Ný vikutíðindi


Ný vikutíðindi - 14.07.1972, Blaðsíða 7

Ný vikutíðindi - 14.07.1972, Blaðsíða 7
NÝ VIKUTÍDIND! æddi fram eins og trylltur uxi án árangurs. Aftur á bak og áfram á ný, en allt kom fyrir ekki, en svo að lokum brast önnur keðjan. Orustan hélt áfram með smáhvíldum, með- an skipstjórinn var að reyna að ná andanum. Einu sinni fór ég upp og bauðst til að taka við, en var skipað að hypja mig burtu, og frá stórskemmd- um munni skipstjórans rigndi yfir mig skömmum og formæl- ingum. „Þegar vélsíminn hættir að hringja," skrækti hann. „Því þá er ég búinn að vera og þá er komið að þér að taka við. Þar til getur þú hypjað þig undir þiljur." Það eina, sem ég gat gert, var að láta kynda undir kötl- unum eins og mögulegt var. „Kyndið þið, kyndið þið, þar til katlarnir springa." Vélstjór- anum var ljóst, að katlarnir gátu sprungið á hverju augna- bliki og tætt skipið í sundur, en okkur kom saman um að það yæri skárra hlutskipti en að brenna hér í hel. Nú hafði það þó sýnt sig, að hægt var að sprengja keðju og það var fyrir okkur sem lof- orð um að við ættum að lifa lengur, þrátt fyrir allt. Seinni keðjan var látin renna á enda til að fá lengra tilhlaup, en samt sem áður hélt hún. Fram og aftur þeyttist skip- ið í sinni vonlitlu baráttu, og í hvert sinn, sem það rykkti í keðjuna, var eins og tennurnar væru að hrynja úr munninum á okkur. Það var víti. Allan tímann stóð skipstjórinn í brúnni; hendur hans voru nú svo brenndar, að hann gat ekki haldið um stýrishiólið heldur notaði hann handlegg- ina. og axlirnar. Eldhafið í landi var stöðugt hið sama, og mér sýndist jafn- vel að það hefði magnazt, enda frétti ég síðar að enn ein rifa hefði opnazt og hellt nýju hraunflóði, sem meðal annars lagði 1 eyði bæ hins vegar á eynni. sem hafði sloppið við fyrstu ógnirnar, -•- SVO að lokum, eftir klukku- tíma látlaust strit, sprakk seinni keðjan. Það gerðist svo óvænt, að skipið hefði runnið beint á land, ef ekki hefði notið snarræðis skipstjórans, sem tókst með yfirmannlegu afli að leggja stýrið hart á borð. Þessi björgun var krafta- verk; ef skipið hefði runnið á land, hefðum við allir verið glataðir; en þótt skipstjórinn væri hálfþlindur og næstum lifandi steiktur, tókst honum að snúa skipinu og taka stefnu til hafs. Þá loks var það sem hann féll saman og ég tók við stjórn inni; ég fékk aðeins leifarnar af þvi víti, sem hann hafði ver- ið í allan þennan tíma, og þær voru sannarlega ekkert sæl- gætl Því sem hann hefur mátt þola, reýni ég ekki að lýsa, en eftirlæt það hugmyndaflugi les endanna. Mér tókst að draga skipstjór- ann ,; hlé við kortaklefann, sem raunar var ekki klefi leng ur, heldur kolsvört lítil hola; allt var upp brunnið þar inni, sem brunnið gat, og þó hafði aldréi' logað þar eldur, heldur hafði glóandi askan eytt öllu. LARETT: 1 sáhænt 5 vex 10 frumefni 11 jaki 12 telpa 14 hræðilegt 15 þekjurnar 17 klæðleysi 20 eldfæri 21 ræmur 23 kornsléttu 25 flana 26 taka 27 leiðina 29 treð 30 heiðarleikinn 32 úrgangur 33 farkostur 36 lína 38 þotin 40 reiðmaður 42 langar 43 gúlsopa 45 einlægni 46 fyrirbrigðinu 48 moldóttu 49 hnigna 50 einkennisstafir 51 innlagt 52 sakna 53 stöðuvatn LÓÐRÉTT: 1 árbók 2 svölun 3 vantreystir 4 brugga 6 konungleg 7 goðin 8 prúð 9 skrifstofumenn 13 líkamshluta 14 mikla lff gangnamenn 18 mjakir 19 vanrækir 21 slæma veðráttan 22 bor 24 rak 26 leikur 28 fara 29 þrír eins 31 hröngl 32 sægur 34 brettin 35 prédikunarrödd 37 nes 38 spúðu 39 magnari 41 andvarp 43 orms 44 naum 46 ískra 47 siga spasnnfiiaiiaB Mér tókst að ná sambandi við vélamennina, og þeir komu okkar hrausta skipstjóra undir þiljur. Annar stýrimaður bauðst til að skipta við mig, en ég fylgdi dæmi skipstjórans og neitaði að fara. Stjórn skipsins var hvergi nærri auðveld. Stýrið var að vísu í lagi, þótt það mætti teljast óskiljanlegt, — en átta- vitinn var ónýtur, svo ég varð að stýra í blindni í reykhafinu í heilan klukkutíma. Þá loks grilltum við í sólina og gátum tekið stefnu til næstu eyjar, St. Lucia, og þangað náðum við fljótlega. Þar vissi enginn neitt um þati ósköp, sem yfirSt.; Pierre höfðu dunið, en þó grunaði menn að eitthvað hefði gerzt, því talsvert af ösku hafði þeg- ar náð til þessarar eyjar og lagðist eins og fín slæða yfir allt. Það var uppi fótur og fit á eynni, þegar við slöguðum inn á höfnina á þessu kolsvarta skipsflaki. Það var í skyndi sendur af stað hjálparleiðang- ur, ef vera skyldi, að enn væri einhver á lífi í borginni. . Ég bauðst til að fara með fyrsta skipinu, sem fór til Martinique, en ég hef oft ósk- að þess að það hefði ég aldrei gert. Ég hafði séð þennan ynd- isfagra aldingarð, og nú mætti sjónum okkar ruslhaugur, dauð ur staður, aska! 40.000 manns og þessi fagra byggð, allt horf- ið að eilífu á skammri stundu. EN ÞÓTT eyðing St. Pierre standi mér sífellt fyrir hug- skotssjónum sem hræðilegasti harmleikur, sem ég hef verið vitni að og einn sá mesti, sem um getur í sögunni, þá var ég einnig vottur að því, þessar geigvænlegu stundir, hverju ó- bugandi vilji getur áorkað. Ég gleymi aldrei skipstjóranum í brúnni, hendurnar sviðnar að beini, andlitið alsett blöðrum og logandi klæðin. Ég gleymi aldrei, hvernig hann barðist, hvernig hann neitaði að láta kúgast af ógnarhamförum nátt- úruaflann og hvernig vilji hans að lokum sigraði. Hann bjargaði skipshöfn sinni og hann sannaði að hugrekki þekkir ekki undanhald. Morð í J$f exikó Einkeimileg réttariiölcl EINHVER einkennilegustu réttarhöld, sem ég hef verið stuttu fyrir síðustu heimsstyrj- við, áttu sér stað í Mexikó öld," segir enski lögfræðingur- inn Sir Thomas Artemus Jon- es í bók sinni „Without my wig." „Dómarinn sat klæddur brúnum sportklæðum meðal kviðdómendanna fyrir miðju skeifumynduðu borði og lék sér að örlítilli skambyssu. Leik sviðsbyggður réttarsalurinn var þéttskipaður áheyrendum og blaðaljósmyndurum. Allir reyktu í salnum, að udantek- inni ákærðu, tuttugu ára gam- alli fagurri stúlku, sem sat á venjulegum eldhússtól og svar- aði róleg öllum spurningum, sem — við stöðug leiftur frá blaðaljósmyndurum — var skotið að henni. Jú, það var skammbyssan hennar, sem dómarinn var að leika sér með. Jú, hún hafði drepið manninn sinn, hershöfð- ingjann, en hann hafði ögrað henni til þess. Morgun nokk- urn hafði hún lesið í blaði, að hershöfðinginn var sakaður um fjölkvæni. Hún hafði þotið til herbergis hans og spurt hann, hvort það væri satt, sem blaðið segði, að hann væri fjölkvænismaður. Hann hafði svarað játandi, og þá hafði hún skotið hann. Málið og réttarhöldin, sem stóðu yfir í fjóra daga, og sem næstum orð fyrir orð voru birt í mexíkönsku blöðunum, hófst með því, að dómarinn krossyfirheyrði ákærðu og not- aði tækifærið til að skamma hana fyrir það, að hún sem „Ungfrú Mexikó" hefði ekki einasta komið fram í baðfö't- um, heldur látið Ijósmynda sig þannig búna við fegurðarsam- keppni í Flórída í Bandaríkj- unum. Ákærandinn reyndi, eins og dómarinn, að sýna fram á, að ákærða væri miður siðlát eða æruverðug persóna, þar sem hún hefði látið sýna sig, eins og á hverjum öðrum markaði, í baðfötum. Yfirleitt reyndi hann á ófyrirleitnasta máta að níða verjandann, sem hann taldi þekkingarsnauðan og kallaði hann gamlan bjálfa, sem farinn væri að ganga í barndómi. Þetta notaði verjandinn sem byrjunarefni (hann var um fimmtugt) í innleggi sínu í málið. Til þess að sanna, að hann væri aldeilis ekki þekk- ingarsnauður, sagði hann frá sigrum sínum, æsku sinni í París, hvað hann hefði numið, taldi upp fræga menn, sem j hann.heíði hitt1o,,;s,,|£rw.,Hann ræddi um sjálfan sig sem stjórnmálamann, talaði um nú- timauppeldi, um kvehnamörð ingja, kvikmyndir o. fl. og rakti kvennahreyfingar víða um heim, og kryddaði þetta allt tilvitnunum frá Virgil og Cato til Gladstone, Karl Marx og André Mourois. Allt hafði þetta jafnlítið með málið að gera og baðfataskammir dóm- arans og ákæranda, en kvið- dómendurnir voru sýnilega á- nægðir og skemmtu sér kon- unglega. Aðeins síðast í sinni fimm klukkutíma löngu ræðu kom verjandinn að ákærðu. Húarj. gat ekki hugsað sér, að mað- urinn , sem hún elskaði, yrði séhdUr' í' fangelsi'' fyrir fj8Fr| r kvæni; hún gat ekki þolað að Framh. á bls. 4 BRIDGE- ÞÁTTUR i Norður: S: Á K 7 3 2 H: D G 9 T: 4 L: Á 8 6 4 Vestur: Austur: S: 5 4 S: D G 10 9 6 H:75 H: 86432 T: D G 10 3 T: 9 7 L: K D G 10 9L: 5 Suður: S: 8 H: Á K 10 T: Á K 8 6 5 2 L: 7 3 2 Norður er gjafari. Allir á hættusvæði. Til eru þau spil, sem segja má að ekkert sagnkerfi dugi til þess að ná beztu lokasögn- inni. Þetta spil er eitt af þeim. Það er varla hægt annað en segja „game"-sögn á spil N—S, en afar erfitt að finna þá einu, sem óhnekkjandi er. Þó tókst einu pari það (spilið var spilað í parakeppni) á þennan hátt: N opnar með einum spaða (A—V segja alltaf pass). S óttast strax slæma samlegu, vill því hafa vaðið fyrir neðan sig og segir tvo tígla. Nú hefir N um þrennt að velja: tvo spaða, tvö grönd eða þrjú lauf. Þar sem sögn S fellur illa inn í spil hans, álítur hann viss- ast að segja tvo spaða og sjá til, hverju S hefur við þetta að bæta. Nú á S í vanda, hann hefur með sinni fyrri sögn ekki gefið upp nærri allan sinn styrkleika. Endursögn í tígli bætir þar ekki um. Vera má að N vanti aðeins fyrirstöðu í hjarta til að segja þrjú grönd. Því ekki að gefa það upp? S segir þrjú hjörtu. Nú skulum við setja okkur í spor N, sem á að ákveða loka- sögnina. S er búinn að gefa upp sterk spil, en á sennilega lítið í svörtu litunum. Það er afar líklegt að þrjú grönd standi, en fjögur hjörtu ættu ekki síður að gera það, og þar sem N hefur síður en svo yf- irmeldað fram að þessu, finnst honum réttara að segja fjögur hjörtu, því vera má að S hafi enn frekari áform í huga. S hafði eins og nú var komið ekki um annað að velja en segja pass í von um að N hefði fjórlit í hjarta. Þrátt fyrir það, að svo er ekki, reyndist þetta afar þægileg sögn. Útspil var laufakóngur. Sagn hafi tók fyrst fimm slagi á hliðarlitunum og síðan sex slagi á trompið með víxltrompi og vann þannig sögnina með yfirslag. Ef fyrsta útspil er tromp, vinnst sögnin aðeins slétt. En með góðri vörn vinnst engin önnur „game"-sögn á þessi spil.

x

Ný vikutíðindi

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Ný vikutíðindi
https://timarit.is/publication/881

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.