Ný vikutíðindi


Ný vikutíðindi - 18.08.1972, Blaðsíða 4

Ný vikutíðindi - 18.08.1972, Blaðsíða 4
4 NÝ VIKUTÍÐINDI Astfús kona Framh. af bls. 3 ur einnig verið mjög ánægju- legur. Gagnstætt mörgum nú- tíma tómstunda-iðkunum, kref- ur hann engan sérstakan út- búnað, eða neina erfiða þjálf- un. Það fylgir heldur ekki nein hætta við þetta, sem hægt er að kalla svo. Maður, sem hefur það að tómstundagamni að kyssa, get- ur sparað útgjöld 1 félagsgjöld, golfkylfur, skíðaferðir, hesta- sveina og vélaviðgerðir. Hann getur látið sér alveg standa á sama um veðrið, og getur kom- izt hjá að brjóta á sér hand- legginn eða fæturna, tognaða vöðva og sólsting. Hann get- ur einnig losnað við hið venju- lega íþróttaskvaldur, sem gerir klúbblífið svo æsandi. Listin að gera áætlanir. Það dugar samt ekki að gleyma skipulaginu, sem þessi tómstundaiðja krefur. Maður verður að geta lagt áætlanir Jafn þýðingarmikið og það er að vita hvernig maður á að kyssa, er það að vita hvar mað ur á að kyssa og hverja maður á að kyssa. Enn þýðingarmeira er að muna, hvenær maður á ekki að kyssa. Ef þér í hjónabandi náið því sorglega stigi, þegar kon- an yðar tekur á móti yður klædd leiðinlegum formiðdags- kjól, er tími til kominn að koma á aga og reglu aftur. Hinn gleymdi koss. Kyssið konuna yðar næstu daga. Ef hún er vön að fá kossinn sinn, mun hún ef tiJ vill, þegar þér komið heim af skrifstofunni, setja sííj 1' venjulegar stellingu, standa á tánum og stút á munninn, of- uriítið titráridi 'og með' kjána- lega auðsveipni í svip sínum. Þá verðið þér af hafa afsökun á reiðum höndum. „Æ, nei, Lise, ég vil ekki smita þig.“ „Ég hafði ekki hugmynd um að þú værir kvefaður, Davíð.“ „Það myndirðu fljótt kom- ast að raun um, ef ég kyssti þig, vina mín.“ Næsta sinn, þegar tækifæri býzt, verðið þér að koma með aðra afsökun. „Ó, nei, vina mín, ef ég smita þig, verður þér illt í hálsinum.“ „Ég hélt bara að þú værir kvefaður, Davíð?“ „Hvernig gat þér dottið það í hug?“ Sjálfvirki kossinn. Um hann er stundum talað sem riinn ástríðulausa koss, og þá er hægt að kyssa á kinnina, einnið eða einhvern annan hættulausan stað. Sérfræðingar geta hins vegar kysst þannig beint á varirnar án þess að hann breytist. Hann heldur áfram að vera þurr, kaldur ástríðulaus, og ef maður getur staðist þessa erfiðu æfingu, er hann lang áhrifamestur. Hinn gamansama koss á nef- broddinn er alveg eins kyn- laus, en hann gefur fyrirgefn- ingu í skyn, sem ekki er mein- ingin. Seini morgunkossinn. Eftir að nokkrar vikur hafa liðið á þennan hátt mun hún vafalaust hafa lært lexíu sína, ef hún er sú rétta. Og ef hún er það, þá skuluð þér vera stór lyndur. Takið hana aftur í náð. Gerið þetta á áhrifaríkan hátt. Ágætis-meðal í þessu augna- miði er seini morgunkossinn. Akið snemma að heiman. Keyrið kringum húsið og aftur að dyrunum. „Gleymdir þú nokkru, Da- víð?“ „Morgunkossinum mínum.“ Kyssið hana heitt, en farið ekki út í öfgar. Þessi aðferð hefur bezt áhrif, ef þér hafið ekki kvatt hana með kossi tvo- þrjá daga í röð. Gangið svo ör- uggur út í bílinn og akið til skrifstofunnar Hún mun bíða heimkomu yðar með ákefð í sinni litlu sál. Kossinn, sem beðið er eftir. í sambandi við ofannefnt má nefna kossinn, sem beðið er eftir, sem sérfræðingar kalla einnig hin seina koss, nr. tvö. Látið sem þér ætlið að kyssa hana. Beygið yður yfir hana og svo.. . einmitt er varir ykk ar mætast, hlægið þér glað- lega. „Ó, ég man allt í einu eftir dálitlu gríni, sem ég lenti í á skrifstofunni í gær ...“ Brennheiti kossinn. Aðferðin við þennan koss er ósköp einföld. Aðalatriðið er að þér gerið það hægt. Spurning um eyru. Hægt er að skipta konum í tvo hópa eftir viðbrögðum þeirra við eyrnakossi eða í sér stökkum tilfellum eyrnabiti. Sumar konur elska það; aðrar hata það. Maður getur prófað sig áfram. Ef hún hefur gaman af að láta kyssa sig á eyrað, hafið þér aflað yður viðbótarbirgðum af skotum ' vopnabúrið heima. Munið það og notið það í við- eigandi tilfellum. Á ég að kyssa hana á hönd- ina? Þessi koss er ekki byltingar- kenndur, en hann er glæsi- mannlegur. Samt á hann að- eins að notast í ýtrustu neyð. Þó er rétt að koma með nokkur aðvörunarorð: Kossar á höndina vilja gjarnan engu síður en hnetuát verða að vana, og ef maður er byrjaður á annað borð, er erfitt að hætta aftur. Það getur auk þess valdið því, að hendur konu yðar líti út eins og hún hafi staðið yfir þvottabalanum í tólf tíma samfleytt. Ennfrem- ur getur það valdið smitun og rænt yður matarlystinni í há- deginu. Kynlífið er ckki allt. Brátt munuð þér komast að raun um, að kynlífið er ekki aðalatriðið í hjónabandinu. Kátur eiginmaður er alveg eins góður, já betri en ástríðufulli elskhuginn. Hann fyllir líf konu sinnar með glöðum stund um og eflir ást hennar. Samtöl. Munið, að meðan þér eruð á skrifstofunni önnum hlaðnir, er konan yðar heima í friðsæld og ró og lifir lífi, sem að vísu er hollt og róandi, en ekki beinlínis skemmtilegt. Flytjið henni því frétlir af hinu fjölbreytta lífi utan heimilisins og tendrið ljós í lífi hennar. Hún mun verða þakklát fyrir það. Á leiðinni heim úr vinnu ættuð þér á- vallt að rifja upp skemmtileg- ar endurminningar eftir dag- inn, t.d. alla brandarana, sem hafa hrotið af vörum yðar á skrifstofunni í samtölum yðar við aðra. Notið hugmyndaflug yðar við þetta. Hlægið hátt, látið bjarma koma 1 augun og segið: .....Og einmitt þegar við sátum á fundi hjá forstjóran- um, opnaðist hurðin — og hver heldurðu að hafi komið dansandi inn önnur heldur en einkaritari hans. Hún var sko hátt uppi.“ (Einkaritari forsetans er 62 ára gömul, og líkist sunnudaga- skólakennara — sem hún reyndar er líka. Hún snertir aldrei við áfengi, drekkur að- eins hálft glas af sherry á gamlárskvöldi, en þar eð þér vitið að kona yðar hefur lif- andi áhuga á þeim stúlkum, sem eru á skrifstofunni, megið þér ekki valda henni vonbrigð- um). „Hafði hún drukkið aftur, Davíð?“ „Hvort hún hafði! Og svo lyfti hún upp pilsinu, og ...“ „Nú og hvað sagði forstjór- inn?“ „Hvað gat hann sagt? Það var einmitt hann, sem var upphafsmaðurinn að þessu öllu saman. Nú, jæja, til að lýsa öllu ástandinu, við sátum sem sé þarna ... eða réttara sagt: Það byrjaði allt saman með, að. ..“ Svona smásaga kostar ekk- ert, en hún veitir birtu inn í líf konu yðar. Farið út að borða með henni. Matarbiti á veitingahúsum við og við mun gleðja konu yðar mjög mikið. Bjóðið konu yðar út Hún mun finna að þér elskið hana virkilega og viljið gera eitthvað fyrir hana. Það barf ekki að kosta nein ósköp, ef þér bara gerið áætl- un áður. (a) Látið hana velja staðinn. „Hvert langar þig til að fara, Lise?“ „Það er til dæmis Belle Terrasse!“ (Hún mun ávallt velja það bezta og dýrasta). „Prýðilegt." (Verið aldrei nánasariegur. Takið vel undir. Þegar þið er- uð á leiðinni, segið þér:) „Æ, asninn ég! Belle Terr- asse er lokuð á fimmtudögum.“ „Er hún lokuð?“ „Já, ég veit það af tilviljun. Lars reyndi að komast inn síðastliðinn fimmtudag, en það var lokað. En nú veit ég, hvað við gerum. Það er snotur lítil veitingastofa hérna rétt hjá.“ (Og hún hefur tveggja rétta miðdegisverð á boðstólum fyrir lítinn pening). Forðist rifrildi. Rifrildi á ekki heima í góðu vel skipulögðu hjónabandi. Munið, að hjónaband er sam- starf. Rifrildi má aðeins eiga sér stað, þegar konan yðar hef- ur á röngu að standa. Þegar konan yðar er einu sinni búin að komast að raun um yðar frábæru forustuhæfi- leika, munu allir árekstrar hverfa úr sögunni og heimilið verður hamingjusamt. En þrátt fyrir það geta þau augnablik samt komið, að rödd hinnar veltömdu konu yðar verði skrækróma. Þá kemur orðaskakið með öllum sínum leiðindum. Þér þurfið samt ekkert að óttast, ef þér lærið eftirfarandi reglur — og munið þær. Verið aldrei rökfastur. Að deila við konu er eins og að leika tennis með golf- kylfu. Maður hefur á tilfinn- ingunni, að maður leiki tvær íþróttagreinar samtímis. Ef þér notið röksemdir í málflutningi yðar, gerið þér yður sekan um mikla skyssu, og munið fá ærið tilefni til að sjá eftir því. Kona lítur aðeins á málin út frá sjónar- miði tilfinninganna, en slíkan málflutnning kann hún betur að nota en þér. Leyfið æst- um tilfinningum að jafna sig. Æstar tilfinningar konunnar líkjast vorregni. Þær eru ofsa- legar, en á næsta augnabliki er það yfirstaðið. Þegar tárin fara að renna stríðum straum- um, eigið þér að vera samúð- arfullur, en dálítið utan við yður. Verið fljótur að finna eitt hvert verkefni, sem þolir enga bið. „Húh .. . húh . . þú elskar mig ekki, Davíð?“ „Ég kem strax, Lise, en ég verð að stilla þrýstinginn á hitageyminum.“ „Þú elskar mig ekki!“ „Víst elska ég þig, en þar fyrir vil ég ekki að þú spring- ir í loft upp ásamt öllu hús- inu.“ (Verið nú burtu 30-40 mín- útur og komið svo aftur með gleðibros á vör). ,Nú er það komið í lag elsk- an mín. En það var vissulega á síðasta augnabliki. Nú hvað vorum við að tala um?“ Á þessari stund er mesti vindurinn sennilega farinn úr henni. Verið sterkir og þögulir. Þegar til lengdar lætur mun þó engin aðferð taka algerri þögn fram. Það þarf skapstjórn til að halda sér saman, en þér hafið jú meira en nóg af sterkri skapgerð. Margra daga þögn mun sigrast á jafnvel mögn- uðustu og heiftarlegustu sorg, gremju, afbrýði o. s. frv. Ef til vill munuð þér ein- staka sinnum freistast til að brosa dularfullu brosi eða raula stef úr gömlu lagi. Ger- ið það ekki! Þögn og svipbrigðalaust and- lit eru leiðinleg áhrifmeðul, en þau eru áhrifamikil. Ómaksins vert. Munið , að vingjarnleg fram- koma cg umhyggjusemi gagn- vart konunni borgar sig ávallt. Eigingjarni eiginmaðurinn, sem fer sínar eigin leiðir án þess að taka tillit til konunn- ar sinnar, mun brátt setja sitt góð heimili í hættu. Verið góður við konu yðar, og hún mun verða góð við yð- ur. * Persóituleg vandamál Framh. af bis. 8. Það er ósköp eðlilegt að mann Iangi, þegar hann sér mynd aí fallegu pari vera að eðla sig. einkum ef um nær- mynd er að ræða, sem er sér- lega skýr. Svo við getum bara óskað ykkur til hamingju með tiltækið. Þegar börnin vaxa, getið þið látið þau fá seríuna, t.d. í fermingargjöf. Því eins og gömlu mennirnir sögðu, þá er ekki ráð, nema i tíma sé tekið. * Georg Eaton cnnRiiiiiniHiiBBBMiiRMiiHniaiii Framh. af bls. 7. henda Mary allan ágóða af sölunni á laugardaginn. Olíu- félagið, sem hann verzlaði við, tók í sama streng og ákvað að gefa Mary hluta af heildsölu- ágóðanum. Leigubílstjórafyrir- tæki eitt kvaðst myndi kaupa allt sitt benzín sitt þann dag þar og gefa ágóðann af allri keyrslu. Fjöldi manns bauðst til að vinna fyrir ekkert allan daginn við benzínafgreiðsluna. — ★ — Á FIMMTUDAGINN biriist teikning Barros í blöðunum, og fólk, sem kannaðist við and- litið, var beðið að gefa sig fram. Það stóð ekki á því. Blaða- sali einn kom með írafári inn á lögreglustöðina og kvaðst hafa hitt þennan náunga í billiardstofu á mánudagskvöld- ið. Þeir hefðu spilað nokkur spil, og sá feiti hefði tapað 7 dollurum, en þegar hann átti að borga, sagðist hann enga peninga eiga. Blaðasalinn kvaðst hafa vorkennt honum og ekkert veður gert út af því, heldur farið með hann heim til sín og lofað honum að vera um nóttina. Um morguninn skildu þ'eir, en um kvöldið hitti blaða- salinn hann aftur í sömu billi- ardstofunni um ellejju leyUð. Þa var hann kominn í ljósan jakka eg nýjar buxur, kom til hans og rétti honum sjö doll- ara og sagði um leið, að gamli maðurinn hefði sent sér 100 dollara. Blaðasalinn sagði, að hann hefði sagzt heita Paul Edwards. Leigubílstjóri einn þekkti manninn af mynd Barros og kvaðst hafa ekið þessum ná- unga frá áðurnefndri billiard- stofu til langferðabílastöðvar við Broadway, rétt fyrir mið- nætti á þriðjudagskvöldið, og þar sem leiðin á milli er ör- stutt, kvaðst bílstjóranum hafa fundizt þetta asnalegt ferðalag, Skóburstari á langferðabíla- stöðinni kvaðst hafa séð þenn- an mann fara inn í snyrtiher- bergi stöðvarinnar um tíu-leyt- ið um kvöldið og koma þaðan út aftur í nýjum glæsilegum fötum og sagði við hann um leið, að fólkið hans hlyti að hafa sent honum peninga, en þá sagði hinn, að vinur sinn hefði lánáð séi Enginn vissi samt, hvar hann átti heima eða hvaðan hann \ar ættaður, en öllum bar þeim saman um, að fram- burður hans hefði bent til þess að hann væri úr suðurríkjun- um, svo að Montoya ákvað að senda myndina í hraðpósti til Oklahomaborgar og biðja lög- regluna þar að grafast fyrir um, hvort þessi náungi væri ■þaðan. Á föstudaginn langa bárust þær fregnir frá Oklahoma, að myndin líktist mjög mikið Paul Lee Edwards, 20 ára gömlum

x

Ný vikutíðindi

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Ný vikutíðindi
https://timarit.is/publication/881

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.