Ný vikutíðindi


Ný vikutíðindi - 14.07.1972, Blaðsíða 2

Ný vikutíðindi - 14.07.1972, Blaðsíða 2
2 NÝ VIKUTÍÐINDI NÝ VIKUTÍÐINDi Ctgefandi og ritstjón: Geir Gunnarsson. Ritstjórn og auglýslngai Hverfisgötu 101A, 2. hæð ^íxni 26833 Pósth. 5094 Prentun: Prentsm. ÞJóaviljans Setning: Félagsprentsmiðjan Myndamót: Nýja prentmynda- gerðin Alvara á ferðum Það er kannske að bera í bakkafullan lækinn að tala um friðun og vernd ungvið- is fiskistofns okkar, en það verður aldrei um of brýnt fyrir öllum, liversu þýðing- armikil sú friðun er. Hún hefur verið vanrækt •— því miður — en nú þarf að halda uppi áhuga og framkvæmd i þessum efn- um. Við vitum hvernig sild- in hvarf og kolinn var að fara sömu leiðina, þegar framsýnir menn friðuðu Faxaflóann. Þetta mál var eðlilega of- arlega á baugi á síðasta Fiskibingi, enda gerðar þar samþykktir um að mjög væri aðkallandi, að á af- mörkuðum svæðum með- fram ströndum landsins, þar sem vitað er að mikið er af ungfiski, sé algerlega bönnuð notkun veiðarfæra, eins og segir orðrétt í fund- argerð. Þótt raunar mæti segja, að ékki myndi nú skaða að renna öngli í sjó á þessum stöðum, þá er hér full al- vara á ferðum. Undrunarefni Tvennt er það, sem vek- ur furðu erlendra ferða- manna hér — fyrir utan loftið, vatnið og litina, — en það er sjónvarpsþjónust- an og umferð gangandi fólks um akbrautir beint fyrir framan bílana. Hvar i heiminum þekkist það, að loka sjónvarps- stöðvum einhvern vissan tima á ári, af því starfsfólk- ið tekur sér frí — einkum og sér í lagí þegar sú sama stöð græðir miHjónir, ef elcki tugmilljónir? Og hvar í menningarborg æðir tolk í hægðum sínum beint fyrir bílana — og herðir ekki einu sinni á sér, þótt bílarunan sé kom- in að þeim? Svona fólk á að taka rækilega til bæna. KAiPSVSUl. TÍOINDI Sími20«33 „Af hverju kemurðu ekki upp með mér? Við getum fengið okkur sopa.“ Andrey teygði handleggina upp yfir höfuðið og geispaði, og sveigði líkamann í stóran boga. Hún hló. „Ég er bara svp lurkum lamin eftir að hafa setið í þessari skrifstofu allan daginn, að ég þarf að teygja duglega úr mér.“ Róbert leit á mitti hennar og mjaðmir. Þau stóðu úti fyrir 'yftunni. „Allt í lagi,“ sagði hann. „Bezt að ég komi snöggvast upp. En það er virkur dagur á morgun. Ég held ég láti sopann eiga sig.“ Andrey brosti af þolinmæði og lagði lófann við vanga hans. „Ef mér geðjaðist ekki vel að þér, Róbert, myndi ég halda að þú værir leiðindaskarfur.“ Hann hló óstyrkum hlátri. Dyrnar opnuðust og þau fóru inn í iyftuna. „Styddu á hnappinn á 12. hæð,“ sagði hún. Hún brosti og varð rjóð í framan. „Mig langar að sjá, hvort þú kannt að nota hendurnar.“ Róbert roðnaði ofurlítið og hleypti brúnum. Audrey gerði honum ætíð órótt, þegar hún talaði í þessum dúr. Hann lag- aði á sér bindið og slétti úr hvíta klútnum í brjóstvasan- um. „Hættu þessu nostri við sjálfan þig,“ sagði Audrey, „ef þú ert leiður, þá segðu það bara,“ hún færði sig nær hon- um og tók höndunum utan um hann. „Svona — er þetta ekki betra en að laga á sér bindið? Róbsrt sté aftur á bak, og hendur hennar hvíldu enn á honum og hreyfðust hægt upp og niður. Hann tók um úlnliði hennar og ýtti henni frá sér. Éyftúdýrnár' opnúðust. Þau voru á 12. hæð. Hann vék til hliðar og lét hana fara á und- an út. Hún gekk nokkur skref á undan honum, afar kæru- leysislega, vaggaði út á hlið- arnar og hringlaði lyklunum í hendinni. „Geturðu ekki gengið beinni en þetta?“ sagði hann. Svo varð hann að kingja, því hann var þurr í hálsinum. „Ég vildi það svo gjarnan, ; Bobbi, en kvenlíkamar eru nú einu sinni ekki beinir. Við I erum ekki þannig skapaðar.“ „Hvernig eru þeir þá skap- aðir?“ spurði hann. „Ja, ef þú veizt það ekki, er eins gott fyrir þig að læra það í hvelli. Ég get ekki gefið þér betra ráð.“ Hún bjó í nýrri viðfelldinni íbúð. Þarna var tvíbreitt rúm með rauðri flosábreiðu. Þegar Róbert settist í sófann, var rúmið beint andspænis honum. Hann horfði á myndirnar á veggjunum, þykkt, blátt gólf- teppið, fallega lampa og myndastyttur, sem voru á víð og dreif um íbúðina. Andrey hafði ekki nóg kaup í fram- færsluskrifstofunni til að hafa efni á slíkri íbúð. Hann velti því fyrir sér, hvaðan hún fengi peningana sem á vant- aði. Hún var nú frammi í eld- húsi. Hann heyrði glamra í glösum. „Ég vil ekkert að drekka,“ kallaði hann. „Þú hefur bara gott af sopa,“ kallaði hún á móti. „Þetta er gömul fjölskyldu- blanda. Við gefum svörtu sauð- unum í fjölskyldunni hana, þegar þeir verða of leiðin- legir.“ Hún kom með tvö glös af gulleitum vökva. Hún rétti honum annað, settist við hlið honum og dró undir sig fæt- ITngra ekkjan Gleðisugu eítir IVick Tuis urna. Skóna hafði hún tekið af sér. Róbert horfði á fætur hennar. og hún tók eftir því. „Ég er sárfætt,“ sagði hún. það er ekki vond lykt af þeim, er það?“ „Nei, ekki af svona fallegum fótum,“ svaraði hann. „Ha! Þú ert ekki farinn að súpa á þessu ennþá, og þó farinn að slá mér gullhamra. Ef þú færð þér nokkra munn- sopa, nauðgar þú mér líklega.“ „Nei, það geri ég ekki, sagði Róbert alvarlega. „Af hverju ekki?“ „Af hverju ekki?“ Róbert leit til dyranna, eins og hann ætti von á að einkaspæjarar væru : þann veginn að brjót- ast inn. Hann hafði heyrt get- ið um slíkt. Hver myndi taka mark á honum, ef Audrey héldi því fram að hann hefði nauðgað henni? Hann saup á glasinu óstyrkur og naut yls- ins, sem lagði fyrir brjóst hon- um. Audrey var búin úr sínu glasi. „Ert þú áköf drykkjukona?“ spurði hann til að segja eitt- hvað. „Ég er áköf við allt,“ sagði hún. ,En hvað um þig?“ „Ert þú ákafur við allt?“ Hann lauk úr glasinu og var ekki eins óstyrkur og áður. „Ég fæ mér smávegis sem meðal,“ sagði hann. „Smávegis hvað?“ sagði hún. Audrey hallaði sér upp að honum. Hann fann að brjóst hennar þrýstust að handlegg hans. Hann hugsaði, að það væri bezt að kyssa hana, úr því þau sátu svona notalega saman. Þegar hann snart varir hennar með sínum, opnaði hún munninn. „Hvernig get ég kysst þig, ef þú gerir þetta?“ sagði hann. „Svona, bjáni.“ Róbert var fljótur að læra og hún tók handleggjunum ut- an um hálsinn á honum og dró hann að sér. Hann tók yfir um hana og þrýsti a bakið á henni. Hún gaf frá sér lága stunu og læsti nöglunum í axlir honum. „Leggðu mig aftur á bak, ‘ sagði hún. Um leið og hún hallaði sér á bakið, dró hún hann ofan á sig. „Slökktu ljósið, Róbert, það sker mig í augun.“ Róbert slökkti. „Mér geðjast vel að þér, Audrey.“ „Við skulum tala um það seinna, er það ekki?“ Kjóllinn hafði færzt upp að mitti, og Róbert fann allt í einu fætur hennar lykj- ast utan um sig og þrýsta honum fastar að henni. Ofur- lítið ískurhljóð barst frá vör- um hennar. „Ég vil að þú klæðir mig úr,“ sagði hún lágt. „Þá verð- ur þetta betra.“ Hendur og fætur Roberts skulfu, og ilmvatn hennar sveið i nösum hans. Audrey herti takið með fótunum utan um hann. „Ég vil standa upp, Audrey.“ „Æ, komdu nú. Segðu þetta ekki.“ Hann teygði sig og kveikti ljósið. „Það er að verða áliðið. Ég verð að fara snemma á fæt- ur í fyrramálið.“ „Robert, spilltu nú ekki öllu. Við gætum haft það svo gott saman.“ Hann reis upp af sófanum. Dauft bros lék um varir hans. „Því miður. En ég sé þig á morgun. Er það í lagi?“ , Hann gekk út. „Allt í lagi, fjandinn hafi það,“ sagði hún í því dyrnar lokuðust. Hún strauk hendinni um ennið. „Æ, ég er öll í uppnámi. Hvern skrattann á ég nú að gera?“ ROBERT hafði unnið í framfærsluskrifstofu Fíladelfíu í þrjá mánuði, þegar Audrey var ráðin þangað. Fyrri sam- starfsstúlka hans, Rennie Lew- is, hafði verið barin sundur og saman af múrara, sem kom til að setja arin í íbúð hennar. Hún var feit og bólugrafin, en hún bættí það upp með vilja um það, sem hana skorti á girnileik. Þegar Robert byrj- aði að vinna með henni, hafði hún reynt að koma honum til við sig með öllum ráðum. En hann skipti sér ekkert af henni. Hún komst brátt að þeirri niðurstöðu, að hann hefði álíka mikinn áhuga á henni og' fluga á kóngulóarvef. En Audrey var öðruvísi. Hún haíði langa og fagurlag- aða fótleggi, og var ekkext að hylja þá með of síðum pilsum. Hárið var svart og gljáandi og líkaminn allur með þægileg- um, mjúkum boglínum. Auk þess notaði hún ekki eins gróf- ar aðferðir til að tæla hann og Rennie hafði gert. Hún var heillandi full af kynþokka án þess að gera nokkuð serstalíi til að láta á því bera. Robert gat ekki varist að sleikja út um, þegar hann horfði á hana. Hann óskaði, að hann gæti verið athafnasamari gagnvart kvenfólki, en það var eins og eitthvað í eðli hans héldi aft- ur af honum. Hann reyndi að gera sér grein fyrir, hvað það væri, en hann komst ekki að neinni niðurstöðu. Kannski yrði það öðruvísi gagnvart Audrey, sagði hann við sjálfan sig, þegar sjálfs- traustið var sem mest, eða hann hafði fengið sér nokkur glös. ÞAU voru vön að borða saman um hádegið, og þá var- aðist Robert ætíð að reka sig á hné hennar undir borðinu. Og hann tók að bjóða henni út, og henni til sárrar gremju hagaði hann sér ætíð sem full- kominn heiðursmaður. Eftir nokkurn tíma tókst henni að fá hann til að kyssa sig, og loks að koma upþ í íbúð henn- ar, þó hún yrði ókvæða við, þegar hann gekk út og yfirgaf hana. Þegar hann var farinn, afklæddi hún sig og stóð frammi fyrir mannháum spegli og reyndi að gera sér Ijóst, hvað væri eiginlega út á hana að setja. Var eitthvað, sem hann iangaði í, sem hún hafði ekki? Hún sneri sér í hring og dáðist að nöktum líkama sin- um, án þess að geta skilið, hvað að væri. Daginn eftir, sem var föstu- dagur sökkti Róbert sér niður llúit var öðruvísi en aðrir styrk- Jicgar, sciu Róbcrt liafði kruui af — yngri og solinari. „Þarltu að fara strax. (tegar (»ú liciur aflient mer pcniiBganaÝ’* — Ilún hrosti og lmeppti írá sér kjúlnum. „Á ég ekki að endurgjalda (»á íneð einhver(u?“

x

Ný vikutíðindi

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Ný vikutíðindi
https://timarit.is/publication/881

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.