Ný vikutíðindi


Ný vikutíðindi - 07.07.1972, Blaðsíða 4

Ný vikutíðindi - 07.07.1972, Blaðsíða 4
4 NÝ VIKUTÍÐINDI * Margurite !■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■ Framhald á bls. 3 sem nýtt og ferskt ævintýri. Líkami minn hvíldi í faðmi hennar, þungur af ljúfri nautn, þungur og ástdrukkinn. Það var fyrst, er hún var farin frá mér, að ég vaknaði sem úr eins konar meðvituðum dvala, og þegar ég spurði sjálfan mig, hvers vegna hún hefði farið, þá fann ég, að ég hafði raunar alltaf vitað svarið. Hún var einfaldlega ungfrú Margurite, hin stolta og sjálfsörugga, en ístöðulausa stúlka. * Sanaa-virkið Framh. af bls. 7 steina skoppa niður á bak við okkur uppi á brúninni; og nú stóð hann þar tilbúinn að skjóta. Ég mátti engan tíma missa og skaut þrisvar. Tvö skot hittu hann í brjóst- ið. Hann snérist við og rann niður af brúninni á steinana fyrir neðan og splundraðist. Þarna hafði munað mjóu, allt- of mjóu. Ég sagði Hajid að við skyldum sleppa Sanaa-ferðinni, en hann skyldi vísa mér í átt- ina að landamærum Saudi Ara- bíu. „En það get ég ekki,“ sagði hann. „Prinsinn bað mig að koma þér til sín, heilu og höldnu. Ef ég geri það ekki, sker hann af mér hausinn eins og skot; þú veizt það.“ Ég hugsaði málið um stund og gerði mér ljóst, að litli Yemeninn minn stóð í ábyrgð fyrir mig. Þótt ég skildi við hann og legði einn af stað til Saudi Arabíu, dræpi prinsinn hann samt fyrir að óhlýðnast skipunum. Hins vegar, ef við héldum báðir til Sanaa, yrðum við drepnir áður en við næð- um þangað. „Til Sanaa förum við,“ sagði ég svo. „Af stað, hermaður.“ Honum létti greinilega yfir ákvörðun minni. Ég hugsaði sem svo, að ef ég ætti að deyja, væru til verri menn að deyja með, heldur en þessi litli villimaður. Við komumst til stöðva kon- ungssinna í fjöllunum, gnæf- andi yfir Sanaa, á þriðja degi- inum. Tvisvar í viðbót hafði verið á okkur ráðist og tvisv- ar urðum við að skjóta okkur leið í gegnum árásarhópana. PRINS Ismáil virtist ánægð- ur að sjá mig. Hann bauð mig velkominn og brosti, svo skein í hvítar tennurnar, þegar ég gekk inn í tjaldið hans. Honum hafði borist orð um skotfimi mína, og hann tók mér eins og stríðsbróður. í hans augum var ég nú meira en fréttasnápur; ég var orð- inn heiðvirður bardagamaður, manndrápsmaður. „í kvöld ráðumst við á Kit- ab, smáþorp nálægt Sanaa-veg- inum,“ sagði hann, og handlék gullinn rýtinginn sinn. „Þegar við höfum yfirtekið það, er ekkert, sem hindrar okkur á leiðinni til Sanaa.“ Svo bætti hann við: „Eini flugvöllurinn, sem Egyptar eiga eftir í heilu lagi, er í Kitab ... þeir verða gjör- samlega á okkar valdi... við getum gert við þá hvað sem við viljum.“ Ég ætlaði að fara að segja prinsinum, að mér þætti alveg eins huggulegt að horfa á bar- dagann frá háum kletti fjalls- ins, á öruggum stað, þegar hann gekk til mín og kyssti mig rökum kossi á báðar kinn- ar. Aðrir yfirmenn í tjaldinu muldruðu eitthvað til samþykk is. Nokkrir drógu rýtingana upp í virðingarskyni. Ég þurfti ekki túlk til að segja mér, hvað þetta þýddi, Prins Ismail var að heiðra mig. Hann var að bjóða mér að ríða sér við hlið í orustunni. Það eina sem ég þráði! TVÖ þúsund menn ruddust inn í Kitab þessa nótt, á jepp- um, hestum og fótgangandi. Forystuna hafði prins Ismail sem stóð í framsæti ww II, þýzkum eyðimerkurbíl; hríð- skotabyssa hans sískjótandi, deyðandi hvað sem fyrir hon- um varð. Á bak við hann, hnipraði sig gætilega saman friðarsinninn mikli John God- frey, hinn skelkaði fréttaritari. Árásin byrjaði vel. Konungs- sinnar klifruðu yfir veggina í Kitab og ráku Yemeni varð- mennina í gegn með byssu- stingjum og rýtingum. Svo, þegar hliðin voru opnuð, og ruðst var eftir mjóum stígum þorpsins, byrjaði bardaginn fyr ir alvöru. Skyndilega, er við komum fyrir horn eitt, horfðum við upp í cpið ginið á rússneskum skriðdreka. Ég renndi mér nið- ur úr bifreiðinni og þaut i burtu, inn í mjóa hliðargötu. Skriðdrekinn byrjaði að spúa eldi, og lenti sprengikúlan á byggingu, því bifreiðin með prinsinum og lífvörðum hans hafði rétt náð að komast und- an. En ég var þarna ennþá. Ég sá hvar turn skriðdrek- ans snerist, og dauðaraninn leitaði að mér. Ég var viss um að þeir, sem inni voru, væru að endurhlaða. Innan fárra sekúndna myndi byssan miða aftur og skjóta, en í þetta skipti hitta. Ég var kró- aður inni, gat ekkert farið og hvergi falið mig. En skriðdreki er skriðdreki, og mennirnir í honum voru vissulega engir fyrirmyndar hermenn. Það var aðeins eitt að ræða fyrir mig. Ég tók undir mig stökk og hljóp beint að stálskrýmslinu. Það var ekki hægt að miða nógu fljótt. Turn skriðdrekans var mannlaus. Lúgan var lok- uð. Ég beygði mig undir ranann, stakk rifflinum inn um stjórn- armannsgluggann og tók í gikkinn. Öskrið, sem heyrðist, sannfærði mig um, að ég hafði ekki misst marks. Síðan, áður en þeim gæfist ráðrúm til að opna lúguna, skautzt ég ör- snöggt upp á turninn. Auðvit- að voru þeir vesalingarnir að opna lúguna. Lokið lyftist, og andlit gægðist út. Ég skaut aft- ur, og lokið hlunkaðist niður, en ekki fyrr en ég hafði séð andlitið breytast í blóðuga kjötkássu. Tveir voru farnir — hve margir voru nú eftir inni? — ★ — ÞAÐ VAR ekki tími til að halda þessum leik áfram. Allt í einu opnaðist gluggi fyrir ofan mig og ég sé skegg- ugan Yemeni mann reiða sverð til höggs. Hann hélt í unga1 stúlku, sem var hálf út um gluggann og hálf fyrir innan. Hvort hann ætlaði að henda henni út um gluggann eða hálshöggva hana á gluggakist- unni, veit ég ekki. Næstum því ósjálfrátt mið- aði ég og skaut. Fjandmaður- inn hvarf, og sverðið skall á götuna fyrir neðan. Silkisjal stúlkunnar hafði runnið niður af herðum hennar og hún stóð þarna með nakin brjóstin óg starði á mig — örvita af hræðslu. Ég hentist inn í húsið, upp lítinn stiga, og allt í einu var ég kominn inn í skuggsýnt her bergi. En ég var ekki einn. Það hyllti í mannsmynd fyr' ir framan mig, annan striðs- mann, sem var öskureiður yf' ir ónæðinu. Með annarri hend- inni hélt hann í hálfnakta stúlku, en með hinni teygði hann sig í rýtinginn. „Nauðg- unarfélagi“ hans lá við glugg' ann, þar sem skot mitt hafði fellt hann. Það var enginn tími til að nota riffilinn, svo að ég þreif skammbyssuna úr hulstrinu og skaut um leið- Það mátti ekki tæpara standa. Sveigður rýtingurinn var þegar kominn hálfa leiðina að hálsinum á mér, þegar mað- urinn hneig niður. Báðar stúlkurnar hlupu til mín, föðmuðu mig að sér og néru andlitum sínum vanga mína. Þá rann upp fyrir mér sú staðreynd, að tvær hálf naktar stúlkur væru að faðma mig, og mér dauðbrá. Ég hafði verið í klípu hjá skriðdrekan- um, hvað þá hér, með tvö H* prinsins við fætur mér. Hvað annað, sem skeði hér eftir 1 Yemen, þá var ég hættur að berjast. Ég reyndi að koma stúlkun- um í skilning um, að við mætt- um engan tíma missa til að komast burt frá þessum stað. Konungssinar fylktu liði á göt- unum (orustan hafði ekki stað- ið nema í tíu mínútur, þegar egypsku varðmennirnir voru flestir dauðir) og rán og nauðg unarkaflinn var rétt að byrja- Ég held að þær hafi alveg skilið, hvað ég var að fara. Þær þrifu sjölin sín og voru fast á hælum mér niður stig' ann og út um dyrnar. Jeppa hafði verið lagt beint á móti, hinum megin við götuna, og við stýrið sat Yemeni-maður. Hann var upptekinn við að koma ránsfeng sínum fyrir 1 bílnum og tók þess vegna ekki eftir mér, þegar ég rotaði hann með byssuskeptinu og dr° hann út á götuna. Stúlkurnar voru þegar seztar í aftursætin, þegar ég setti í gang og ók niður þrönga hliðargötu. Við rétt sluppum, því að i því að við lögðum af stað, kom bifreið fyrir hornið full af Konungssinnum. Það hvein í byssukúlum yfir höfðum okk- ar og þær buldu á rúðunum. En við beygðum fyrir næsta horn og sluppum. Ismail prins hafði látið setja upp vegar- tálma á aðalgötu þorpsins, til að góma flýjandi Egypta. Ég ók í gegnum það á 80 kíló- metra hraða í gegnum tré- stangir, hermenn og allt sam- an; og ég sló ekki af hraðan- um, fyrr en við vorum kom- in tíu kílómetra út fyrir Kit- ab. Þá stanzaði ég og leit til baka til þorpsins, til viðbjóðs- legra morðanna, nauðgananna og ránanna. “★ — KITAB stóð í björtu báli, brennandi depill í lóttunni- Jafnvel frá staðnum, sem við vorum á, gátum við heyrt skot hvellina. Þeir héldu áreiðan- lega áfram, þangað til ekkert var eftir að drepa. Stúlkurnar tvær stóðu sitt hvoru megin við mig í myrkr- inu og héldu hvor um sig í hendur mínar, eins og þær væru hræddar um að ég skildi þær eftir þarna. Ég brosti til þeirra, til að hughreysta þær og láta þær skilja, að ég hefði Flugfélagið hefur í förum þotur af gerðinni Boeing 727,- fullkomnasta og vinsælasta farkost nútimans. Hinar tiðu og þægilegu áætlunarferðir félagsins milli íslands og nágrannalandanna eru miðaðar við þarfir hins íslenzka ferðamanns. ( Glasgow, London, Frankfurt, Osló, Stokkhólmi og Káupmannahöfn höfum við íslenzkt starfsfólk, sem er/eiðubúið að veita yður alla fyrirgreiðslu, hvert sem ferðinni er heitið. Áætlunarflug Flugfélagsins milli landa er í tengslum við^áætlunarferðir þess innanlands og áætlunarflug / annarra IATA flugfélaga erlendis. Flugfélagið býður yður beztu þjónustu og hagstæðustu fargjöld. jtf ■ 'Ht- w FLUGFÉIAG ÍSLANDS Hraöi, þjónusta, þægindi

x

Ný vikutíðindi

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Ný vikutíðindi
https://timarit.is/publication/881

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.