Ný vikutíðindi


Ný vikutíðindi - 21.07.1972, Blaðsíða 8

Ný vikutíðindi - 21.07.1972, Blaðsíða 8
8 NÝ VIKUTÍÐINDI Úr bréfabunkanum Kringum Jöltiil. - Sandur í benzíni? Botn§dalur. - Kvartað er y£ír: Kríngum Jökul Skotfæri er nú kringum Snæfellsjökul. Ég átti leið um þann útkjálka nýlega — hjá Ólafsvík, Lóranstöðinni, Drit- vík — og skoðaðar voru hraun- drangar í leiðinni, hellarnir — og ekki má gleyma Sandi. Gaman er að koma á þessar slóðir góðu veðri. Stutt er líka í jökulinn þarna á sum- um stöðum. Skjólsælasti stað- urinn er við Fróðárheiði að suðaustanverðu og þar eru góð tjaldstæði — og eins út með heiðinni að suðvestanverðu. Þar er einnig sérkennilegt landsiag. Kerlingaskarð er alltaf gam- an að aka og þaðan sjást Breiðafjarðareyjar sumar hverj ar mjög vel, úr því halla tek- ur undan fæti til Stykkishólms. Hægt er líka að fara úr Ól- afsvík með sjó fram til Stykk- ishólms, og þaðan má svo aka út á Skógarströnd; mjög skemmtileg leið. Annars leit ég inn í sælu- húsið í Kerlingaskarði og var þar fúkkalykt og óvistlegt. Það þarf að kynda þessi hús upp öðru hverju og þrífa, annars grotna þau niður. Ferðalangur." Þessar leiðir þekkjum við og viljum taka undir með bréfritara. Og við viljum líka undirstrika það, að lítið er gaman að gana þetta blind- andi í bíl, heldur barf að skoða Kvartað ér yfir: — Þjónustu í Matstofu Austurbæjar, eihkum konu nokkurri, sem sé .„með manndrápssvip á morgn- ana" " ,.'-,,'.'/.'¦ — Hvað sum fyrirtæki komast upp með að draga lengi skattgreiðslur, „sem teknai eru af hinum vinn- andi lýð lengi". — Að ekkert skuli gert til að stöðva olíulekann úr „El Grillo" — eða hvað skipið ¦heitir------(segir.b*óf- ritarínn). — Að varahlutaskortur sé svo mikill bjá bílaumboðun- um, að bílar þurfi að bíða dögum saman á verkstæð- um — nema helzt hjá Skoda og Heklu. — Að sorphreinsunar- menn ryðjist svo þjösnalega með tunnur sínar til losun- ar, að : þeir skéyti ¦ lítt um bíla,' sem standa 'í vegi þeirra. — Að lögreglumaður hafi ekið á mótorhjóli á móti umferðinni á einstefnugöt- unni Grettisgötu, án sírenu eða rauðs ljóss. — Að „yfirmenn yfir mannskap" skuli sumir ekki kunna mannasiði og að þeir skuli .ekki . vera sendir á námskeið til að læra manna siði. — Að flestum landsmönn- um skuli gert ókleift, l'.jár hagslega, að renna einhvers- staðar fyrir lax, þótt ekki sé nema part úr degi. merka staði í næði með ferða- bók í hönd. Sandur í bensíni? „Furðulegt er það, hvað bensíntankar úti á landi eru koldrullugir, bæði af vatni, mold og þó einkum fíngerðum sandi, sem hætt er við að blandist bensíninu. Ég held það sé lágmarks- krafa að hafa hreint bensín á boðstólum, sér í lagi þegar það er orðið okurhátt í verði. Eða á maður að senda olíu- félögunum reikning fyrir hreinsun á bensínkerfi, ef slíkt skyldi henda? Það er mjög víða úti á lands- byggðinni pottur brotinn í þesum efnum. N.N." Margt mætti víst betur fara hjá einokunarhring olíufélag- anna, enda hafa þau iðulega virzt feta í fótspor ríkisstofn- ana um þjónustuleysi, en frem- ur hugsað um að mata krók- inn, enda gengur ekki hnífur- inn á milli þeirra. Þó má þakka það, að Ioks eru þau farin að veita svo- litla næturþjónustu í Reykja- vík. Botnsdalurinn „Að aka inn í Botnsdal, ganga yfir Botnsána, labba upp í gljúfur og sjá fossinn í ánni, sem rennur úr Hvalvatni, Framh. á bls. 5. ITgliispeglar ©g órafcelgir í BANDARÍSKRI kvik- myndatónlist bar mesta birtu á nöfn þeirra Max Steiner og Victor Young. Steiner hafði rétt lokið við lag, sem hann áleit sitt al- bezta verk, svo að hann bauð Young heim til sín til þess að hlusta á verkið. Young laum- aðist heim til Steinar og hlust- aði á hann, meðan hann var að æfa sig á verkinu, og skrif- aði niður hjá sér uppistöðu þess. Síðan laumaðist hann heim aftur, en hringdi til Stein ers og sagðist því miður ekki geta komið. Daginn eftir var Young önn- um kafinn ásamt hljómsveit sinni við upptöku á plötum. Þegar starfi dagsins lauk, lét hann hljómsveitina leika verk Steiners inn á plötu. Síðan gekk hann heim og tók grammófóninn sinn með sér upp í útvarp. CAIEl-laxveiöikeppnin I annarri viku CAMEL- laxveiðikeppninnar veiddi Símon Pálsson, Fornhaga 21, 25 punda hæng í Laxá; í Aðaldal. Laxinn veiddist á spún í Núpabreiðu, og var landað eftir þriggja stund- arfjórðunga baráttu. Simon Pálsson fær því í.tííi búsund krónúrnar fyr- ir CAMEL-laxinn, og Cam- EL-dýrið fær góðan bita. (Fr éttatilkynning). Um kvöldið bauð hann Stein er heim til sín. Eftir kvöld- verðinn settust þeir inn í stofu, og Young kveikti á útvarpinú til að hlusta á fréttasendingu. Það má nærri geta, hvort Stein er hefur ekki brugðið við, þeg- ar hann heyrði hljómsveit leika verk hans undir frétta- lestrinum, — nýja snilldar- verkið hans! Það munaði minnstu, að hann gengi af göflunum. „Ég get svarið það," sagðí hann við Young, „að ég get ómögulega munað, að ég hafi heyrt þáð áður — en það hlýt- ur að hafa verið svo, þótt ég geri mér ekki grein fyrir því." TT títW ts, ,.. LÍKT var með ungverska leikritahöfundinn Ferenc Moln- ar, sem fyrir nokkrum árum var á gangi í Búdapest, þegar Framh. á bls. 5 IIilliÍÍilllTlÍMIIIÍÍIIlMiiÍÍM 2 glasbotninum Á frívaktinni Sjómannablaðið Víking- ur er oft fundvíst á gott eíni. Hér er brandari, sem birtist á Frívaktinni þar: Nielsen var orðinn ekkjumaður og tók sér ráðskonu. „Hvernig gengur?" spurði Hansen, nábúi hans, þegar nokkur tími var lið- inn. „Agætlega," svaraði Niel sen gleiðbrosandi. „Það var bara eitt kvöldið, þeg- ar ég kom seint heim, að hún lá í rúminu mínu." „Og hvað gerðir þú þá?,'" spurði Hansen for- vitinn á svip. „Eg fór inn í stofu og svaf þar." Nú kom að því,~að Han- sen varð einnig ekkjumað- ur, og fékk kann sér líka ráðskonu. „Jæja, kunningi, hvern- ig gengur það lvjá- þér?" spurði Nielsen. „Alveg prýðilega," svar- aði Hansen, „en eitt kvöld- ið, þegar ég kom heim, lá Iiún i rúminu mínu." „Hvað tókstu þá til bragðs?" spurði Nielsen spenntur. „Auðvitað það sama og þú, lygarinn þinn." * Minna var dauð Ekkill Minnu og heimil- isvinurinn ræddu sorgbitn- ir um fráfall frúarinnar inni á barnum á Borg. Það lá við að þeir táruð- ust. Minna hafði verið svo dásamleg stúlka. Æ, jú, æ, Loks leit ekkjumaður- inn til vinarins og sagði: „Vertu nú ekki svona sorgbitinn, Birgir. Kannske gifli ég mig aftur ..." „Guð, er strákurinn far- inn?!" -x Einn snöggur Tveir kengfullir strákar komu inn á sveitahótelið, og annarj. þeirra spurði þjónustustúlkuna. „Er nokkur hér um slóð- ir, sem á ægilega stóran kött, svartan með hvita rönd um hálsinn?" „Nei,ekki svo ég viti." „Og ekki heldur hund?" „Nei." „Heyrðu, Kalli — þá er það sko presturinn, sem þú hefur keyrt yfir!" -x títi á bekju Stúlka stóð á götuhorni og var að lesa Moggann. Löfregluþjónn kom, stanz- aði og sagðí við hana: „Vitið þér, að buxurnar yðar liggja þarna á gang- sléttinni?" ; ., , Æ- - ;'~ - ¦ -X Nokkrir stuttir — Ef það er ekki eitt, þá er það annað, sagði stúlkan — hún var með blóðnasir. *. — I gærkvöldi hætti ég að drekka, reykja og elska; það voru verstu tíu minúturnar, sem ég hef lif- að... * Læknirinn: „Segið méi — bjáist þér oft af ósið- samlegum þönkum?" Sjúklingurinn: „Ja — í hreinskilni sagt — þá nýt ég peirra." -x Jómfrúin Þetta var á brúðkaups- nóttinni í fjórða hjóna- bandinu, þegar brúðurin sagði við eiginmanninn sinn: „ Vertu ekki of ákafur við mig fyrst, ástin, því ég er ennþá jómfrú." „Jómfrú!" æpti maður- inn undrandi. „Þú, sem hefur verið gift þrisvar áð- ur!" „Já, ég veit að það er erfitt að trúa þvi, en þetta er samt satt," andvarpaði brúðurin. „I^yrsti maður- inn minn var sjarmerandi alkohólisti, sem drakk sig pissfullan á hverju kvöldi og vissi ekki hvar í veröld- inni hann var, þegar hann fór í rúmið. — Annar mað- urinn minn var svo öfug- ur, að strax á brúðkaups- daginn sá ég, að hann var hrifnari af bróður mínum en mér. — Sá þriðji var i auglýsingabransanum, en hafði gereyðilagt sig á þvi að yfirdrífa og gorta!" „Hvað áttu við með því?" spurði brúðguminn furðu lostinn. „Jú, sko," sagði brúður- in. „Hann sat á hverju kvöldi á rúmstokknum tímunum saman, og hélt fyrirleslur um það, hversu stórbrotið þctta yrði!" íl ':

x

Ný vikutíðindi

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Ný vikutíðindi
https://timarit.is/publication/881

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.