Ný vikutíðindi


Ný vikutíðindi - 25.08.1972, Blaðsíða 8

Ný vikutíðindi - 25.08.1972, Blaðsíða 8
8 NÝ VIKUTÍÐINDI l*4krMÍnuI<‘^ r vandamál Spurniny ar «#/ svör Kaffíblettur og . . . Geturðu gjört svo vel og ráð- lagt mér, hvað ég á að gera, til þess að ná kaffibletti úr hvítum silkikjól? Álíturðu ráðlegt fyrir hjón, sem nafa verið gift í sex ár, að eyða sumarleyfinu sitt í hvoru 3agi? Reyndu að ná blettinum úr með volgu vatni eða með sjóð- andi heitu, ef það dugar ekki, en fyrir alla muni ekki með benzíni, því að það sknlur eftir blett. Næst þegar þú dembir niður kaffi skaltu hella svo- litlu af rjóma strax á blettinn, því að hann sýgur kaffið í sig og auðveldara verður að ná burtu blettinum. Það kann að vera mikið hæft í þeirri kenningu, að það skerpi kærleikann, að hjónin séu ekki samvistum nokkurn tima og að sambúð þeirra fái á sig nýjan Ijóma, þegar þau fara að búa saman aftur. En samt er þetta mikið áhættu- mál. Það getur alltaf farið svo, að ung hjón, sem eru að skemmta sér sitt á hvorum stað, falli i freistni. Og ekki er ótrúlegt, að hjónin séu ein- mitt hrædd hvort um annað, enda verður slíkt gaman oft grátt. Þótt þau kunni bæði að vera saklaus, að sumarfríinu loknu, getur læðst tortryggni inn hjá hvoru fyrir sig, sem sáir eitri út frá sér. Ég vil ekki ráð- leggja hamingjusömum hjón- um að fara í slíkt sumarferða- lag. En ef hjónabandið er slæmt, getur aðskilnaðurinn ef til vill orðið til góðs. Hrotur og fótaþreyta Geturðu gefið mér nokkur ráð til að hætta að hrjóta? Ég hrýt svo mikið í svefni, að ég verð mér til stórskammar, en ég get á engan hátt hætt því. Ég hef miklar stöður og er venjulega þreyttur á fótum á kvöldin. Hvað er bezt við því? Biddu þá, sem þú ónáðar með hrotunum, að hnippa i þig duglega, jafnskjótt og þú ferð að hrjóta. Einnig geturðu bundið klút undir höfuðið á þér og undir hökuna, þannig að munnurinn geti ekki opn- ast í svefninum. En þá máttu ekki vera mjög stíflaður i nefinu. Farðu í heitt fótabað og nuddaðu fæturna upp úr brennsluspíritus. á eftir. Þurrt hár Svo er mál með vexti, að ég hef mjög þurrt hár og eftir þvi þykkt. Þetta bagar mig mjög mikið, því að ég get aldrei látið það leggjast. Ég hef notað ,,billiantine“, en árangurslaust. Segðu mér ann- ars, getur það skemmt hárið eða komið af stað hárroti? Ég er sem sé ekki nema 16 ára gamall, en hef alltof há kollvik og er hræddur um að ég sé að verða sköllóttur. Eins og þú sérð er þetta mjög al- varlegt vandamál fyrir mig og ég treysti þér til að leysa það. — Með fyrirfram þakklæti. Ef blóðrás líkamans, taug- arnar eða meltingin eru í ólagi má ekki ætlast til þess að hárið sé fallegt. Og það er einnig mjög þýðingarmikið að hárið sé þvegið vel og réttilega hálfsmánaðarlega og það burst- að daglega, til þess að fitu- kirtlarnir í hársverðinum starfi á heilbrigðan hátt. Það á að bursta frá hársverðinum, en ekki að, og við það eykst einn- ig blóðrásin til vaxtarkirtla hársins. Margir hafa þá reglu að bursta hárið í 5 mínútur á hverju kvöldi og nudda hár- svörðinn í 3 mínútur á eftir. Þá bregzt naumast að hárið verði fallegt. Varast skal að nota hárspíri- tus í mjög þurrt hár, en góða hárolíu má nota án nokkurs ótta. Þótt nokkur hár komi í greiðuna, þegar þú greiðir þér, er það ekki nema eðlilegt. En séu mikil brögð að því er rétt fyrir jafnungan mann og þig að leita læknis. Fæðið hefur einnig mikil áhrif á útlit og þroska hársins. Mjög áhrifaríkt ráð, til þess að fá gljáa á hár er að drekka hafraseyði á hverjum morgni, og það vil ég ráðleggja þér. Þú lætur fullan bolla af hafra- seyði : vatnsglas að kvöldi, fyllir það með köldu vatni og lætur standa til morguns. Þá drekkur þú seyðið. En mundu samt að bursta hárið á hverjum degi. Þú sérð ekki eftir því áður en lýkur. Fitugt hár Hárið á mér er ákaflega fit- ugt. Geturðu gefið mér ráð við því? Þvoðu hárið oft upp úr heitu saltvatni. Láttu tvær matskeið- ar ar borðsalti í lítrann. Heltu þessari blöndu yfir *árið og skolaðu það síðan með hreinu, köldu vatni. — Burstaðu hárið á hverju kvöldi. Þótt það í fyrstu virðist verða enn fit- ugra, lagast það áður en var- ir, því að fitukirtlarnir í hár- rótinni taka að starfa á heil- brigðan hátt. — Gættu þess að borða ekki mikið af krydd- uðum eða fitugum mat. — Venjulegur hárspíritus þurrk- ar hári,í ef honum er nuddað vel niður í hársvörðinn. Dökkir baugar undir augunum Ég hef dökka bauga undir augunum. Getur þú ekki sagt mér hvernig ég get losnað við þá? — Með fyrirfram þökk. Dökkir baugar undir augun- um stafa venjulega af tregri blóðrás og veiklun á lifrinni. Gerðu leikfimisæfingar dag- Framh. á bls. 4 giasbotninum Þegar loftið hrundi Ásia, dóttir Kalla giftist, og ungu hjónin fara lil Sikileyjar til að eyða þar hveitibrauðsdögunum. Foreldrar Ásu eru mjög á'hyggjufullir, því að í fréttum hefur verið sagt að snarpur jarðskjálfti liafi farið yfir Silkiley. Ekki líður á löngu þar til þau fá símskeyti, og Kalli les uppliátt: „Jarðskjálfti lagði hótel- ið okkar í rúst. Stop. Ég er ómeidd. Stop. Berti meiddist á baki þegar loft- ið hrundi. Stop. Ásta.” ^< I Víti / svartasta afkima Hel- vítis er Satan með árum sínum, og brýtur heilann um nýjar pyntingaaðferð- ir fijrir þái, sem bölvun hafa hlotið. 1 sama mund kemar hópur af hórkörl- um, og djöfullinn ákveður að refsa þeim í samræmi við þau störf, sem þeir gegndu á jörðinni. — Hvað varst þú? — Skógarhöggsmaður. — Höggvið af honum syndaliminn. — Og þú, lwert var þitt starf? — Ég var trésmiður. — Sagið af honum syndaliminn. Allt í einu byrjar einn úr hópnum að hlæja. Skraitinn öslcrar bálvond- ur: — Bíddu bara þangað til röðin kemur að þér, ætli þú hættir ekki að hlæja þá. Hvað vannst þú á jörðinni? — Ég seldi sleikibrjóst- sykur. Vitlaus lykill Páll greifi III. kallar á barón Karl áður en hann leggur upp í krossferð sína: — Kæri barón, ég treysli þér manna bezt. Hérna er lykillinn að skírlífsbelti lconu minnar. Sverðu að þú berir virðingu fyrir heiðri greifynjunnar. — Ég sver. Undir flögrandi veifum og lúðrablæsíri hélt Páll III. af stað til Jerúsalem. En hann er ekki kominn nema tvær mílur frá Berja dalskastala þegar barón Karl keimur á stökki eftir honum, rennsveittur og hrópandi: — Stanzaðu, kæri hús- bóndi. Þú hefur látið mig fá vitiausan lykil. Við gullna hliðið Palli trúir Kalla fyrir nokkru, sem hefur valdið lionum miklum áhyggjum: — Nú upp á síðkastið hefur konan min á hverri nóttu kallað upp úr svefn- inum: „Nei, Hinrik, Nei.“ — Ekki er það nú alvar- legt. — Já, en ég lieiti Páll. — Ég held þú getir ver- ið rólegur maður á meðan liún hrópar ekki: „Já, Hin- rik, já.“ * Talað upp úr sveíni Tuttugu sálaðar konur bíða fyrir utan Gullna Hliðið. Lykla-Pétur langar til að vita, hvort þær séu þess verðar að öðlast eilífa sælu. — Þær, sem héldu fram li já eiginmanni sínum, rétti upp hönd. Allar nema ein rélta upp Iiönd. Lykla-Pélur skipar: — Farið hérna inn og gangið gegnum hreinsun- arcldinn, — og takið þá heyrnarlausu með ykkur. i< Forvitni Lílill drengur horfir á ökumann, sem streitist við að skipta um dekk á far- artæki sínu. Sífelldar heimskulegar athugasenul- ir gera ökumanninum gramt í geði: — Pabbi á tvo bila og það eru tvö varadegg í báðum. Finnst þér pabbi ekki kláir? Til að vera ör- uggur hefur hann líka tvo tjakka. Og svo hefur pabbi lika tvo ... Ökumaðjurinn hefur nú lokið viðgerðinni og kast- ar af sér vatni inni í skoti. Hann er orðinn gramur og snýr sér við og urrar að drengnum: — Iiannski pabbi þinn hafi líka tvo svona? — Já, svarar stráksi hreykinn. Einn lítinn eins og þinn til að pissa með, og lika annan ofsastóran, þegar hann hleypur á eftir vinnukonunni. ~K Gerði ráð fyrir krippunni Lögregluþjónn kemur auga á ungan pilt, sem er að grafa holu í jörðina í skemmtigarðinum. Hann spyr liöstugur: — Hvað ertu að gera? — Sérðu það ekki mað- ur, ég er að grafa holu. — Til hvers ertu að grafa holu? — Ég á hérna stefniumót við vinkonu mína. — Og þarftu holu fyrir þessa vinkonu? — Já, hún er kryppling- ur. Of hratt tempo Prófasturinn lézt snögg- lega af hjartaslagi. Lækn- irinn spyr ekkjuna: — Hvernig vildi þetta til? Hún stynur upp milli ekkasoganna: — Vesalings maðurinn var vanur að elska mig í takt við kirkjuklukkurnar. En á miðvikudaginn, þeg- ar kviknaði í húsinu hérna við hliðina, kom bölvaður slökkviliðsbilinn. „Ding, ding, ding, ding ...“ Umskurður á ská Á almenningssalerni i Berjadal segir maður nokkur við þann, sem næst honum stendur: -— Ertu gyðingur? — Já, svarar hinn undr- andi. — Þú ert kannske fædd- ur í Glogow i Póllandi? — Já, svarar hinn ótta- sleginn. — Þá hefur meistari Ka- heno umskorið þig. — Iivernig veiztu allt þetta ? — I>að er auðvelt, Meist- ari Kaheno mis-skar allt- af á ská, og nú ertu búinn að miga á skóna mína i tvær mínútur.

x

Ný vikutíðindi

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Ný vikutíðindi
https://timarit.is/publication/881

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.