Ný vikutíðindi


Ný vikutíðindi - 01.09.1972, Blaðsíða 2

Ný vikutíðindi - 01.09.1972, Blaðsíða 2
2 NÝ VIKUTÍÐINDI NÝ VIKUTÍÐINDI Ctgefandi og ritstjóri: Geir Gunnarsson. Ritstjóm og auglýsingai Hverfisgötu 101A, 2. hæö Slmi 26833 Pósth. 5094 Prentun: Prentsm. ÞjóðviljanB Setning: Félagsprentsmiðjan Myndamót: Nýja prentmynda- gerðin Kapp er bezt með forsjá Nú er að færast fjör i leikinn, þegar Bretar og Þjóðverjar og sjálfsagt fleiri þjóðir, sem veitt hafa lengi hér við land, fara að veiða innan þeirra 50 mílna landhelgi, sem við höfum helgað okkur. Engum blandast liugur um, að við eigum rétt á landgrunni okkar, og liefði þá e.t.v. verið réttara að miða við dýpt, en ekki fjarlægð frá landi, enda eru dýptarmælar orðnir svo full komnir að auðveldara er fyrir fiskiskip að átta sig á landhelginni með þeim en fjarlægð frá strönd. En fyrst þetta ráð var tekið, þá er sjálfsagt að þjóðin standi sem einn maður í þessu nauðsynja- máli okkar. Fiskurinn er fjöregg okkar, og ef hann hverfur af niiðunum, er varla lífvænlegt hér á landi. A hinn hóginn getur mað- ur skilið, hvíTíku feikna tjóni þær þjóðir verða fyrir, sem byggt hafa mikinn at- vinnurekstur á fiskveiðum hér við land í fjölmarga áratugi, en eiga nú að hrökklast af miðunum, næstum fyrirvaralaust. Sjálfsagt hefði verið skynsamlegra að fara hér að með meiri gát en gert hefur verið, því kapp er bezt með forsjá. Við erum ekki búnir að bita úr nál- inni hvað þetta mál snertir. Laxeldi í flotbúri Nú er svo komið, að flestar ár og mörg vötn iðnaðarþjóðanna eru orðin svo menguð, að fiskur veið- ist ekki lengur í þeim. Hér hefur þessa eltki orðið vart, og því er það að ásókn erlendra sport- veiðimanna hingað er orðin svo mikil, að varla er vegur fyrir aðra Islendinga að veiða lax á stöng í ánum okkar en stórtekjumenn, svo dýrt er það sport. En það má rækta fisk — og það á fleiri máta en við gerum nú — og fjölgað þannig bæði veiðiám og vatnafiski. Það gæti fjölgað erlendum sportveiðimönn- um og jafnframt gefið okk- SKlRLÍFI Kínversk gleðisaga „KOMDU inn, Meihua,“ hrópaði frú Wen. „Stúlkur á þínum aldri eiga ekki að hegða sér svona.“ Meihua kom inn, heldur nið- urlút. Hún var mjög fríð sýn- um, með rauðar varir, hvítar tennur og fallegan hörundslit. Hún var treg til að hlýða móð- ur sinni, og hún var enn með hjartslátt. „Það eru fleiri stúlkur úti en ég?“ sagði hún við móður sína. Flokkur hermanna kom gang andi gegnum þorpið. Konur jafnt sem karlar, höfðu komið út úr húsum sínum, til þess að horfa á og velta því fyrir sér hvert þeir væru að fara. En ungu stúlkurnar höfðu falið sig að hurðarbaki, þar sem þær gátu séð allt, án þess að nokkur kæmi auga á þær. En Meihua hafði staðið fyr- ir framan húsið. Hávaxni höf- uðsmaðurinn, sem gekk á eftir herflokknum, hafði veitt henni eftirtekt, og þegar hann fór fram hjá, brosti unga stúlkan framan í hann. Hann hélt á- fram, en svo leit hann um öxl, til þess að líta aftur á þessa laglegu stúlku. Herliðið hafði komið sunnan frá Suchow, til þess að útrýma stigamönnum, sem stöðugt voru að gerast ágengnari í nær liggjandi héruðum. í svona litlu þorpi var ekki hægt að hýsa hermennina og fengu þeir húsaskjól I musteruin, en yfirmennirnir ætluðu að reyna að fá inni hjá fólki í þorpinu. Þetta hafði höfuðsmaðurinn í huga, þegar hann leit um öxl, til þess að líta aftur á stúlkuna og húsið, svo að hann gæti þekkt það aftur. Er hann hafði komið her- mönnunum fyrir, kom hann til baka til hússins og bað um að fá leigt þar. Húsið áttu tvær ekkjur, móðir ungu stúlkunnar og amma hennar. Höfuðsmað- urinn sagði, að herflokkurinn myndi að líkindum dvelja þarna í tvo mánuði, og hann sjálfur myndi oftast verða fjar- verandi, en hann yrði mjög þakklátur, ef hann gæti feng- ið herbergi til að sofa í, þegar hann væri í þorpinu. Unga stúlkan beið þess í ofvæni, að móðir hennar og amma svöruðu játandi. Amm- an var um sextugt, hrukkótt, með svart flauelsband um enn- ið. Móðirin, unga frú Wen var hálf-fertug, há og grannvaxin. Hún var enn mjög fríð og glæsileg kona. Konunum var svona um og ó í fyrstu að fara að taka karl- mann inn á heimilið, en þeim ur sjálfum tækifæri íil að veiða lax og silung. Tilraunir Bandaríkja- manna með laxcldi í fljót- andi netbúrum, þar sem straumþungi er noklcur, hefur gefið svo góða raun, að við mætlum til dæmis taka það mál til rækilcgrar alhugunar. leizt vel á unga manninn, sem var mjög myndarlegur, kurteis og háttprúður, og auðséð að hann var vel upp alinn. Hann kynnti sig og sagðist heita Li Sing. „Þið þurfið ekki að hugsa neitt um mat handa mér. Ég þarf ekki annað en svefnher- bergi og tesopa við og við.“ „Þetta er ekki ríkmannlegt hús,“ svaraði unga frú Wen. „En ef þú vilt gera þér það að að góðu, getur þú dvalið hjá okkur, hvenær sem þú ert í þorpinu..“ Þegar ekkjurnar tvær voru búnar að átta sig á þessari breytingu, datt þeim báðum í hug, að þarna væri einmitt mannsefni fyrir ungu stúlkuna, sem var komin á giftingarald- ur. Hún var falleg stúlka, sem atti marga aðdaendur og henni var bað ljóst sjálfri. En það var hjátrú tengd við Wen-fjölskylduna. Báðar ekkj- urnar höfðu misst menn sína skömmu eftir brúðkaupið. Úr því að þetta hafði komið fyrir tvisvar í röð, gat það alveg eins orðið í þriðja sinn, og sá, sem yrði til þess að kvænast ungu stúlkunni, mátti blátt á- fram búast við dauða sínum. Ekki var auðæfum fyrir að fara, svo að foreldrar ungra manna, sem urðu ástfangnir af ungu stúlkunni, komu í veg fyrir að nokkuð meira yrði úr því. Og nú var Meihua orðin nítján ára gömul og enn ó- lofuð. FYRSTA daginn, sem Li Sing kom heim úr herbúðun- um fór hann að litast um eftir ungu stúlkunni, en hitti aðeins móður hennar. Enn hafði hann ekki hugmynd um, að ekkjurn- ar tvær voru vel þekktar og höfðu sérstöðu innan ættarinn- ar; heldur ekki, að ættmenn þeirra höfðu þegar hafið und- irbúning að því, að reistur yrði I skírlífsbogi þeim til heiðurs. Hann spurði eftir gömlu kon- unni, þó að það væri raunar Meihua, sem var í huga hans. „Ég held, að hún sé úti í bakgarðinum. Komdu og skoð- aðu hann,“ svaraði frú Wen. Garðurinn var stór. Þar uxu fáein perutré, nokkrir blómstr- andi runnar, og í hluta af garð- inum var ræktað grænmeti. Hann var girtur háum múrum, en á austurhliðinni voru dyr, þar sem gengið var út á þrönga hliðargötu. Við dyrnar var kofi, sem leit út eins og dyravarðarbústaður, en við hliðina á honum voru hænsni innan sérstakrar girðingar. Gamla konan sat þarna úti á stól í sólskininu. „Hirðið þið garðinn sjálfar?“ spurði Li Sing. „Nsi,“ svaraði frú Wen. „Chang gerir það.“ „Hver er Chang?“ „Hann er garðyrkjumaðurinn okkar. Þegar við höfum græn- meti til sölu fer hann með það á markaðstorgið. Ég þekki eng- an heiðarlegri mann.“ Hún benti á dyravarðarbústaðinn. „Hann sefur þarna.“ í þessum svifum kom garð- yrkjumaðurinn inn um dyrnar á múrnum. Hann var ber ofan að mitti og sólbrenndur. Hann var um fertugt, vel vaxinn, og svipurinn góðlátlegur. Chang gekk að brunninum, dró upp vatnsfötuna, hellti vatni í ausu og fékk sér að drekka. Síðan jós hann vatni á hendur sér til þess að þvo þær. „Ekki veit ég, hvernig ég kæmist af án hans,“ sagði frú Wen. „Hann vill engin laun. Hann er einn síns liðs og þarfnast einskis annars en fæð- is og að hafa þak yfir höfuðið. Hann segist ekki hafa neitt með peninga að gera. Meðan móðir hans lifði, bjó hún hjá okkur, og hann var henni góð- I ur sonur. Nú á hann engan að.“ Eftir hádegið fór höfuðsmað- urinn aftur út í garðinn. Chang var að gera við hænsna- girðinguna. Li Sing bauðst til að hjálpa honum. Þeir fóru að tala um frú Wen, og Chang var hinn ræðnasti. „Það er nú kona, sem er góðum kostum búin. Henni get ég þakkað það, að móðir mín átti svo fagurt ævikvöld. Wen, hinn keisaralegi kennari, ætlar að fá reistan skírlífisboga þeim mæðgum til heiðurs. Gamla frú Wen missti manninn sinn tvítug. Einkasonur hennar kvæntist húsmóður minni. Hún var ekki nema átján ára, þeg- ar hann dó. Skömmu seinna ól hún barn, sem nú er orðið ung og falleg stúlka.“ „Hvað er þessi skírlífsbogi?“ spurði Li Sing. „Veiztu það ekki? Hufjöl- skyldan á eina skírlífsbogann í bænum, og Wenættin er af- brýðisöm. Einhverjir úr ætt- inni hafa nú skrifað Wen, hin- um keisaralega kennara, og sagt honum frá ekkjunum tveim í hans eigin ætt. Gamla konan hefir verið ekkja í fjörutíu ár. Þeir segja, að kenn arinn ætli að biðja keisarann að láta reisa skírlífsboga, ekkj- unum til heiðurs.“ „Er það satt?“ „Hvers vegna ætti ég að vera að fleipra með slíkt? Sagt er, að keisarinn láti venjulega þúsund silfurpeninga fylgja með leyfinu. Þá verður hús- móðir mín rík og í heiðri höfð. Og það á hún líka skilið.“ MEIHUA og höfuðsmaðurinn urðu strax ástfangin hvort af öðru. Þau höfðu iðulega stefnu- mót utan við þorpið, og kom það þá oft fyrir, að Meihuá kom of seint í kvöldmatinn. Nágrannarnir sögðu frú Wen, LIKAMINN ER LÆKNIR GOÐUR EFTIR R. C. CABOT LÆKNI ROSKINN maður með rjóð- ar kinnar og hraustlegt útlit gekk út á götuna án þess að líta í kringum sig og varð fyrir bíl. Slys þetta varð í borginni Boston í Bandaríkjunum, og maðurinn var fluttur í fylkis- sjúkrahúsið þar sem hann lézt innan skamms. Þegar konan hans var spurð, hvernig heilsu hans hefði verið varið, fullyrti hún, að honum hefði aldrei orðið misdægurt — þvert á móti hefði hann alltaf verið hlaðinn þrótti og áhuga. Þrátt fyrir það kom eftirfar- andi í ljós, þegar líkið var krufið: 1. Samgrónir berklar í báðum lungum. 2. Krónisk lifrarbólga, sem neyddi blóðið til að dreifa sér eftir nýjum leiðum und- ir og yfir lifrina. 3. Krónisk nýrnabólga. Bæði nýrun voru því nær eyði- lögð, en þó var nægilegur nýrnavefur starfhæfur. 4. Slagæðakölkun, sem olli mikilli mótstöðu í hringrás blóðsins og hafði orsakað tilsvarandi stækkun hjart- ans. Það er enginn efi á því, að maðurinn hafði lengi haft of háan blóðþrýsting. En um það hafði hann heldur enga hug- mynd. Hann var röskleikamað- ur, enda þótt hann væri hald- inn fjórum mjög alvarlegum sjúkdómum. Þegar springur á bíl úti á þjóðvegum, er varadekkið látið ið í stað þess er bilaði. Líkami þessa manns var mjög vel út- búinn af „varahlutum". Fjögur lífsnauðsynleg líffæri voru al- varlega biluð, og þó var hann í fullu fjöri. „Þegar maður hefur fengið nægilega þekkingu á mannleg- um líkama, er erfitt að skilja, að það skuli yfirleitt vera til sjúkt fólk,“ sagði læknirinn og vísindamaðurinn Walter Cann- on eitt sinn. Allir læknar vita, að hvíld, rétt mataræði og andlegur afléttir geta læknað mikinn hluta sjúklinga hans. Eins og báturinn réttir sig aft- ur á kjöl, þegar vindkviða hef- ur lagt hann á hliðina, eins réttir líkami okkar við eftir hinar mörgu hviður, sem heil- brigði okkar verður fyrir, og eftir storma erfiðra sjúkdóma.

x

Ný vikutíðindi

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Ný vikutíðindi
https://timarit.is/publication/881

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.