Ný vikutíðindi


Ný vikutíðindi - 04.08.1972, Blaðsíða 1

Ný vikutíðindi - 04.08.1972, Blaðsíða 1
Ríll?WD[K[Ul DAGSKRÁ Kefiavíkur- sjónvarpsins á bls. 5 Föstudagurinn 4. ágúst 1972 — 32. tbl., 15. árg. — Verð 30 krónur FATA- FELLA SUMARS. INS RADDIR LESEMDA Stjórn Skotfélagsins vítt Ekki ætlar mér að takast að fá birta svargrein frá mér til Skotfélagsins i Morgunblaðinu, en þar hefði svar mitt þurft að koma. En hér vil ég benda á, að ég er reiðubúinn til að sverja fyrir dómi, ýmislegt á hendur stjórn Skotfélags Reykjavíkur m. a. bókhaldsbrest. Þ.eir fullyrða að ég hafi ekki verið i Skotfélaginu, en félags- skírteini á ég og ætlaði að fá að birta af því myn'd, en það liggur á ritstjórnarskrifstofu Vísis — og myndin ókomin ennþá. Mikið hefur gengið á að út- húða mér vegna greinar, sem ég birti. í Vísi um félag þetta, en ekki get ég annað en bros- að að öllu saman. Svo mikið er víst, að ég hef komið við heldur ill kaun þar á heimili þéss. . 0g ég gæti tínt til sitthvað fleira. Lárus Salómonsson hefði átt að skipuleggja svæðið meira af viti en kröftum. Mericur bóndi hefur tjáð mér, að flestir úr stjórn Skot- félagsins hafi skotið í sveitum hvar sem þeim sýndist, enda fengu flestir bændur maga- kveisu, þegar von var á viss- um týð úr stjórninni austur til gæsaveiða, því þeir hrein- Framh. á bls. 4 - Sú þy kir mesti kvenkostur, sem tekst að ganga í sæng með sem flestum túristum!! Island hefur löngum þótt eftirsótt paradís erlendra ferðamanna, sökum nátt- úrufegurðar og fjölskrúð- ugs dýralífs og annarra einkenna, sem draga hug útlendinga fjarrifrá heims- ins glys og glaumi. Síðasi liðin ár hafa allar sam- göngur og þjónusta tekið þeim risaframförum, að er- lendir ferðamenn hafa átt greiðari aðgang að landi voru en fyrr, þegar varla fundust brýr yfir ómerki- legri lækjarsprænur. Þessi þróun hefur ekki aðeins fært okkur fleiri túr- ista og meiri aukatekjur, heldur hefur alls kyns er- lend ómenning siglt i kjöl- farið. Sænskur ferðamaður hefur tjáð okkur, að það sé orðið að hugtaki i Sví- þjóð og öðrum Norðurlönd- um, að sjá Island, fleka konur, og deyja. Tjáði hann okkur, að Island væri ekki aðeins paradís náttúrufeg- urðar, heldur einnig para- dís náttúrunnar, því hvergi væri fó'lk auðfúsara til sukks og saurlífis en ein- mitt á Islandi. Nefndi hann í því sam- baridi, að dvölin í Reykja- vík hefði verið ein stanz- laus svalilveizla; vart hafði vín protið, fyrr en leigubíl- stjórar hlj'pu irin með nýjar veigar. Ungar íslenzkar stúlkur, sumar innan við fermingaraldur, hefðu sleg- ist um hann og erlenda fé-. laga hans, þvi sú þótti mest- ur kvennkostur, sem tókst að ganga í sæng með sem flestum túristum. Einnig hefur okkur bor- izt til ej'rna, að þýzkir og enskir ferðamenn hafi það fyrir sið að dvelja lang- dvölum „til fjalla", en þar Framh. á bls. 4. niim ráðstafað r r óreiðuheimili Menn velta þvi mjög fyrir sér, hvers vegna Vísir hætti svo skyndilega skrifum um barnaverndarnefnd Reykja- víkur og starfssemi hennar. Ástæðan mun vera sú, að Geir borgarstjóri gerði harða hrið að ritstjóra Vísis vegna þessara skrifa. Eins og menn rekur minni til, birti Vísir grein- ar og viðtöl, þar sem sumt starfsfólk Barnaverndar- nefndar var borið þungum sökum. Höfðu margir for- eldrar Ijóta sögu að segja af viðskiptum sínum við nefndina. Formaður félags, sem stofnað var til höfuðs Barnaverndarnefndar, fékk birtar nokkrar greinar áð- ur en borgarstjóri fékk frek ari skrif stöðvuð. Það nýjasta, sem skeð hefur, er það, að Páll Lín-. dal, borgarlögmaður,. hefm\ kært formann félagsins til sakadóms vegna þessara skrifa. Hætt er við að leikurinn fari nú að æsast, því félags- menn gegn Barnaverndar- nefnd hyggjast láta til skar- ar skríða og láta kærum rigna yfir sakadóm á móti. Munu þess ófá dæmi, að foreldrum hafi verið mein- að að fá börn sin aftur, sem nefndin hefur komið í fóstur; og einnig það að börnum hefur verið ráðstaf- að inn á mikil óreiðuheim- ili. NY VIK1ITÍÐIIVDI koma ekki út í næstu viku vegna sumarleyfa.

x

Ný vikutíðindi

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Ný vikutíðindi
https://timarit.is/publication/881

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.