Ný vikutíðindi


Ný vikutíðindi - 18.08.1972, Blaðsíða 2

Ný vikutíðindi - 18.08.1972, Blaðsíða 2
2 NÝ VIKUTÍÐINDI NÝ VIKUTÍÐINDI Otgeíandi og ritstjóri: Geir Gunnarsson Ritstjóm og auglýsingar Hverfisgötu 101A, 2. hæð Sími 26833 Pósth. 5094 Prentun: Prentsm. Þjóðviljans Setning: Félagsprentsmiðjan Myndamót: Nýja prentmynda- gerðin Lausbeizlun A’liir hestamenn vita, að það þýðir ekki að gefa hestinum lausan tauminn og láta hann ráða. Það þarf að spora hann áfram og haía taumhald á honum. Hestar eru eins og óupp- lýst börn — það þarf aö temja þá, gæta þeirra og stjórna. Ætli það sé ekki álíka hvað snertir obbann af ó- upplýstu fólki? Það þarf að temja það, gæta þess og stjórna? — Þetta sáu Hit'l- er og kumpánar hans, og tókst eftir þeirra vonum vel. Þjóðverjar rnunu vera einhver merkasta þjóð heims, en gal'li þeirra er sá, að þeir eru eins og hestar, sem hægt er að stjórna og temja, jafnvel um of. Þegar vinnukonurnar fengu kosningarétt hjá heimsþjóðunum, fór allt í bál og brand. Þær fóru meira eftir munnsvip og fagurmæli frambjóðenda við icosningár en málstað. Hinn óupplýsti lýður varð a'lísráðandi, gagnstætt öll- um rökfræðilegum stað- reyndum. Auðvitað eiga liinir ábyrgu, reyndu og mennt- uðu borgarar að ráða í þjóðfélaginu, en ekki ó- menntaður skx-íil, sem fer eftir augnabliksálirifum frá mælskum fölsurum, sem ljúga upp í opið geðið á honunx eins og kommúnist- um og nazistum er tamast. Til slcamms tíma liefur Sviss verið farsælasta land i heimi. Svisslendingar höfðu lika vit á því, að láta kvenfólk ekki hafa kosningarétt. Nú hefur þessu verið breytt, og lcerl- ingarnar fá að kjósa ti'l lög- gjafarþings. Skyldi ekki fara fyrir þeim, blessuðum, eins og öðrum, sem láta tvo skipstjóra stjóxma sama skipixxu — eins og reynslan sýnir hjá öðrum slíkum þjóðunx! Við hér á blaðinu erum ekki á atkvæðaveiðum og þorum þvi að segja okkar meiningu umbúðalaust. Við erum með jafnrétti og bræðralagi. En í hreinskilni spurt: Hvaða vit er i því að láta áhrifagj arnt kvenfólk eða ómenntaða fyllirafta hafa jafnan kosningarétt og þeir, sem hafa reynst ábyrgir framkvæmdamenn ? Myndi nokkurt fyrirtæki, r Eg var gifi ófreskju! segir eiginkona kynóðs glæpamanns, sem skildi fegurðardís eftir hálfdauða í skurði, þegar hann hann hafði nauðgað henni. Hér segir konan hans frá ævidögum sínum með þessu ómenni, hvernig hann misþyrmdi henni og barði í kynlosta og frá glæpi hans, sem setti England á annan endann. — Ég sat og hlustaði á út- varpið, þegar mér varð allt í einu ljóst, að ég var gift manni, sem hafði drýgt hræði- legt ódæði. Þulurinn, sem las fréttirnar, skýrði frá glæpnum og einnig því, að nauðgarinn hefði misst armband sitt og einstaklings- merki. Bill hrökk við og dró upp ermina. Aðeins tveimur dögum áður hafði indæl og falleg stúlka, Antonia Drabczyk að nafni, orðið fyrir fantalegri árás; hún barin niður og henni nauðgað, þegar hún var á heimleið úr partíi. Og við hlið mér sat nú hinn seki — maðurinn, sem leitað var að um allt England — maðurinn, sem aðeins fáein- um klukkustundum eftir þessa viðbjóðslegu árás, hafði neytt mig til að seðja sínum ómett- anlegu kynferðisþörfum. Nú saknaði hann armbands- ins síns; og það, sem ég innst inni hafði óttast, var orðið að vissu. Bill, maðurinn, sem ég var löglega gift, hafði nauðgað vesalings stúlkunni! Ég sagði honum skýrt og skorinort að hann væri skepna í mannsmynd. Samt þorði ég seni í’ekið væi’i af skynsemi, láta simastúlknna hafa jafnræði á við forstjói’ann? Eiga börnin eða foreldrarn- ir að stjói’na beimilinu? Eiga hafnai’vei’kamenn eða sérmenntaðir atliafnamenn að hafa völdin? Spyr sá sem ekki veit. En hvað heldur lesand- inn? A að gefa öllu lausan tauminn eins og maðurinn, sem lætur bestinn ráða ferð inni? Eiga verkföH þjóna og upplausn og verðbólga að verða hinum gæfuríka upp- gangi okkur ag falli — eða hvað? Að gefnu tilefni skal það tekið fram, að ritstjóri þessa blaðs er ekki i neinu félagi né stjórnmálaflokki og þarf þvi ekki að taka tillit til neinna „siðareglna“. nema hvað viðkemur þjóðfélaginu. — Maður er aldrei sterkari en þegar hann stendur einn!, sagði lb- sen. ekki að hræða hann. Á hinn bóginn gat ég vel sett mig í spor stúlkunnar og þjáningar hennar, því ég hafði oft — alltof oft — verið varn- arlaust fórnardýr kynlosta hans eða þegar hann sparkaði í mig og sló mig, þangað til ég að lokum lá bjargarlaus á gólfinu í svefnherberginu. — • — HINN 25. nóvember var mað urinn minn dæmdur í sex ára fangelsi, en ég var ekki í dómssalnum. Síðast, þegar ég sá harm, var það á lögreglustöðinni á Wight-eyjunni, kvöldið sem hann var handtekinn. Þá hvísl- aði hann að mér: „Ég er ekki verðugur þín — eða neinnar annarrar. Gakktu frá skilnaði við mig og gleymdu mér.“ Brúðkaupsmynd af Ann og Bill. „Hann breyttist úr ástúð- legum elskhuga í kynótt og brútalt ómenni“. Ég er að sækja um skilnað frá honum, en ég get aldrei gleymt honum — því miður. Það er honum að kenna, að ég er blind á vinstra auganu. Hann hefur barið mig sundur og saman, og ég hef lifað í eilífum ótta frá því fyrst ég fór að búa með honum. Kynferðislega er maðurinn minn dýrslegur; og þegar hann fékk ekki kröfum sínum full- nægt, notaði hann hnefa og fætur til þess að „gera mér skóna“. Eitt af hinum illþyrmislegu hnefahöggum eyðilagði vöðv- ana á vinstra auganu á mér, og sérfræðingarnir á Ryde- sjúkrahúsinu á Wighteyju urðu að viðurkenna að ekkert væri hægt að gera, til þess að bjarga sjóninni. Ég hefði átt að skilja við hann fyrir löngu, en ég lét ekki verða af því, vegna til- mæla tveggja manna — eftir- litsmanns hans með fyrrver- andi föngum, og prestsins okk- ar. Þeir sárbændu mig báðir um að umbera hann og reyna að láta hjónabandið haldast lengur, þegar Bill hafði verið látinn laus úr fangelsi, skömmu eftir jól, 1970, eftir að hafa afplánað sex mánaða dóm fyrir þjófnð. Ég lét að orðum þeirra, en hef séð mikið eftir því. ÞAÐ var öðru vísi, þegar við Bill hittumst fyrst á lítilli veitingastofu í Ventnor. Það var bjartan vordag 1968, þegar sólin skein og hjörtun döns- uðu. Hann gekk inn, hár og | grannur og geislandi af sjálfs- trausti. Ég hreifst strax af honum. Og hann vissi það. Ég var bara 17 ára, og hann var glæsilegur og mælskur 19 ára maður. Við röbbuðum sam- an og mæltum okkur mót seinna. í hvert skipti, sem við hitt- umst, var hann svo blíður og elskulegur, að hann blátt á- fram dáleiddi mig. Þegar hann svo, þremur mánuðum eftir fyrstu kynni okkar, bað mín, fannst mér það vera það dá- samlegasta, sem nokkur stúlka gæti upplifað, og ég játaði bón- orði hans af hjartans gleði. Þegar ég lít nú aftur í tím- ann, sé ég vel, hvað ég var barnaleg og einföld að treysta manni, sem ég þekkti varla... Bill vildi sem minnst tala um sjálfan sig og sínar aðstæður; og þótt ég vissi, að hann hefði átt í einhverjum útistöðum við lögregluna, var það fyrst löngu seinna að ég komst að raun um að hann hefði verið í fang- elsi fyrir þjófnað og rekinn úr hernum og var í pinberu eftir- liti. V.Ð giftumst 6. september 1968 1 St. Albans-kirkjunni í Ventnor ... unaðslegt brúð- kaup; ég í síðum brúðarkjól, hvítum með slöri. Gestirnir voru milli 50 og 60, þar á meðal foreldrar Bills, sem skömmu seinna fluttust til Ástralíu. Þeir hefðu átt að segja mér frá ávirðingum Bills og skapbrestum, en þeir vör- uðu mig ekki við neinu. Ég er ekki að ávíta þau fyrir neitt, því sjálfsagt hefði ég ekki hlustað á neinar skyn- samlegar fortölur. Ég var allt- of ástfangin. Við hófum okkar hjúskap í ltlu húsi í rósagarði; og ég var fullkomlega hamingjusöm, þeg- ar ég eftir tvo mánuði, gerði mér grein fyrir, að ég var ó- frísk. Það var fyrst, meðan ég gekk með barnið, að mér urðu ljósar skuggahliðarnar á mann- inum mínum. Harm var blátt áfram kyn- óður. Það var ekkert við því að segja í byrjun... nótt eft- Ann Asher átti bágt. Hún er blind á vinstra auga. Mað- urinn hennar sló hana svona hrottalega. Hann neyddi hana til æðislegra kynmakaleikja. ir nótt... en smátt og smátt fóru kröfur hans að gera mig ofviða. Versna fór, þegar hann heimtaði annarlegar og óeðli- legar samfarir. Þá setti ég fót- inn fyrir dyrnar og bað hann um að láta mig í friði. Hérna varð gjörbylting á æviferli mínum. Bill breyttist úr ástúðlegum og tillitsfullum elskhuga í rosa- fengna forynju, seln sló og barði allan mótþróa úr kroppn- um á mér... og þá var ég kominn fimm mánuði á leið. Hann virtist fá sadistiska fróun við að pína mig. Óaflát- anlega krafðist hann kynmaka á ótal vegu — á þeim tíma var það laust við alla ást — gegn vilja mínum; og ég gat varla sýnt mig öðru vísi en með glóðarauga eða marbletti um allan kroppinn. Þegar hann fékk ekki það, sem hann vildi, sló hann mig, beit eða sparkaði ' mig. Ég reyndi að fá hann til að leita læknis. Þegar hann af- sagði það gersamlega, talaði ég við minn lækni, og hann lét mig hafa töflur, sem áttu að minnka kyngetu mannsins míns. Þegar ég fékk honum þær, henti hann þeim í ruslafötuna, og ofbeldi hans við mig jókst um ailan helming. Að lckum þurftum við að flytja úr indæla húsinu okkar — og seinna úr mörgum leigu- herbergjum — af því að eig- endurnir vildu beinlínis ekki sætta sig við grófyrði hans og brútala framkomu. Þegar dóttir okkar Sam- antha, fæddist hafði hann yfir- leitt engan áhuga á henni, svo ég lét hana í fóstur hjá móður minni. Það lá við að ég gugnaði alveg, þegar Bill var tekinn fastur fyrir þjófnað í júlí 1970. — • — MÉR var næst skapi að sækja um skilnað, en bæði

x

Ný vikutíðindi

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Ný vikutíðindi
https://timarit.is/publication/881

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.