Ný vikutíðindi


Ný vikutíðindi - 14.07.1972, Blaðsíða 3

Ný vikutíðindi - 14.07.1972, Blaðsíða 3
N? VIKUTÍÐIND! 3 í skriffinnsku. Hann bauð Audrey góðan dag, en ekkert meir. „Ætlar þú að borða með mér?“ spurði hún um hádegið. „Nei, ég get það ekki. Ég þarf að heimsækja ekkju í Sjöundugötu, frú Vittorini heit- ir hún — þekkir þú hana?“ „Rosa Vittorini?" „Já.“ „Ég kannast við hana. Hún kom einu sinni hingað. Hún var svartklædd, 12 mánuðum eftir jarðaförina. Hún er ung, en hún leit út fyrir að vera hálf-dauð sjálf. Nágranni henn- ar kom með hana til okkar. Hún vildi helst ekki koma. Nágranninn sagði, að hún hefði ekki sinnu á að gera neitt. Stundum drabbast þær hrein- lega niður.“ Róbert nuddaði hökuna hugs andi. „Það er illa farið,“ sagði hann. „Ég sé þig á eftir, ef ég verð fljótur.“ „Ætlarðu ekki að hitta mig um helgina?" „Ég veit ekki, hvort ég get komið því við.“ HANN ók upp í Sjöundu- götu og fór hægt og gætilega. Á gangstéttum beggja megin var sægur af litlum börnum í boltaleik, ásamt lögreglumönn- um, atvinnuleysingjum og fylli byttum, sem sátu á dyraþrep- um og drápu tímann með því að segja brandara og hæpnar athugasemdir við kvenfólk, sem leið átti framhjá. Hann varð oft að stíga á hemlana til að aka ekki á börnin, sem hentust út á götuna án þess að líta til hægri né vinstri, rétt eins og þau væru ódauð- leg og bílar gætu ekki gert þeim minnsta mein. Róbert fékk sér sígarettu númer tvö af þeim fimm sem hann leyfði sér að reykja dag- lega. Hann var gætinn maður og fannst hann hefði náð 25 ára aldri einungis fyrir sér- staka náð forsjónarinnar; hann tók eins litla áhættu og fram- ast var unnt að komast af með. Hann vildi helst ekki hafast neitt að, nema hafa gert sér fulla grein fyrir öllum afleið- ingum, og lifði þess vegna heil- brigðu, grandvöru og leiðin- legu lífi. ROSA Vittorini bjó á ann- arri hæð í raðhúsi, sem lykt- aði af súru víni og gamalli málnmgu. Hún svaraði ekki fyrstu hringingu hans. Hann leit á úrið: 12.50; hann hafði ákveðið tímann kl. eitt. Hann hringdi aftur. Loksins var opn- að msð dyrasímanum, og hann gat gengið upp. Þegar hann drap á dyr, svar- aði hún að innan: „Ég get ekki opnað strax, Patelli Stingdu blaðinu undir hurðina. Ég er ekki klædd.“ „Þetta er ekki Patelli, frú Vittorini,“ sagði Róbert. „Þetta er Huchtinson frá framfærslu- nefndinni. Við áttum að hitt- ast kl eitt,“ Róbert heyrði runu af ítölsk- um orðum að innan. „Ó, hr. Hutchinson, afsakið mig. Ég hélt þetta væri annar. Bíðið andartak. ég ætla að smeygia mér ! eitthvað.“ Eftir stutta stund var hurð- in opnuð lítið eitt, og Róbert sá auga og höku og heilmikið af svörtu hári gægjast út. Svo var hurðin opnuð upp á gátt. „Gerðu svo vel að ganga inn. Mér þykir leitt að vera ekki tilbúin.“ Hún yppti öxlum dauflega. „Ég er nýkomin úr kirkjunni, þar sem ég bið fyr- ir Marco mínum blessuðum. Svo lagði ég mig útaf um stund til að reyna að gleyma.“ Löng stuna. „En það stoðar lítið, glatað er glatað.“ Dauft bros, tárum blandað afvopnaði Róbert. Hann gekk inn í íbúð- ina. „Gerðu svo vel að fá þér sæti,“ sagði hún og benti á gamlan hægindastól. Róbert settist og seig næstum niður á gólf. „Fjaðrirnar eru farnar að láta sig,“ sagði frúin og hló. „Hvar eru börnin þín tvö?“ spurði Róbert og leit í vasabók sína. „Alessandro og Guiletta, heita þau víst.“ „Já, þau eru hjá ömmu sinni í föðurættina úti við ströndina yfir helgina." „Þau ganga í skóla?“ „í september, Alessandro byrjar í fyrsta bekk, en Guila er of ung, aðeins þriggja ára .... æ, hvað það er heitt hérna. Hún strauk erminni um enn- ið á sér. „Þér virðist vera heitt,“ sagði hún. Af hverju ferðu ekki úr jakkanum?“ „Þakka, ég ætla að gera það“ Þegar hann fór úr jakkan- um, flýtti hún sér til hans og tók við honum: Þegar hún laut fram, sá hann brjóst hennar gegnum þunnan kjólinn. Þau voru stór og brúnleit eins og andlit hennar og hendur, en geirvörturnar voru stinnar og dökkar eins og súkkulaði. Ró- bert var stífur og spenntur, svo hann strauk hendinni urn hnakkann á sér. Frú Vittorini virti hreyfingar hans fyrir sér á sama hátt og tófa kjúklinga- búr. „Til hvers komstu að hitta mig? Ég er upp með mér af því, að stjórn þessarar stóru borgar skuli muna eftir fá- tækri konu eins og mér. Er eitthvað, sem ég þarf að gera? Eru ekki skjölin rétt út fyllt? Ávísanirnar hafa komið reglu- lega.“ „Það er allt í lagi frá þinni hálfu,“ sagði hann. „Ég kom bara til að vita, hvort þú ættir í nokkrum örðugleikum, hvort ég gæti gert nokkuð fyrir þig?“ „Ó, það var fallega gert. Þú veizt um það eina, sem amar að. Enginn maður. Getur fram- færslunefndin útvegað mann? Líttu á þessa íbúð. Það þarf svo margt að gera. Heldurðu að kona eins og ég geti gert það allt?“ Frú Vittorini þrýsti höndunum að brjósti sér til áherzlu. Róbert brosti samúðarfullur. „Ég skal segja þér, hvað þú getur gert fyrir mig. Komdu hingað snöggvast." Róbert stóð upp og gekk að sófanum til hennar. Hún sett- ist upp og þreifaði um vöðv- ana í hægri handleggnum á honum. „EKKl slæmt af skrifstofu- manni að vera,“ sagði frúin Framh. á hls. 4 KOMPAN Sumarfríin. - Nágrenni Rvíkur. - Við þjóðveginn. - Skítkast - „Herra“ Nú eru ferðalög hérlendis sannar• lega að komast i algleyming. Sumar- fríin eru að byrja og þótt margir hugsi sér til lireyfings af landi burt til hinna svokölluðu sólarlanda, þá munu eins og vænta má margir ætla sér að eyða sumrinu hérna heima. Það er raunar nær óskiljanlegt, hve fólk sækist efiir því að þeysa suður á Miðjarðarhafsströnd, einmitt þegar veður er fegurst hér á landi, en lönd- in við Miðjarðarhaf nær óbyggilcg vegna þurrka. En það er nú einu sinni svo, að fólk er stundum sólgið í það að sækja vatnið yfir lækinn. Og þegar talað er um það, hve fólk er sólgið i það að sækja vatnið yfir lækinn, þá kemur mér í liug, hve fáir af íbúum Reykjavíkursvæðisins hafa í raun og veru gert sér far úríi að ferðast hér í tuígrenni borgarinnar, en hér í kring eru ótrúlega margir uiulurfagrir slaðir og leiðir. Það er athyglisvert, að flestir Reylc- víkingar hafa aldrei komið út í Viðey. Þótt margir hafi komið í Heiðmörk- ina, eru þó fjölmargar leiðir á þeim slóðum, sem ekki hafa verið kannað- ar nema af litlum hópi fólks, að ekki sé lalað um hina undurfögru leið upp að Tröllafossi upp af Mosfellssveitinni eða gömlu þjóðbrautina norður í land í gegnum Svínaskarð ofan í Kjós. Svona mætti lengi telja; en, sem sagt, fólk ætii að gera sér far um að njóta þeirra staða í nágrenni Reykja- víkur, sem hafa upp á meiri náttúru- fegurð að bjóða en margir aðrir, sem þó meira er hampað. landfræðilega, sagnfræðilega og þá ekki hvað sízt fagurfræðilega. Upplýsingarnar í pistlum Björns Þorsteinssonar gefa vísbendingu um allt það helsta, sem vert er að veita athygli við þjóðveginn. Það er eins og dagblöðin ætli aldrei að þreytast á þvi að básúna út alla þá illmennsku, ómennsku og viður- styggð, sem æskulýðurinn í landinu viðhafi á mannamótum. Lögreglan virðist telja það skýldu sína að ausa þessum óþverra á báða bóga til fjölmiðlanna og er eins og verðir laganna telji það skyldu sína að nudda öllu ungu fólki í landinu upp úr því skrílsæði, sem örfá skít- menni (ekki hvað sízt fullorðið fólk) verða valdandi á mannamótum. Síðasta dæmið af þessu tagi er æsi- fréttirnar, sem birtust í dagblöðunum eftir síðustu helgi og greindu frá hestamannamótinu á Hellu, en þar voru fyrirsagnirnar mjög á einn veg. „ÆÐISLEGT FYLLIRÍ”, „STÓR- ÞJÓFNAÐIR Á IIESTAMANNAMÓTT „SKRlLSLÆTI OG DRYKKJUSKAP- UR”, og svona mætti lengi telja. Það er ekki hlutverk lögreglunnar að rægja saklaust fólk í dagblöðun- um, heldur sjá um að taka þá úr um- ferð, sem orðið geta til þess að sctja blett á stóran hóp prúðra unglinga. Ef menn hins vegar kjósa að fara í langferð um landið er vert að benda á bæklinga, sem teknir hafa verið saman af Birni Þorsteinssyni og gefn- ar út af Ferðaskrifstofu ríkisins. Heita pistlar þessir VIÐ ÞJÓÐVEG- INN og hafa að geyma nákvæma leið- arlýsingu á þeim leiðum, sem farnar eru, þegar ferðast er um landið. Það er alltof algengt, að fólk þjóti um þjóðvegina í einum þembingi án þess að hafa hugmynd um það, sem umhverfið hefur upp á að bjóða, Og að síðustu er oss tjáið, að siðasta baráttumál Ranðsokka sé að láta hætta að standa „herra” á víxileyðu- blöðum. Það er nefnilega dáiítið ankanalegt að hugsa sér „Herra Prjónstofan Sól- in” eða „Herra Jónína Pétursdóttir”. Ekki er Ijóst hvaða ávarpsform Rauðsokkar hugsa sér í staðinn fyrir „Herra”. Ef til vill væri bara réttast að hafa ekki neitt og leyfa þeim, sem fyllir víxilinn út, að ráða því, hvort hann kallar þann, sem víxillinn er stílaður á, herra, frú, fröken eða verzlun. Sem sagt, þessu er hér með komið á framfæri. ASSÁ.

x

Ný vikutíðindi

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Ný vikutíðindi
https://timarit.is/publication/881

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.