Ný vikutíðindi


Ný vikutíðindi - 28.07.1972, Blaðsíða 6

Ný vikutíðindi - 28.07.1972, Blaðsíða 6
6 NÝ VIKUTÍÐrWDI Maðurinn, sem sökkti ROYAL OAK Ifiaiin var elifiii lictjan, scm Iivllt var að §igri loknum, fyrir að sökkva bcitiskipinu STYRJÖLDIN hafði ekki staðið lengi. Það var í október 1939, á öðrum mánuði hildar- leiksins, sem átti eftir að verða langur og blóði drifinn. I meir en viku hafði Canaris aðmír- áll dvalizt stöðugt á skrifstofu sinni i Bendelstrasse 14. Þar hélt hann til nótt sem dag og gaf sér aðeins nokkra stunda hvíld annað slagið og hallaði sér þá á sófa í skrifstofunni. Starf hans var miklu meira en eins manns verk, en Canaris var illa við að hafa nána að- stoðarmenn, og nú sízt af öllu. Fyrstu vikurnar voru honum lang-erfiðastar, þvi að þá streymdu að skýrslur í þús- undatali. Ráðabrugg og áætl- anir, sem um mörg ár höfðu verið í undirbúningi, voru nú að bera ávöxt. Margar upplýs- inganna voru þýðingarmiklar, en margar voru líka gagnslaus- ar. Þær komu frá öllum hlut- um jarðskorpunnar, sendar í bréfum, símtölum, á dulmáli og í útvarpi. Hverja smáupplýs- ingu varð að athuga gaumgæfi- lega, ,hva(5a,gildi hún,kyn£Ú,Æ9 hafa í nútíð og framtíð. Það var eftir miðnætti dag nokkurn í þessum októbermán- uði, að dulmálsskeyti kom — skeyti, sem hafði haldið að- mírálnum andvaka um skeið. Loksins var það komið. Það hljóðaði á þessa leið: „VIÐ GERÐUM ÞAÐ PRI- EN“ Aðmírállinn réði vart við sig af sigurgleði. Hann hringdi upp Hitler og Dönitz og sagði þeim fréttirnar. Því næst hringdi hann til fréttastofunn- ar Deutsches Nachrichten Ber- eau og skýrði þeim nákvæm- lega frá afreksverki Gunthers Prien skipherra, hetju þýzka flotans, er hann að næturlagi skaut tundurskeytum úr kafbát sínum og sökkti brezka orustu- skipinu Royal Oak í herskipa- læginu Scapa Flow, sem full- yrt var að ógerningur væri að komast inn í fyrir kafbáta. Aldrei fyrr hafði óvinakaf- bátur komist inn í Scapa Flow, og aldrei hafði nokkur látið sér detta slíkt í hug. En Pearl Harbour Englands hafði auð- veldlega orðið skotspónn hins þýzka ofurhuga. Scapa Flow, sem var álitið sterkasta flota- vígi í heimi, hafði orðið fyrir þýzkri árás. Á hálftíma fresti skýrði þýzka útvarpið frá þessum sigri allan næsta dag. Fyrst þessi árás tókst svona vel, þá sýndi það sig að þýzki flotinn stóð ekki langt að baki flota bandamanna. — En sigurinn steig nazistaforingjunum til höfuðs. Sérfræðingar þeirra í flotamálum ráðgerðu fyrirsát- urshernað kafbáta á skipaleið- um bandamanna við Noreg, ís- lnd og jafnvel við Stóra-Bret- land. Eftir árásina á Scapa Flow þóttust sérfræðingarnir þess fullvissir, að Þýzkaland kæmist vel af án stórra skipa. Þýzkaland myndi vinna orust- una á hafinu með kafbátum. Móttökuhátíð fyrir hina þýzku hetju frá Scapa Flow var undirbúin. Aldrei fyrr í frægðarsögu Þýzkalands myndi sigurvegara fagnað eins og nú skyldi gert. Blómum átti að rigna yfir hann og hersveitir af ungum stúlkum í hvítum klæðum áttu að ganga í skrúð- fylkingu á eftir honum, syngj- andi honum lofgerðarkvæði, þýzku hetjunni. Nokkrum dögum síðar kom kafbáturinn B—06 til Kiel. Það var illt í sjóinn og veðrið leiðinlegt, en það hindraði ekki þúsundir manna og kvenna í að fagna skipshöfninni. Sam- kvæmt áætlun rigndi blómum iyfir_ „prien,, irkafbátsfgringja. Hann var opinberlega sæmdur æðsta heiðursmerki þýzka flot- , ans, viðtöl við hann birtust í I >-í 7--\ ’ Xr: - . öllum helztu útvarpsstoðvum í Þýzkalandi. Voldug veizla var haldin honum til heiðurs í aðalstöðvum flotans og á eftir sigurdansleikur, til óumræði- legs fagnaðar yfir því, að Royal Oak væri nú á sjávar- botni og hefði þrifið með sér meir en átta hundruð brezka sjóliða í bráðan bana. Þegar hátíðahöldin stóðu sem næst, læddist óeinkennis- klæddur maður frá kafbátn- um, par sem hann lá bundinn við herskipalægið. Þótt öll blöð birtu nöfn og störf allra af áhöfn kafbátsins, var aldrei minnzt einu orði á þennan borgara. Honum hafði ekki ver ið boðið til veizlunnar. Hár, grannur, karlmannlega vaxinn gekk hann rösklega til hótels- ins Goldenen Löwen í Kiel. Allt látbragð hans bar vott um að hér fór hermaður í þess orðs fyllstu merkingu. En hann var þreyttur, ákaflega þreyttur. Hinir máttu fara á dansleik og njóta sigurgleðinn- ar. Þeir myndu drekka sig fulla, og í ölæðinu kyrja í draf andi söng „Horst Wessel“ og „Deutschland úber alles“. Hann kærði sig ekki um slíkt gaman. Hinn dularfulli borgari, sem svo laumulega gekk frá borði, var gersneyddur orðinn allri löngun í ærsl og gleðskap. Það eina, sem hann þráði, var að sofa. Hann svaf langt fram á næsta dag. Er hann var kominn á ról, fór hann með járnbrautar- lest til Hamborgar, en þar steig hann upp í flugvél, sem átti að fara til Berlínar. Hann veitti því athygli að öll blöð birtu sömu fyrirsögn á fremstu síðu stórum stöfum: „HETJUDÁÐ PRIENS KAF- BÁTSFORINGJA“. Hann yppti öxlum fyrirlit- lega. En hver var þessi dular- fulli maður? Rétt nafn hans var Alfred Wehering, það hafði hann skrifað í dagbók hóteis- ins. í fyrsta sinni í sextán ár hafði hsnn nú skrifað sig sínu rétta nafni. Hinar fagnandi þúsundir í Kiel höfðu aldrei heyrt hans getið. En hvað um það, þannig var báttur heimsins, Hann jós blómum og heiðursmerkjum og fögrum ræðum yfir Prien kafbátsforingja, þennan ríg- montna asna. Framtíðarsaga nazistanna mundi hylla Prien sem sigurvegarann frá Scapa Flow. En það var þó ekki svo að Alfred Wehering skipherra, öf- undaði Prien af frægð hans. Hann hafði sjálfur orðið henn- ar aðnjótandi áður fyrr, í fyrri heimsstyrjöldinni. Hann 'hafði tekið þátt í orustunni við Kattegat með herskip sitt, og á Miðjarðarhafinu og á Spáni hafði hann verið í herþjónustu. Það var á Spáni, sem hann vann með manninum, sem nú var húsbóndi hans, Walter Wilhelm Canaris. Hann átti nú að hitta Canar- is og lýsa sig lausan til næsta starfs. Heimurinn mátti hugsa hvað hann vildi. Canaris vissi þó, hver var hin raunveru- lega hetja frá Scapa Flow. Royal Oak hafði ekki verið sökkt af hinum hégómlega kaf bátsforingja Prien, heldur af Alfred Wehering. Aðmírállinn beið eftir Weh- ering, en þeir voru tengdir þeim böndum einum, sem sam- starf þeirra á Spáni hafði skap- að, þeir höfðu ekki sézt svo ár- um skipti, en samt höfðu þeir alltaf haft ósýnilegt samband hvor við annan. Enginn mun nokkru sinni fá að vita, hvað þessir tveir menn töluðust við, en gizka má á það. Án efa hefur Canaris ósk- að honum til hamingju og hrós að honum fyrir framúrskar- andi glæsilega njósnastarfsemi. Hann hefur e.t.v. bætt því við, að það væri hlutskipti manna eins og þeirra tveggja að gera hlutina bak við tjöldin; hinir tækju heiðurinn, en það væri ágætt. Hinn ungi Prien verð- skuldaði engan veginn allt dá- lætið, en fólkið heimtaði hetj- ur og það varð að sjá því fyrir hetjum. Eins og áður er sagt vita menn ekki, hvað þeim fór á milli, en brezka leyniþjónustan þykist þess fullviss, að Weh- ering hafi verið mjög óánægð- ur — að hann hafi sagt sitt af hverju við Canaris í þá átt og barmað sér mjög vegna 16 ára útlegðar og af mörgu fleiru. En hvernig sem það hef- ur nú annars gengið til, þá tók það Breta nokkra mánuði að komast að hinu sanna um árásina í Scapa Flow. Rann- sóknin leiddi í ljós, að Weher- ing var gæddur ótrúlegri þolin- mæði, og það er í raun og veru undrunarefni, að öðrum eins mannkostamanni skyldi ekki vera fengið stærra og vandasamara verksvið. — ★ — VIÐ verðum nú að fara 16 ár aftur í tímann, eða til þess tíma, er Alfred Wehering, fyrrum skipherra í hinum keis- aralega flota þýzka ríkisins, fór úr landi. Það var árið 1923, bjórkjallaraárið í Munchen. Þá var Canaris hvorki eitt né neitt; uppgjafaliðsforingi, sem lifði á eftirlaunum sínum. í rauninni starfaði hann þó að því að endurskipuleggja njósn- ir hers og flota fyrir lýðveldis- stjórnina og herforingja henn- ar og aðmírála. Árið 1923 sendi Canaris fyrsta njósnara sinn eftir að friður var saminn í Versölum. í þá daga grunaði engan hví- líkar gerbyltingar áttu eftir að eiga sér stað í Þýzkalandi, hve Ruhr-dalurinn, sem þá var her- numinn af Frökkum, myndi skjótt hverfa aftur til Þýzka- lands og hve skjótt Þýzkaland myndi hefja sína hefndarstyrj- öld. En þýzki flotinn, þýzki her- inn og æðstu herforingjarnir voru þess fullvissir, að eftir tíu til fimmtán ár myndi verða önnur styrjöld. Vegna þessarar fullvissu voru sendir út njósn- arar, og árið 1923 var alls ekki of snemmt. Alfred Wehering var einn af yngstu skipherrunum í þýzka flotanum. Hann hafði getið sér góðan orðstír sem skipherra í fyrri heimsstyrjöldinni. Canar- is hafði mikið álit á hæfni hans og valdi hann þess vegna til hins þýðingarmikla nýja starfs árið 1923. Wehering átti að verða sölumaður fyrir þýzkt úrsmíðaverkstæði. Sem virðulegur fulltrúi meinlauss fyrirtækis gat hann heimsótt flest lönd Evrópu. Hann átti að hafa opin augun fyrir öllum nýjungum í skipaiðnaðinum í þeim löndum, sem hann ferð- aðist um. Eftir að hafa starfað að þessu í þrjú ár, var hann send- ur til Sviss, þar sem hann lagði stund á úrsmíði og varð brátt mjög fær í þeirri iðn. Árið 1927 fluttist hann bú- ferlum til Englands. Enginn vissi að hann var sjóliðsforingi, ekki einu sinni að hann var Þjóðverji. Það var leikur einn fyrir Canaris að útbúa handa honum nýtt vegabréf og nýtt nafn. Hann notaði hið algenga svissneska nafn Albert Ortel. Hann settist að í Kirkwall i Orkneyjum, sem er skammt frá herskipalæginu í Scapa Flow. Kirkwall og hérað- ið umhverfis þarfnaðist góðs úrsmiðs. í fyrstu vann Ortel, sem afgreiðslumaður í ýmsum smáverzlunum, sem seldu skart gripi og glingur. Auk þess tók hann að sér að gera víð úr í frístundum sínum. Hann var vandvirkur og ódýr og orð- stír hans breiddist út. Ortel stillti lífi sínu í hóf og sparaði hvern eyri í þeim til- gangi, að draumur hans um eigið úrsmíðaverkstæði mætti rætast sem fyrst. Þar myndu 'sjóliðarnir frá Scapa 'FlóW kaupa úr og aðra minjagripi; og loks kom að því að draum- ur hans rættist. Ortel varð 'eig- andi lítillar verzlunar, sem seldi skartgripi og svissnesk úr. Viðskiptin voru mikil eft- ir ástæðum. íbúar Kirkwall voru ekki ríkir, en þeir höfðu efni á að kaupa annað slagið ódýr úr og penna. Úr, sem var gert við af Ortel, gekk við- stöðulaust í mörg ár á eftir, án þess að bila. Fólkinu gazt vel að hinum nýja nágranna. Það bauð honum heim til sín, í veiðiferðir og bridge-spil. Ár- ið 1932 varð hann enskur rík- isborgari, og var nú aðlögun hans að enskum háttum full- komnuð. Þessi landkrabbi frá Sviss hafði mikinn áhuga á sjónum. Honum virtist líða mjög vel í sjávarþorpinu enska. Hann var orðinn svo rótgróinn í Kirk- wall, að honum féll það mið- ur að þurfa að fara nokkuð burt, jafnvel til að heimsækja vini og ættingja í Sviss. Vegna þess komu ættingjarnir í heim- sókn til hans yfir sumarmán- uðina. Ýmsir af ættingjum hans urðu afar hrifnir af Kirk- wall og létu í ljós þá löngun sína að setjast að í Englandi eins og Ortel. Hann aðstoðaði þá á allan mögulegan máta og útvegaði þeim vinnu í hérað- inu. Albert fékk mikið af bréfum frá ættingjum sínum í Sviss, og sem góður sonur skrifaði hann öldnum föður sínum minnsta kosti einu sinni í mán- uði. En það vildi nú svo til, að hinn aldni faðir var enginn annar en Canaris aðmíráll, og hinir mörgu ættingjar voru foringjar úr leyniþjónustu naz-

x

Ný vikutíðindi

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Ný vikutíðindi
https://timarit.is/publication/881

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.