmorð. Myndirnar, sem þau höfðu tekið hvort af öðru, voru nú birtar um öll Bandaríkin, bæði í dagblöðum og á auglýsinga- spjöldum, og eftir stuttan tíma fyrirfannst varla sá maður, er ekki vissi hvernig glæpahjúin litu út. Þau þekktust fyrir ut- an mótel í Platte City, í Miss- ouri, eftir að' Bohnife hafði skot' ið niður lögreglumann, sem reyndi að stöðva bíl hennar. Þau voru umkringd, og nú kom lögreglan á staðinn í bryn vörðum bíl, en einhvern veg- inn tókst Clyde að skjóta í sundur dekkin á lögreglubíln- um, og þau sluppu í burtu einu sinni enn. En í skothríð- inni særðist Buck á höfði, og Blanche fékk glerbrot í aug- að, þegar bílrúðan brotnaði. Fjórum dögum seinna þekkti bóndi einn glæpaflokkinn, sem þá hafði lagt tveim bílum í skógarjaðri við Dexter í Iowa. Hann kallaði á lögregluna, sem nú gat komið þeim á ó- vart. í þetta sinn særðist Buck 7 skotsárum, og meðan hann lá og blæddi út, heyrði lög- reglan að Blanche hrópaði í sífellu: „Ekki deyja, pabbi, ekki deyja...“ Clyde fékk skotsár á hand- legginn, en Bonnie slapp al- gjörlega ósærð. Bílarnir skemmdust svo mikið í skot- hríðinni, að þeir urðu ónothæf- ir, en glæpahjúunum tókst samt sem áður að komast und- an með því að hlaupa í gegn- um skóginn. Lögreglan varð að sætta sig við líkið af Buck, og Blache, sem fengið hafði taugaáfall. Þeir sögðu að það væri hreinasta undur, að Bonnie og Clyde skyldu sleppa, en skýr- ingin á þessu „kraftaverki“ et sennilega sú, að lögreglumönn- unum hefi ekki þótt og æski- legt að fara inn í skóginn á Framh, á bls. 5.

x

Ný vikutíðindi

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Ný vikutíðindi
https://timarit.is/publication/881

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.