Ný vikutíðindi


Ný vikutíðindi - 21.07.1972, Blaðsíða 3

Ný vikutíðindi - 21.07.1972, Blaðsíða 3
isf^ VIKUTÍÐIND! 3 út hausnum á sér. Kinsey rétti honum vindling og leit síðan aftur á listann fyrir framan sig. „JÆJA, þá komum við að hinni ungu konu slökkviliðs- stjórans, June Sherman, South Park Boulevard. Viljið þér líka gefa skýrslu um hana, herra Smith?“ „Það var hræðilegt, doktor, — aldeilis skelfilegt — get ég ekki fengið meira ísvatn?“ Kinsey stóð á fætur og sótti honum ísvatn í glas. „Hún var rétt 21 árs,“ sagði Smith. „Maðurinn hennar, slökkviliðsstjórinn var 62, og ég vissi áður af skýrslunni, sem hann svaraði, þegar við rannsökuðum kynlíf karl- mannsins, að við spurningu 14a gaf hann svolátandi svar: „einu sinni á sumri og einu sinni a vetri, — nema veðrið sé með afbrigðum milt.“ Frú June Sherman tók hins vegar á móti mér með vínglasi. Ég var orðinn talsvert slappur og þarfnaðist einhvers til að hressa mig á. Eftir þriðja glas- ið, þegar ég var orðinn tals- vert hress, tók ég spurninga- listann upp. — Frú Sherman, sagði ég við ungu, yndislegu konuna, sem sat andspænis mér og beið spennt eftir, hvað ég ætlaði að segja. — Frú Sherman, eruð þér ótrú eiginmanninum yðar? Unga frúin stóð í skyndi á fætur og settist í sófann við hliðina á mér. — Meinið þér þetta? spurði hún hvíslandi. — Nei, nei, ekki þannig, sko, flýtti ég mér að segja. Vonbrigðasvipur færðist yfir fallegt andlit hennar. — Hvers vegna ekki? Við er- um alein, herra Kinsey. Mað- urinn minn er niðri á slökkvi- stöð. Það er hreint alls ekkert að óttast. Ég náði meira að segja lyklunum frá honum. Hann kemst alls ekki inn. Við hvorn enda strætisins hef ég einkalögregluþjóna, sem til- kynna mér samstundis og sést til bílsins hans. Það er alls ekki hægt að koma okkur að ó- vörum, elsku Alfred. Ég er bú- in að tryggja það með öllu hugsanlegu móti. Mér leið illa og reyndi að mjaka mér eins langt burt frá henni og ég mögulega komst, meðan þessi töfrandi slökkvi- liðsstjórafrú renndi löngum, hvítum fingrunum um hárið á mér og tók af mér hálsbindið og ætlaði að hengja það upp í klæðaskápinn. En i sama vetfangi og hún Framh. á bls. 5 M.S. GULLFOSS Ferðir í jiílí og ágúst FRÍ REYKJAVlK Ti. Leitli og KaujNiiannahafnar 26. júlí, 9. og 23. ágúst. FRÁ KAUPMANNAHÖFN Til Leilh og Reykjavíkur 2., 16. og 30. ágúst. FRÁ LEITH Til Reykjavíkur 21. júlí og 18. ágúst. Nánari upplýsingar í larþegadeild EIMSKEP KOMPAN Kísilgúr. - Verksmiðjuskrípi. Come back. - Rislágir. - Suðusúkkulaði. Hún er ekkert smáræði, villi- mennskan, sem látin er viðgangast i landi voru varðandi það, sem kallað hefur verið umhverfismál. Þar er sannarlega grátlegt að berja umhverfi Mývatns augum, siðan þar var staðsett hin svonefnda kísilgúr- verksmiðja. Þegar komið er niður úr Náma- skarði, sem talið er eitt af náttúru- undrum landsins, blasir við þessi skringilega ófreskja sem kölluð er kis- ilgúrverksmiðja, og hafa forsvars- menn þessa fgrirtœkis raunar haldið því fram, að þelta afslyrmi sé sizt til þess fallið að spilla umhverfi Mý- vatns! Sannleikurinn er hins vegar sá, að ekki er nóg með að verksmiðja þessi stórspilli umhverfinu við Námaskarð, heldur hefur verið lögð röraleiðsla gfir hið fagra hraun — að ekki sé nú talað um pramma, sem trónar á miðju vatninu til þess að ausa hinum svo- nefnda kísilgúr upp úr botni þess. Eiginlega væri verðugt að reisa myndastgttu af þeim manni, sem gal, komið því í gegn, að þessi ágeðféllda verksmiðja risi á þeim stað, sem einna mesta náttúrufegurð hefur upp á að bjóða á íslandi — og væri ekki úr vegi að legfa vegfarendum aó kasta skít í þann minnisvarða. } Annars, úr því að verið er að tala £ um verksmiðjur og náttúrufegurð, þá í er víst ekki úr vegi að taka það fram, ( að arðurinn af kísilgúrverksmiðjunni y er víst svipaður eins og af einum ) báti frá Vestmannaegjum; er raunar ^ vcrksmiðjuskrípi þetla rekið með } halla að öðru jöfnu, eiula hefur Hall- ) dór Laxness rétlilega bent á, að vest- ) ur í Ameríku eru tit heil fjöll, sem > samanstanda af engu öðru en þessum > svonefnda kisilgúr. ) Með öðrum orðum, það hefur senni- lega ekki verið gáfulegt að spilla náttúrufegurðinm við Mývatn, til að reka þar verksmiðjuskrípi með halla. Vert er að minna á það að Haukur Morthens virðist vera að fá það, sem á ensku er kallað Come back. 1 fjarveru Ragnars Bjarnasonar skemmtir Haukur nú i Súlnasalnum á Hótel Sögu, ásamt mcð stóru blásara- bandi; og er þar sagt að mikið lif sé í tuskunum. Haukur er sagður i toppformi, syng- ur eins og erigill og dixilandmúsikin dunar af fullum krafti. Iikki virðist þetta fgrirtæki hafa ver- ið auglýst eins og skildi, þar sem fá- ir liafa að undanförnu komið til að njóta þessarar iislar, en sem sagt ó- hætt er að hvetja alla, sem langar til að fá sér snúning og sletta úr klauf- unum að leggja leið sína vestur á Hótel Sögu og lilýða á Hauk Morthens og þá félaga. Skelfingar ósköp er nú lágt risið á þessari svokölluðu ríkisstjórn okkar. Það er ekki nema von, að fólki blöskri, þegar hinn ágæti útvarpsmað- ur Stefáu Jónsson kallaði á þrjá ráð- herra í útvarpssal til að legfa þeim að lofsgngja sjálfa srg' og"aðgerðir sinan-- i landsmálum. Það þarf ekki að vera tieinn sér- stakur stjórúárandstæðingur til þess að blöskra slíkt framferði; en vert ' er að minna á, að ekki er ástæða fgr- ir núveramli rikisstjórn að misnota aðstöðu sína í ríkara mæli en fgrr- verandi ríkisstjórn gerði, hvað út- varpið snertir. í timburverzluninni Völundi er að sjálfsögðu stranglega bannað að reykja og þarf vist ekki að fjölgrða um það hvers vegna. Eilt sinn kom verkstjórinn í Völ- undi að ungum starfsmanni, sem sat uppi á timburhlaða og reykti sem á- kafast. Þegar starfsmaðurinn varð verkstjórans var, drap hann þegar > vindlinum og stakk honum á sig. Verkstjórinn spurði piltinn, hvað hann hefði verið að gera og sagðist hinn síðar nefndi hafa verið að borða súkkulaði. Þá sagði verkstjórinn: „Það var skrítið súkkulaði; þaö rauk úr því!” „Það er nú ekkcrt skrítið,” sagði stráksi. „Það var nefnilega suðu- súkkulaði!” ASSA.

x

Ný vikutíðindi

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Ný vikutíðindi
https://timarit.is/publication/881

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.