Ný vikutíðindi


Ný vikutíðindi - 28.07.1972, Blaðsíða 8

Ný vikutíðindi - 28.07.1972, Blaðsíða 8
8 NÝ VIKUTÍÐiNDI PERSÓNULEG S 1» l lt \l \4. \It OG S VÖR VANDAMÁL Elskar hljóðfæraleikara Ég er ákaflega hrifin af strák, sem spilar á veitinga- húsi nér í bænum. Ég fer þang að oft, til þess að geta verið sem næst honum, en hann lít- ur ekki við mér. Samt er ég talin fremur lagleg og hef stráka á hverjum fingri, en lít ekki við neinum nema honum. Hann er með annarri stelpu núna i bili, sem ég þekki. Gefðu mér nú góð ráð. — Ég get ekki hugsað mér annan en hann. Ég samhryggist þér. Það er annað en gaman að elska mann, sem er hrfinn af ann- arri stúlku; ég lala nú ekkí um, ef hann lítur ekki við þér og það er hljóðfæraleikari í þokkabót. Þeir hafa víst í nógu mörg horn að líta fyrir, þótt þitt horn bætist ekki við. Leiðrétting í síðsta blaði birtist klausa um, að kvartað væri yfir þjónustu í Matstofu Austurbæjar, einkum konu einni, sem þar átti að af- greiða. Þetta er rangt. Hið rétta er, að átt var við Kaffistofu Austurbæjarbíós, enda er þjónustan í Matstofu Aust- urbæjar til fyrirmyndar. Biðjum við afsökunar á þessum mistökum. Þú skalt láta hann komast að því að þú ert skotinn í hon- um, t.d. með því að láta ein- hvern kunningja hans segja honum það af hendingu, án þess að það séu skilaboð frá þér. Hver veit nema hitt komi af sjálfu sér, ef þú ert dálítið slungin? Húð- og augnkvillar Ef ég þvæ mér úr sápu, verður húðin á mér eitthvað svo strengd og vill flagna. Hún glansar líka svo voðalega. Hvað á ég að gera? Ég er dálítið hjólbeinótt. Hvernig get ég lgað það? Þegar ég geng úti verð ég alltaf svo rauð um augun og þá strayma tárin úr þeim. Er nokkuð við því að gera? Hættu að þvo þér úr sápu- vatni a.m.k. um stund. Hreins- aðu húðina í þess stað með koldkremi, sem þú nuddar inn í hörundið og þurrkar svo af með baðmullarhnoðra. Á eftir skaltu púðra þig lítið eitt. Það er að vísu ekki líkur til þess, að þú getir lagfært þenn- an líkamsgalla, en ef þú kannt að ganga og standa rétt get- urðu hins vegar komist hjá því, að fólk veiti honum eftir- tekt. Haltu fótunum fast saman þegar þú stendur kyrr og hafðu þá alltaf annað hnéð bogið. — Gakktu í beinni línu og stígðu öðrum fætinum nið- ur beint framan við hinn. Farðu til augnlæknis. Hann gefur þér augnáburð, sem við á. Unglingarnir og böll Er nokkuð við það að at- huga, þótt 15 ára stúlkur fari nokkuð oft á böll? Þótt sumar 15 ára stúlkur séu orðnar fullþroska, þá eru þær svo reynslulitlar, að það er mjög varassamt fyrir þær að gæta ekki hófs á skemmt- unum. Kornungar stúlkur ættu ekki að fara á hvaða skrall sem er. og lielzt ekki á dans- leiki nema í fylgd með ein- hverjum, sem þær geta treyst. Ég vildi hins vegar mega ráðleggja unglingum að skemmta sér meira í heima- húsum, bjóða kunningjunum öðru hverju og fara þá í leiki og dansa. Foreldrarnir ættu að stuðla að slíkum skemmt- unum meira en nú tíðkast. Börnin leiðast þá síður á villi- götur meðan þau eru óreynd en fá skemmtanaþörfinni full- nægt. Með því móti ætti einn- ig að takast betri skilningur á milli foreldranna og barn- anna, eftir að þau eru komin upp, og heimilislífið vcrða betra og heilbrigðara. Hjónabandsvandamál Getur það ekki orðið ham- ingjusamt hjónaband þó að annað hvort sé búið að eiga barn áður, en þurfi samt ala barnið upp með þeirri sem verður konan hans — eða mað urinn hennar? Og ef hjóna- bandið er ekki hamingjusamt, hvernig á þá að gera það ham- ingjusamt? Ég hef svo Ijótar neglur og þeim hættir við að brotna. Hvað á ég að gera við því? Á okkar tímum er það ekki óalgengt að annar hvor hjóna- bandsaðili eigi barn áður en hann giftist og virðist það mjög sjaldan valda skilnaði. En það þarf góðvild og umburðarlyndi til þess að vera góð stjúpa eða stjúpi. Og það er nauðsynlegt að hún — eða hann — hafi fyrirfram gert sér alveg Ijósa aðstöðu sína til barnsins. Ef hjónin eiga vel saman og þykir vænt um hvort annað, er margt hægt að laga. Óham- ingja í hjónabandi stafar ó- sjaldan af einhverjum smá- munum, sem eru í sjálfu sér lítilvægir, — til dæmis óþarfa þrjózku og kulda, sem smám saman verður að vana. í inni- legu sambandi tveggja er nauðsynlegra að geta sigrað sjálfan sig en ástvininn. — Gott foreldri selur ekki ham- ingju barnsins síns fyrir sína eigin hamingju, og ef svo er komið, að um annað hvort sé að velja, verður að gera hin- um aðilanum það fullljóst. Ef ekki er hægt að laga misklíð- ina á þann hátt, þá er ekki nema um eitt að' ræða. Ýmsar ástæður geta legið til þess að neglur verði stökkar, kalkleysi. Þú ættir að bera feitt krem á þær og skinn ið í kringum þær á hverju kvöldi um leið og þú háttar. Ef það ber ekki árangur er rétt að leita ráða læknis. Ófríð og örvinluð Ég er ólagleg og það vill enginn strákur líta við mér. Eins og þú skilur fellur mér þetta þungt, en fæ ekkert að gert. Nú veit ég samt, að marg ar, ef ekki flestar, ófríðar stúlkur giftast, en þó liggur mér við að örvænta. Skyldi mig ekki skorta eitthvað meira en fríðleikann, til þess að laða karlmenn að mér? Geturðu gefið mér nokkur heilræði? Það er fjarri lagi, ef þú held- ur að fríðleikinn sé fyrsta skil- yrðið til þess að krækja sér í karlmann. Þú skalt bægja frá þér af alefli þeirri vanmáttar- kennd, sem mér virðist þú hafa í sambandi við útlit þitt. Þjálfaðu líkama þinn, vertu helzt sem fullkomnust í ein- hverri útiíþrótt. Vendu þig á hressilegt og jafnframt tígul- legt látbragð. Það er mikið atriði að þú berir þig vel og hafir hraustan og magnþrung- inn líkama; meira atriði en smekkvísi í klæðaburði, þótt bezt sé að það fari saman. Þó að andlitsdrættir þínir séu ef til vill ekki fullkomn- ir, þá geturðu lagt rækt við að fegra þá með fegrunarlyfj- ífm, vanda hárgreiðsltflra ■vel og snyrta hendur þínar af kost- Framh. á bls. 4 að | m.a. glasbotninum Svefn og ekki svefn I samræðum við gamia virðuiega og vingjarniega sóknarprestinn, spurði stráklingur nokkur: „Er það virkilega svo stór synd að sofa hjá stelpu?” „O, nei — læt ég það vera,” svaraði presturinn og brosti út i annað munn vikið, „en þið litlu piltarn- ir — þið sofið ekki!” Blindskrift á buxum Dyggðuga unga stúlkan var búin að kaupa talsvert af undirfötum, og hún spurði um leið, hvort hún gæti fengið bróderað á litlu buxurnar sínar orðin „Ef þú gelur lesið þetta, þá ertu kominn alltof ná- lægt“? „Já, ætli það ekki, þvi hugsa ég að við getum ordnað,” sagði verzlunar- stjórinn, allur af vilja gerð ur. „En hvernig stafagerð viljið þér. Upphafsstafi eða venjulega skirft?” „Ég vil helzt liafa það BLINDSKRIFT,” sagði stúlkan. í fyrsta sinn „Hah!” snökkti stúlkan, sem lá við hliðina á unga taugaóstyrka manninum á dívaninum. „Þú ert búinn að segja mér ótal sögur um allar orgíurnar, sem þú hefur tekið þátt i, og nú, þegar við liggjum iiér saman, ertu eins og gam- aill drumbur!” „Já, ég veit það, ég veit það,” tuldraði pilturinn aumingjalega, „en þetta er — skilurðu — í fyrsta skipti, sem ég hef vexáð einn með stúlku...” Umtalsvert? Það var stórt parti hjá foreldrum Evu. Þegar stemningin var á hæsta stigi tók mamma hennar eftir því, að Eva var liorf- in. Hún lét því húsmóður- skyldur sínar lönd og leið og fór um allt húsið að leita að dótturinni. Loks fann hún hana í svcfnher- bergi sínu — í faðmi ungs manns. „Eva!” hrópaði móðirin dólfallin. „Komdu aftur eflir klukkutíma, marnma," sagði Eva. „Þá get ég bet- ur sagt þér, hvort þetta sé eiithvað umtalsvert!” I dýragarðinum Siggi litli var i dýragarð inum með pabba sínum, og liann starði hugfanginn á fílinn. „Heyrðu pahbi, hvað er það, sem hangir neðan á lionium ?” „Það er raninn,” svaraði faðirinn. „Nei, ég meina að aft- an.” „0, það er halinn.” „Nei, pabbi,” sagði strák ur, „ég meina það sem hangir milli lappanna á fílnum.“ „Það er penis fílsins," svaraði faðiiánn. „Merki'légt,” sagði Siggi litli, „því síðast þegar ég kom liingað, sagði mamrna, að það væi’i ekk- ert.” „Jæja vinur minn,” sagði faðirinn, „þú verður að muna, að mamma þin er góðu vön!” * Kraftaverk Jónatan hitti.um daginn unga stúlku, og þegar þau fóru að tala saman kom í Ijós, að hún var hjúkrun- arkona. „Það hlýlur að vera dásamlegt að vera lagður inn i sjúkrastofu, þar sem þú vinnur og fá að njóta umhyggju yðar,” sagði Jónatan ástfanginn. „Dásamlegt?” sagði stúlkan. „Það væri krafta- verk. Ég starfa nefnilega á fæðingarspítalanum!” K Persónuleg vandamál Sálkönnuðui’, sem í mörg ár hefur grúskað í þjóðasálfræði, ef svo má segja, hefur samið lista yf- ir það, hveimig konur þjóð anna taka því, þegar eig- inmennirnir eru þeim ó- trúir. Italska konan r drepur xnanmnn smn. Spánska konan drepur manninn sinn og frillu hans. Þýzka konan fremur sjálfsmorð. Japanska konan drepur frilluna og sjálfa sig á eft- ir. Enska konan drekkir sorg sinni i viskíi. Norræna konan sendir bréf til dálkablaðanna, sem gefa ráðleggingar um pcrsónuleg vandamál. yK Nokkrir stuttir „Fröken, má ég leyfa mér að hæla yður fyrir vöxt yðar. Ætti ég að út- deila Nobelsvei-ðlaunun- um, bá myndi ég veita yö- ur vei’ðlaun í efnafræði.” — ★ — — O, nei, nei, vinkona — trygglyndir eru karl- menn ekki. Af öllum sex vinum mínum er það vai’la nema einn, sem ég get stólað á. ★ Stúlka nokkur í mjög stuttu mini-pilsi kom dl læknisins gífurlega kvefuð. „Fyrst og fremst, unga dama,” sagði læknirinn, „vei'ðið þér að fara heirn og fara i einhver föt og svo beint í rúmiðl”

x

Ný vikutíðindi

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Ný vikutíðindi
https://timarit.is/publication/881

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.