Ný vikutíðindi


Ný vikutíðindi - 04.08.1972, Blaðsíða 7

Ný vikutíðindi - 04.08.1972, Blaðsíða 7
NÝ VIKUTÍÐINDI 7 skyldu þar bíða sigursins mikla að koma aftur í dags- ljósið. KROSSGÍTA^ — ★ — EN SIGURINN var ekki á naestu grösum, og um miðjan apríl hófu Rússar ógurlegar loftárásir á borgir á valdi Þjóð verja við Eystrasalt, aðallega Stettin, Danzig og Könings- berg. Listasafnið í Köningsberg varð illa úti í árásunum, og enda þótt eldurinn í því yrði slökktur, tók Koch að óttast um dýrgripi sína í kjallara þess og ákvað að flytja þá það- an og fyrirskipaði byggingu geysimikils byrgis á landar- eign Haas ofursta í Austur- Prússlandi. Þann 10. apríl 1942 hófust gífurlegir flutningar á gyðing- um þangað og voru þeir um 7000 talsins, sem unnu að bygg ingu byrgisins. Sóttist verkið seint og kostaði ærið mörg mannslíf, því jarðvegurinn var blautur og hrundu göngin iðu- lega saman. En að lokum voru komnar tvær allstórar gryfjur, sem unnt reyndist að steypa þak yfir. í þessi neðanjarðar- byrgi voru kassarnir settir, mold síðan mokað yfir þakið og trjám plantað í jarðveginn, og loks var niðandi læk veitt yfir staðinn. Endalok flestra fanganna, sem að þessu unnu, urðu drepnir þarna á staðnum; aðrir voru látnir ganga langar leiðir tii aftÖkubúða. „Einstazgruppe Koch“ var leyst upp og jafnt æðri sem lægri dreifðust til hinna ýmsu stöðva. f stríðslok náðu Rússar verulegum fjölda þeirra og reyndu margir að kaupa sér frelsi með vitneskjunni um fjársjóðina. Og margt hafa Rússarnir fundið. Fjöldagrafir, eldsneyt- is- og hergagnaforðabúr, birgð- ir> af verðlausum mörkum, leynilegar útvarpsstöðvar og neðanjarðarpyntingaklefa frá LÁRÉTT: 42 tekið 14 skapi 1 fíkið 43 kvosir 16 nánasarlegt 5 heil 45 spyrja 18 eignast 10 töluröð 46 náfrændur 19 niðurraðað 11 tónn 48 aftók 21 hjálapaði 12 loginn 49 reiðmaðurinn 22 fjall 14 orgaðu 50 einkennisbókst. 24 bera 15 ljótt 51 titill 26 leika 17 hærra 52 upprætir 28 undirstaða 20 nuddað' 53 markvissir 29 lítil 21 krókur 31 tilhlaup 23 talan 32 opið 25 flýtir LÓÐRÉTT: 34 innhverfan 26 eini 1 útsæði 35 fermdar 27 titrar 2 kærði 37 hljóðstafir 29 far 3 elska 38 fróði 30 áburðurinn 4 blanda 39 gjálögur 32 södd 6 raki 41 samhljóðar 33 strengir 7 dæld 43 dísar 36 muldra 8 sparkar 44 hryggur 38 ágætlega 9 skýlið 46 nagla 40 yfirstétt 13 hrygg 47 bit 15. óld með beinagrindur hangandi í ryðguðum hlekkj- um. En — ennþá hefur hvorki fundizt tangur né tetur af fjársjóðnum úr Katrínarhöll- inni. — ★— KOCH flýði frá Austur-Prúss landi, þar sem hann hafði ver- ið landsstjóri. Kósökkunum fannst sérstakur matur í að klófesta slíka höfðingja, sem kærðu sig ekkert um að lenda í greipum sigurvegaranna. Undir nafninu Rolf Berger keypti Koch sér smábóndabæ af ekkju einni í námunda við Haasenmoor, og þar lifði hann af hænsnarækt, þangað til enska leyniþjónustan hafði upp á honum — á sama hátt og svo mörgum öðrum nazistafor- GÍTARKENNSLA sinar. Þrátt fyrir einarða neitun hans, þóttu sannanirnar fyrir því, að hann væri Koch það miklar, að því var slegið föstu og hann sendur til Póllands. í marz 1950 var flogið með hann til Varsjár. Svo liðu níu ár án þess að nokkuð gerðist. Hann kom ekki fyrir rétt. En hann hafði samt nóg fyrir stafni. Hann varð að standa frammi fyrir einum rússneska sérfræðingahópnum af öðrum, og allir reyndu að kreista út úr honum upplýsingar um, hvað orðið hefði af fjársjóðn- um úr Katrínarhöllinni. i Hann var heilaþveginn, sprautaður sannleiksvökvum, mýktur upp á sálfræðilegan hátt og spurður lengi og kerfis- bundið. Hann lýsti því nákvæmlega sem gerðist allt fram til þess ingjum, — er þeir reyndu að að gersemarnar hurfu, og hann ná sambandi við eiginkonur I dró enga dul á þátt sinn í þvi að hlutirnir voru fjarlægðir frá Katrínarhöll. En hann skýrði svo frá, að hann hefði ekki verið staddur í Austur-Prússlandi, þegar fjár- sjóðirnir voru grafnir niður í byrgin á landareign Hase of- Ursta. Það leyndi sér ékki, að þetta var alveg Satt! GUNNAR H. JQNSSON SÍMI 2 58 28 FRÁ ÞVÍ í apríl og fram í júnílok 1942 hélt Erich Koch sig í Bialyastock-svæðinu í Póllandi, önnum kafinn við að draga út milljónafjórðung af Gyðingum, Pólverjum og töt- urum tiJ að senda í útrýming- arbúðir nazista! Og meðan á þessari fjarveru hans stóð, voru gersemarnar grafðar niður undir stjórn Hase cfursta! Og Hase var ekki sjálfur lengur til frásagnar af einu eða öðru, því að hann féll í bardögunum við Kolberg, þeg- ár þýzka varnarkerfið í Aust- ur-Prússlandi hrundi saman ár- ið 1945. Eftir átta ára stanzlausar til- raunir gáfust Rússarnir loks upp og fengu Pólverjunum Koch í hendur til þess að þeir gætu leitt hann fyrir rétt. Þann 9. marz 1959 var Erich Koch dæmdur til dauða og færður til klefa síns, þar sem hann átti að bíða þess, að dómsmálaráðuneytið ákvæði hvaða dag hann skyldi tekinn af lífi, en Koch lifir enn, þegar síðast fréttist. Rússarnir hafa ekki enn misst von um, að hann kunni að geta veitt þeim upplýsingar. Þeir hafa lagt mjög að Koch að skrifa endurminningar sín- ar. Sem blaðamenn úr öllum áttum hafa leyniþjónustumenn þeirra komið á fund hans til að fá hann til að rabba við sig um liðna daga. _★_ Á HVERJUM degi hefur Koch skrifað 30 blaðsíður með áferðarfagurri og auðlæsilegri rithönd, og á hverju kvöldi hef ur fangelsisstjórinn tekið blöð- in í varðveizlu sína. Nú liggja þúsundir blaða úr þessum „Endurminningum“ vel varð- veitt i skrifstofu hans. Tilgangurinn er augljós. Með því að taka jafnóðum frá hon- um bað, sem hann skrifar, verður hann alltaf að treysta eihvörðungu á minnið. Og menn eru að vona, að sá dag- ur renm upp, að það svíki og hann glati þeirri hulu, sem hann hefur dregið yfir sig — og hverfi frá fyrri fullyrðing- um sínum um það, sem gerðist þessa sögulegu daga árið 1942. Eða þá, að hann ósjálfrátt tali af sér og gefi til kynna eitthvert atriði, sem hægt verði að fara eftir. Eftir öllu að dæma, veit Er- ich Koch mæta vel, um hvað er að tefla. Og tvennt er það, sem íiann verður að varast í taflstöðu sinni: Að menn haldi ekki, að hann viti í rauninni ekki neitt. Og að hann segi of mikið. Og vægast sagt er þetta ó- hugnanlega veikt hálmstrá að hanga í, þegar gálginn bíður sífellt.... BRIDGE- Þ Á T T U R Suður gefur. — Báðir á hættu. — Spilin liggja þannig: Norðurr S: 10 5 H: 7 4 3 T: K G 8 3 L: K D G 3 Vestur: Austur: S: A 9 8 6 4 S:KD H: 8 5 2 H: G 10 9 6 T: Á 6 4 T: 7 5 2 L: 7 5 L: 9 8 6 2 Suður: S: G 7 3 2 H: Á K D T: D 10 9 L: Á 10 4 Suður sagði eitt grand, Norð- ur þrjú grönd. Allir pass. Vestur spilaði út spaða 6, og Austur tók með D. Austur lét út spaða K og Vestur lét lágt í. Nú var ekki hægt að hnekkja sögninni. Vestur fékk á tígul Á og þriðja spaðaslag- inn, en það var allt og sumt. Suður fékk geim og vann rú- bertuna. Austur sagði: „Þeir gátu tapað sögninni, ef þú drepur spaða K með Á, þvingað út spaða G í Suðri, komist inn á tígul Á og haft frían spaðann. Vestur hafði gagnrök. „Þú gætir hafa haft þrjá spaða og þrjú hjörtu,“ sagði hann. „Þá hefði ég getað hnekkt sögninni með því að bíða og fá fimm spaðaslagi. En ef ég drep seinni spaðann og gef sagnhafa á gos- ann, heldur hann áfram með fjóra slagi í hjarta og fjóra slagi i laufi. Vestur þagnaði og lét þetta meltast. „Þetta var þín sök,“ sagði hann við Austur, „af þvi þú gafst rnér ekki skýra bend- ingu um, að þú ættir aðeins tvo spaða. Þú gazt tekið fyrst á K og spilað svo D.” „Þið hafið báðir rangt fyrir ykkur,” greip nú Norður fram í, „þetta var félaga mínum að kenna. Hann lét fyrst spaða 2 og svo spaða 3. Ef hann hefði látið spaða 3 og spaða 7 og villt fyrir ykkur, hefðu þið getað hælt honum fyrir brögð- ótta spilamennsku og ekki þurft að kenna hvorum öðrum um.“ Þú ert dómarinn. Dæmdu sjálfur um, hver hefur rétt fyrir sér.

x

Ný vikutíðindi

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Ný vikutíðindi
https://timarit.is/publication/881

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.