Ný vikutíðindi


Ný vikutíðindi - 01.09.1972, Blaðsíða 3

Ný vikutíðindi - 01.09.1972, Blaðsíða 3
NÝ V-UaiTÍÐIND! 3 að einhverjir hefðu séð til þeirra á veginum, sem lá upp í skógi vaxna hlíðina vestan við þorpið. Frú Wen yfirheyrði dóttur sína. Stúlkan játaði grátandi sekt sína og sagði, að höfuðmaðurinn hefði heitið því, að kvænast henni. Frú Wen varð ofsalega reið. „Aldrei hefði mér komið til hugar, að dóttir mín mundi gera mér slíka skömm! Við amma þín höfum verið til fyr- irmyndar hérna í þorpinu. Nú hefir þú sett smánarblett á Wen-ættina. Fólk hlakkar lík- lega yfir, þegar það heyrir þetta hneyksli." „Ég skammast mín ekki fyrir þetta,“ sagði Meihua og þurrk- aði sér um augun. „Nei, ég skammast mín ekki fyrir að elska hann! Ég er komin á giftingaraldur. Ef þú hefir eitt- hvað á móti honum skaltu reyna að finna handa mér mann. Ég ætla mér ekki að rotna lifandi á þessu ástvana heimili, og ég sé satt að segja ekkert í þessu tilgangslausa lífi þínu, sem þú kallar dyggð- ugan ekkjudóm. Hvers vegna giftist þú annars ekki sjálf? Þú ert ennþá ung.“ „Að þú skulir ekki skammast þín stelpa!“ hrópaði móðir hennar. Frú Wen fór að gráta. Hún hafði orðið að kveljast í nítján ár og engum getað sagt það. Hvað hafði hún ekki orðið að þola? Og nú hló dóttir hennar að fórn hennar og sjálfsafneit- un, sem enginn, nema hún, vissi hvað hafði kostað. Eftir stundarkorn herti hún sig upp, rak dóttur sína inn í herbergi sitt og læsti hana inni. Þegar Sing kom heim, þrem- úr dögum seinna, hitti hann frá •Wen,‘ -sL,m var fremur af-. undin við hann. „Hvar er Meihua?“ „Hún er inni hjá sér.“ „Hvers vegna kemur hún ekki fram?“ „Ég var einmitt að bíða eftir þeirri spurningu. Ég bjóst við, að þú mundir vera kominn aftur til þorpsins og værir lík- lega að furða þig á því, hvers vegna hún kæmi ekki á stefnu- mótið.“ „Hvaða stefnumót?“ „Engin látalæti. Ég veit allt.“ Hún talaði í svo reiðilegum tón, að höfuðsmaðurinn þorði ekki að segja sér neitt til máls- bóta. í sama bili heyrðist Meihua hrópa: „Hleypið mér út! Ég er hérna, Sing! Bjargaðu mér!“ „Hvað á þetta að. þýða?“ hrópaði Sing og þaut að her- bergisdyrum hennar, en hún var grátandi fyrir innan og barði án afláts á hurðina. Ekkjurnar komu báðar á eftir honum, og gamla konan spurði með tárin í augunum: „Ungi maður, ætlar þú að eiga hana?“ Sing varð steinhissa. Nú rann upp fyrir honum ljós. „Auðvitað. Viljið þið nú opna dyrnar og leyfa mér að tala við hana?“ Dyrnar voru opnaðar. Mei- hua kom þjótandi út, fleygði sér í faðm höfuðmannsins og hrópaði: „Taktu mig burtu með þér, Sing.“ Allt féll nú í ljúfa löð. Her- setunni var brátt lokið. Komist var að samkomulagi við fjöl- skyldu hans, þau giftu sig og fluttu til Suchow. Þremur mánuðum síðar dó gamla konan. Höfuðsmaðurinn kom einn til þess að aðstoða tengdamóður sína við útförina. Frú Wen sagði Li Sing frá því, að yfirmaður ættarinnar hefði komið og tilkynnt sér, að nú væri svo að segja afgert, að skírlífisboginn yrði reistur. Innan Wen-ættarinnar var nú þegar talað um ekkjurnar tvær, aðra dauða, hina lifandi, sem hinar skírlífu frúr. „Það voru góðar fréttir!“ sagði Li Sing. „Ertu ekki ánægð?“ „Ég veit það ekki. Hvernig líður dóttur rninni?" Li Sing sagði henni, að Meihua gengi með barni. „Hvers vegna sagðir þú mér það ékki strax?“ „Það eru nú naumast eins mikilvægar fréttir og þær, að þér verði sýndur slíkur heið- ur.“ „Skírlífisboginn!" sagði frú Wen fyrirlitlega. „Við skulum ekki tala um hann.“ Eftir jarðarförina sneri frú Wen aftur heim. Nú var hún alein og hafði nægan tíma til að hugsa um fra'mtíðina, og það var ekki laust við, að henni hrysi hugur við. Fyrir nokkrum mánuðum hafði hún haft tengdamóður sína, dóttur og tengdason hjá sér, en nú var öll glaðværð horfin úr hús- inu. Hún var ein eftir. Chang hafði verið hennar stoð og styrkur þessa erfiðu daga, og nú, er hann sá hús- móður sína svo hrygga, stjan- aði hann við hana á alla lund. Stundum var hún svo ein- mana, að hún fór út til hans, þar sem hann var að vinna 1 garðinum, og samband þeirra varð brátt innilegra. Oft var hún komin á fremsta hlunn með að spyrja hann einnar spurningar. En hvernig átti kona, og skírlíf ekkja í þokkabót, að fara að því að biðja sér manns? Oft fór hún út í garðinn og talaði fram og aftur við hann um grænmeti, en hún kom sér nú aldrei að því að segja hug sinn allan. Hún gat það ekki. Chang var heiðai'legur og dyggur þjónn. En hann hugsaði aldrei um hana sem konu. Meihua eignaðist stúlkubarn og kom með manni sínum, til þess að sýna frú Wen dóttur- dótturina. „Meihua,“ sagði móðir henn- ar, „mér þykir vænt um að þú ert svna vel gift. Þú hlýtur að vera hreykin af barninu og manninum þínum.“ Á meðan gekk höfuðsmað- urinn út í garðinn. Honum til mikillar undrunar kom Chang þjótandi og dró hann með sér inn til sín. „Segðu mér, hvað ég á að gera. Ég er ómenntaður al- þýðumaður.“ „Hvað er að?“ „Það er húsmóðir mín.“ „Segðu mér hvað það er. Hefir nokkuð komið fyrir?“ Chang var seinn til svars, en þegar sagan loksins kom, ætlaði höfuðsmaðurinn ekki að trúa sínum eigin eyrum. Sumarnæturnar höfðu verið heitar, og Chang var vanur að sofa hálfnakinn á fleti sínu. Eina nóttina í vikunni áður hafði hann vaknað við það, að húsmóðir hans kallaði til hans. Skarður máni á vestur- himninum skein beint inn til hans, og hann sá frúna standa frammi við dyrnar. Hann spratt á fætur og spurði, hvort hana vantaði nokkuð. „Nei,“ sagði frá Wen. „Mér þykir þú sofa fast. Ég heyrði hænsnin klaka og hélt, að villi- köttur væri að ónáða þau.“ Klukkan hlaut að vera orðin þrjú um nóttina. Grasið var döggvott. „Farðu aftur upp í,“ sagði ekkjan. „Þú verður innkulsa af að standa svona treyjulaus." En Chang vildi ekki heyra annað r.efnt en að hann fylgdi henni til baka að eldhúsdyr- unum. Daginn eftir sagði frú Wen við hann: „Lokaðu hænsnin vel inni, svo að ekkert geti grandað þeim.“ „Hafðu engar áhyggjur,“ svaraði hann. Þetta hafði aldrei komið fyr- ir áður, en þriðju nóttina kom villiköttur, skemmdi girðing- una og drap svarta hænu. Chang vaknaði við það, að húsmóðir hans stóð yfir hon- um og hristi hann. „Hvað er að?“ spurði hann og settist upp. „Ég sá villikött. Hann stökk yfir múrinn og komst undan.“ Chang smeygði sér í snatri í treyjuna, þau skoðuðu girðing- una og fundu stórt gat á vír- netinu. Frúin benti á staðinn, þar sem hún hafði sér villi- köttinn. Ekki sáu þau nein spor, en í blómabeðinu við múrinn fundu þau svörtu hæn- una, dauða og blóðuga. Chang bað fyrirgefningar á hirðuleysi sínu, en ekkjan var ekkert nema 'gæðin. „Við höfum engu tapað,“ sagði hún. „Ég sýð hænuna handa okkur á morgun.“ „Hvernig stendur á því, að þú sefur svona laust?“ spurði Chang. „Ég ligg oft andvaka. Og þegar ég sef, vakna ég við hið minnsta hljóð.“ Þau fóru inn til hans, en frú Wen stóð frammi við dyrn- ar. Hann sá blóðdropa á föt- um hennar og fingurgómum, henti dauðu hænunni á gólfið og hellti vatni í skál, svo að hún gæti þvegið sér um hend- urnar. Hann spurði, hvort hann ætti ekki að hita te handa henni. í fyrstu afþakkaði hún það, en sagði svo, að það væri ann- ars bezt, að hann gerði það — hún væri hvort sem er svo glaðvakandi, að liún mundi lík- lega ekki soína aftur. Hún settist á rúmið hans, þreifaði á dýnunni og druslun- um, sem hann hafði ofan á sér. „Chang,“ sagði hún. „Ég 'vissi ekki, að þú ættir enga sómasamlega ábreiðu. Ég skal gefa þér góða ábreiðu á morg- un. “ Daginn eftir höfðu þau hæn- una til kvöldverðar, og frú Wen minnti hana enn á villi- köttinn. „Ertu búinn að gera við girðinguna?“ spurði hún. Hann sagðist vera búinn að því. „Sami kötturinn kemur ef til vill í nótt,“ sagði hún. „Af hverju heldur þú það?“ „Nú, hann fékk ekki það, sem hann vildi, í gærkvöldi. Hann var of kjarklaus. Hann var nærri því búinn að kom- ast burtu með hænuna, en sleppti henni, þegar hann varð hræddur. Ef þetta er skyn- samur köttur, ætti hann að koma aftur í nótt.“ „Svo að ég var ákveðinn í því,“ hélt Chang áfram sögu sinni, ,,að sitja og bíða eítir kettinum og sagði húsmóður minni að hafa engar áhyggjur af því. Ég dró niður í lamp- anum, settist á stól á bak við Orðspeki Áður gnauðaði vindurinn í greinum trjánna. Nú gnauðar hann í rennum og gluggakörm- um. Það er oft auðveldara að deyja fyrir hugsjónir sínar en að lifa eftir þeim. George Santayana. Lífið er svo stutt að því má ekki eyða lítilmótlega. Disracli. ■ Ef menn töluðu aldrei um það, sem þeir hafa ekki vit á, þá hefðu menn sannarlega nóg til að þegja um. runna með lurk í hendi, til þess að rota hvern þann villi- kött, sem vogaði sér inn yfir múrvegginn. Það var komið langt fram á nótt, og farið að kólna, en ég hafði ekki séð neinn kött, svo að ég ákvað að fara og leggja mig. Þá heyrði ég rödd, sem kallaði lágt á mig.“ „Ég sneri mér við og sá húsmóður mína koma hvít- klædda í áttina til mín. Mér datt strax í hug álfkonan Maku. Þegar hún var komin fast að mér, hvíslaði hún: „Hefir þú séð nokkuð? Við skulum bíða inni hjá þér,“ sagði hún. „Það var yndilegasta nótt í lífi mínu. Þarna sátum við. tvö, hún og ég, og allt var hljótt í kringum okkur. Hún hafði gefið mér ábreiðu um morgun- inn, og hún var svo hvít og fin, að ég tímdi varla að sitja á henni. Þarna sátum við og horfðum á silfurglitrandi tunglskinsgeislana, sem skinu inn um gluggann. Við sátum og töluðum sam- an, eða réttara sagt, var það húsmóðir mín, sem talaði við mig um ýmislegt — um garð- inn, lífið og erfiði, hamingju og sorg. Hún spurði mig um líf mitt og hvers vegna ég væri ekki kvæntur. Ég sagði henni, að ég hefði ekki efni á því.“ „Ef þú hefðir efni á því, myndir þú þá kvænast?“ spurði frú Wen. „Auðvitað myndi ég gera það,“ svaraði Chang. Hún sat eins og í leiðslu, tunglskinsbirtan féll á fölt andlit hennar, en augun voru eins og skærir gimsteinar. Chang var næstum þvi hrædd,- ur. „Ertu mennsk, eða ertu álf- konan. Mgku?“ ,spui;9i (hann.. u „Vertu ekki svona mikið flón, Chang! Auðvitað er ég mennsk.“ Þegar hún sagði þetta, fannst honum hún vera ennþá óraun- verulegri, og hún horfði stöð- ugt á hann. Hann gat ekki haft af henni augun. „Horfðu ekki svona á mig. Auðvitað er ég kona. Snertu mig.“ Hún rétti út handlegginn. Chang snart hann, og það fór titringur um frú Wen. „Fyrirgefðu, gerði ég þig hrædda?“ spurði Chang. „Áðan þóttist ég vera alveg viss um, að þú værir raunverulega álf- konan Maku, komin til mín þessa tunglskinsnótt." Frú Wen hló, og Chang létti við það. „Er ég svo falleg, Chang?“ spurði hún. „Ég vildi, að þetta tæki aldrei enda. Segðu mér, heldur þú, að álfkonan Maku myndi elska og ganga að eiga mann, eins og við gerum hér á jörð inni?“ „Hvernig ætti ég að vita það?“ svaraði Chang og skildi enn ekki hálfkveðna vísu. „Ég hef aldrei hitt álfkonuna Maku.“ Þá spurði frú Wen spurning- ar, sem ruglaði hann alveg í ríminu. „Hvað myndir þú gera, ef hún kæmi til þín í nótt? Mynd- ir þú sýna henni blíðuhót? Hvort vildir þú heldur, að ég væri álfkonan eða mennsk kona?“ Framh. á bls. 4 Kaupsýslutíðindi Sími 26833 Notorius.

x

Ný vikutíðindi

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Ný vikutíðindi
https://timarit.is/publication/881

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.