Ný vikutíðindi


Ný vikutíðindi - 21.07.1972, Page 6

Ný vikutíðindi - 21.07.1972, Page 6
6 NÝ VtKUTÍÐINDI KOLSVART - sjóræningjaskip ið var líkast svörtum gammi, sem steypir sér yfir bráð sína, er það nálgaðist kaupskipið með ógnarhraða. Farþegar og skipsmenn stóðu sem lamaðir á brú skipsins og horfðu á för þess. Skyndilega kvað skelfingar- óp við um gjörvallt skipið. „Þetta er Svartskeggur! Herr ann veri okkur náðugur!“ Skipstjórinn gerði krossmark fyrir sér, tvær konur féllu í yfirlið og karlmennirnir flýttu sér margir út að borðstokkn- um, er þeim varð skyndilega ó- glatt. Skipshófnin á Elsie Jane, á leið frá Plymouth til Boston, var skipuð hugrökkum mönn- um, en hugrekki þeirra gerði þá ekki að kjánum. Þeir gætu ef til vill bjargað lífinu með því að gefast upp, en mót- spyrna myndi kosta þá alla lífið. En þeir hefðu eins vel getað gripið til vopna. Svartskeggur lagði skipi sínu 'upp að kaup- skipinu, og menn hans hent- ust um borð. Sjálfur öskraði hann grimmdarlega um leið og hann stökk léttilega í farar- broddi um borð í kaupskipið, geysistór vexti, með kolsvart skegg, sem óx upp undir augu, og skaut hugrakkasta manni skelk í bringu. Úr skeggi hans stóð reykur, en logandi eld- spýtur voru bundnar marglit- um borðum í lokkana. OP SKELFINGAR og sárs- auka hljómuðu um allt skipið, og svartskeggur hló grimmdar lega, er hann sá fullorðna karl- menn ligjandi á hnjánum og grátbæna um miskunn. Hann sveiflaði korðanum sínum ann- arri hendi og stráði dauða allt umhverfis sig, en með hinni hendinni sleit hann fötin af konunum og kastaði þeim nökt Hún stóð nakin í stafni skipsins, en sæfararnir gleymdu hættum og voða og sigldu hugfangnir í áttina til hennar... um og æpandi í hendur manna sinna. Þannig gekk þangað til hann kom að ungri glæsilegri stúlku, sem stóð við aðalmastrið og horfði djarflega framan í hann. Um leið og hann seildist til hennar til að svifta sundur kjólnum hennar í hálsmálinu, rétti nún honum löðrung í and litið, sem bergmálaði um allt skipið. Svartskeggur hrökklaðist aft ur á bak og lyfti korðanum til þess að höggva þessa kjána- Vín skal til vinardrekka Fjallar um vín, vínframleiðslu og vínnotkun, ásamt upplýsingum um víntegundir hér á landi. — I bókinni er fjöldi uppskrifta að kokkteilum og vínblöndum. Fæst hjá bóksölum um land allt. legu stúlku niður í spað, en einhverra hluta vegna fórst það fyrir hjá honum. Hann brosti í þess stað til stúlkunn- ar, og öllum mönnum hans tii mestu undrunar, tók hann of- an hattinn og hneigði sig fyrir henni. Stúlkan brosti sömuleiðis og hneigði sig fyrir honum, og eitthvert ógurlegasta banda- lag í sögu sjóræningja var stofnað á þilfari kaupskipsins þennan dag. — ★ — ANNY Bonny mun hafa ver- ið fædd á írlandi, laundóttir lögfræðings nokkurs, sem varð að forða sér til Ameríku vegna hneykslisins, sem ást hans á þjónustustúlkunni, móður Anny olli. Þar munu foreldrar hennar hafa gengið í hjóna- band og sezt að í Charleston í Suður-Karólínufylki. Faðir hennar efnaðist nokk uð á því að vera milligöngu- maður sjóræningja og kaup- manna í Charleston, og mun hafa alið í brjósti von um, að Anny gengi að eiga ein- hvern ungan mann í borginni, og hann komizt þannig í heldri manna tölu sjálfur, en allar þessar vonir brugðust, þegar James Bonny, myndarlegur ná- ungi, kom á sjónarsviðið. Með vonum sínum hvarf faðir henn ar í gleymskuna, gerði dóttur sína arflausa og sökkti sér nið- ur í fræðagrúsk......... En hjá dóttur hans var lífið rétt að byrja, þótt hægt færi í fyrstu. James Bonny var, að því er virðist, gamaldags eigin- maður, og minnugur þess, að honum hafði á einni nóttu tek- izt að heilla hug konu sinnar, kostaði hann kapps um að gæta pess, að sá atburður end- urtæki sig ekki, — með öðrum manni í aðalhlutverkinu. ÞEGAR faðir Anny gerði hana arflausa, átti James ekki annars úrkosta, en hverfa aft- ur að fyrri iðju sinni, sjórán- um, og Önnu fannst tilveran dýrðarljóma vafin, er hinir hraustu menn færðu sínum fögru konum silki og dýrindis klæði, sem þeir höfðu hremmt. En maður hennar sleppti aldrei augunum af henni og leyfði henni ekki einu sinni að fara út úr húsi án þess að vera hulin þykkum flíkum og slæð- um frá hvirfli til ilja, þannig að aðrir fengju ekki séð það, sem hana langaði mest af öllu til þess að sýna — lostfagran líkama sinn. James var að reyna að koma í veg fyrir, að Anny yfirgæfi hann, en eins og svo oft fer fyrir veikgeðja mönnum, sem reyna að fang- elsa kvenlega fegurð, þá flýtti hann aðeins fyrir brottför hennar. Enda fór svo. Nótt eina laumaðist hún út og leitaði athvarfs í kránni Svarta akkerið, þar sem sjó-1 ræningjarnir í Nassau höfðu aðsetur sitt. James var uppi til handa og fóta á eftir henni, og hann náði henni einmitt á kránni, en hún ýtti honum aðeins kuldalega frá sér, og hann gat ekkert aðhafzt af ótta við að vekja aðhlátur við- staddra yfir því, að hann þyrði ekki að sýna konuns sína 1 fjölmenni. Allt samtal hljóðnaði um leid og hún kom inn úr dyrunum, og menn sneru sér við til þess að horfa á hana, um leið og hún na mstaðar til þess að hugsa málið. Á þeirri stundu var hún ákveðin í að verða drottning sjóræningjanna, og fjandinn mátti hirða James Bonny. Hún þurfti karlmenni, því stærri, því betri, og henni stóð á sama, hvernig hún fór að því að ná í hann. Það varð ekki séð á svip hennar, hvort henni líkaði bet- ur eða ver, er hún sá, að mað- urinn, sem hún ætlaði að leggja að fótum sér, var ekki staddur í Svarta akkerinu þetta kvöld, en það var Svart- skeggur sjálfur. Hins vegar voru þarna Vane og Rockham og nokkrir aðrir auðugustu sjó ræningjaforingjarnir, og hún yrði að láta sér nægja þá! Áform hennar var einfalt. Velja manninn, móðga stelp- una, sem var hjá honum, til þess að henni gæfist tækifæri til þess að núa andlitinu á henni niður í flísótt borðið. Þannig var gengið til verks í Nassau í þá daga, og Anny kunni til síns verks. " ' HÚN valdi einn úr hópnum og missti vasaklútinn sinn vilj- andi fyrir framan Jack Rock- ham. Um leið og hann tók hann upp, réðst ástmey hans á Anny, og eftir stundarkorn voru konurnar tvær í hörku- áflogum, klórandi, bítandi, ríf- andi og sparkandi hvor í aðra, í miðri þröng fagnandi sjó- ræningjanna — sem gættu þess að lenda ekki á vegi þeirra — borð og stólar féllu um koll, þangað til þær lágu formæl- andi á gólfinu. Áður en yfir lauk, var and- litið á ástmey Rockham alsett flísum, og fatagarmarnir megn uðu naumast að hylja fagran líkamann, er hún staulaðist út úr kránni, fyrrverandi drottn- ing sjóræningjanna. Fötin héngu utan á Anny, þar sem hún stóð sigri hrós- andi á gólfinu, og bauð öllum öðrum viðstöddum kvenmönn- um byrginn. Hún skeytti ekk- ert um að laga þau, hvaða máli skipti klæðaburður drottningu sjóræningjanna? Síðan brosti hún til Jack Rockham. „Ég bíð eftir vasaklútnum mínum, lávarður minn.“ James Bonny stóð hjálpar- vana úti í horni, meðan þau ræddust við, konan hans og Jack Rockham, og framtíðar- draumar hans hrundu til

x

Ný vikutíðindi

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Ný vikutíðindi
https://timarit.is/publication/881

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.