Ný vikutíðindi


Ný vikutíðindi - 21.07.1972, Síða 4

Ný vikutíðindi - 21.07.1972, Síða 4
4 NY VIKUTIÐINDl Ugluspeglar eg órabelgir Framh. al bls. 8. hann kom að húsi vinar síns, tónskáldsins Viktor Jacobi. Innan úr húsinu bárust tón- ar nýs lags, sem tónskáldið var að semja. Molnar nam Staðar og hlustaði á lagið þangað til hann hafði lært það. Þá hélt hann leiðar sinnar. Nokkrum dögum síðar hitt- ust kunningjarnir, og í miðj- um samræðunum fór Molnar að raula lagið, eins og af til- viljun. Jacobi var sem þrumu lostinn. „Hvar heyrðir þú þetta lag?“ Spurði hann. ■ Molnar sagðist hafa heyrt þetta lag nýlega í París; það gengi þar eins og eldur í sinu. „Það er ómögulegt!“ hrópaði Jacobi, „þetta er nýtt verk, sem ég hef rétt lokið við að lsemja!“ Molnar fullvissaði hann um, að þetta væri eftir annan imann, það væri nú þegar á allra vörum í París, og tókst að sannfæra hann um, að hann hefði heyrt lagið, gleymt því, en rifjað það upp, þegar hann fór að semja. KUNNINGI minn einn laum- aði að mér sögunni um hljóð- færaleikarana tvo, sem við skulum nefna Magga og Kalla, þótt nöfnin skipti raunar engu máli. En þeir eltu oft giátt silfur saman og mátust á, hvor væri hinum meiri. Eitt sinn reru þeir á báti til fiskjar og varð Kalli óvenju- fengsæll. Dró hann hvern fisk- inn á fætur öðrum úr djúpi hafsins, en Maggi varð naum-i ast var, Gekk svo lengi dags, unz tími var kominn til að halda heim. Stritaði Kalli við að koma aflanum niður í poka- skjatta mikinn og hafði rétt lokið því verki, þegar báturinn lagðist að. Stökk Kalli ofsa- glaður 1 land og hljóp upp bryggjuna í leit að einhverj- um til að segja tíðindin af aflanum. En á meðan festi Maggi bátinn, vippaði aflanum í land, en kom um leið auga á marhnútakös, sem skilin hafði verið eftir á bryggjunni.. . Kalli kom von bráðar auga á einn kunningja sinn, sem hann gat talið á að fylgja sér og líta á veiðina. Ganga þeir niður á bryggj- una og sjá þar pokann liggj- andi. „Þarna sérðu bara, hvort gamli maðurinn hefur ekki veitt aldeilis bærilega núna,“ sagði Kalli sigri hrósandi, greip þéttingsfast í horn pok- ans og hellti úr honum — andstyggilegri kös úldinna marhnúta! EINN frægasti brellusmiður Bretlands var H. de Vere Cole, sem meira að segja var mág- ur forsætisráðherrans, Neville Chamberlaine. í búningi prins frá Útiópíu skálmaði hann um borð í herskipið Dreadnaught og hafði geft ráðstafanir til þess að kanna flotnn, sem þar var saman kominn, þegar upp komst um hann. Meðan hann var við nám í Cambridge, lézt Cole vera sol- dáninn í ^anzibar, og bjó sig sem slíkan! Enda för- það svo, að fjöldi rpenntástofnana hellti' yfir hann vegtyllum og virð- ingu, án þess nokkur hirti um að kynna sér, hvort nokkur soldán af Zanzibar væri yfir- leitt bara til. Cole sann^ði, að Lundúna- búar sættu sig við live"s kon- ar óhagræði án þess að hugsa frekar um. Fyrir hundruð- um áhorfenda girti hann, á- samt nokkrum félögum sínum, hluta af Piccadilly Circus, og íklæddir verkamannafötum tóku þeir að rífa gangstéttina upp, þangað til þeir hurfu á braut. Það leið þó nokkur tími áður en yfirvöld borgarinnar komust að því, að á þau hafði verið leikið. Cole skeytti ekki kímnigáfu sinni eingöngu á opinberum embættismönnum og slíkum pamfílum. Eitt, sinn láðist að bjóða honum í samkvæmi. Tók hann sig þá til, lokaði strætinu fyrir framan húsið, þar sem veizlan var haldin, og hamað- ist við ð rífa upp strætið, með- an gestirnir óðu forina upp að bakdyrum hússins í ökla. JIM Moran hafði eitt sinn starf á hendi á skrifstofu nokk- urri, og var það mestmegnis fólgið í því að drepa tímann. Morgun nokkurn var hann að raka sig með rafmagnsrakvél, þegar honum kom skyndilega til hugar, að hann hafði lofað | að hringja til ritstjóra dag- . blaðsins PM. Hann tók símann og meðan hann beið eftir sam- j bandi við manninn, datt hon- ' um smábrella í hug. Hann hélt heyrnartólinu nokkuð frá munninum og kallaði: —- -Terry! - — Já. — Þetta er Jim Moran. Hvar heldurðu, að ég sé? — Mér heyrist þú einna heláf'véra á Norðurpólnum. Rafmagnsvélin var enn í gangi, og nú tók Jim að hreyfa hana fram og aftur, að síman- um og frá. — Heyrðu, Jerry! kallaði hann, — Ég er í sprengjuflug- vél hersins fjörutíu þúsund fet uppi yfir La Gurdia-velli. Heyr irðu til mín? — Haltu áfram! Rakvélin flutt fram og aft- ur. — Hlustaðu nú vel á. Við erum hérna uppi til að fylgjast með nýju talsímakerfi, sem herinn er að prófa. Þetta er næst-fyrsta samtalið. Það fyrsta var við forsetann í Washington. Við vörpuðum hlutkesti, og ég varð annar, svo að ég ákvað að tala við þig. Kannski verður þú á und- en öllum öðrum með greinina. Heyrirðu ennþá til mín? Jerry var orðinn allæstur. Þetta voru tíðindi! Næstur á eftir forsetanum. Hann heyrði drunur risamótorana stíga og dvína. — Hverjir fleiri eru þarna uppi hjá þér? kallaði hann og tók að skrifa niður helztu punktana um þennan sögulega atburð. — O, fjöldi manns. Allt hátt- settir karlar. Quent gamli Reyn olds er hérna á næstu grösum, jú þarna situr hann í fremstu röð. Langar þig að tala við hann? — Auðvitað. Lommér að tala við hann! Jim sat rólegur í stól sínum og hreyfði rakvélina fram og aftur í hálfa mínútu. — Jerry! Ertu þarna? Því miður getur Quent gamli ekki talað við þig núna. — Hvers vegna ekki? — Ja, ef satt skal segja, þá steinsefur hann. Jim lézt síðan fara að lesa upp úr skýrslu flugmálastjórn- arinnar, þar sem þessu nýja talsímakerfi var lýst á vísinda- legu hrognamáli, og loks til- kynnti hann, að nú yrði hann að hætta, því að New York Times væri að ærast yfir að komast ekki að. Og í ritstjórnarskrifstofurn PM kastaði ritstjórinn leiðar- anum, sem hann hafði verið að skrifa, burt frá sér, en tók að pikka niður þessa stórkost- legu frétt. Á meðan hringdi Jim aftur til blaðsins, náði í skrifstofu prentsmiðj unnar og laumaði brandaranum að strák- SKATTSKRA REYKJAVÍKUR ARIÐ 1972 Skattskrá Reykjavíkur árið 1072 liggur frammi í Skattstofu Reykjavíkur Tollhúsinu við Tryggvagötu og Gamla Iðnskólahúsinu við Vonarstræti frá 19. júli til 1. ágúst, mk-v—~ - að báðum dögunum meðtöldum, alla virka daga, nema laugardaga, frá kl. 9.00 til 16.00. í skránni eru eftirtalin gjöld: 1. Tekjuskattur. 2. Eignarskattur. 3. Kirkjugjald. 4. Kirkjugarðsgjald. 5. Slysatryggingargjald alvinnurekenda. 6. Lífeyristryggingargjald atvinnurekenda. 7. Iðgjakl til atvinnuleysistryggingasjóðs. 8. Slysatryggingagjald vegna lieimilisstarfa. 9. Tekjuútsvar. 10. Aðstöðugjald. 11. Iðnlánasjóðsgjald. 12. Iðnaðargjald. 13. Launaskattur. Innifalið í tekjuskatti og eignarskatti er 1% álag til Byggingarsjóðs ríkisins. Sérstök nefnd á vegum Borgarstjórnar Reykjavíkur hefir annast vissa þætti útsvarsálagningar. Jafnhliða liggja frammi í Skattstofunni yf- ir sama tíma þessar skrár: Skrá um skatta útlendinga, sem heimilis- fastir eru i Reykjavík og greiða forskatt. Aðalskrá um söluskatt í Reykjavik, fyrir árið 1971. Skrá um landsútsvör árið 1972. Þeir, sem vilja kæra yfir gjöldum sam- kvæmt ofangreindri skattskrá og skattskrá útlendinga, verða að hafa komið skriflegum kærum í vörzlu Skattstofunnar eða i hréfa- kassa hennar í siðasta lagi kl. 24.00 hinn 1. ágúst 1972. Reykjavik, 19. júlí 1972. Skattstjórinn » Reykjavík.

x

Ný vikutíðindi

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Ný vikutíðindi
https://timarit.is/publication/881

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.