Ný vikutíðindi


Ný vikutíðindi - 14.07.1972, Blaðsíða 6

Ný vikutíðindi - 14.07.1972, Blaðsíða 6
KV VtKUTÍÐINDI ÞEGAR ELDFJAILIl) SPRAKK SAGT var að St. Pierre de Martinique væri borg án sið- gæðis og hefði unnið til for- laga sinna. En ef allar borgir heims ættu að dæmast eftir sið gæðinu og straffast með hraun flóði, þá yrðu varla margar borgir eftir. Daginn þann, sem s.s. Rodan kastaði akkerum í þessari dá- samlega fögru höfn, kom St. Pierre sannarlega ekki fyrir sjónir eins og úrkynjuð borg, heldur þvert á móti. Alls staðar svignuðu tré und- an iitfögrum og safaríkum ávöxtum. Heiðblár himinninn endurspeglaðist svo skært í haffletinum, að tæplega varð horft í móti. Sjórinn og lit- skrúðið í landi myndaði þá fegurstu litasinfóníu, sem ég hef nokkru sinni séð. Ég man að ég neri augun, til þess að fullvissa mig um að þetta væri allt raunverulegt. Þetta gat vissulega verið aldingarðurinn Eden, lagður marmaragangstíg- um, umluktum blómlegum görðum svo langt sem augað eygði, og Eva var þarna endur- borin í hinum fögru kreóla- stúlkum, með ljósbrúna húð og geislandi augu. Hljómlistin frá borginni bergmálaði út á höfn- ina -til ok-k-aiv--~ ....... Án þess að gruna hina hræði legu aðsteðjandi hættu, héldu íbúarnir hátíð af gáskafullri kátínu. Þegar þetta fólk gerir sér glaðan dag, þá gerir það slíkt af öllu hjarta. Hátt yfir bænum gnæfði eldfjallið Pélée, rólegt og friðsælt, aðeins leti- leg, grönn reyksúla teygði sig til lofts. St. Pierre lá þarna eins og glitrandi gimsteinn um vafinn ávaxtagörðum og blóm- skrúði í skjóli eldfjallsins. Ég þekki margar Indía-eyjar og allar eru þær fagrar, en Mart- inique bar samt af þeim öllum. -*- VIÐ létum akkerin falla og glöddumst af tilhugsuninni um góða hvíld, sem við höfðum vel til unnið. Stórir hópar af negrum komu um borð og léttu okkur störfin. Konur komu með ávaxtakörfur og hálf-fylltu klefana okkar af gylltum ferskjum, banönum, safaríkum ananas og öðrum dásamlegum, suðrænum ávöxt- um. Það færðist eins konar leti- legur friður og ró yfir skipið og við nutum þess eins að vera til í paradís á jörðu. Það lágu mörg skip á höfn- inni, skip, sem mörg höfðu bar- izt við vond veður, gömul og glæsileg, vögguðu nú hér leti- lega á úthafsöldunni. Ég ger- ist svo fjölyrtur um þetta til að reyna að sýna hið ómælan- lega djúp, sem er á milli hins bezta og fegursta í náttúrunni og hins versta og grimmúðug- asta. Okkur dreymdi ekki á þess- ari stundu, að við einir allra, sem þarna voru bæði á eynni og á höfninni, slyppum lifandi frá beim ósköpum, sem yfir dundu. Okkur grunaði ekkert. Við sáum aðeins granna reyksúl- una og ský, sem ekkki var stærra en mannshönd. Nei, St. Pierre var ekki úrkynjuð borg. Ég hef séð margt ljótara í öðr- um borgum á klukkutíma, en í St. Pierre á heilli viku. Fólk er fjörugt og kátt og hugsar lítið um morgundaginn. Tveim dögum áður en ófar- irnar steðjuðu yfir, var haldin blómahátíð. Hlátrar og gleði- læti bergmáluðu um loftið. Þúsundir smábáta flutu um höfnina, með marglitum ljós- kerum og angandi blómum. Hljómarnir frá mandólínunum blönduðust söngnum og langt í fjarska hljómaði dimm en hrein kvenrödd. Örsmátt ský leið yfir himin- hvolfið, og þegar það fór yfir toppínn á Pélée, litaðist það skyndilega dökkrautt, og svo var það horfið. Greiðasölustaðirnar -mokuðu inn peningunum þetta kvöld. Loftið var svo einkennilega þurrt, og það" er óváhalegt á þessum slóðum, þar sem venju- lega er mikill raki í loftinu. Fólk varð þyrst og svalaði þorstaaum við smáborð á gangstéttunum, þaðan sem það horfði á dansmeyjar, sem dönsuðu á götunum. Hátíðin stóð alla nóttina og daginn eftir, allur bærinn hélt hátíð. Næsta kvöld var ekkert óvenjulegt komið í Ijós. Loftið var að vísu þurrara en venju- lega og sjórinn var undarlega blýgrár. Tvö skip komu inn á höfnina og skipshöfnin barm- aði sér yfir að vera á eftir áætlun; seinna um nóttina kom svo enn eitt skip, seglskip, sem kastaði ekkerum rétt við ströndina. -•- UM dagmálabil þeyttist koll- urinn af Pélée og sprakk í ótal parta með feikna skruðn- ingi. Dökkrauður eldstólpi reis hátt til lofts. Tröllsleg reyk- súla gaus upp og flæddi á skamm-ri stundu yfir himin- hvolfið. Fíngerð, heit aska féll yfir bæinn og höfnina, og fólk hóstaði ákaft. Hitinn magnaðist ört, og svitinn bogaði af okkur í stríðum straumum. En — all- ir fullyrtu að ekkert væri að óttast, Pélée væri aðeins að bylta sér smávegis í svefni. Samt sem áður var nú Ijóst, að trén efst í hlíðum fjallsins stóðu í ljósum loga, en íbúarn- ir óttuðust ekki slíkt; annað- hvort myndi eldurinn slokkna af sjálfu sér eða þeir, sem bjuggu þarna efst, myndu slökkva hann. En mér fannst samt óeðlileg- ur blær yfir hátíðinni þennan morgun, eins konar sauðþrái gegn staðreyndunum. Fullyrð- ingarnar um meinleysi Pélées voru heldur of ákafar og yfir- borðskenndar; en hvað um það, án afláts var okkur sagt að ekkert væri að óttast; það hefði aldrei komið að sök þótt Pélée hefði spúið og svo mundi ekki heldur verða nú. Auk þess var viðurkennt, að Mart- inique var aldingarður guðs og undir hans vernd. ÞÁ VAR það, að Pélée rifn- aði og upp úr honum streymdi glóandi eldflóðið og æddi hvæs andi niður yfir hátíðaskrýdda • borgina. Það er erfitt að skýra frá • því sem nú gerðist í réttri röð. | Það er einnig erfitt að segja nokkuð um það, hvort við hefð : um getað bjargað einhverjum þeirra ógæfusömu manneskja, sem fórust í eldhafinu. Ég ef- ast um að við hefðum getað neinu til vegar komið. Gegn glóandi hraunstraum er maður algerlega magnþrota, og fyrst og fremst var það skylda okk- ar að reyna að bjarga skipinu, — eina skipinu á höfninni sem hafði gufu á og gat hreyft vél. Ef við hefðum farið í land hefð um við allir farist samstundis, glóandi hraunklumpum rigndi yfir borgina og breyttu henni á svipstundu í risavaxna lík- brennslu. Glóandi rykinu rigndi án af- lats yfir okkur, og sjórinn í höfninni var eins og sjóðandi hver. Þegar ég segi sjóðandi, þá meina ég það; og gufan, sem lagði upp af sjónum, skað- brenndi alla, sem fyrir urðu. Sjóðandi hraunstraumurinn frá rifunni í fjallinu, gereyddi öllu, sem á vegi hans varð. Við gátum aðeins séð hvað gerðist í landi, þegar vindur- inn þeytti reykjarmekkinum og gufunni til hliðar. Ég gæti hugsað mér, að eyð- ing Pampei hafi verið eitt- hvað svipuð þessu; og þótt hraunflóðið væri hræðilegt, var það ekki eingöngu það, sem þurrkaði út St. Pierre, heldur jafnvel fremur glóandi askan, sem sífellt rigndi yfir borgina. í Messina, þegar Etna sprakk, var eyðileggingin ekki nærri eins alger og hér. Marg- ir björguðust, t.d. í húsakjöll- urum, en þeir sem það reyndu í St. Pierre, brunnu allir til dauða. Gegnum þokuna sáum við bregða fyrir hópum af ör- vinluðu fólki á ströndinni, sem hljóp þar fram og aftur og æpti á hjálp. Við gátum ekkert gert. Allir björgunarbátar okkar stóðu í ljósum loga. Allt tré var gegn þurrt af hitabeltisþurrkunum og fuðraði upp eins og pappír. Bátarnir, sem fyrir skömmu höfðu verið fagurlega skreytt- ir og mannaðir prúðbúnu, glöðu fólki, voru nú brunnir til ösku, og fólkið á ströndinni var dæmt til að vera þar, sem það var komið, í þessu sjóðandi víti. Það var hryllileg sjón að sjá hvernig stórt seglskip, sem hafði vaggað letilega á höfn- inni, breyttist á augnabliki í eldhaf, og áhöfnin soðnaði lif- andi i þessum tröllslega potti. -*- ÞEIR, sem voru á lífi og höfðu forðáð sér niður á strönd ina, fengu nú yfir sig nýtt eldflóð. Hvé margir fórust er ekki vitað með vissu, en allir íbúar St. Pierre hafa farist. Okkar undraverðu björgun má fyrst og fremst þakka fyr- irhyggju og snarræði skipstjór- ans á Rodan. Það var eina skipið, sem hafði ekki látið slökkva undir kötlunum, og að eins vegna þess höfðum við möguleika á að sleppa. Segl- skipin, sem reyndu að sleppa, breyttust á samri stundu í eld- stólpa og enginn komst lífs af úr þeim hildarleik. Þegar eldregnið byrjaði að dynja yfir okkur, skipaði skip- stjórinn á Rodan öllum undir þiljur. En það var ekki ætlun hans að láta skipshöfnina stikna eins og flugur í bakar- ofni. Hann hafði frá upphafi hugsað sér að bjarga sínu fólki og sínu skipi eins og góðum skipstjóra bar að gera. : Það fyrsta, sem varð að gera, var að fá gufuna undir kötlun- um og því næst að létta akk- erum og reyna að komast til hafs. Skipstjórinn okkar er einn sá hugprúðasti maður, sem ég hef þekkt, en það skar hann í hjartað að hlusta á angistar- hrópin frá landi og geta ekkert aðhafzt til bjargar. Af heil- brigðri dómgreind var honum Ijóst, at slíkar tilraunir væru fásinna og tilgangslausar með öllu. Ef hann sendi hjálparleiðang ur í land, myndi hann tvímæla laust vera ofurseldur dauðan- um á fáum mínútum. En ef Rodan tækist að sleppa og við gætum sagt frá tíðindum, væri ef til vill möguleiki á að ein- hverjum mætti bjarga síðar. Allir símar og símaþræðir voru að sjálfsögðu eyðilagðir. -*- ÞAÐ virðist í fljótu bragði auðgert að létta akkerum og sigla út úr höfninni, en það reyndist nú samt erfiðasta verkefni, sem við höfðum til þessa fengizt við. Skipið lá fyrir tveim atker- um. Það er venja á þessum slóðum, þar sem ofsastormur getur skollið á fyrirvararlaust. En það hryggilega við þetta var, að keðjuvindan var stað- sett fremst á skipinu, og án hennar var ekki vegur til að ná upp akkerunum. Nú var að- eins sá hængur á, að framþil- Frásögn af hinum hræði- leggu náttúruhamförum á eynni Martinique. — Heil borg hvarf af yfirborði jarðar og 40.000 mann- eskjur fórust á fáum klukkustundum. Sjónar- vottur, Knut Falk, segir hér frá hinu hræðilega augnabliki, þegar eldfjall- ið sprakk. Hann segir einnig frá ógnum næstu klukkustunda og frá því, hvernig hann bjargaðist úr eldinum. farið stóð í björtu báli og þangað var engum fært. Timb- urmaðurinn reyndi að komast þangað, en féll um meðvitund- arlaus á miðri leið og bjargað- ist nauðuglega frá að brenna til dauðs, og þá var sá mögu- leiki úr sögunni. Allir hömuðust við að reyna að slökkva eldinn í þilfarinu. Við sprautuðum sjóðandi vatn- inu alls staðar þar sem til náð- ist og brenndumst til skaða, ef dropi slettist á okkur, og þarna lá Rodan föst í sínum eigin akkerum og gat enga björg sér veitt. Nú gerðist það, að gufupípan sem lá að akkerisvindunni, sþrakk og þar með fof"dlí vorl" um not af því verkfæri. Maður af annarri tegund en skipstjórinn okkar, myndi ef til vill hafa látið hugfallast, en hann hafði óbugandi vilja- þrek. Og það, sem hann ætlaði sér nú, var að reyna að slíta keðjurnar. Það virtist einföld lausn, en var nú hálfu erfiðari vegna þess að keðjurnar voru tvær. Það var einnig nauðsyn að einhver væri í brúnni, og þrátt fyrir mótmæli okkar, valdi skipstjórinn sjálfan sig til þess. Hann fór í öll föt, sem hann gat á sig hlaðið og svo gekk hann rólegur upp í brúna og skipaði: „Fulla ferð áfram." Rodan tók kipp og lagðist af öllum mætti og þunga á keðj- unrnar, en árangurslaust; þær héldu. Skipstjórinn horfði augnablik inn í kortaklefann, sem til allrar hamingju var úr stáli; svo var full ferð á ný. Það söng í keðjunum, en allt kom fyrir ekki. Andlit skip- stjórans var nú alsett blöðrum og hendur hans sviðnar til skaða. Hann sagði mér síðar, að hver andardráttur hefði ver- ið eins og glóandi eldstraumur gegnum hálsinn. Föt hans voru nú einnig tekin að loga. ÖLL önnur skip í höfninni voru nú orðin að flökum eða sokkin og áhafnirnar ýmist brenndar til dauðs eða soðnar. Ég veit ekki hve oft skipið

x

Ný vikutíðindi

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Ný vikutíðindi
https://timarit.is/publication/881

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.